Krefjast skýringa á ummælum lögreglu 17. ágúst 2010 06:00 Ummæli Björgvins Björgvinssonar, yfirmanns kynferðisbrotadeildar lögreglunnar, sem hann lét falla í samtali við DV í gær, hafa sætt mikilli gagnrýni. Segir Björgvin um fjölda nauðgana í landinu að „fólk ætti kannski að líta oftar í eigin barm og bera ábyrgð á sjálfu sér". Lætur hann þessi ummæli falla um tengsl nauðgana og vímuefnaneyslu. Guðrún Jónsdóttir, talskona Stígamóta, segist vona innilega að ekki sé haft rétt eftir Björgvini í DV, en ef svo sé hafi hann afhjúpað afstöðu sem sé óásættanleg og Stígamót muni strax lýsa yfir vantrausti á hann. Stígamót hafi krafið Stefán Eiríksson lögreglustjóra skýringa á málinu. „Það er bannað með lögum að nauðga konum í hvaða ástandi sem þær eru," segir Guðrún. „Á bak við hverja nauðgun er að minnsta kosti einn nauðgari og í viðtalinu segir Björgvin að konur geti sjálfum sér um kennt sé þeim nauðgað þegar þær eru drukknar. Með því hlýtur hann óbeint að vera að lýsa yfir sakleysi nauðgara sem nauðga konum í annarlegu ástandi." Guðrún segir að Stígamót geti ekki hvatt konur til að kæra ef vitað sé að móttakandinn líti svo á að nauðgunin geti verið henni að kenna. „Við skorum á yfirmann kynferðisbrotadeildar að skýra þetta mál." Starfsfólk Stígamóta hefur haft áhyggjur af þeim litla fjölda dóma sem fallið hafa í nauðgunarmálum á síðustu áratugum. „Ég vona að skýringarnar liggi ekki í svona viðhorfum," segir Guðrún. Halla Gunnarsdóttir, talskona Femínistafélags Íslands, lýsir yfir mikilli furðu með ummæli Björgvins. „Ef rétt er eftir honum haft er hann ekki hæfur til að sinna sínu starfi," segir Halla. Ragna Árnadóttir dómsmálaráðherra segir fráleitt að leggja ábyrgð nauðgana á brotaþola. Þó sé mikilvægt í þessu tilliti að Björgvin fái tækifæri til að skýra mál sitt í þessu samhengi. Hún hefur beðið Stefán Eiríksson, lögreglustjóra í Reykjavík, um útskýringar. Stefán vildi í gær ekki tjá sig um ummæli Björgvins, en sagðist vera búinn að kalla eftir skýringum frá honum og næstu yfirmönnum hans. Björgvin vildi heldur ekki tjá sig við Fréttablaðið. sunna@frettabladid.is Fréttir Mest lesið Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent Skildi vegabréfið eftir Innlent Í gæsluvarðhaldi grunuð um þjófnaði víða í Reykjavík Innlent Þyngdu dóm fyrir stórfelld fíkniefnalagabrot Innlent „Ég hélt það væri skotárás í gangi“ Innlent Gerir kröfu um að fjármagn fylgi barni í vímuefnavanda Innlent Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Krefjast þess að hætt verði að mismuna börnum sem missa foreldri Innlent Mæðgurnar svöruðu engu Innlent Gulli Reynis látinn Innlent Fleiri fréttir Þyngdu dóm fyrir stórfelld fíkniefnalagabrot Í gæsluvarðhaldi grunuð um þjófnaði víða í Reykjavík Gerir kröfu um að fjármagn fylgi barni í vímuefnavanda Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Skildi vegabréfið eftir „Ég hélt það væri skotárás í gangi“ Ísland útsöluvara í norrænum samanburði Krefjast þess að hætt verði að mismuna börnum sem missa foreldri Miðflokkur skákar Sjálfstæðisflokknum: „Stórmerkileg niðurstaða“ „Stórmerkileg niðurstaða“ í nýrri könnun Hilda Jana fer ekki aftur fram fyrir Samfylkingu á Akureyri Kjaradeilu flugumferðarstjóra og Isavia vísað til gerðardóms Sex ára dómur yfir Jóni Inga höfuðpaur stendur Funduðu um Bergið en samningurinn liggur ekki fyrir Mæðgurnar svöruðu engu Útlendingar 69 prósent nýrra íbúa frá 2017 Skúli sækist eftir 2. sæti Bein útsending: Kynnir skýrslu um þróun útgáfu dvalarleyfa Stofnaði Örninn fyrir tíu ára ömmustelpu í sorg Vill svara ESB með tollahækkun Kom óánægju sinni á framfæri við von der Leyen Ungu fólki í endurhæfingu vegna offitu fjölgar Framsókn vill svara ESB í sömu mynt en fjármálaráðherra tekur dræmt í slíkar hugmyndir Magnús Guðmundsson er látinn Þjóðin skiptist í fylkingar um göng eða brú Nær allir sammála um afsögn ríkislögreglustjóra Um 6.000 flóttamenn og hælisleitendur á Íslandi Bein útsending: Heilbrigðisþing – Endurhæfing - leiðir til betra lífs Feta einstigi milli metnaðar og raunsæis í loftslagsmarkmiði Mótmæla fyrirhuguðum þungaflutningum í gegnum Selfoss Sjá meira
Ummæli Björgvins Björgvinssonar, yfirmanns kynferðisbrotadeildar lögreglunnar, sem hann lét falla í samtali við DV í gær, hafa sætt mikilli gagnrýni. Segir Björgvin um fjölda nauðgana í landinu að „fólk ætti kannski að líta oftar í eigin barm og bera ábyrgð á sjálfu sér". Lætur hann þessi ummæli falla um tengsl nauðgana og vímuefnaneyslu. Guðrún Jónsdóttir, talskona Stígamóta, segist vona innilega að ekki sé haft rétt eftir Björgvini í DV, en ef svo sé hafi hann afhjúpað afstöðu sem sé óásættanleg og Stígamót muni strax lýsa yfir vantrausti á hann. Stígamót hafi krafið Stefán Eiríksson lögreglustjóra skýringa á málinu. „Það er bannað með lögum að nauðga konum í hvaða ástandi sem þær eru," segir Guðrún. „Á bak við hverja nauðgun er að minnsta kosti einn nauðgari og í viðtalinu segir Björgvin að konur geti sjálfum sér um kennt sé þeim nauðgað þegar þær eru drukknar. Með því hlýtur hann óbeint að vera að lýsa yfir sakleysi nauðgara sem nauðga konum í annarlegu ástandi." Guðrún segir að Stígamót geti ekki hvatt konur til að kæra ef vitað sé að móttakandinn líti svo á að nauðgunin geti verið henni að kenna. „Við skorum á yfirmann kynferðisbrotadeildar að skýra þetta mál." Starfsfólk Stígamóta hefur haft áhyggjur af þeim litla fjölda dóma sem fallið hafa í nauðgunarmálum á síðustu áratugum. „Ég vona að skýringarnar liggi ekki í svona viðhorfum," segir Guðrún. Halla Gunnarsdóttir, talskona Femínistafélags Íslands, lýsir yfir mikilli furðu með ummæli Björgvins. „Ef rétt er eftir honum haft er hann ekki hæfur til að sinna sínu starfi," segir Halla. Ragna Árnadóttir dómsmálaráðherra segir fráleitt að leggja ábyrgð nauðgana á brotaþola. Þó sé mikilvægt í þessu tilliti að Björgvin fái tækifæri til að skýra mál sitt í þessu samhengi. Hún hefur beðið Stefán Eiríksson, lögreglustjóra í Reykjavík, um útskýringar. Stefán vildi í gær ekki tjá sig um ummæli Björgvins, en sagðist vera búinn að kalla eftir skýringum frá honum og næstu yfirmönnum hans. Björgvin vildi heldur ekki tjá sig við Fréttablaðið. sunna@frettabladid.is
Fréttir Mest lesið Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent Skildi vegabréfið eftir Innlent Í gæsluvarðhaldi grunuð um þjófnaði víða í Reykjavík Innlent Þyngdu dóm fyrir stórfelld fíkniefnalagabrot Innlent „Ég hélt það væri skotárás í gangi“ Innlent Gerir kröfu um að fjármagn fylgi barni í vímuefnavanda Innlent Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Krefjast þess að hætt verði að mismuna börnum sem missa foreldri Innlent Mæðgurnar svöruðu engu Innlent Gulli Reynis látinn Innlent Fleiri fréttir Þyngdu dóm fyrir stórfelld fíkniefnalagabrot Í gæsluvarðhaldi grunuð um þjófnaði víða í Reykjavík Gerir kröfu um að fjármagn fylgi barni í vímuefnavanda Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Skildi vegabréfið eftir „Ég hélt það væri skotárás í gangi“ Ísland útsöluvara í norrænum samanburði Krefjast þess að hætt verði að mismuna börnum sem missa foreldri Miðflokkur skákar Sjálfstæðisflokknum: „Stórmerkileg niðurstaða“ „Stórmerkileg niðurstaða“ í nýrri könnun Hilda Jana fer ekki aftur fram fyrir Samfylkingu á Akureyri Kjaradeilu flugumferðarstjóra og Isavia vísað til gerðardóms Sex ára dómur yfir Jóni Inga höfuðpaur stendur Funduðu um Bergið en samningurinn liggur ekki fyrir Mæðgurnar svöruðu engu Útlendingar 69 prósent nýrra íbúa frá 2017 Skúli sækist eftir 2. sæti Bein útsending: Kynnir skýrslu um þróun útgáfu dvalarleyfa Stofnaði Örninn fyrir tíu ára ömmustelpu í sorg Vill svara ESB með tollahækkun Kom óánægju sinni á framfæri við von der Leyen Ungu fólki í endurhæfingu vegna offitu fjölgar Framsókn vill svara ESB í sömu mynt en fjármálaráðherra tekur dræmt í slíkar hugmyndir Magnús Guðmundsson er látinn Þjóðin skiptist í fylkingar um göng eða brú Nær allir sammála um afsögn ríkislögreglustjóra Um 6.000 flóttamenn og hælisleitendur á Íslandi Bein útsending: Heilbrigðisþing – Endurhæfing - leiðir til betra lífs Feta einstigi milli metnaðar og raunsæis í loftslagsmarkmiði Mótmæla fyrirhuguðum þungaflutningum í gegnum Selfoss Sjá meira
Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent
Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent