Eiginkonan handtekin Guðsteinn Bjarnason skrifar 11. október 2010 03:15 Innan veggja þessa fangelsis dvelst friðarverðlaunahafi Nóbels, Liu Xiaobo, og hefur afplánað tæp tvö ár af ellefu ára fangelsisdómi. fréttablaðið/AP Kína Liu Xia, eiginkona Liu Xiaobo, var augljóslega höfð í haldi í íbúð sinni í Peking í gær, eftir að hún hafði hitt eiginmann sinn í fangelsi. Hún fær hvorki að hitta fjölmiðlafólk né vini sína. Fréttir bárust af því að tugir menntamanna hefðu einnig verið settir í stofufangelsi eða orðið fyrir öðru áreiti af hálfu stjórnvalda um helgina, eftir að ljóst varð að Liu Xiaobo fengi Nóbelsverðlaunin. Liu Xia segir að eiginmaður sinn hafi þegar verið búinn að fá fréttir af ákvörðun norsku Nóbelsnefndarinnar þegar hún kom til hans í fangelsið. „Bræður, ég er komin til baka,“ skrifaði Liu Xia á Twitter-síðu sína í gær. „Hitti Xiaobo. Hann fékk fréttina af verðlaununum í fangelsinu aðfaranótt hins niunda.“ Wang Jinbo, nánur vinur þeirra og félagi þeirra í andspyrnunni, staðfesti frásögn hennar á Twitter. Hann fullyrðir að Liu Xiaobo hafi sagt eiginkonu sinni, með tárin í augunum, að hann tileinkaði Nóbelsverðlaun sín þeim sem létu lífið þegar kínversk stjórnvöld siguðu hernum á Torg hins himneska friðar hinn 4. júní 1989, þar sem fjölmennur hópur ungs fólks krafðist lýðræðisumbóta. Liu Xia reyndi strax á föstudag, eftir að norska Nóbelsnefndin skýrði frá ákvörðun sinni, að fá að heimsækja eiginmann sinn í Jinzhou-fangelsinu í Liaoning-héraði, sem er í fimm hundruð kílómetra fjarlægð norður af höfuðborginni Peking, þar sem hún býr. Hún fékk þó ekki að hitta hann fyrr en í gær. Kínversk stjórnvöld brugðust ókvæða við þegar norska Nóbelsnefndin skýrði frá ákvörðun sinni. Talsmaður utanríkisráðuneytis Kína sagði ákvörðunina Nóbelsnefndinni til skammar og hótaði því að samskiptin við Noreg myndu versna. Nóbelsverðlaun Mest lesið „Þetta verður allt saman stórvarasamt í fyrramálið“ Veður Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Innlent Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Innlent Fastur heima í þrjá daga út af engum mokstri Innlent „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Innlent Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Erlent Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Erlent „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Innlent Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Erlent Fleiri fréttir Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Sjö hundruð drónum og eldflaugum skotið að Úkraínu Telja Kínverja geta fjarstýrt strætisvögnum af sömu gerð og Strætó notar Fordæmalaus eyðilegging vegna Melissu Losa hreðjatakið í eitt ár Útlit fyrir að hnífjafnt verði í Hollandi í fyrsta skipti Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Vill hefja tilraunir með kjarnavopn að nýju Fleiri handteknir vegna ránsins í Louvre „Samþykki“ tekið upp í frönskum lögum í kjölfar Pelicot málsins Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Fjórir látnir á Jamaíku og tuttugu í Haítí Hafa játað aðild að ráninu í Louvre Furstadæmin dæla vopnum og kínverskum drónum til Súdan Bandidos-bifhjólagengið bannað í Danmörku Prófuðu annað kjarnorkuknúið vopn Ákærðir fyrir hryðjuverk gegn ísraelska sendiráðinu í Kaupmannahöfn Segja vopnahléið aftur í gildi eftir miklar árásir Fundu flöskuskeyti frá tímum fyrri heimsstyrjaldarinnar Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Rak nefndina sem átti að taka fyrir viðhafnarsalinn og sigurbogann Fjórtán drepnir í árásum á meinta fíkniefnasmyglara Þriðju kosningarnar á fjórum árum Stærsti fellibylur í sögu Jamaíka Færeyingar marka leið fyrir risastór neðansjávargöng Ísraelsher gerir árás á Gasa Andstæðingar olíuleitar Norðmanna hrósa sigri þrátt fyrir tap Skipar hernum að gera árásir á Gasa Áfrýjar sakfellingu í þagnargreiðslumálinu Sakar Evrópu um stríðsæsingu Sjá meira
Kína Liu Xia, eiginkona Liu Xiaobo, var augljóslega höfð í haldi í íbúð sinni í Peking í gær, eftir að hún hafði hitt eiginmann sinn í fangelsi. Hún fær hvorki að hitta fjölmiðlafólk né vini sína. Fréttir bárust af því að tugir menntamanna hefðu einnig verið settir í stofufangelsi eða orðið fyrir öðru áreiti af hálfu stjórnvalda um helgina, eftir að ljóst varð að Liu Xiaobo fengi Nóbelsverðlaunin. Liu Xia segir að eiginmaður sinn hafi þegar verið búinn að fá fréttir af ákvörðun norsku Nóbelsnefndarinnar þegar hún kom til hans í fangelsið. „Bræður, ég er komin til baka,“ skrifaði Liu Xia á Twitter-síðu sína í gær. „Hitti Xiaobo. Hann fékk fréttina af verðlaununum í fangelsinu aðfaranótt hins niunda.“ Wang Jinbo, nánur vinur þeirra og félagi þeirra í andspyrnunni, staðfesti frásögn hennar á Twitter. Hann fullyrðir að Liu Xiaobo hafi sagt eiginkonu sinni, með tárin í augunum, að hann tileinkaði Nóbelsverðlaun sín þeim sem létu lífið þegar kínversk stjórnvöld siguðu hernum á Torg hins himneska friðar hinn 4. júní 1989, þar sem fjölmennur hópur ungs fólks krafðist lýðræðisumbóta. Liu Xia reyndi strax á föstudag, eftir að norska Nóbelsnefndin skýrði frá ákvörðun sinni, að fá að heimsækja eiginmann sinn í Jinzhou-fangelsinu í Liaoning-héraði, sem er í fimm hundruð kílómetra fjarlægð norður af höfuðborginni Peking, þar sem hún býr. Hún fékk þó ekki að hitta hann fyrr en í gær. Kínversk stjórnvöld brugðust ókvæða við þegar norska Nóbelsnefndin skýrði frá ákvörðun sinni. Talsmaður utanríkisráðuneytis Kína sagði ákvörðunina Nóbelsnefndinni til skammar og hótaði því að samskiptin við Noreg myndu versna.
Nóbelsverðlaun Mest lesið „Þetta verður allt saman stórvarasamt í fyrramálið“ Veður Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Innlent Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Innlent Fastur heima í þrjá daga út af engum mokstri Innlent „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Innlent Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Erlent Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Erlent „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Innlent Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Erlent Fleiri fréttir Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Sjö hundruð drónum og eldflaugum skotið að Úkraínu Telja Kínverja geta fjarstýrt strætisvögnum af sömu gerð og Strætó notar Fordæmalaus eyðilegging vegna Melissu Losa hreðjatakið í eitt ár Útlit fyrir að hnífjafnt verði í Hollandi í fyrsta skipti Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Vill hefja tilraunir með kjarnavopn að nýju Fleiri handteknir vegna ránsins í Louvre „Samþykki“ tekið upp í frönskum lögum í kjölfar Pelicot málsins Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Fjórir látnir á Jamaíku og tuttugu í Haítí Hafa játað aðild að ráninu í Louvre Furstadæmin dæla vopnum og kínverskum drónum til Súdan Bandidos-bifhjólagengið bannað í Danmörku Prófuðu annað kjarnorkuknúið vopn Ákærðir fyrir hryðjuverk gegn ísraelska sendiráðinu í Kaupmannahöfn Segja vopnahléið aftur í gildi eftir miklar árásir Fundu flöskuskeyti frá tímum fyrri heimsstyrjaldarinnar Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Rak nefndina sem átti að taka fyrir viðhafnarsalinn og sigurbogann Fjórtán drepnir í árásum á meinta fíkniefnasmyglara Þriðju kosningarnar á fjórum árum Stærsti fellibylur í sögu Jamaíka Færeyingar marka leið fyrir risastór neðansjávargöng Ísraelsher gerir árás á Gasa Andstæðingar olíuleitar Norðmanna hrósa sigri þrátt fyrir tap Skipar hernum að gera árásir á Gasa Áfrýjar sakfellingu í þagnargreiðslumálinu Sakar Evrópu um stríðsæsingu Sjá meira