Hundrað milljarða lán mánuði fyrir hrunið 15. apríl 2010 03:00 þremenningarnir í samsonarhópnum Athafnamennirnir Björgólfsfeðgar og Magnús Þorsteinsson, sem hér stendur í miðjunni, gengu hnarreistir inn á svið íslenska efnahagslífsins með bjórpeninga í vasanum frá Rússlandi síðla árs 2002 og keyptu ráðandi hlut ríkisins í Landsbankanum um áramótin. Björgólfur Thor er sá eini þeirra sem ekki er gjaldþrota í dag.Fréttablaðið/ÞÖK Björgólfsfeðgar keyrðu viðskiptaveldi sitt áfram á lánveitingum frá Landsbankanum. Fall annars þeirra hefði sett tvo banka á hliðina, að mati dansks bankasérfræðings. Skuldbindingar Björgólfs Guðmundssonar og Björgólfs Thors Björgólfssonar og félaga undir stjórn þeirra feðga voru svo miklar að fall annars þeirra feðga hefði örugglega dregið Landsbankann og Glitni með í fallinu. Þetta er mat danska bankasérfræðingsins Jørns Astrups Hansen, fyrrverandi forstjóra Sjóvinnubankans í Færeyjum og formanns stjórnar endurskipulagningarfélags í eigu danska ríkisins. Hann skrifar fylgiskjal með skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis um bankahrunið. Hansen segir eigendur bankanna hafa litið á þá sem hlaðborð enda hafi þeir haft sterk ítök í þeim, nánast getað stýrt þeim að vild. Þetta á við um bankana alla. Líkt og sést á töflum með greininni tengdust Björgólfsfeðgar fjölda fyrirtækja, bæði alþjóðlegum fyrirtækjasamsteypum sem einkahlutaverkefnum sem unnu að framkvæmdum í miðborg Reykjavíkur. Mörg fyrirtækjanna þurftu á miklu fé að halda, ekki síst þegar herti að á alþjóðlegum lánsfjármörkuðum síðla árs 2007. Í skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis kemur fram að Landsbankinn glímdi sjálfur við lausafjárskort í erlendri mynt árið 2008 og leiddi það til falls hans. Það kom hins vegar ekki í veg fyrir að bankastjórnin samþykkti að lána kjölfestufjárfestinum Samsoni, félagi þeirra Björgólfsfeðga, 168 milljónir punda, jafnvirði tæpra 25,5 milljarða króna, 5. september 2008, mánuði áður en skilanefnd á vegum Fjármálaeftirlitsins tók yfir stjórn bankans. Sama dag fengu tvö einkahlutafélög Björgólfs Guðmundssonar, formanns bankaráðs Landsbankans og helsta eiganda hans, lán upp á jafnvirði 41,5 milljarða króna. Þegar hér var komið við sögu voru lánveitingar til Björgólfs Guðmundssonar stærsta áhættuskuldbinding bankans. Í septemberlok bættist við víkjandi lán upp á 153 milljónir evra, jafnvirði 24 milljarða króna, til Björgólfs Thors Björgólfssonar frá Landsbankanum í Lúxemborg. Lánið var veitt þar sem rekstur Actavis, sem félag Björgólfs hafði tekið yfir árið áður, hafði ekki gengið vel og hótaði Deutsche Bank að gjaldfella lánveitingu vegna yfirtöku hans á lyfjafyrirtækinu. Rannsóknarnefnd Alþingis telur lánafyrirgreiðsluna meiri háttar brot á lögum um fjármálafyrirtæki. Þessu til viðbótar fékk Björgólfur að láni 1,8 milljarða króna í evrum frá Straumi í desember sama ár. Á sama tíma var lausafjárstaða Straums afar veik. Björgólfur Thor birti afsökunarbréf í gær þar sem hann viðurkennir dómgreindarleysi í aðdraganda hrunsins. Hann álítur þó ekki að brot hafi verið framin. Lánveitingar til Björgólfsfeðga mánuði fyrir fall bankans jafngilda því að þeir hafi fengið um hundrað milljarða króna hjá Landsbankanum einum síðasta mánuðinn sem hann var í meirihlutaeigu þeirra. Þá verður því ekki neitað að feðgarnir stuðluðu að falli hans þar sem lánin voru að mestu í evrum og pundum. Þetta telur rannsóknarnefnd Alþingis sem tekur fram að helstu eigendur bankans hafi hvorki haft hug eða getu til að styðja við bankann í fjárhagserfiðleikum hans. jonab@frettabladid.is Rannsóknarskýrsla Alþingis Mest lesið Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Innlent Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Erlent Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Erlent Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Erlent Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Erlent „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Innlent Fleiri fréttir Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Þúsundir hafi orðið af milljónum Hundrað þúsund færri kindur í dag en fyrir tíu árum Dökk mynd í byggingariðnaði, umsvif RÚV og fækkun fjár Losun gróðurhúsalofttegunda jókst í Reykjavík Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Sjá meira
Björgólfsfeðgar keyrðu viðskiptaveldi sitt áfram á lánveitingum frá Landsbankanum. Fall annars þeirra hefði sett tvo banka á hliðina, að mati dansks bankasérfræðings. Skuldbindingar Björgólfs Guðmundssonar og Björgólfs Thors Björgólfssonar og félaga undir stjórn þeirra feðga voru svo miklar að fall annars þeirra feðga hefði örugglega dregið Landsbankann og Glitni með í fallinu. Þetta er mat danska bankasérfræðingsins Jørns Astrups Hansen, fyrrverandi forstjóra Sjóvinnubankans í Færeyjum og formanns stjórnar endurskipulagningarfélags í eigu danska ríkisins. Hann skrifar fylgiskjal með skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis um bankahrunið. Hansen segir eigendur bankanna hafa litið á þá sem hlaðborð enda hafi þeir haft sterk ítök í þeim, nánast getað stýrt þeim að vild. Þetta á við um bankana alla. Líkt og sést á töflum með greininni tengdust Björgólfsfeðgar fjölda fyrirtækja, bæði alþjóðlegum fyrirtækjasamsteypum sem einkahlutaverkefnum sem unnu að framkvæmdum í miðborg Reykjavíkur. Mörg fyrirtækjanna þurftu á miklu fé að halda, ekki síst þegar herti að á alþjóðlegum lánsfjármörkuðum síðla árs 2007. Í skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis kemur fram að Landsbankinn glímdi sjálfur við lausafjárskort í erlendri mynt árið 2008 og leiddi það til falls hans. Það kom hins vegar ekki í veg fyrir að bankastjórnin samþykkti að lána kjölfestufjárfestinum Samsoni, félagi þeirra Björgólfsfeðga, 168 milljónir punda, jafnvirði tæpra 25,5 milljarða króna, 5. september 2008, mánuði áður en skilanefnd á vegum Fjármálaeftirlitsins tók yfir stjórn bankans. Sama dag fengu tvö einkahlutafélög Björgólfs Guðmundssonar, formanns bankaráðs Landsbankans og helsta eiganda hans, lán upp á jafnvirði 41,5 milljarða króna. Þegar hér var komið við sögu voru lánveitingar til Björgólfs Guðmundssonar stærsta áhættuskuldbinding bankans. Í septemberlok bættist við víkjandi lán upp á 153 milljónir evra, jafnvirði 24 milljarða króna, til Björgólfs Thors Björgólfssonar frá Landsbankanum í Lúxemborg. Lánið var veitt þar sem rekstur Actavis, sem félag Björgólfs hafði tekið yfir árið áður, hafði ekki gengið vel og hótaði Deutsche Bank að gjaldfella lánveitingu vegna yfirtöku hans á lyfjafyrirtækinu. Rannsóknarnefnd Alþingis telur lánafyrirgreiðsluna meiri háttar brot á lögum um fjármálafyrirtæki. Þessu til viðbótar fékk Björgólfur að láni 1,8 milljarða króna í evrum frá Straumi í desember sama ár. Á sama tíma var lausafjárstaða Straums afar veik. Björgólfur Thor birti afsökunarbréf í gær þar sem hann viðurkennir dómgreindarleysi í aðdraganda hrunsins. Hann álítur þó ekki að brot hafi verið framin. Lánveitingar til Björgólfsfeðga mánuði fyrir fall bankans jafngilda því að þeir hafi fengið um hundrað milljarða króna hjá Landsbankanum einum síðasta mánuðinn sem hann var í meirihlutaeigu þeirra. Þá verður því ekki neitað að feðgarnir stuðluðu að falli hans þar sem lánin voru að mestu í evrum og pundum. Þetta telur rannsóknarnefnd Alþingis sem tekur fram að helstu eigendur bankans hafi hvorki haft hug eða getu til að styðja við bankann í fjárhagserfiðleikum hans. jonab@frettabladid.is
Rannsóknarskýrsla Alþingis Mest lesið Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Innlent Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Erlent Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Erlent Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Erlent Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Erlent „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Innlent Fleiri fréttir Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Þúsundir hafi orðið af milljónum Hundrað þúsund færri kindur í dag en fyrir tíu árum Dökk mynd í byggingariðnaði, umsvif RÚV og fækkun fjár Losun gróðurhúsalofttegunda jókst í Reykjavík Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Sjá meira