Hulkenberg yfirgefur Williams liðið, en Barrichello verður áfram 15. nóvember 2010 10:48 Landarnir Sebastian Vettel og Nico Hulkenberg. Mynd: Getty Images Þjóðverjinn Nico Hulkenberg verður ekki áfram hjá Williams liðinu á næsta ári, en liðið vildi gera margra ára samning við kappann. Hulkenberg er með sama umboðsmann og Michael Schumacher hefur verið með, Willy Weber. Hulkenberg náði besta tíma í tímatökum í Brasilíu og vakti athygli, en Williams er m.a. að skoða að ráða Pastor MacDonaldo sem hefur verið í fremstu röð í GP2 mótaröðinni og er með sterka fjárhagslega bakhjarla á bakvið sig í formi auglýsingaaðila. "Mér þykir miður að tilkynna þetta og hefði gjarnan viljað vera áfram hjá Williams. Ég þakkaði liðinu fyrir frábærar stundir og óska þeim alls hins besta", sagði Hulkenberg í tilkynningu sem birtist á autosport.com. Weber segist vera í viðræðum við nokkur lið, en fátt er um spennandi sæti. Reyndar er óljóst hvort Vitaly Petrov verður áfram hjá Renault, en Force India og Lotus gæti verið möguleiki eða Hispania. En Renault er eina liðið sem hægt er að kalla topplið af þessum liðum. Rubens Barrichello verður áfram hjá liðinu. "Við réðum Rubens til Wiliams, vitandi það að hann hefur góða tæknilega þekkingu og er ástríðufullur. Hann hefur skilað öllu sem ætlast var af honum og erum ánægðir að geta staðfest samning við hann", sagði Frank Williams í tilkynningu frá liðinu. Mest lesið Kærastan tók eftir því að eitthvað var að Handbolti Vara við því að „töfradrykkur“ Haaland geti valdið matareitrun Enski boltinn Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 29-31 | Svöruðu skellinum með frábærum sigri Handbolti Úlfarnir ráku Pereira Enski boltinn Verður besta sjöþrautakona Íslands villiköttur eða bolabítur? Sport Leggur til breytingar og vill að fótboltinn læri af handboltanum Fótbolti Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Golf Annað tap spútnikliðsins kom í Manchester Enski boltinn Engin klipping á næstunni: Miður sín en með augun á 8. desember Enski boltinn Bölvun fylgir úrslitaleik Meistaradeildarinnar Fótbolti Fleiri fréttir Verstappen telur sig ekki geta barist um titilinn Hlupu inn á Formúlu 1-brautina: „Ég hefði getað drepið þá“ Yfirburðir Norris sem er kominn á toppinn Norris á ráspól og forysta Piastri í hættu Grunur um nauðgun á heimili Schumachers Segir að formúlu 1 vanti nú illmenni Russell fyrstur í mark í Singapúr og McLaren tryggði sigur bílasmiða George Russell á ráspól í Singapúr Hringt í flesta eigendur í Formúlu 1 eftir brottreksturinn frá Red Bull Sjá meira
Þjóðverjinn Nico Hulkenberg verður ekki áfram hjá Williams liðinu á næsta ári, en liðið vildi gera margra ára samning við kappann. Hulkenberg er með sama umboðsmann og Michael Schumacher hefur verið með, Willy Weber. Hulkenberg náði besta tíma í tímatökum í Brasilíu og vakti athygli, en Williams er m.a. að skoða að ráða Pastor MacDonaldo sem hefur verið í fremstu röð í GP2 mótaröðinni og er með sterka fjárhagslega bakhjarla á bakvið sig í formi auglýsingaaðila. "Mér þykir miður að tilkynna þetta og hefði gjarnan viljað vera áfram hjá Williams. Ég þakkaði liðinu fyrir frábærar stundir og óska þeim alls hins besta", sagði Hulkenberg í tilkynningu sem birtist á autosport.com. Weber segist vera í viðræðum við nokkur lið, en fátt er um spennandi sæti. Reyndar er óljóst hvort Vitaly Petrov verður áfram hjá Renault, en Force India og Lotus gæti verið möguleiki eða Hispania. En Renault er eina liðið sem hægt er að kalla topplið af þessum liðum. Rubens Barrichello verður áfram hjá liðinu. "Við réðum Rubens til Wiliams, vitandi það að hann hefur góða tæknilega þekkingu og er ástríðufullur. Hann hefur skilað öllu sem ætlast var af honum og erum ánægðir að geta staðfest samning við hann", sagði Frank Williams í tilkynningu frá liðinu.
Mest lesið Kærastan tók eftir því að eitthvað var að Handbolti Vara við því að „töfradrykkur“ Haaland geti valdið matareitrun Enski boltinn Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 29-31 | Svöruðu skellinum með frábærum sigri Handbolti Úlfarnir ráku Pereira Enski boltinn Verður besta sjöþrautakona Íslands villiköttur eða bolabítur? Sport Leggur til breytingar og vill að fótboltinn læri af handboltanum Fótbolti Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Golf Annað tap spútnikliðsins kom í Manchester Enski boltinn Engin klipping á næstunni: Miður sín en með augun á 8. desember Enski boltinn Bölvun fylgir úrslitaleik Meistaradeildarinnar Fótbolti Fleiri fréttir Verstappen telur sig ekki geta barist um titilinn Hlupu inn á Formúlu 1-brautina: „Ég hefði getað drepið þá“ Yfirburðir Norris sem er kominn á toppinn Norris á ráspól og forysta Piastri í hættu Grunur um nauðgun á heimili Schumachers Segir að formúlu 1 vanti nú illmenni Russell fyrstur í mark í Singapúr og McLaren tryggði sigur bílasmiða George Russell á ráspól í Singapúr Hringt í flesta eigendur í Formúlu 1 eftir brottreksturinn frá Red Bull Sjá meira