Rússinn Petrov næstum á heimavelli 24. júní 2010 17:39 Vitaly Petrov glaðlegur á fréttamannafundi í Valencia í dag. Mynd: Getty Images Þrír spænskir ökumenn keppa í Formúlu 1 mótinu í Valencia um helgina og Rússinn Vitaly Petrov hjá Renault segist nærri því að vera á heimavelli. Hann hefur búið skammt frá mótssvæðinu í þrjú ár. Petrov er á fyrsta ári í Formúlu 1. "Rússland er mitt heimaland, en þetta er nærri því að vera mitt annað heimaland, þar sem keppnislið sem ég ók með var hérna. En þar sem Renault er enskt lið, þá ætla ég að flytja þangað. Ég þekki brautina vel og hljóp hana að auki í morgun", sagði Petrov á fundi með fréttamönnum í Valencia í dag. Petrov hefur staðið sig ágætlega með Robert Kubica hjá Renault og átt góða spretti á stundum í mótum. Hann vill þó ekkert hampa sér sérstaklega. "Ég vil ekkert tala um sjálfan mig, hvað gekk vel. Ég hef átt góð og slæm mót líka. Mér gekk ekki vel í Kanada og er enn að læra. Ég á eftir að keppa í mörgum mótum og get vonandi bætt mig. Er nokkuð ánægður með stöðuna." "Ég er að færast nær getu Kubica og reyni mitt til þess, en gæti þess að fókusera ekki á það sem hann er að gera. Ég reyni að einbeita mér að því sem ég er að gera", sagði Petrov. Hann fylgist með HM í fótbolta og styður spænska liðið í leiknum á morgun. "Ég fylgist með og slæmt að Rússland er ekki með. Ég hef gaman af því að fylgjast með Spánverjum þar sem ég bý í landinu og mun styðja liðið á morgun", sagði Petrov. Mest lesið „Ísland í hópi með Norður-Kóreu og Íran“ Sport Alfreð klæddist kvennatreyjunni á leiknum við Ísland Handbolti Dönsk landsliðskona eignaðist barn tólf vikum fyrir tímann Handbolti Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta Íslenski boltinn Loksins þorði einhver í Kolbein sem stígur aftur inn í hringinn Sport „Búnt á skenkinn, Halli Egils á vegginn“ Sport Forðuðu sér frá bráðsmitandi óléttu í Fram Handbolti Kærastan tók eftir því að eitthvað var að Handbolti Spence og van de Ven báðust afsökunar Fótbolti Ósammála um Gyökeres: „Hefðirðu verið ánægður með fjögur mörk?“ Enski boltinn Fleiri fréttir Verstappen telur sig ekki geta barist um titilinn Hlupu inn á Formúlu 1-brautina: „Ég hefði getað drepið þá“ Yfirburðir Norris sem er kominn á toppinn Norris á ráspól og forysta Piastri í hættu Grunur um nauðgun á heimili Schumachers Segir að formúlu 1 vanti nú illmenni Russell fyrstur í mark í Singapúr og McLaren tryggði sigur bílasmiða George Russell á ráspól í Singapúr Hringt í flesta eigendur í Formúlu 1 eftir brottreksturinn frá Red Bull Sjá meira
Þrír spænskir ökumenn keppa í Formúlu 1 mótinu í Valencia um helgina og Rússinn Vitaly Petrov hjá Renault segist nærri því að vera á heimavelli. Hann hefur búið skammt frá mótssvæðinu í þrjú ár. Petrov er á fyrsta ári í Formúlu 1. "Rússland er mitt heimaland, en þetta er nærri því að vera mitt annað heimaland, þar sem keppnislið sem ég ók með var hérna. En þar sem Renault er enskt lið, þá ætla ég að flytja þangað. Ég þekki brautina vel og hljóp hana að auki í morgun", sagði Petrov á fundi með fréttamönnum í Valencia í dag. Petrov hefur staðið sig ágætlega með Robert Kubica hjá Renault og átt góða spretti á stundum í mótum. Hann vill þó ekkert hampa sér sérstaklega. "Ég vil ekkert tala um sjálfan mig, hvað gekk vel. Ég hef átt góð og slæm mót líka. Mér gekk ekki vel í Kanada og er enn að læra. Ég á eftir að keppa í mörgum mótum og get vonandi bætt mig. Er nokkuð ánægður með stöðuna." "Ég er að færast nær getu Kubica og reyni mitt til þess, en gæti þess að fókusera ekki á það sem hann er að gera. Ég reyni að einbeita mér að því sem ég er að gera", sagði Petrov. Hann fylgist með HM í fótbolta og styður spænska liðið í leiknum á morgun. "Ég fylgist með og slæmt að Rússland er ekki með. Ég hef gaman af því að fylgjast með Spánverjum þar sem ég bý í landinu og mun styðja liðið á morgun", sagði Petrov.
Mest lesið „Ísland í hópi með Norður-Kóreu og Íran“ Sport Alfreð klæddist kvennatreyjunni á leiknum við Ísland Handbolti Dönsk landsliðskona eignaðist barn tólf vikum fyrir tímann Handbolti Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta Íslenski boltinn Loksins þorði einhver í Kolbein sem stígur aftur inn í hringinn Sport „Búnt á skenkinn, Halli Egils á vegginn“ Sport Forðuðu sér frá bráðsmitandi óléttu í Fram Handbolti Kærastan tók eftir því að eitthvað var að Handbolti Spence og van de Ven báðust afsökunar Fótbolti Ósammála um Gyökeres: „Hefðirðu verið ánægður með fjögur mörk?“ Enski boltinn Fleiri fréttir Verstappen telur sig ekki geta barist um titilinn Hlupu inn á Formúlu 1-brautina: „Ég hefði getað drepið þá“ Yfirburðir Norris sem er kominn á toppinn Norris á ráspól og forysta Piastri í hættu Grunur um nauðgun á heimili Schumachers Segir að formúlu 1 vanti nú illmenni Russell fyrstur í mark í Singapúr og McLaren tryggði sigur bílasmiða George Russell á ráspól í Singapúr Hringt í flesta eigendur í Formúlu 1 eftir brottreksturinn frá Red Bull Sjá meira