Hamilton: Verð að halda haus 15. júní 2010 14:49 Lewis Hamilton hjá McLaren. Mynd: Getty Images Lewis Hamilton hjá McLaren er vafalaust ánægður með þá stöðu að vera kominn í efsta sæti stigamóts ökmanna í Formúlu 1. Hann hefur ekki áhyggjur af sóknartilburðum Red Bull í framtíðinni, þar sem hann telur McLaren vera komið í toppmál hvað bíl og búnað varðar. "Það eru nokkur góð mót framundan. Valencia verður gott fyrir mig og Silverstone er góð braut, sem hefur reynst mér vel og svo mótið í Ungverjalandi. En við sjáum hvernig nýja útfærsla brautarinnar kemur til með að reynast. Vonandi mun bíllinn enn batna á milli þessara móta", sagði Hamilton í frétt á autosport.com í dag. "Ef ég get haldið haus og einbeitningu og bitið frá mér, þá geta næstu mót skipt miklu máli. Það er jafnt á milli manna og ef hægt er að mynda eitthvað forskot á næstunni, þá er góður möguleiki að halda því út tímabilið. Það hlýtur að vera markmið mitt í næstu mótum", sagði Hamilton og vill greinilega nýta slagkraftinn úr síðustu tveimur mótum. "Mér finnst ég hafa ekið vel allt tímabilið. Mér finnst ég sterkari en nokkurn tíma. En tækifærin hafa gefist að undanförnu og ég gríp þau báðum höndum", sagði Hamilton. Mest lesið „Ísland í hópi með Norður-Kóreu og Íran“ Sport Dönsk landsliðskona eignaðist barn tólf vikum fyrir tímann Handbolti Loksins þorði einhver í Kolbein sem stígur aftur inn í hringinn Sport Kærastan tók eftir því að eitthvað var að Handbolti „Búnt á skenkinn, Halli Egils á vegginn“ Sport Segir allt tal um leiðinlegan fótbolta hjá Arsenal heimskulegt Enski boltinn Viðtökurnar á Anfield munu ekki breyta neinu Fótbolti Forðuðu sér frá bráðsmitandi óléttu í Fram Handbolti Skagamenn senda Kanann heim Körfubolti Guardiola segir að dómararnir hafi verið á móti City í áratug Enski boltinn Fleiri fréttir Verstappen telur sig ekki geta barist um titilinn Hlupu inn á Formúlu 1-brautina: „Ég hefði getað drepið þá“ Yfirburðir Norris sem er kominn á toppinn Norris á ráspól og forysta Piastri í hættu Grunur um nauðgun á heimili Schumachers Segir að formúlu 1 vanti nú illmenni Russell fyrstur í mark í Singapúr og McLaren tryggði sigur bílasmiða George Russell á ráspól í Singapúr Hringt í flesta eigendur í Formúlu 1 eftir brottreksturinn frá Red Bull Sjá meira
Lewis Hamilton hjá McLaren er vafalaust ánægður með þá stöðu að vera kominn í efsta sæti stigamóts ökmanna í Formúlu 1. Hann hefur ekki áhyggjur af sóknartilburðum Red Bull í framtíðinni, þar sem hann telur McLaren vera komið í toppmál hvað bíl og búnað varðar. "Það eru nokkur góð mót framundan. Valencia verður gott fyrir mig og Silverstone er góð braut, sem hefur reynst mér vel og svo mótið í Ungverjalandi. En við sjáum hvernig nýja útfærsla brautarinnar kemur til með að reynast. Vonandi mun bíllinn enn batna á milli þessara móta", sagði Hamilton í frétt á autosport.com í dag. "Ef ég get haldið haus og einbeitningu og bitið frá mér, þá geta næstu mót skipt miklu máli. Það er jafnt á milli manna og ef hægt er að mynda eitthvað forskot á næstunni, þá er góður möguleiki að halda því út tímabilið. Það hlýtur að vera markmið mitt í næstu mótum", sagði Hamilton og vill greinilega nýta slagkraftinn úr síðustu tveimur mótum. "Mér finnst ég hafa ekið vel allt tímabilið. Mér finnst ég sterkari en nokkurn tíma. En tækifærin hafa gefist að undanförnu og ég gríp þau báðum höndum", sagði Hamilton.
Mest lesið „Ísland í hópi með Norður-Kóreu og Íran“ Sport Dönsk landsliðskona eignaðist barn tólf vikum fyrir tímann Handbolti Loksins þorði einhver í Kolbein sem stígur aftur inn í hringinn Sport Kærastan tók eftir því að eitthvað var að Handbolti „Búnt á skenkinn, Halli Egils á vegginn“ Sport Segir allt tal um leiðinlegan fótbolta hjá Arsenal heimskulegt Enski boltinn Viðtökurnar á Anfield munu ekki breyta neinu Fótbolti Forðuðu sér frá bráðsmitandi óléttu í Fram Handbolti Skagamenn senda Kanann heim Körfubolti Guardiola segir að dómararnir hafi verið á móti City í áratug Enski boltinn Fleiri fréttir Verstappen telur sig ekki geta barist um titilinn Hlupu inn á Formúlu 1-brautina: „Ég hefði getað drepið þá“ Yfirburðir Norris sem er kominn á toppinn Norris á ráspól og forysta Piastri í hættu Grunur um nauðgun á heimili Schumachers Segir að formúlu 1 vanti nú illmenni Russell fyrstur í mark í Singapúr og McLaren tryggði sigur bílasmiða George Russell á ráspól í Singapúr Hringt í flesta eigendur í Formúlu 1 eftir brottreksturinn frá Red Bull Sjá meira