Ofurkjúklingurinn Ólafur Þ. Stephensen skrifar 2. desember 2010 09:01 Lengi hefur því verið haldið að neytendum að íslenzkt fuglakjöt væri miklu betri vara en útlent af því að það væri sjúkdómafrítt. Þetta hefur kannski stuðlað að því að einhverjir hafa átt auðveldara með að sætta sig við að innlend framleiðsla sé vernduð með ofurtollum á innfluttan kjúkling og kalkún. Rökin sem iðulega eru notuð fyrir tollvernd búvöruframleiðslu, um varðveizlu sveitamenningar, dreifðrar búsetu og landbúnaðarlandslags, eiga nefnilega ekki við um kjúklingarækt. Hún er stunduð í stórum skemmum og á fleira sameiginlegt með iðnaði en hefðbundnum landbúnaði. Yfirburðir íslenzka kjúklingsins hvað varðar hreinleika og hollustu virðast þó ekki ótvíræðir. Undanfarna mánuði hefur ítrekað vantað kjúkling til að anna eftirspurn neytenda vegna þrálátra kamfýlóbakter- og salmonellusýkinga á íslenzkum kjúklingabúum. Fréttablaðið sagði frétt af kjúklingaskortinum um miðjan október og spurði í framhaldinu landbúnaðarráðuneytið, sem skammtar leyfi til að flytja inn búvörur á lægri tollum, hvort ekki væri ástæða til að auka innflutningskvótann til að mæta eftirspurn eftir kjúklingi. Þá fengust þau svör að ástandið væri alveg að fara að lagast og engin ástæða væri til að rýmka innflutningshöftin. Enn er kjúklingaskortur vegna salmonellusýkinga en ráðuneytið situr við sinn keip. Jón Bjarnason landbúnaðarráðherra var fastur í gömlu rullunni um íslenzka ofurkjúklinginn í Fréttablaðinu í gær: "Það er mjög strangt heilbrigðiseftirlit hér á landi og fólk þarf ekki að óttast að í búðum séu smitaðir kjúklingar. Við höfum státað af því að vera með heilbrigðustu kjúklingaframleiðsluna miðað við nágrannalöndin. Það fer ekkert á markað sem er smitað." Ráðherrann bætti við að útlendur kjúklingur væri ekkert endilega laus við salmonellu; honum fylgdi "ekkert vottorð" upp á það. Það er reyndar rangt, því að innfluttur kjúklingur verður - samkvæmt reglugerð úr ráðuneyti Jóns Bjarnasonar - að hafa vottorð um að hann sé "laus við salmonellasýkla". Um miðjan nóvember varð dálítil rekistefna út af merkingum á dönskum kjúklingi, sem segja hann lausan við salmonellu. Matvælastofnun gaf þá út tilkynningu þar sem segir að dönsku kjúklingarnir hafi vissulega staðizt salmonelluprófið. "Þetta gefur þó ekki leyfi til fullyrðingar um að þeir séu án salmonellu, því ómögulegt er að útiloka með fullri vissu að salmonella geti leynst í hráu kjöti og geta slíkar fullyrðingar veitt neytendum falskt öryggi ... Fullyrðing á umbúðum innfluttra kjúklinga um að þeir séu lausir við salmonellu getur gefið í skyn að þeir séu öruggari til neyslu en íslenskir kjúklingar. Þetta er villandi og því ekki leyfilegt," sagði Matvælastofnun þá. Verður stofnunin ekki að gera athugasemd við fullyrðingar Jóns Bjarnasonar, um að enginn salmonellusmitaður íslenzkur kjúklingur sé í búðum, fyrst ekkert er hægt að fullyrða um það? Eða gildir annað ef sannleikanum er hagrætt í þágu innlendrar vöru? Í raun ætti ekki að rugla saman umræðu um heilbrigði fuglakjöts og hvort ástæða sé til að leggja ofurtolla á innflutning. Gera bara sömu, ströngu heilbrigðiskröfur til allrar vöru sem fer á markað, hafa innflutning tollfrjálsan og leyfa svo neytendum að velja. Þeir eru ekki endilega öruggari þótt þeir velji íslenzka kjúklinginn. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ólafur Stephensen Mest lesið Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson Skoðun Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Fiktið byrjar ekki sem sjúkdómur Gunnar Salvarsson Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson Skoðun „Fullkominn fjandskapur í garð smáríkis“ Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason Skoðun Jólagjöf ríkisstjórnarinnar Guðrún Hafsteinsdóttir Skoðun Jarðvegstilskipun Evrópu Anna María Ágústsdóttir Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir Skoðun
Lengi hefur því verið haldið að neytendum að íslenzkt fuglakjöt væri miklu betri vara en útlent af því að það væri sjúkdómafrítt. Þetta hefur kannski stuðlað að því að einhverjir hafa átt auðveldara með að sætta sig við að innlend framleiðsla sé vernduð með ofurtollum á innfluttan kjúkling og kalkún. Rökin sem iðulega eru notuð fyrir tollvernd búvöruframleiðslu, um varðveizlu sveitamenningar, dreifðrar búsetu og landbúnaðarlandslags, eiga nefnilega ekki við um kjúklingarækt. Hún er stunduð í stórum skemmum og á fleira sameiginlegt með iðnaði en hefðbundnum landbúnaði. Yfirburðir íslenzka kjúklingsins hvað varðar hreinleika og hollustu virðast þó ekki ótvíræðir. Undanfarna mánuði hefur ítrekað vantað kjúkling til að anna eftirspurn neytenda vegna þrálátra kamfýlóbakter- og salmonellusýkinga á íslenzkum kjúklingabúum. Fréttablaðið sagði frétt af kjúklingaskortinum um miðjan október og spurði í framhaldinu landbúnaðarráðuneytið, sem skammtar leyfi til að flytja inn búvörur á lægri tollum, hvort ekki væri ástæða til að auka innflutningskvótann til að mæta eftirspurn eftir kjúklingi. Þá fengust þau svör að ástandið væri alveg að fara að lagast og engin ástæða væri til að rýmka innflutningshöftin. Enn er kjúklingaskortur vegna salmonellusýkinga en ráðuneytið situr við sinn keip. Jón Bjarnason landbúnaðarráðherra var fastur í gömlu rullunni um íslenzka ofurkjúklinginn í Fréttablaðinu í gær: "Það er mjög strangt heilbrigðiseftirlit hér á landi og fólk þarf ekki að óttast að í búðum séu smitaðir kjúklingar. Við höfum státað af því að vera með heilbrigðustu kjúklingaframleiðsluna miðað við nágrannalöndin. Það fer ekkert á markað sem er smitað." Ráðherrann bætti við að útlendur kjúklingur væri ekkert endilega laus við salmonellu; honum fylgdi "ekkert vottorð" upp á það. Það er reyndar rangt, því að innfluttur kjúklingur verður - samkvæmt reglugerð úr ráðuneyti Jóns Bjarnasonar - að hafa vottorð um að hann sé "laus við salmonellasýkla". Um miðjan nóvember varð dálítil rekistefna út af merkingum á dönskum kjúklingi, sem segja hann lausan við salmonellu. Matvælastofnun gaf þá út tilkynningu þar sem segir að dönsku kjúklingarnir hafi vissulega staðizt salmonelluprófið. "Þetta gefur þó ekki leyfi til fullyrðingar um að þeir séu án salmonellu, því ómögulegt er að útiloka með fullri vissu að salmonella geti leynst í hráu kjöti og geta slíkar fullyrðingar veitt neytendum falskt öryggi ... Fullyrðing á umbúðum innfluttra kjúklinga um að þeir séu lausir við salmonellu getur gefið í skyn að þeir séu öruggari til neyslu en íslenskir kjúklingar. Þetta er villandi og því ekki leyfilegt," sagði Matvælastofnun þá. Verður stofnunin ekki að gera athugasemd við fullyrðingar Jóns Bjarnasonar, um að enginn salmonellusmitaður íslenzkur kjúklingur sé í búðum, fyrst ekkert er hægt að fullyrða um það? Eða gildir annað ef sannleikanum er hagrætt í þágu innlendrar vöru? Í raun ætti ekki að rugla saman umræðu um heilbrigði fuglakjöts og hvort ástæða sé til að leggja ofurtolla á innflutning. Gera bara sömu, ströngu heilbrigðiskröfur til allrar vöru sem fer á markað, hafa innflutning tollfrjálsan og leyfa svo neytendum að velja. Þeir eru ekki endilega öruggari þótt þeir velji íslenzka kjúklinginn.
Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson Skoðun
Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson Skoðun