Vonast eftir betri niðurstöðu í kosningunum 28. maí 2010 06:45 Jón Gnarr. „Þetta eru nú ákveðin vonbrigði. Ég stóð í þeirri trú að við myndum bæta við okkur jafnt og þétt. Ég hef stefnt að því allan tímann að ná hreinum meirihluta til að við getum staðið fyrir einhverjum alvöru breytingum í borginni," segir Jón Gnarr, efsti maður á lista Besta flokksins. „Ég hef fulla trú á því og vona það svo innilega að við náum hreinum meirihluta svo það verði alveg gleði í gegn og Reykvíkingar geti átt bjarta og skemmtilega framtíð með Besta flokknum." Dagur B. Eggertsson, oddviti Samfylkingarinnar vill gera betur í kosningunum en í könnuninni. „Við teljum atvinnumálin vera stærsta málið og erum eini flokkurinn sem er að kynna raunhæfa aðgerða-áætlun í þeim málaflokki. Ég vona því að eftir að hefur verið talið upp úr kössunum þá verði staða okkar enn sterkari en þetta gefur til kynna," segir Dagur B. Hanna Birna Kristjánsdóttir, oddviti Sjálfstæðisflokksins, vonast eftir betri niðurstöðu í kosningunum. „Við erum að sækja á miðað við síðustu könnun Fréttablaðsins þótt aðrar nýlegar skoðanakannanir hafi sýnt okkur eitthvað hærri. Ég vonast auðvitað til þess að niðurstaðan úr kosningunum færi okkur fleiri borgarfulltrúa og að íbúar í Reykjavík kjósi með áframhaldandi árangri án skattahækkana og nýjum vinnubrögðum í stjórnmálum," segir Hanna Birna. Sóley Tómasdóttir, oddviti Vinstri grænna, hafði fátt um könnunina að segja. „Ég hef fátt um þetta að segja. Ég ætla bara að nota daginn á morgun til að halda áfram að tala við fólk. Við erum á baráttufundi í Iðnó þar sem er brjálæðisleg stemning og brjálæðislega margir. Við ætlum bara að fara út og sannfæra fólk og það mun alveg örugglega takast," segir Sóley Tómasdóttir. - shá Kosningar 2010 Sveitarstjórnarkosningar Mest lesið Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Innlent Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Innlent Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Innlent Telur að of mikil saltnotkun geri moksturinn enn erfiðari Innlent Orðin hæsta kirkja í heimi Erlent Langt í frá að málinu sé lokið Innlent Íhugar ekki stöðu sína Innlent Segja ríkislögreglustjóra þurfa að taka til hjá sér Innlent Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Erlent Fleiri fréttir „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Reiði meðal lögreglumanna Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Lögreglustjóri situr sem fastast og spáin gerir krökkunum grikk Vonast til að geta bjargað föstum hnúfubak í fyrramálið Fagnar komu Dags um borð í evrubátinn Nær öllu innanlandsflugi aflýst Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Mannekla hafi mikil áhrif á fangaverði Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Íhugar ekki stöðu sína Þau sóttu um stöðu forstöðumanns Stafrænnar heilsu Hefði aldrei giskað á uppsagnir á hennar deild Svarar ekki beinum orðum hvort Sigríður Björk njóti trausts Langt í frá að málinu sé lokið Mest ánægja starfsfólks í sveitarfélögum á Suðurlandi Strætó enn á eftir áætlun en opnun hringvegarins í vinnslu Innanlandsflugi aflýst vegna veðurs Ríkislögreglustjóra sagt að endurskoða reksturinn og allt á floti í hlákunni Farþegagjald ólögmætt og höfnin skuldar tugi milljóna Bein útsending: Langvinn einkenni Covid Segja ríkislögreglustjóra þurfa að taka til hjá sér Telur að of mikil saltnotkun geri moksturinn enn erfiðari Hringvegurinn opinn á ný Ökumaður stöðvaður með snjófargan á framrúðunni „Því miður er verklagið þannig“ Opnun Brákarborgar frestað enn á ný Ögmundur Ísak ráðinn til þingflokks Sjálfstæðisflokksins Viðbrögð hjólreiðamannsins að einhverju leyti skiljanleg Sjá meira
„Þetta eru nú ákveðin vonbrigði. Ég stóð í þeirri trú að við myndum bæta við okkur jafnt og þétt. Ég hef stefnt að því allan tímann að ná hreinum meirihluta til að við getum staðið fyrir einhverjum alvöru breytingum í borginni," segir Jón Gnarr, efsti maður á lista Besta flokksins. „Ég hef fulla trú á því og vona það svo innilega að við náum hreinum meirihluta svo það verði alveg gleði í gegn og Reykvíkingar geti átt bjarta og skemmtilega framtíð með Besta flokknum." Dagur B. Eggertsson, oddviti Samfylkingarinnar vill gera betur í kosningunum en í könnuninni. „Við teljum atvinnumálin vera stærsta málið og erum eini flokkurinn sem er að kynna raunhæfa aðgerða-áætlun í þeim málaflokki. Ég vona því að eftir að hefur verið talið upp úr kössunum þá verði staða okkar enn sterkari en þetta gefur til kynna," segir Dagur B. Hanna Birna Kristjánsdóttir, oddviti Sjálfstæðisflokksins, vonast eftir betri niðurstöðu í kosningunum. „Við erum að sækja á miðað við síðustu könnun Fréttablaðsins þótt aðrar nýlegar skoðanakannanir hafi sýnt okkur eitthvað hærri. Ég vonast auðvitað til þess að niðurstaðan úr kosningunum færi okkur fleiri borgarfulltrúa og að íbúar í Reykjavík kjósi með áframhaldandi árangri án skattahækkana og nýjum vinnubrögðum í stjórnmálum," segir Hanna Birna. Sóley Tómasdóttir, oddviti Vinstri grænna, hafði fátt um könnunina að segja. „Ég hef fátt um þetta að segja. Ég ætla bara að nota daginn á morgun til að halda áfram að tala við fólk. Við erum á baráttufundi í Iðnó þar sem er brjálæðisleg stemning og brjálæðislega margir. Við ætlum bara að fara út og sannfæra fólk og það mun alveg örugglega takast," segir Sóley Tómasdóttir. - shá
Kosningar 2010 Sveitarstjórnarkosningar Mest lesið Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Innlent Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Innlent Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Innlent Telur að of mikil saltnotkun geri moksturinn enn erfiðari Innlent Orðin hæsta kirkja í heimi Erlent Langt í frá að málinu sé lokið Innlent Íhugar ekki stöðu sína Innlent Segja ríkislögreglustjóra þurfa að taka til hjá sér Innlent Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Erlent Fleiri fréttir „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Reiði meðal lögreglumanna Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Lögreglustjóri situr sem fastast og spáin gerir krökkunum grikk Vonast til að geta bjargað föstum hnúfubak í fyrramálið Fagnar komu Dags um borð í evrubátinn Nær öllu innanlandsflugi aflýst Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Mannekla hafi mikil áhrif á fangaverði Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Íhugar ekki stöðu sína Þau sóttu um stöðu forstöðumanns Stafrænnar heilsu Hefði aldrei giskað á uppsagnir á hennar deild Svarar ekki beinum orðum hvort Sigríður Björk njóti trausts Langt í frá að málinu sé lokið Mest ánægja starfsfólks í sveitarfélögum á Suðurlandi Strætó enn á eftir áætlun en opnun hringvegarins í vinnslu Innanlandsflugi aflýst vegna veðurs Ríkislögreglustjóra sagt að endurskoða reksturinn og allt á floti í hlákunni Farþegagjald ólögmætt og höfnin skuldar tugi milljóna Bein útsending: Langvinn einkenni Covid Segja ríkislögreglustjóra þurfa að taka til hjá sér Telur að of mikil saltnotkun geri moksturinn enn erfiðari Hringvegurinn opinn á ný Ökumaður stöðvaður með snjófargan á framrúðunni „Því miður er verklagið þannig“ Opnun Brákarborgar frestað enn á ný Ögmundur Ísak ráðinn til þingflokks Sjálfstæðisflokksins Viðbrögð hjólreiðamannsins að einhverju leyti skiljanleg Sjá meira