Gleði og grátur í Gnarrenburg Haukur Viðar Alfreðsson skrifar 16. nóvember 2010 08:00 Gnarr eftir Gauk Úlfarsson. Bíó / **** Gnarr Leikstjóri Gaukur Úlfarsson.Jón Gnarr var einu sinni nörd. Nú er hann borgarstjóri í Reykjavík. Kosningaslagur hans í vor er ógleymanlegur en aðferðir Jóns og Besta flokksins í baráttunni um borgina þóttu nýstárlegar og flestir töldu að um grínframboð væri að ræða. En Jón og félagar voru ótvíræðir sigurvegarar kosninganna og ráða nú ríkjum í Reykjavík, sumum til gleði en öðrum til armæðu.Í heimildarmyndinni Gnarr fylgjumst við með Jóni frá því hann tilkynnir um framboð flokksins og alveg fram á sjálfan kjördaginn. Jón er afskaplega sjarmerandi maður og útgeislun hans virðist aukast með aldrinum. Hann á erfitt með að venjast lífi stjórnmálamannsins en virðist þó skemmta sér í félagsskap flokkssystkina sinna. Mest áberandi er Heiða Kristín, kosningastjóri flokksins og fyrrverandi aðstoðarmaður borgarstjóra. Heiða skartar einu fegursta brosi höfuðborgarsvæðisins, og við sjáum nóg af því í myndinni enda er Jón ávallt á útopnu í brandaradeildinni.Þar liggur helsti styrkur myndarinnar. Jón er svo hrikalega fyndinn. Honum leiðist oft innan um mótframbjóðendur sína og virðist hafa afar lítið þol fyrir pólitísku karpi. Hann reynir að beina umræðunni í skemmtilegri áttir og tekst það að vissu leyti. Keppinautarnir virðast stundum fá sig fullsadda af fíflalátum Jóns, en þegar líða tekur á myndina er eins og lund þeirra léttist. Húmor og gleði Jóns er nefnilega svo bráðsmitandi.Það er óhætt að mæla með Gnarr fyrir stuðningsmenn Jóns en jafnvel enn frekar fyrir þá sem hafa engan húmor fyrir setu hans í borgarstjórastólnum. Myndin sýnir það glögglega að Jón var ekkert að grínast. Mér fannst þó koma kafli fyrir miðja mynd þar sem stytta-og-sleppa deildin hefði mátt láta betur til sín taka. En ég ætla ekki að kvarta yfir neinu öðru því myndin er stórskemmtileg og líkt og Suðu-Sigfús sagði eftirminnilega: Maður biður ekki um mikið meira.Niðurstaða: Fyndin mynd og vel gerð. Framhaldsmynd er óumflýjanleg. Mest lesið Hélt auganu en missti af frumsýningu eftir að hafa fengið golfkúlu í andlitið Lífið Helen Óttars og Rubin Pollock slá sér upp Lífið Fékk Laufeyju í afmælið: „Maggi bróðir hefur alltaf verið betri en aðrir að gefa gjafir“ Lífið Heitasta hámhorfið í haust Lífið Vakti yfir sofandi sonunum vopnuð hnífi Lífið Stíflaður mjólkurkirtill reyndist ólæknandi krabbamein Lífið Vigdís Häsler flutt til Sveins Andra Lífið „Lífið gefur okkur mislangan tíma og ég vil nýta minn til hins ýtrasta“ Lífið Betra sem hárbindi en tagl í Bríeti Tíska og hönnun „Hvetjandi að sjá stelpu með sama húðlit og ég sigra“ Lífið Fleiri fréttir Shine on, you crazy Íslendingar! Skömminni skilað Friðrik Ómar bauð upp á sveppi – og Villi hefði elskað það! Freðinn faðir, fáránlegir fasistar og fyrsta flokks bíó Veisla fyrir augu og eyru Ekki er allt gull sem glóir Þeir fátæku borga brúsann Auður í Bæjarbíói: Frá slaufun í standandi fagnaðarlæti Alvöru bíó en hægt brenna Eldarnir Er Lína Langsokkur woke? Kórtónleikar: Heilög naumhyggja eða heilalaust suð Barnaefni fyrir fullorðna Balta bregst bogalistin Þú heyrðir rétt: klassík getur verið skemmtileg Sjá meira
Bíó / **** Gnarr Leikstjóri Gaukur Úlfarsson.Jón Gnarr var einu sinni nörd. Nú er hann borgarstjóri í Reykjavík. Kosningaslagur hans í vor er ógleymanlegur en aðferðir Jóns og Besta flokksins í baráttunni um borgina þóttu nýstárlegar og flestir töldu að um grínframboð væri að ræða. En Jón og félagar voru ótvíræðir sigurvegarar kosninganna og ráða nú ríkjum í Reykjavík, sumum til gleði en öðrum til armæðu.Í heimildarmyndinni Gnarr fylgjumst við með Jóni frá því hann tilkynnir um framboð flokksins og alveg fram á sjálfan kjördaginn. Jón er afskaplega sjarmerandi maður og útgeislun hans virðist aukast með aldrinum. Hann á erfitt með að venjast lífi stjórnmálamannsins en virðist þó skemmta sér í félagsskap flokkssystkina sinna. Mest áberandi er Heiða Kristín, kosningastjóri flokksins og fyrrverandi aðstoðarmaður borgarstjóra. Heiða skartar einu fegursta brosi höfuðborgarsvæðisins, og við sjáum nóg af því í myndinni enda er Jón ávallt á útopnu í brandaradeildinni.Þar liggur helsti styrkur myndarinnar. Jón er svo hrikalega fyndinn. Honum leiðist oft innan um mótframbjóðendur sína og virðist hafa afar lítið þol fyrir pólitísku karpi. Hann reynir að beina umræðunni í skemmtilegri áttir og tekst það að vissu leyti. Keppinautarnir virðast stundum fá sig fullsadda af fíflalátum Jóns, en þegar líða tekur á myndina er eins og lund þeirra léttist. Húmor og gleði Jóns er nefnilega svo bráðsmitandi.Það er óhætt að mæla með Gnarr fyrir stuðningsmenn Jóns en jafnvel enn frekar fyrir þá sem hafa engan húmor fyrir setu hans í borgarstjórastólnum. Myndin sýnir það glögglega að Jón var ekkert að grínast. Mér fannst þó koma kafli fyrir miðja mynd þar sem stytta-og-sleppa deildin hefði mátt láta betur til sín taka. En ég ætla ekki að kvarta yfir neinu öðru því myndin er stórskemmtileg og líkt og Suðu-Sigfús sagði eftirminnilega: Maður biður ekki um mikið meira.Niðurstaða: Fyndin mynd og vel gerð. Framhaldsmynd er óumflýjanleg.
Mest lesið Hélt auganu en missti af frumsýningu eftir að hafa fengið golfkúlu í andlitið Lífið Helen Óttars og Rubin Pollock slá sér upp Lífið Fékk Laufeyju í afmælið: „Maggi bróðir hefur alltaf verið betri en aðrir að gefa gjafir“ Lífið Heitasta hámhorfið í haust Lífið Vakti yfir sofandi sonunum vopnuð hnífi Lífið Stíflaður mjólkurkirtill reyndist ólæknandi krabbamein Lífið Vigdís Häsler flutt til Sveins Andra Lífið „Lífið gefur okkur mislangan tíma og ég vil nýta minn til hins ýtrasta“ Lífið Betra sem hárbindi en tagl í Bríeti Tíska og hönnun „Hvetjandi að sjá stelpu með sama húðlit og ég sigra“ Lífið Fleiri fréttir Shine on, you crazy Íslendingar! Skömminni skilað Friðrik Ómar bauð upp á sveppi – og Villi hefði elskað það! Freðinn faðir, fáránlegir fasistar og fyrsta flokks bíó Veisla fyrir augu og eyru Ekki er allt gull sem glóir Þeir fátæku borga brúsann Auður í Bæjarbíói: Frá slaufun í standandi fagnaðarlæti Alvöru bíó en hægt brenna Eldarnir Er Lína Langsokkur woke? Kórtónleikar: Heilög naumhyggja eða heilalaust suð Barnaefni fyrir fullorðna Balta bregst bogalistin Þú heyrðir rétt: klassík getur verið skemmtileg Sjá meira