Sýning hjá Arsenal-liðinu og létt hjá Real gegn AC Milan Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 19. október 2010 20:34 Cesc Fabregas fagnar marki sínu í kvöld. Mynd/Nordic Photos/Getty Arsenal, Real Madrid og Bayern Munchen unnu öll leiki sína í Meistaradeildinni í kvöld og eru með fullt hús eftir þrjár umferðir alveg eins og Chelsea sem vann sinn leik fyrr í dag. Arsenal fór á kostum og burstaði úkraínska liðið Shakhtar Donetsk 5-1 í toppleiknum í H-riðli. Arsenal-liðið er því með 9 stig af 9 mögulegum, með markatöluna 14-2 og með miklu betri innbyrðisstöðu en Shakhtar sem er áfram í 2. sætinu. Alex Song kom Arsenal í 1-0 á 20. mínútu eftir mistök markvarðar Shakhtar Donetsk og Song lagði síðan upp annað markið fyrir Samir Nasri sem Nasi skoraði á glæsilegan hátt tveimur mínútum fyrir hálfleik. Cesc Fabregas lék sinn fyrsta leik með Arsenal í langan tíma og kom Arsenal í 3-0 á 59. mínútu þegar hann skoraði af öryggi úr vítaspyrnu. Jack Wilshere skoraði fjórða markið eftir frábæra sókn Arsenal sex mínútum síðar og Marouane Chamakh kom Arsenal í 5-0 eftir stungusendingu frá Samir Nasri. Eduardo da Silva kom inn á sem varamaður og náði að minnka muninn í lokin á móti sínum gömlu félögum. Cristiano Ronaldo og félagar í Real Madrid eru í miklu stuði þessa daganna og þeir voru komnir í 2-0 á fyrstu fjórtán mínútum leiksins á móti AC Milan. Real-liðið gat bætt við mörkum en fleiri urðu mörkin ekki og lærisveinar Jose Mourinho eru þar með með fullt hús og fimm stigum meira en AC Milan sem er áfram í 2. sæti riðilsins. Cristiano Ronaldo skoraði fyrra markið beint úr aukaspyrnu á 13. mínútur og lagði upp annað markið fyrir Mesut Özil aðeins mínútu síðar. Bayern Munchen er með líka með fullt hús í E-riðli og sex stiga forskot á Roma eftir að ítalska liðið tapaði 1-3 á heimavelli á móti svissneska liðinu Basel. Bayern vann 3-2 sigur á rúmenska liðinu Cluj þrátt fyrir að Rúmenarnir hafi skorað fjögur mörk í leiknum. Ricardo Cadu kom Cluj yfir á móti Bayern í Munchen en skoraði síðan sjálfsmark aðeins fjórum mínútum síðar. Sex mínútum síðar var Bayern komið yfir eftir annað sjálfsmark hjá leikmönnum rúmenska liðsins. Mario Gomez kom Bayern í 3-1 sigur á 77. mínútu með fyrsta marki leikmanna Bayern í leiknum en Juan Culio minnkaði muninn í 3-2 fjórum mínútum fyrir leikslok.Úrslit leikja og markaskorar í Meistaradeildinni í kvöld:E-riðillRoma-Basel 1-3 0-1 Alexander Frei (12.), 1-1 Marco Borriello (21.), 1-2 Samuel Inkoom (44.), 1-3 Cabral (90.)Bayern Munchen-Cluj 3-2 0-1 Ricardo Cadú (28.), 1-1 Sjálfsmark Cadú (32.), 2-1 Sjálfsmark Panin (38.), 3-1 Mario Gomez (77.), 3-2 Juan Culio (86.)F-riðillSpartak Moskva-Chelsea 0-2 0-1 Yuri Zhirkov (23.), 0-2 Nicolas Anelka (43.)Marseille-Zilina 1-0 1-0 Souleymane Diawara (49.)G-riðillReal Madrid-AC Milan 2-0 1-0 Cristiano Ronaldo (13.), 2-0 Mesut Özil (14.) Ajax-Auxerre 2-1 1-0 Demy de Zeeuw (7.), 2-0 Luis Suárez (41.), 2-1 Valter Birsa (57.)H-riðillArsenal-Shakhtar Donetsk 5-1 1-0 Alex Song (20), 2-0 Samir Nasri (43.), 3-0 Cesc Fabregas, víti (59.), 4-0 Jack Wilshere (65.), 5-0 Marouane Chamakh (69.), 5-1 Eduardo da Silva (82.)Sporting Braga-Partizan Belgrad 2-0 1-0 Lima (35.), 2-0 Matheus (90.) Meistaradeild Evrópu Mest lesið Ævintýralegar lokasekúndur tryggðu Ísland í átta liða úrslit Handbolti „Öllum í ensku úrvalsdeildinni er illa við Man United“ Enski boltinn Ronaldo trúlofaður Fótbolti „Dóri verður að hætta þessu væli“ Íslenski boltinn Úr enska boltanum í eiturlyfjasmygl og sjö ára fangelsi Enski boltinn Duplantis bætti heimsmetið enn á ný Sport Isak ætlar aldrei að spila fyrir Newcastle aftur Enski boltinn Ræddu lætin í Krikanum: „Það er helvítis hundur í Heimi“ Íslenski boltinn Toppurinn á ferlinum hingað til en getur gert betur Sport Bað um að grátandi krakka yrði vísað af vellinum Sport Fleiri fréttir „Þetta var eflaust frábær leikur fyrir áhorfendur“ Nýtt hlaðvarp Sýnar um draumaliðsleik enska boltans FCK rassskellti frændur sína frá Malmö Uppgjörið: FHL – Fram 3-2 | Fyrsti sigur FHL í hús Leik lokið: Víkingur R – Breiðablik 2-4 | Meistararnir áfram í stuði Uppgjörið: FH – Þór/KA 5-3 | Markasúpa í Hafnafirði Heimir fær aðeins einn leik og aganefndin hittir illa á Aftureldingu Dýrasti leikmaður í sögu City lánaður til Everton Enska augnablikið: Forsjáli félaginn sem missti af öllu Úr enska boltanum í eiturlyfjasmygl og sjö ára fangelsi KR fær þýskan varnarmann Isak ætlar aldrei að spila fyrir Newcastle aftur Coote dæmdur í átta vikna bann fyrir ummælin um Klopp Fegin að hvítir leikmenn Englands klikkuðu líka á vítum Ronaldo trúlofaður Ræddu lætin í Krikanum: „Það er helvítis hundur í Heimi“ Sjáðu frábærar afgreiðslur Sigurðar Bjarts, vítavörslur Árna og endurkomu KR-inga „Dóri verður að hætta þessu væli“ Ingibjörg seld til Freiburg Enska augnablikið: Sá allra svalasti „Öllum í ensku úrvalsdeildinni er illa við Man United“ Bale af golfvellinum og á skjáinn Hákon Rafn gæti fengið sénsinn „Óreyndir dómarar sem falla í þessa gryfju“ „Leyfa því að koma og nýta það á góðan hátt sem orku“ „Var farinn að krampa upp í öllum vöðvum líkamans“ Heimir og Dean sendir í sturtu eftir læti á hliðarlínunni Donnarumma skilinn eftir heima Kolbeinn tryggði stigin þrjú Uppgjörið: FH - ÍA 3-2 | Ótrúleg endurkoma heimamanna í Kaplakrika Sjá meira
Arsenal, Real Madrid og Bayern Munchen unnu öll leiki sína í Meistaradeildinni í kvöld og eru með fullt hús eftir þrjár umferðir alveg eins og Chelsea sem vann sinn leik fyrr í dag. Arsenal fór á kostum og burstaði úkraínska liðið Shakhtar Donetsk 5-1 í toppleiknum í H-riðli. Arsenal-liðið er því með 9 stig af 9 mögulegum, með markatöluna 14-2 og með miklu betri innbyrðisstöðu en Shakhtar sem er áfram í 2. sætinu. Alex Song kom Arsenal í 1-0 á 20. mínútu eftir mistök markvarðar Shakhtar Donetsk og Song lagði síðan upp annað markið fyrir Samir Nasri sem Nasi skoraði á glæsilegan hátt tveimur mínútum fyrir hálfleik. Cesc Fabregas lék sinn fyrsta leik með Arsenal í langan tíma og kom Arsenal í 3-0 á 59. mínútu þegar hann skoraði af öryggi úr vítaspyrnu. Jack Wilshere skoraði fjórða markið eftir frábæra sókn Arsenal sex mínútum síðar og Marouane Chamakh kom Arsenal í 5-0 eftir stungusendingu frá Samir Nasri. Eduardo da Silva kom inn á sem varamaður og náði að minnka muninn í lokin á móti sínum gömlu félögum. Cristiano Ronaldo og félagar í Real Madrid eru í miklu stuði þessa daganna og þeir voru komnir í 2-0 á fyrstu fjórtán mínútum leiksins á móti AC Milan. Real-liðið gat bætt við mörkum en fleiri urðu mörkin ekki og lærisveinar Jose Mourinho eru þar með með fullt hús og fimm stigum meira en AC Milan sem er áfram í 2. sæti riðilsins. Cristiano Ronaldo skoraði fyrra markið beint úr aukaspyrnu á 13. mínútur og lagði upp annað markið fyrir Mesut Özil aðeins mínútu síðar. Bayern Munchen er með líka með fullt hús í E-riðli og sex stiga forskot á Roma eftir að ítalska liðið tapaði 1-3 á heimavelli á móti svissneska liðinu Basel. Bayern vann 3-2 sigur á rúmenska liðinu Cluj þrátt fyrir að Rúmenarnir hafi skorað fjögur mörk í leiknum. Ricardo Cadu kom Cluj yfir á móti Bayern í Munchen en skoraði síðan sjálfsmark aðeins fjórum mínútum síðar. Sex mínútum síðar var Bayern komið yfir eftir annað sjálfsmark hjá leikmönnum rúmenska liðsins. Mario Gomez kom Bayern í 3-1 sigur á 77. mínútu með fyrsta marki leikmanna Bayern í leiknum en Juan Culio minnkaði muninn í 3-2 fjórum mínútum fyrir leikslok.Úrslit leikja og markaskorar í Meistaradeildinni í kvöld:E-riðillRoma-Basel 1-3 0-1 Alexander Frei (12.), 1-1 Marco Borriello (21.), 1-2 Samuel Inkoom (44.), 1-3 Cabral (90.)Bayern Munchen-Cluj 3-2 0-1 Ricardo Cadú (28.), 1-1 Sjálfsmark Cadú (32.), 2-1 Sjálfsmark Panin (38.), 3-1 Mario Gomez (77.), 3-2 Juan Culio (86.)F-riðillSpartak Moskva-Chelsea 0-2 0-1 Yuri Zhirkov (23.), 0-2 Nicolas Anelka (43.)Marseille-Zilina 1-0 1-0 Souleymane Diawara (49.)G-riðillReal Madrid-AC Milan 2-0 1-0 Cristiano Ronaldo (13.), 2-0 Mesut Özil (14.) Ajax-Auxerre 2-1 1-0 Demy de Zeeuw (7.), 2-0 Luis Suárez (41.), 2-1 Valter Birsa (57.)H-riðillArsenal-Shakhtar Donetsk 5-1 1-0 Alex Song (20), 2-0 Samir Nasri (43.), 3-0 Cesc Fabregas, víti (59.), 4-0 Jack Wilshere (65.), 5-0 Marouane Chamakh (69.), 5-1 Eduardo da Silva (82.)Sporting Braga-Partizan Belgrad 2-0 1-0 Lima (35.), 2-0 Matheus (90.)
Meistaradeild Evrópu Mest lesið Ævintýralegar lokasekúndur tryggðu Ísland í átta liða úrslit Handbolti „Öllum í ensku úrvalsdeildinni er illa við Man United“ Enski boltinn Ronaldo trúlofaður Fótbolti „Dóri verður að hætta þessu væli“ Íslenski boltinn Úr enska boltanum í eiturlyfjasmygl og sjö ára fangelsi Enski boltinn Duplantis bætti heimsmetið enn á ný Sport Isak ætlar aldrei að spila fyrir Newcastle aftur Enski boltinn Ræddu lætin í Krikanum: „Það er helvítis hundur í Heimi“ Íslenski boltinn Toppurinn á ferlinum hingað til en getur gert betur Sport Bað um að grátandi krakka yrði vísað af vellinum Sport Fleiri fréttir „Þetta var eflaust frábær leikur fyrir áhorfendur“ Nýtt hlaðvarp Sýnar um draumaliðsleik enska boltans FCK rassskellti frændur sína frá Malmö Uppgjörið: FHL – Fram 3-2 | Fyrsti sigur FHL í hús Leik lokið: Víkingur R – Breiðablik 2-4 | Meistararnir áfram í stuði Uppgjörið: FH – Þór/KA 5-3 | Markasúpa í Hafnafirði Heimir fær aðeins einn leik og aganefndin hittir illa á Aftureldingu Dýrasti leikmaður í sögu City lánaður til Everton Enska augnablikið: Forsjáli félaginn sem missti af öllu Úr enska boltanum í eiturlyfjasmygl og sjö ára fangelsi KR fær þýskan varnarmann Isak ætlar aldrei að spila fyrir Newcastle aftur Coote dæmdur í átta vikna bann fyrir ummælin um Klopp Fegin að hvítir leikmenn Englands klikkuðu líka á vítum Ronaldo trúlofaður Ræddu lætin í Krikanum: „Það er helvítis hundur í Heimi“ Sjáðu frábærar afgreiðslur Sigurðar Bjarts, vítavörslur Árna og endurkomu KR-inga „Dóri verður að hætta þessu væli“ Ingibjörg seld til Freiburg Enska augnablikið: Sá allra svalasti „Öllum í ensku úrvalsdeildinni er illa við Man United“ Bale af golfvellinum og á skjáinn Hákon Rafn gæti fengið sénsinn „Óreyndir dómarar sem falla í þessa gryfju“ „Leyfa því að koma og nýta það á góðan hátt sem orku“ „Var farinn að krampa upp í öllum vöðvum líkamans“ Heimir og Dean sendir í sturtu eftir læti á hliðarlínunni Donnarumma skilinn eftir heima Kolbeinn tryggði stigin þrjú Uppgjörið: FH - ÍA 3-2 | Ótrúleg endurkoma heimamanna í Kaplakrika Sjá meira