NBA: Þríframlengt í London þegar New Jersey vann aftur Toronto Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 6. mars 2011 11:00 Deron Williams og Sasha Vujacic. Mynd/AP NBA-liðin New Jersey Nets og Toronto Raptors buðu upp á mikla skemmtun í seinni leik sínum í London í NBA-deildinni í körfubolta í nótt en Nets vann að lokum eins stigs sigur, 137-136, eftir þrjár framlengingar. Travis Outlaw (14 stig) skoraði síðustu átta stigin fyrir New Jersey Nets í leiknum og tryggði sínum mönnum sigurinn. Fjórum sinnum mistókst leikmönnum liðanna að skora flautukörfu og tryggja sínu liði sigur. Brook Lopez var með 34 stig, 14 fráköst og 8 varin skot hjá Nets og Deron Williams var með 21 stig og 18 stoðsendingar. Hjá Toronto var Andrea Bargnani stigahæstur með 35 stig og 12 fráköst en DeMar DeRozan skoraði 30 stig. New Jersey Nets vann báða leiki liðanna í London og enginn kunni betur við sig en Kris Humphries. Humphries var með 20 stig og 17 fráköst í seinni leiknum og hafði verið með 18 stig og 17 fráköst í þeim fyrri. Ekki slæmar tölur fyrir mann sem er með 9,4 stig og 9.6 fráköst að meðaltali í leik.Mynd/APAl Jefferson skoraði 27 stig og Raja Bell (16 stig) var með tvær mikilvægar körfur og einn stolinn bolta á úrslitastundu þegar Utah Jazz vann 109-102 sigur á Sacramento Kings í framlengdum leik. Paul Millsap meiddist á hné í leiknum en Utah náði engu að síður að enda sjö leikja taphrinu á heimavelli. Ty Corbin, eftirmaður Jerry Sloan hjá Utah, vann því loksins sigur í Salt Lake City. DeMarcus Cousins var með 18 stig og 18 fráköst hjá Sacramento. LaMarcus Aldridge var með 26 stig í auðveldum 93-69 heimasigri Portland Trail Blazers á Charlotte Bobcats. Gerald Henderson skoraði 16 stig fyrir Charlotte-liðið sem er búið að tapa fjórum leikjum í röð. Nýliðinn John Wall var með 18 stig og 11 fráköst þegar Washington Wizards vann 103-96 sigur á Minnesota Timberwolves þrátt fyrir að Kevin Love væri með 20 stig og 21 frákast. Þetta var þriðji 20-20 leikur Love í röð, sá ellefti á tímabilinu og jafnframt fimmtugasta tvenna hans í röð.Mynd/APKevin Martin skoraði 20 stig og þeir Chase Budinger og Kyle Lowry voru með 18 stig hvor þegar Houston Rockets vann 112-95 sigur á Indiana Pacers. Houston er búið að vinna sex af síðustu sjö leikjum sínum og ætla sér greinilega inn í úrslitakeppnina. Tyler Hansbrough skoraði mest 17 stig fyrir Indiana-liðið sem hefur tapað fimm af síðustu sex leikjum sínum. Blake Griffin var einni stoðsendingu frá þrennunni þegar Los Angeles Clippers vann 100-94 sigur á Denver Nuggets. Blake endaði með 18 stig, 12 fráköst og 9 stoðsendingar. Eric Bledsoe var með 15 af 20 stigum sínum í lokaleikhlutanum og nýi leikstjórnandinn Mo Williams var með 17 stig. Nene var atkvæðamestur hjá Denver með 25 stig og 14 fráköst. Clippers-liðið vann aðeins 2 af 14 leikjum sínum í febrúar en hefur unnið tvo fyrstu leiki sína í mars. Úrslit allra leikja í NBA-deildinni í nótt:Mynd/APNew Jersey Nets-Toronto Raptors 137-136 (þríframlengt) Washington Wizards-Minnesota Timberwolves 103-96 Houston Rockets-Indiana Pacers 112-95 Utah Jazz-Sacramento Kings 109-102 (framlengt) Portland Trail Blazers-Charlotte Bobcats 93-69 Los Angeles Clippers-Denver Nuggets 100-94 NBA Mest lesið „Hallærislegasta smjaður sem íþróttaheimurinn hefur nokkurn tíma séð“ Fótbolti „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ Handbolti „Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Íslenski boltinn Goðsögnin sem tortímdi ferlinum handtekinn í Dúbæ og framseldur Sport Ronaldo útskýrir skrópið sitt í jarðarför Diogo Jota Fótbolti Slot segir að Isak sé byrjaður aftur að æfa en bað um eitt Enski boltinn Davíð Smári hikar ekki: „Við ætlum að vinna þessa deild“ Íslenski boltinn Dæmd fyrir að stela af liðsfélaga í landsliðinu en nær Ólympíuleikunum Sport HM hópurinn tilkynntur: Margir reynsluboltar horfnir á braut Handbolti Varar sig á því að Nik stelist í leikmenn: „Sagði hann það?“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Þarf ekki að láta aðra segja mér hvort að liðið sé nógu gott“ Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 101-105 | Langþráður sigur Íslandsmeistarana ÍA - Valur 81-83 | Grátlegt tveggja stiga tap á nýjum heimavelli Þór Þ. - ÍR 100 - 98 | Fyrsta sigrinum fagnað í Þorlákshöfn Uppgjörið: Álftanes - KR 108-89 | Stórsigur gegn vængbrotnu liði Banninu aflétt og Bretland mun mæta Íslandi Sá húsið sitt brenna til kaldra kola „Ha, átti ég metið?“ Rebekka Rut nýliði í fyrsta landsliðshóp Salminen Uppgjörið: KR - Grindavík 68-85 | Gestirnir á toppinn Valskonur niðurlægðu Íslandsmeistarana Tryggvi með flest fráköst í Evrópusigri Sjaldgæf 30-20-10 þrenna í Síkinu í gær Sömu félög að spila í tveimur íþróttum í sama húsinu á sama tíma Kristófer Acox kallar sig glæpamann Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Stjarnan með þægilegan sigur á nýliðunum Hverjir eru bestu ungu strákarnir í Bónus-deildinni? Söguleg byrjun OKC á tímabilinu Íslandsmeistararnir mæta bikarmeisturunum Skagamenn senda Kanann heim Tilþrif 5. umferðar: Jukic stal senunni Ólíkar niðurstöður hjá landsliðsmönnunum Er Tóti Túrbó ofmetinn? „Gott að við gátum verið liðið sem kláraði þetta“ Erfitt kvöld fyrir Ármann og Tindastól Tvöföld tvenna Tryggva í tæpu tapi Góður lokaleikhluti tryggði Njarðvík sigurinn Styrmir með þrettán í öruggum sigri Zamora Sjá meira
NBA-liðin New Jersey Nets og Toronto Raptors buðu upp á mikla skemmtun í seinni leik sínum í London í NBA-deildinni í körfubolta í nótt en Nets vann að lokum eins stigs sigur, 137-136, eftir þrjár framlengingar. Travis Outlaw (14 stig) skoraði síðustu átta stigin fyrir New Jersey Nets í leiknum og tryggði sínum mönnum sigurinn. Fjórum sinnum mistókst leikmönnum liðanna að skora flautukörfu og tryggja sínu liði sigur. Brook Lopez var með 34 stig, 14 fráköst og 8 varin skot hjá Nets og Deron Williams var með 21 stig og 18 stoðsendingar. Hjá Toronto var Andrea Bargnani stigahæstur með 35 stig og 12 fráköst en DeMar DeRozan skoraði 30 stig. New Jersey Nets vann báða leiki liðanna í London og enginn kunni betur við sig en Kris Humphries. Humphries var með 20 stig og 17 fráköst í seinni leiknum og hafði verið með 18 stig og 17 fráköst í þeim fyrri. Ekki slæmar tölur fyrir mann sem er með 9,4 stig og 9.6 fráköst að meðaltali í leik.Mynd/APAl Jefferson skoraði 27 stig og Raja Bell (16 stig) var með tvær mikilvægar körfur og einn stolinn bolta á úrslitastundu þegar Utah Jazz vann 109-102 sigur á Sacramento Kings í framlengdum leik. Paul Millsap meiddist á hné í leiknum en Utah náði engu að síður að enda sjö leikja taphrinu á heimavelli. Ty Corbin, eftirmaður Jerry Sloan hjá Utah, vann því loksins sigur í Salt Lake City. DeMarcus Cousins var með 18 stig og 18 fráköst hjá Sacramento. LaMarcus Aldridge var með 26 stig í auðveldum 93-69 heimasigri Portland Trail Blazers á Charlotte Bobcats. Gerald Henderson skoraði 16 stig fyrir Charlotte-liðið sem er búið að tapa fjórum leikjum í röð. Nýliðinn John Wall var með 18 stig og 11 fráköst þegar Washington Wizards vann 103-96 sigur á Minnesota Timberwolves þrátt fyrir að Kevin Love væri með 20 stig og 21 frákast. Þetta var þriðji 20-20 leikur Love í röð, sá ellefti á tímabilinu og jafnframt fimmtugasta tvenna hans í röð.Mynd/APKevin Martin skoraði 20 stig og þeir Chase Budinger og Kyle Lowry voru með 18 stig hvor þegar Houston Rockets vann 112-95 sigur á Indiana Pacers. Houston er búið að vinna sex af síðustu sjö leikjum sínum og ætla sér greinilega inn í úrslitakeppnina. Tyler Hansbrough skoraði mest 17 stig fyrir Indiana-liðið sem hefur tapað fimm af síðustu sex leikjum sínum. Blake Griffin var einni stoðsendingu frá þrennunni þegar Los Angeles Clippers vann 100-94 sigur á Denver Nuggets. Blake endaði með 18 stig, 12 fráköst og 9 stoðsendingar. Eric Bledsoe var með 15 af 20 stigum sínum í lokaleikhlutanum og nýi leikstjórnandinn Mo Williams var með 17 stig. Nene var atkvæðamestur hjá Denver með 25 stig og 14 fráköst. Clippers-liðið vann aðeins 2 af 14 leikjum sínum í febrúar en hefur unnið tvo fyrstu leiki sína í mars. Úrslit allra leikja í NBA-deildinni í nótt:Mynd/APNew Jersey Nets-Toronto Raptors 137-136 (þríframlengt) Washington Wizards-Minnesota Timberwolves 103-96 Houston Rockets-Indiana Pacers 112-95 Utah Jazz-Sacramento Kings 109-102 (framlengt) Portland Trail Blazers-Charlotte Bobcats 93-69 Los Angeles Clippers-Denver Nuggets 100-94
NBA Mest lesið „Hallærislegasta smjaður sem íþróttaheimurinn hefur nokkurn tíma séð“ Fótbolti „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ Handbolti „Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Íslenski boltinn Goðsögnin sem tortímdi ferlinum handtekinn í Dúbæ og framseldur Sport Ronaldo útskýrir skrópið sitt í jarðarför Diogo Jota Fótbolti Slot segir að Isak sé byrjaður aftur að æfa en bað um eitt Enski boltinn Davíð Smári hikar ekki: „Við ætlum að vinna þessa deild“ Íslenski boltinn Dæmd fyrir að stela af liðsfélaga í landsliðinu en nær Ólympíuleikunum Sport HM hópurinn tilkynntur: Margir reynsluboltar horfnir á braut Handbolti Varar sig á því að Nik stelist í leikmenn: „Sagði hann það?“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Þarf ekki að láta aðra segja mér hvort að liðið sé nógu gott“ Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 101-105 | Langþráður sigur Íslandsmeistarana ÍA - Valur 81-83 | Grátlegt tveggja stiga tap á nýjum heimavelli Þór Þ. - ÍR 100 - 98 | Fyrsta sigrinum fagnað í Þorlákshöfn Uppgjörið: Álftanes - KR 108-89 | Stórsigur gegn vængbrotnu liði Banninu aflétt og Bretland mun mæta Íslandi Sá húsið sitt brenna til kaldra kola „Ha, átti ég metið?“ Rebekka Rut nýliði í fyrsta landsliðshóp Salminen Uppgjörið: KR - Grindavík 68-85 | Gestirnir á toppinn Valskonur niðurlægðu Íslandsmeistarana Tryggvi með flest fráköst í Evrópusigri Sjaldgæf 30-20-10 þrenna í Síkinu í gær Sömu félög að spila í tveimur íþróttum í sama húsinu á sama tíma Kristófer Acox kallar sig glæpamann Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Stjarnan með þægilegan sigur á nýliðunum Hverjir eru bestu ungu strákarnir í Bónus-deildinni? Söguleg byrjun OKC á tímabilinu Íslandsmeistararnir mæta bikarmeisturunum Skagamenn senda Kanann heim Tilþrif 5. umferðar: Jukic stal senunni Ólíkar niðurstöður hjá landsliðsmönnunum Er Tóti Túrbó ofmetinn? „Gott að við gátum verið liðið sem kláraði þetta“ Erfitt kvöld fyrir Ármann og Tindastól Tvöföld tvenna Tryggva í tæpu tapi Góður lokaleikhluti tryggði Njarðvík sigurinn Styrmir með þrettán í öruggum sigri Zamora Sjá meira