Sæstrengur kostar nærri 350 milljarða 21. maí 2010 02:30 morgunfundur Arion banka Ásgeir Jónsson, forstöðumaður greiningardeildar Arion banka, flytur erindi sitt en við tóku svo þeir sem sitja í fremstu röð, (frá hægri) Hörður Arnarson, forstjóri Landsvirkjunar, Alf Persson og Andreas Borsos frá ABB í Svíþjóð. Fréttablaðið/GVA Í frumhagkvæmnisathugun á lagningu sæstrengs fyrir rafmagn frá Íslandi um Færeyjar til Bretlands er ráð fyrir því gert að fjárfesting í verkefninu skili sér til baka á fjórum til fimm árum, eftir þróun raforkuverðs. Í athuguninni, sem Andreas Borsos, ráðgjafi sænska iðnfyrirtækisins ABB, vann, er gert ráð fyrir að heildarkostnaður við lagningu slíks strengs og uppsetningu búnaðar honum tengdur nemi sem svarar 347 milljörðum króna. Nokkuð bjartsýn tímaáætlun gerir ráð fyrir að þrjú til fjögur ár taki að koma upp endabúnaði fyrir kapalinn eftir að skrifað hefur verið undir samninga um verkið. Fjallað var um framtíð orkugeirans á Íslandi á ráðstefnu sem Arion banki stóð fyrir í gær. Þar sagði Ásgeir Jónsson, forstöðumaður greiningardeildar bankans, að orkugeirinn hafi ratað í nokkrar ógöngur á 21. öld. Hann áréttaði að við mat á þjóðhagslegum ávinningi stóriðjustefnu skipti mestu máli orkuverð til almennings, tímasetning framkvæmda og hagnaður orkufyrirtækjanna. „Þjóðhagslegur ávinningur af stóriðju felst í orkusölunni. Því hærra verð sem fyrir orkuna fæst, þeim mun meiri þjóðhagslegur ábati.“ Hann segir nauðsynlegt að líta á orkugeirann sem sjálfstæða og arðbæra atvinnugrein. „Ekki hækju til að búa til störf og útflutningstekjur í iðnaði.“ Markmiðið eigi ekki að vera að bjóða ódýra orku heldur dýra vistvæna orku. Þá verði fjármögnun framkvæmda að byggja á því lánshæfi sem verkefnin sjálf skapa, ekki ábyrgð hins opinbera. Ásgeir sagðist telja að í heildina yrðu áhrif af sæstreng til orkuflutnings mjög jákvæð, en þau kæmu misjafnlega fram. Fyrirséð væri að orkuverð til almennings og innlendra fyrirtækja myndi hækka töluvert, orkufyrirtæki myndu hagnast gífurlega, nýting auðlindarinnar yrði auðveldari og markvissari og útflutningstekjur landsins myndu aukast verulega. Tap neytenda gæti hið opinbera svo bætt með lægri sköttum, eða jafnvel niðurgreiðslu á orku í smásölu. Ásgeir benti einnig á að á Grænlandi væru gífurlegir virkjanamöguleikar. „Nágranni okkar fyrir norðan er risastór ísmoli sem er að bráðna.“ Með því að leggja sæstreng þangað líka yrðu til enn frekari möguleikar í orkusölu. Í máli Harðar Arnarsonar, forstjóra Landsvirkjunar, kom fram það mat að fyrirséð væri að orkuverð í heiminum kæmi til með að halda áfram að hækka um ófyrirséðan tíma, auk þess sem samningsstaða orkufyrirtækja gagnvart stóriðjufyrirtækjum hafi gjörbreyst til batnaðar síðasta áratug. Endurnýjunarþörf orkuvera og kröfur Evrópusambandsins um vistvæna orku segir hann að þrýsti á hærra verð. Í Evrópu segir hann orkuverð jafnframt mjög sveiflukennt og því vænlegt með tilkomu strengs að selja vistvæna orku háu verði á álagstímum. Á öðrum tímum mætti svo jafnvel flytja orku til baka með ávinningi þannig að útflutningurinn myndi jafnast út. olikr@frettabladid.is Fréttir Innlent Mest lesið Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Innlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Erlent Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Opnun Samverks á Hellu fagnað Innlent Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins Innlent Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa Erlent Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Innlent „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Innlent Fleiri fréttir Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík Sjá meira
Í frumhagkvæmnisathugun á lagningu sæstrengs fyrir rafmagn frá Íslandi um Færeyjar til Bretlands er ráð fyrir því gert að fjárfesting í verkefninu skili sér til baka á fjórum til fimm árum, eftir þróun raforkuverðs. Í athuguninni, sem Andreas Borsos, ráðgjafi sænska iðnfyrirtækisins ABB, vann, er gert ráð fyrir að heildarkostnaður við lagningu slíks strengs og uppsetningu búnaðar honum tengdur nemi sem svarar 347 milljörðum króna. Nokkuð bjartsýn tímaáætlun gerir ráð fyrir að þrjú til fjögur ár taki að koma upp endabúnaði fyrir kapalinn eftir að skrifað hefur verið undir samninga um verkið. Fjallað var um framtíð orkugeirans á Íslandi á ráðstefnu sem Arion banki stóð fyrir í gær. Þar sagði Ásgeir Jónsson, forstöðumaður greiningardeildar bankans, að orkugeirinn hafi ratað í nokkrar ógöngur á 21. öld. Hann áréttaði að við mat á þjóðhagslegum ávinningi stóriðjustefnu skipti mestu máli orkuverð til almennings, tímasetning framkvæmda og hagnaður orkufyrirtækjanna. „Þjóðhagslegur ávinningur af stóriðju felst í orkusölunni. Því hærra verð sem fyrir orkuna fæst, þeim mun meiri þjóðhagslegur ábati.“ Hann segir nauðsynlegt að líta á orkugeirann sem sjálfstæða og arðbæra atvinnugrein. „Ekki hækju til að búa til störf og útflutningstekjur í iðnaði.“ Markmiðið eigi ekki að vera að bjóða ódýra orku heldur dýra vistvæna orku. Þá verði fjármögnun framkvæmda að byggja á því lánshæfi sem verkefnin sjálf skapa, ekki ábyrgð hins opinbera. Ásgeir sagðist telja að í heildina yrðu áhrif af sæstreng til orkuflutnings mjög jákvæð, en þau kæmu misjafnlega fram. Fyrirséð væri að orkuverð til almennings og innlendra fyrirtækja myndi hækka töluvert, orkufyrirtæki myndu hagnast gífurlega, nýting auðlindarinnar yrði auðveldari og markvissari og útflutningstekjur landsins myndu aukast verulega. Tap neytenda gæti hið opinbera svo bætt með lægri sköttum, eða jafnvel niðurgreiðslu á orku í smásölu. Ásgeir benti einnig á að á Grænlandi væru gífurlegir virkjanamöguleikar. „Nágranni okkar fyrir norðan er risastór ísmoli sem er að bráðna.“ Með því að leggja sæstreng þangað líka yrðu til enn frekari möguleikar í orkusölu. Í máli Harðar Arnarsonar, forstjóra Landsvirkjunar, kom fram það mat að fyrirséð væri að orkuverð í heiminum kæmi til með að halda áfram að hækka um ófyrirséðan tíma, auk þess sem samningsstaða orkufyrirtækja gagnvart stóriðjufyrirtækjum hafi gjörbreyst til batnaðar síðasta áratug. Endurnýjunarþörf orkuvera og kröfur Evrópusambandsins um vistvæna orku segir hann að þrýsti á hærra verð. Í Evrópu segir hann orkuverð jafnframt mjög sveiflukennt og því vænlegt með tilkomu strengs að selja vistvæna orku háu verði á álagstímum. Á öðrum tímum mætti svo jafnvel flytja orku til baka með ávinningi þannig að útflutningurinn myndi jafnast út. olikr@frettabladid.is
Fréttir Innlent Mest lesið Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Innlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Erlent Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Opnun Samverks á Hellu fagnað Innlent Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins Innlent Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa Erlent Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Innlent „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Innlent Fleiri fréttir Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík Sjá meira