Bronsverðlaunahafinn Helga Margrét: Var hrædd eftir fyrri keppnisdaginn í Kanada Hjalti Þór Hreinsson skrifar 27. júlí 2010 12:00 Helga með bronspeninginn í dag. Fréttablaðið/Arnþór Helga Margrét Þorsteinsdóttir missti aldrei trúnna á því að hún gæti náð verðlaunasæti á HM unglinga í frjálsum íþróttum sem fór fram í síðustu viku í Kanada. Helga vann bronsverðlaun og er á leiðinni til Barcelona í dag þar sem hún keppir á sjálfu Evrópumótinu. Helga var þreytt eftir erfiða viku og langt ferðalag en hún lenti seint í nótt í Keflavík. Þar verður hún aftur tólf tímum seinna, síðdegis í dag. Sjöþrautakonan keppir á föstudag og laugardag í Barcelona. "Það er miklu, miklu sterkara mót," sagði Helga við Vísi. Árangur hennar í Kanada var frábær. Í fyrstu gekk henni ekkert í hag en hún neitaði að gefast upp. "Ég var rosalega hrædd eftir fyrsta daginn því langstökkið var eftir. Það er líklega mín slakasta grein í dag en þær voru allar sterkar í því," sagði Helga. "Ég datt bara niður um þrjú sæti eftir langstökkið og þá fékk ég trúnna á þetta. Ég hætti bara að hugsa um stigin og hugsaði svo um spjótið." "Það gekk vel og ég komst upp í fjórða sætið með því að vinna það. Þá kom ekkert annað til greina en að komast á pall. Mér leið bara eins og heimsmeistara þegar ég kom í mark," sagði Helga en síðasta greinin var 800 metra hlaup sem Helga vann einnig. "Eftir hástökkið og kúluna hélt ég að ég myndi lenda í svona 10 sæti en svona er þrautin, þetta er virkileg þraut," segir Helga. "Mínar bestu greinar koma í lokin, það er gott að vita af þeim en maður er kannski aldrei í baráttunni fyrr en eftir það," sagði bronsverðlaunahafinn Helga Margrét Þorsteinsdóttir úr Ármanni. Innlendar Tengdar fréttir Helga Margrét tryggði sér bronsið með glæsilegum endaspretti Helga Margrét Þorsteinsdóttir úr Ármanni vann brons í sjöþraut á HM unglinga í Moncton í Kanada í nótt. Helga Margrét fékk 5706 stig, 261 stigi minna en sigurvegarinn Dafne Schippers frá Hollandi og 64 stigum minna en Þjóðverjinn Sara Gamnetta sem vann brons. 24. júlí 2010 01:21 Mest lesið Arsenal jafnaði rúmlega aldargamalt félagsmet Fótbolti Segir Amorim ekki geta gert kraftaverk Fótbolti Liverpool vann risaslaginn Fótbolti Jafnteflin ríkjandi í Meistaradeildinni í kvöld Fótbolti Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Körfubolti Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Körfubolti Sneypuför danskra til Lundúna Fótbolti Meistararnir lágu á heimavelli Fótbolti Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Handbolti Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Fótbolti Fleiri fréttir Segir Amorim ekki geta gert kraftaverk Arsenal jafnaði rúmlega aldargamalt félagsmet Jafnteflin ríkjandi í Meistaradeildinni í kvöld Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Stjarnan með þægilegan sigur á nýliðunum Liverpool vann risaslaginn Meistararnir lágu á heimavelli Sneypuför danskra til Lundúna Natasha semur við nýliða Grindavíkur/Njarðvíkur Cunha eða Mbeumo? Slavia Prag engin fyrirstaða fyrir Arsenal Ráku lærlinga sem fögnuðu marki í beinni Falla fleiri gleðitár hjá fjölskyldu Viktors í kvöld? Mickelson blandast aftur inn í innherjasvikamál David Beckham aðlaður: „Ég gæti ekki verið stoltari“ Fram líka fljótt að finna nýja ást Viðtal Kjartans við Carrick: „Þolinmæðin minni og dómharkan meiri í hverri viku“ Steini um martraðarriðilinn: „Ekki draumaandstæðingar“ Veggmynd af Alexander-Arnold skemmd: „Bless, rotta“ Bikarmeistararnir fara norður Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Gyökeres ekki með Arsenal í Prag Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Þjálfari Alberts rekinn Of kalt til að Ísland geti mætt Noregi og Svíþjóð Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Sjáðu glæsilegan einleik Ndiayes og jöfnunarmarkið frá Xhaka „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Ronaldo kveðst vera betri en Messi: „Vil ekki vera hógvær“ Sjá meira
Helga Margrét Þorsteinsdóttir missti aldrei trúnna á því að hún gæti náð verðlaunasæti á HM unglinga í frjálsum íþróttum sem fór fram í síðustu viku í Kanada. Helga vann bronsverðlaun og er á leiðinni til Barcelona í dag þar sem hún keppir á sjálfu Evrópumótinu. Helga var þreytt eftir erfiða viku og langt ferðalag en hún lenti seint í nótt í Keflavík. Þar verður hún aftur tólf tímum seinna, síðdegis í dag. Sjöþrautakonan keppir á föstudag og laugardag í Barcelona. "Það er miklu, miklu sterkara mót," sagði Helga við Vísi. Árangur hennar í Kanada var frábær. Í fyrstu gekk henni ekkert í hag en hún neitaði að gefast upp. "Ég var rosalega hrædd eftir fyrsta daginn því langstökkið var eftir. Það er líklega mín slakasta grein í dag en þær voru allar sterkar í því," sagði Helga. "Ég datt bara niður um þrjú sæti eftir langstökkið og þá fékk ég trúnna á þetta. Ég hætti bara að hugsa um stigin og hugsaði svo um spjótið." "Það gekk vel og ég komst upp í fjórða sætið með því að vinna það. Þá kom ekkert annað til greina en að komast á pall. Mér leið bara eins og heimsmeistara þegar ég kom í mark," sagði Helga en síðasta greinin var 800 metra hlaup sem Helga vann einnig. "Eftir hástökkið og kúluna hélt ég að ég myndi lenda í svona 10 sæti en svona er þrautin, þetta er virkileg þraut," segir Helga. "Mínar bestu greinar koma í lokin, það er gott að vita af þeim en maður er kannski aldrei í baráttunni fyrr en eftir það," sagði bronsverðlaunahafinn Helga Margrét Þorsteinsdóttir úr Ármanni.
Innlendar Tengdar fréttir Helga Margrét tryggði sér bronsið með glæsilegum endaspretti Helga Margrét Þorsteinsdóttir úr Ármanni vann brons í sjöþraut á HM unglinga í Moncton í Kanada í nótt. Helga Margrét fékk 5706 stig, 261 stigi minna en sigurvegarinn Dafne Schippers frá Hollandi og 64 stigum minna en Þjóðverjinn Sara Gamnetta sem vann brons. 24. júlí 2010 01:21 Mest lesið Arsenal jafnaði rúmlega aldargamalt félagsmet Fótbolti Segir Amorim ekki geta gert kraftaverk Fótbolti Liverpool vann risaslaginn Fótbolti Jafnteflin ríkjandi í Meistaradeildinni í kvöld Fótbolti Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Körfubolti Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Körfubolti Sneypuför danskra til Lundúna Fótbolti Meistararnir lágu á heimavelli Fótbolti Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Handbolti Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Fótbolti Fleiri fréttir Segir Amorim ekki geta gert kraftaverk Arsenal jafnaði rúmlega aldargamalt félagsmet Jafnteflin ríkjandi í Meistaradeildinni í kvöld Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Stjarnan með þægilegan sigur á nýliðunum Liverpool vann risaslaginn Meistararnir lágu á heimavelli Sneypuför danskra til Lundúna Natasha semur við nýliða Grindavíkur/Njarðvíkur Cunha eða Mbeumo? Slavia Prag engin fyrirstaða fyrir Arsenal Ráku lærlinga sem fögnuðu marki í beinni Falla fleiri gleðitár hjá fjölskyldu Viktors í kvöld? Mickelson blandast aftur inn í innherjasvikamál David Beckham aðlaður: „Ég gæti ekki verið stoltari“ Fram líka fljótt að finna nýja ást Viðtal Kjartans við Carrick: „Þolinmæðin minni og dómharkan meiri í hverri viku“ Steini um martraðarriðilinn: „Ekki draumaandstæðingar“ Veggmynd af Alexander-Arnold skemmd: „Bless, rotta“ Bikarmeistararnir fara norður Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Gyökeres ekki með Arsenal í Prag Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Þjálfari Alberts rekinn Of kalt til að Ísland geti mætt Noregi og Svíþjóð Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Sjáðu glæsilegan einleik Ndiayes og jöfnunarmarkið frá Xhaka „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Ronaldo kveðst vera betri en Messi: „Vil ekki vera hógvær“ Sjá meira
Helga Margrét tryggði sér bronsið með glæsilegum endaspretti Helga Margrét Þorsteinsdóttir úr Ármanni vann brons í sjöþraut á HM unglinga í Moncton í Kanada í nótt. Helga Margrét fékk 5706 stig, 261 stigi minna en sigurvegarinn Dafne Schippers frá Hollandi og 64 stigum minna en Þjóðverjinn Sara Gamnetta sem vann brons. 24. júlí 2010 01:21