Brokkgengur pólitískur þriller Jón Yngvi Jóhannsson skrifar 12. nóvember 2010 07:00 Óttar kann margt fyrir sér í skáldsagnagerð þegar hann leggur sig mest fram. Bækur ** Áttablaðarósin Óttar Martin Norðfjörð Sögur útgáfa Það er engin leið að átta sig til fulls á Óttari Martin Norðfjörð. Í aðra röndina er hann róttækur bókmenntalegur prakkari sem sendir frá sér framúrstefnuljóð og tekur að sér að flengja fúskara í fræðaheiminum með bókmenntalegum gjörningum. Á hinn bóginn er hann svo krimmahöfundur sem þræðir af meiri trúnaði og nákvæmni formúlur alþjóðlegra flugvallametsölubóka en flestir kollegar hans meðal íslenskra og norrænna glæpasagnahöfunda. Nýjasta bók Óttars, Áttablaðarósin, er dæmi um hið síðastnefnda: pólitískur tryllir þar sem átök um íslenskar orkuauðlindir, alþjóðleg og þjóðleg táknfræði og leyndarmál úr fortíð íslenskrar fjölskyldu vefast saman í umfangsmikilli og oft ágætlega spunninni glæpafléttu. Hér koma við sögur íslenskir auðjöfrar, vændiskonur, alþjóðlegir fjárfestar og yfirvöld erlends ríkis sem hyggjast hefja sókn til heimsyfirráða á Íslandi. Fléttan snýst um sölu á orkufyfirtækjum og tengist þannig einu af heitustu deilumálum samtímans. Sagan er gagnrýnin og Óttar óhræddur við að beina spjótum sínum jafnt að viðskiptaheiminum og ríkisstjórnum stórvelda. En það vantar herslumuninn og alltof víða hefur verið kastað til höndunum. Smávægilegt ósamræmi í hegðun persóna eins og þegar þær tala fjálglega um hvers vegna þær séu grænmetisætur en fara svo á Bæjarins bestu daginn eftir er ekki alvarlegur feill og aðallega fyndinn, en því miður eru aðrir og verri gallar á sögunni. Megingallinn við söguna er sá að sögumaður hennar er óheiðarlegur og hikar ekki við að afvegaleiða lesandann. Þetta gerir hann meðal annars með því að lýsa hugsunum persóna sem hafa það eina markmið að blekkja lesandann og reynast síðar ekki standast í heildarsamhengi sögunnar. Sögumaðurinn stendur þannig með skúrkunum en ekki með lesandanum eða þeim sem reyna að upplýsa glæpina sem framdir eru í sögunni. Áttablaðarósin hefur á hinn bóginn líka nokkra fína kosti til að bera. Margar af persónulýsingum sögunnar eru vel gerðar og ná að verða dýpri og flóknari en stundum brennur við í íslenskum glæpasögum. Í miðju sögunnar er fjölskylda, einstæða móðirin Áróra og synir hennar tveir. Lýsingin á lífi Áróru og eldri sonar hennar er það sem stendur upp úr í sögunni og sýnir að Óttar kann margt fyrir sér í skáldsagnagerð þegar hann leggur sig mest fram. Ótta persónanna við ofbeldi og harmi þeirra yfir missi ástvina er lýst á sannfærandi hátt og á köflum nær sagan að hreyfa verulega við lesandanum. Niðurstaða: Í Áttablaðarósinni er ágætur efniviður og margt er þar vel gert en heildarmyndin líður fyrir gallaða frásagnartækni og sögumann sem svindlar á lesendum sínum. Mest lesið Hélt auganu en missti af frumsýningu eftir að hafa fengið golfkúlu í andlitið Lífið Helen Óttars og Rubin Pollock slá sér upp Lífið Fékk Laufeyju í afmælið: „Maggi bróðir hefur alltaf verið betri en aðrir að gefa gjafir“ Lífið Heitasta hámhorfið í haust Lífið Vakti yfir sofandi sonunum vopnuð hnífi Lífið Stíflaður mjólkurkirtill reyndist ólæknandi krabbamein Lífið Vigdís Häsler flutt til Sveins Andra Lífið „Lífið gefur okkur mislangan tíma og ég vil nýta minn til hins ýtrasta“ Lífið Betra sem hárbindi en tagl í Bríeti Tíska og hönnun „Hvetjandi að sjá stelpu með sama húðlit og ég sigra“ Lífið Fleiri fréttir Shine on, you crazy Íslendingar! Skömminni skilað Friðrik Ómar bauð upp á sveppi – og Villi hefði elskað það! Freðinn faðir, fáránlegir fasistar og fyrsta flokks bíó Veisla fyrir augu og eyru Ekki er allt gull sem glóir Þeir fátæku borga brúsann Auður í Bæjarbíói: Frá slaufun í standandi fagnaðarlæti Alvöru bíó en hægt brenna Eldarnir Er Lína Langsokkur woke? Kórtónleikar: Heilög naumhyggja eða heilalaust suð Barnaefni fyrir fullorðna Balta bregst bogalistin Þú heyrðir rétt: klassík getur verið skemmtileg Sjá meira
Bækur ** Áttablaðarósin Óttar Martin Norðfjörð Sögur útgáfa Það er engin leið að átta sig til fulls á Óttari Martin Norðfjörð. Í aðra röndina er hann róttækur bókmenntalegur prakkari sem sendir frá sér framúrstefnuljóð og tekur að sér að flengja fúskara í fræðaheiminum með bókmenntalegum gjörningum. Á hinn bóginn er hann svo krimmahöfundur sem þræðir af meiri trúnaði og nákvæmni formúlur alþjóðlegra flugvallametsölubóka en flestir kollegar hans meðal íslenskra og norrænna glæpasagnahöfunda. Nýjasta bók Óttars, Áttablaðarósin, er dæmi um hið síðastnefnda: pólitískur tryllir þar sem átök um íslenskar orkuauðlindir, alþjóðleg og þjóðleg táknfræði og leyndarmál úr fortíð íslenskrar fjölskyldu vefast saman í umfangsmikilli og oft ágætlega spunninni glæpafléttu. Hér koma við sögur íslenskir auðjöfrar, vændiskonur, alþjóðlegir fjárfestar og yfirvöld erlends ríkis sem hyggjast hefja sókn til heimsyfirráða á Íslandi. Fléttan snýst um sölu á orkufyfirtækjum og tengist þannig einu af heitustu deilumálum samtímans. Sagan er gagnrýnin og Óttar óhræddur við að beina spjótum sínum jafnt að viðskiptaheiminum og ríkisstjórnum stórvelda. En það vantar herslumuninn og alltof víða hefur verið kastað til höndunum. Smávægilegt ósamræmi í hegðun persóna eins og þegar þær tala fjálglega um hvers vegna þær séu grænmetisætur en fara svo á Bæjarins bestu daginn eftir er ekki alvarlegur feill og aðallega fyndinn, en því miður eru aðrir og verri gallar á sögunni. Megingallinn við söguna er sá að sögumaður hennar er óheiðarlegur og hikar ekki við að afvegaleiða lesandann. Þetta gerir hann meðal annars með því að lýsa hugsunum persóna sem hafa það eina markmið að blekkja lesandann og reynast síðar ekki standast í heildarsamhengi sögunnar. Sögumaðurinn stendur þannig með skúrkunum en ekki með lesandanum eða þeim sem reyna að upplýsa glæpina sem framdir eru í sögunni. Áttablaðarósin hefur á hinn bóginn líka nokkra fína kosti til að bera. Margar af persónulýsingum sögunnar eru vel gerðar og ná að verða dýpri og flóknari en stundum brennur við í íslenskum glæpasögum. Í miðju sögunnar er fjölskylda, einstæða móðirin Áróra og synir hennar tveir. Lýsingin á lífi Áróru og eldri sonar hennar er það sem stendur upp úr í sögunni og sýnir að Óttar kann margt fyrir sér í skáldsagnagerð þegar hann leggur sig mest fram. Ótta persónanna við ofbeldi og harmi þeirra yfir missi ástvina er lýst á sannfærandi hátt og á köflum nær sagan að hreyfa verulega við lesandanum. Niðurstaða: Í Áttablaðarósinni er ágætur efniviður og margt er þar vel gert en heildarmyndin líður fyrir gallaða frásagnartækni og sögumann sem svindlar á lesendum sínum.
Mest lesið Hélt auganu en missti af frumsýningu eftir að hafa fengið golfkúlu í andlitið Lífið Helen Óttars og Rubin Pollock slá sér upp Lífið Fékk Laufeyju í afmælið: „Maggi bróðir hefur alltaf verið betri en aðrir að gefa gjafir“ Lífið Heitasta hámhorfið í haust Lífið Vakti yfir sofandi sonunum vopnuð hnífi Lífið Stíflaður mjólkurkirtill reyndist ólæknandi krabbamein Lífið Vigdís Häsler flutt til Sveins Andra Lífið „Lífið gefur okkur mislangan tíma og ég vil nýta minn til hins ýtrasta“ Lífið Betra sem hárbindi en tagl í Bríeti Tíska og hönnun „Hvetjandi að sjá stelpu með sama húðlit og ég sigra“ Lífið Fleiri fréttir Shine on, you crazy Íslendingar! Skömminni skilað Friðrik Ómar bauð upp á sveppi – og Villi hefði elskað það! Freðinn faðir, fáránlegir fasistar og fyrsta flokks bíó Veisla fyrir augu og eyru Ekki er allt gull sem glóir Þeir fátæku borga brúsann Auður í Bæjarbíói: Frá slaufun í standandi fagnaðarlæti Alvöru bíó en hægt brenna Eldarnir Er Lína Langsokkur woke? Kórtónleikar: Heilög naumhyggja eða heilalaust suð Barnaefni fyrir fullorðna Balta bregst bogalistin Þú heyrðir rétt: klassík getur verið skemmtileg Sjá meira