Bronsverðlaunahafinn Helga Margrét: Var hrædd eftir fyrri keppnisdaginn í Kanada Hjalti Þór Hreinsson skrifar 27. júlí 2010 12:00 Helga með bronspeninginn í dag. Fréttablaðið/Arnþór Helga Margrét Þorsteinsdóttir missti aldrei trúnna á því að hún gæti náð verðlaunasæti á HM unglinga í frjálsum íþróttum sem fór fram í síðustu viku í Kanada. Helga vann bronsverðlaun og er á leiðinni til Barcelona í dag þar sem hún keppir á sjálfu Evrópumótinu. Helga var þreytt eftir erfiða viku og langt ferðalag en hún lenti seint í nótt í Keflavík. Þar verður hún aftur tólf tímum seinna, síðdegis í dag. Sjöþrautakonan keppir á föstudag og laugardag í Barcelona. "Það er miklu, miklu sterkara mót," sagði Helga við Vísi. Árangur hennar í Kanada var frábær. Í fyrstu gekk henni ekkert í hag en hún neitaði að gefast upp. "Ég var rosalega hrædd eftir fyrsta daginn því langstökkið var eftir. Það er líklega mín slakasta grein í dag en þær voru allar sterkar í því," sagði Helga. "Ég datt bara niður um þrjú sæti eftir langstökkið og þá fékk ég trúnna á þetta. Ég hætti bara að hugsa um stigin og hugsaði svo um spjótið." "Það gekk vel og ég komst upp í fjórða sætið með því að vinna það. Þá kom ekkert annað til greina en að komast á pall. Mér leið bara eins og heimsmeistara þegar ég kom í mark," sagði Helga en síðasta greinin var 800 metra hlaup sem Helga vann einnig. "Eftir hástökkið og kúluna hélt ég að ég myndi lenda í svona 10 sæti en svona er þrautin, þetta er virkileg þraut," segir Helga. "Mínar bestu greinar koma í lokin, það er gott að vita af þeim en maður er kannski aldrei í baráttunni fyrr en eftir það," sagði bronsverðlaunahafinn Helga Margrét Þorsteinsdóttir úr Ármanni. Innlendar Tengdar fréttir Helga Margrét tryggði sér bronsið með glæsilegum endaspretti Helga Margrét Þorsteinsdóttir úr Ármanni vann brons í sjöþraut á HM unglinga í Moncton í Kanada í nótt. Helga Margrét fékk 5706 stig, 261 stigi minna en sigurvegarinn Dafne Schippers frá Hollandi og 64 stigum minna en Þjóðverjinn Sara Gamnetta sem vann brons. 24. júlí 2010 01:21 Mest lesið Joshua kjálkabraut Paul Sport Gagnrýndi Paul: „Beið eftir að verða sleginn“ Sport Salah bað samherjana afsökunar Enski boltinn Lineker fokillur við blaðamann: „Þvílíkt kjaftæði“ Enski boltinn Rekinn af HM eftir að hafa fallið á lyfjaprófi Sport Chelsea vann upp tveggja marka forskot á St James' Park Enski boltinn Skírði soninn LFC og Mac Allister lét draum feðganna rætast Enski boltinn „Hann er ein stærsta ástæðan fyrir því“ Handbolti Varði fjórar vítaspyrnur með brotna hendi Fótbolti Dagskráin í dag: Enski boltinn í tíu klukkutíma Sport Fleiri fréttir Andri Lucas skoraði í langþráðum sigri Blackburn Man. City - West Ham | Bláklæddir geta tyllt sér á toppinn Chelsea vann upp tveggja marka forskot á St James' Park Eva Björk með stórleik í fyrsta sigri Stjörnunnar Ekkert fararsnið á Guardiola sem segir að City verði að vera undirbúið Gagnrýndi Paul: „Beið eftir að verða sleginn“ Tíu bestu mörkin úr leikjum Liverpool og Tottenham Rekinn af HM eftir að hafa fallið á lyfjaprófi „Hann er ein stærsta ástæðan fyrir því“ Joshua kjálkabraut Paul KA-menn fengu góða jólagjöf Salah bað samherjana afsökunar Lineker fokillur við blaðamann: „Þvílíkt kjaftæði“ Dagskráin í dag: Enski boltinn í tíu klukkutíma Skírði soninn LFC og Mac Allister lét draum feðganna rætast Varði fjórar vítaspyrnur með brotna hendi „Komum eins og aumingjar inn í þennan leik“ „Jólasteikin mun bragðast betur í ljósi þessa sigurs“ Flautumark hjá FH og ÍR með þeim í Höllina Immobile skaut Bologna í úrslit Stjarnan - Álftanes 108-104 | Unnu grannaslaginn naumlega Jóga og pílates lykillinn að snöggri endurkomu Uppgjörið: Ármann - ÍA 102-83 | Ármann náði í gríðarlega mikilvæg stig í fallbaráttunni með sigri gegn Skagamönnum KA í undanúrslit á kostnað bikarmeistaranna Tryllti lýðinn og ærði andstæðinginn Hrannar Snær til Noregs Breiðablik, Valur og Þór/KA fengu milljónir vegna EM Elías mættur til meistaranna Jokic tók NBA-met af Abdul-Jabbar í nótt Syrgir góðan félaga í Åge: „Ótrúlega leiðinlegt að hann sé nú farinn“ Sjá meira
Helga Margrét Þorsteinsdóttir missti aldrei trúnna á því að hún gæti náð verðlaunasæti á HM unglinga í frjálsum íþróttum sem fór fram í síðustu viku í Kanada. Helga vann bronsverðlaun og er á leiðinni til Barcelona í dag þar sem hún keppir á sjálfu Evrópumótinu. Helga var þreytt eftir erfiða viku og langt ferðalag en hún lenti seint í nótt í Keflavík. Þar verður hún aftur tólf tímum seinna, síðdegis í dag. Sjöþrautakonan keppir á föstudag og laugardag í Barcelona. "Það er miklu, miklu sterkara mót," sagði Helga við Vísi. Árangur hennar í Kanada var frábær. Í fyrstu gekk henni ekkert í hag en hún neitaði að gefast upp. "Ég var rosalega hrædd eftir fyrsta daginn því langstökkið var eftir. Það er líklega mín slakasta grein í dag en þær voru allar sterkar í því," sagði Helga. "Ég datt bara niður um þrjú sæti eftir langstökkið og þá fékk ég trúnna á þetta. Ég hætti bara að hugsa um stigin og hugsaði svo um spjótið." "Það gekk vel og ég komst upp í fjórða sætið með því að vinna það. Þá kom ekkert annað til greina en að komast á pall. Mér leið bara eins og heimsmeistara þegar ég kom í mark," sagði Helga en síðasta greinin var 800 metra hlaup sem Helga vann einnig. "Eftir hástökkið og kúluna hélt ég að ég myndi lenda í svona 10 sæti en svona er þrautin, þetta er virkileg þraut," segir Helga. "Mínar bestu greinar koma í lokin, það er gott að vita af þeim en maður er kannski aldrei í baráttunni fyrr en eftir það," sagði bronsverðlaunahafinn Helga Margrét Þorsteinsdóttir úr Ármanni.
Innlendar Tengdar fréttir Helga Margrét tryggði sér bronsið með glæsilegum endaspretti Helga Margrét Þorsteinsdóttir úr Ármanni vann brons í sjöþraut á HM unglinga í Moncton í Kanada í nótt. Helga Margrét fékk 5706 stig, 261 stigi minna en sigurvegarinn Dafne Schippers frá Hollandi og 64 stigum minna en Þjóðverjinn Sara Gamnetta sem vann brons. 24. júlí 2010 01:21 Mest lesið Joshua kjálkabraut Paul Sport Gagnrýndi Paul: „Beið eftir að verða sleginn“ Sport Salah bað samherjana afsökunar Enski boltinn Lineker fokillur við blaðamann: „Þvílíkt kjaftæði“ Enski boltinn Rekinn af HM eftir að hafa fallið á lyfjaprófi Sport Chelsea vann upp tveggja marka forskot á St James' Park Enski boltinn Skírði soninn LFC og Mac Allister lét draum feðganna rætast Enski boltinn „Hann er ein stærsta ástæðan fyrir því“ Handbolti Varði fjórar vítaspyrnur með brotna hendi Fótbolti Dagskráin í dag: Enski boltinn í tíu klukkutíma Sport Fleiri fréttir Andri Lucas skoraði í langþráðum sigri Blackburn Man. City - West Ham | Bláklæddir geta tyllt sér á toppinn Chelsea vann upp tveggja marka forskot á St James' Park Eva Björk með stórleik í fyrsta sigri Stjörnunnar Ekkert fararsnið á Guardiola sem segir að City verði að vera undirbúið Gagnrýndi Paul: „Beið eftir að verða sleginn“ Tíu bestu mörkin úr leikjum Liverpool og Tottenham Rekinn af HM eftir að hafa fallið á lyfjaprófi „Hann er ein stærsta ástæðan fyrir því“ Joshua kjálkabraut Paul KA-menn fengu góða jólagjöf Salah bað samherjana afsökunar Lineker fokillur við blaðamann: „Þvílíkt kjaftæði“ Dagskráin í dag: Enski boltinn í tíu klukkutíma Skírði soninn LFC og Mac Allister lét draum feðganna rætast Varði fjórar vítaspyrnur með brotna hendi „Komum eins og aumingjar inn í þennan leik“ „Jólasteikin mun bragðast betur í ljósi þessa sigurs“ Flautumark hjá FH og ÍR með þeim í Höllina Immobile skaut Bologna í úrslit Stjarnan - Álftanes 108-104 | Unnu grannaslaginn naumlega Jóga og pílates lykillinn að snöggri endurkomu Uppgjörið: Ármann - ÍA 102-83 | Ármann náði í gríðarlega mikilvæg stig í fallbaráttunni með sigri gegn Skagamönnum KA í undanúrslit á kostnað bikarmeistaranna Tryllti lýðinn og ærði andstæðinginn Hrannar Snær til Noregs Breiðablik, Valur og Þór/KA fengu milljónir vegna EM Elías mættur til meistaranna Jokic tók NBA-met af Abdul-Jabbar í nótt Syrgir góðan félaga í Åge: „Ótrúlega leiðinlegt að hann sé nú farinn“ Sjá meira
Helga Margrét tryggði sér bronsið með glæsilegum endaspretti Helga Margrét Þorsteinsdóttir úr Ármanni vann brons í sjöþraut á HM unglinga í Moncton í Kanada í nótt. Helga Margrét fékk 5706 stig, 261 stigi minna en sigurvegarinn Dafne Schippers frá Hollandi og 64 stigum minna en Þjóðverjinn Sara Gamnetta sem vann brons. 24. júlí 2010 01:21
Uppgjörið: Ármann - ÍA 102-83 | Ármann náði í gríðarlega mikilvæg stig í fallbaráttunni með sigri gegn Skagamönnum