GP 2 meistarinn Maldonaldo prófaði Hispania og Williams 18. nóvember 2010 16:57 Pastor Maldonado með tæknimanni Williams á æfingum í Abu Dhabi í gær. Mynd: Getty Images/Andrew Hone Pastor Maldonado frá Venusúela prófaði Hispania og Willams bíla á æfingum í Abu Dhabi í vikunni, en nokkur umræða hefur verið um að hann taki autt sæti sem Nico Hulkenberg skildi eftir sig þar. Hulkenberg ætlar að leita á önnur mið, en Rubens Barrichello verður áfram hjá Williams. Maldondo er sagður vera með mikið fjármagn með sér í formi auglýsingaaðila og Williams menn eru sagðir hafa áhuga á kappanum, bæði sökum þess og að hann er snar í snúningum. Maldonado varð mestari í GP2 mótaröðinni í ár, sem er undirmótaröð Formúlu 1. Maldonado telur talsverðan mun á GP2 bíl og Formúlu 1 bíl, en hann ók samtals 190 hringi með liðunum tveimur sem hann prófaði með. Aðspurður í frétt á autosport.com hvort hann ætti meiri möguleika á keppnissæti núna sagðist hann ekki vita það, en taldi sig hafa skilað sínu, en hann ók með Hispania á þriðjudag, en á miðvikudag með Williams. "Þetta eru ólíkir bílar, en tvö fagleg lið. Það er meira niðurtog í Williams bílnum, þannig að hann er fljótari í beygjum og við hemlun, en vélin er sú sama og aflið því samskonar", sagði Maldonado um bílanna tvo. "Þetta er allt öðruvísi en í GP2, þar höfum við engan tíma til að gera neitt. Við höfum hálftíma til að æfa, hálftíma til að ná tíma í tímtökum og þrjú sett af dekkjum fyrir alla mótshelgina. Hérna (á Formúlu 1 æfingu) er hægt að bæta sig af því að það er lið að vinna fyrir þig í heilan dag og mörg sett af nýjum dekkjum til taks, þannig að ökumenn geta bætt sig. Ég tel að ég hafi gert vel og líður vel", sagði Maldonado eftir æfingadaginn með Williams í gær. Hann sagðist vita fljótlega hver staða hans yrði varðandi möguleika sína á sæti í Formúlu 1 varðaði. Mest lesið Sjáðu brot af því besta úr enska boltanum í dag Fótbolti „Gott að við gátum verið liðið sem kláraði þetta“ Körfubolti Erfitt kvöld fyrir Ármann og Tindastól Körfubolti Dagskráin í dag: Enski boltinn og margt fleira Sport Juventus landaði sigri í fyrsta leik Spalletti Fótbolti Ótrúleg varnartölfræði Arsenal í október Fótbolti Kærastan tók eftir því að eitthvað var að Handbolti Tvöföld tvenna Tryggva í tæpu tapi Körfubolti Liverpool loks á sigurbraut á ný Enski boltinn Harma rasíska og transfóbíska grein liðsfélaga Sveindísar Fótbolti Fleiri fréttir Verstappen telur sig ekki geta barist um titilinn Hlupu inn á Formúlu 1-brautina: „Ég hefði getað drepið þá“ Yfirburðir Norris sem er kominn á toppinn Norris á ráspól og forysta Piastri í hættu Grunur um nauðgun á heimili Schumachers Segir að formúlu 1 vanti nú illmenni Russell fyrstur í mark í Singapúr og McLaren tryggði sigur bílasmiða George Russell á ráspól í Singapúr Hringt í flesta eigendur í Formúlu 1 eftir brottreksturinn frá Red Bull Sjá meira
Pastor Maldonado frá Venusúela prófaði Hispania og Willams bíla á æfingum í Abu Dhabi í vikunni, en nokkur umræða hefur verið um að hann taki autt sæti sem Nico Hulkenberg skildi eftir sig þar. Hulkenberg ætlar að leita á önnur mið, en Rubens Barrichello verður áfram hjá Williams. Maldondo er sagður vera með mikið fjármagn með sér í formi auglýsingaaðila og Williams menn eru sagðir hafa áhuga á kappanum, bæði sökum þess og að hann er snar í snúningum. Maldonado varð mestari í GP2 mótaröðinni í ár, sem er undirmótaröð Formúlu 1. Maldonado telur talsverðan mun á GP2 bíl og Formúlu 1 bíl, en hann ók samtals 190 hringi með liðunum tveimur sem hann prófaði með. Aðspurður í frétt á autosport.com hvort hann ætti meiri möguleika á keppnissæti núna sagðist hann ekki vita það, en taldi sig hafa skilað sínu, en hann ók með Hispania á þriðjudag, en á miðvikudag með Williams. "Þetta eru ólíkir bílar, en tvö fagleg lið. Það er meira niðurtog í Williams bílnum, þannig að hann er fljótari í beygjum og við hemlun, en vélin er sú sama og aflið því samskonar", sagði Maldonado um bílanna tvo. "Þetta er allt öðruvísi en í GP2, þar höfum við engan tíma til að gera neitt. Við höfum hálftíma til að æfa, hálftíma til að ná tíma í tímtökum og þrjú sett af dekkjum fyrir alla mótshelgina. Hérna (á Formúlu 1 æfingu) er hægt að bæta sig af því að það er lið að vinna fyrir þig í heilan dag og mörg sett af nýjum dekkjum til taks, þannig að ökumenn geta bætt sig. Ég tel að ég hafi gert vel og líður vel", sagði Maldonado eftir æfingadaginn með Williams í gær. Hann sagðist vita fljótlega hver staða hans yrði varðandi möguleika sína á sæti í Formúlu 1 varðaði.
Mest lesið Sjáðu brot af því besta úr enska boltanum í dag Fótbolti „Gott að við gátum verið liðið sem kláraði þetta“ Körfubolti Erfitt kvöld fyrir Ármann og Tindastól Körfubolti Dagskráin í dag: Enski boltinn og margt fleira Sport Juventus landaði sigri í fyrsta leik Spalletti Fótbolti Ótrúleg varnartölfræði Arsenal í október Fótbolti Kærastan tók eftir því að eitthvað var að Handbolti Tvöföld tvenna Tryggva í tæpu tapi Körfubolti Liverpool loks á sigurbraut á ný Enski boltinn Harma rasíska og transfóbíska grein liðsfélaga Sveindísar Fótbolti Fleiri fréttir Verstappen telur sig ekki geta barist um titilinn Hlupu inn á Formúlu 1-brautina: „Ég hefði getað drepið þá“ Yfirburðir Norris sem er kominn á toppinn Norris á ráspól og forysta Piastri í hættu Grunur um nauðgun á heimili Schumachers Segir að formúlu 1 vanti nú illmenni Russell fyrstur í mark í Singapúr og McLaren tryggði sigur bílasmiða George Russell á ráspól í Singapúr Hringt í flesta eigendur í Formúlu 1 eftir brottreksturinn frá Red Bull Sjá meira