Kubica hjá Renault til loka 2012 7. júlí 2010 12:10 Robert Kubica er 25 ára gamall og frá Póllandi. Mynd: Getty Images Pólverjinn Robert Kubica hefur framlengt samning sinn við Renault til loka ársins 2012, en hann gat verið laus allra mála í lok þessa árs. Um tíma var talið að hann ætti möguleika á sæti hjá Ferrari, en eftir að Ferrari framlengdi við Felipe Massa var ljóst að það var úr myndinni. Renault vildi gera allt sem í þeirra valdi stóð til að halda í Kubica áfram og það gekk eftir. "Það lá beint við að halda áfram með liði sem mér líður vel hjá. Það er mikilvægt fyrir mig að upplifa rétta andrúmsloftið með góðu fólki sem vinnur að sameiginlegu markmiði. Það er nokkuð sem við höfum reynt að byggja upp", sagði Kubica. Hann er í sjötta sæti í stigamóti ökumanna og hefur tvívegis komist á verðlaunapall á árinu. "Við höfum náð mörgu sem stefnt var að og með vinnu, tíma og réttri aðferðarfræði þá komumst við enn hærra. Það er markmið okkar að stefna hærra á öllum sviðum, ekki bara í ár, heldur á næsta ári þegar reglum verður enn breytt. Ég hlakka til verkefnisins", sagði Kubica. Ekki er ljóst hvort Rússinn Vitay Petrov verður áfram við hlið Kubica á næsta ári, en hann er nýliði í Formúlu 1 á þessu ári. Mest lesið „Ísland í hópi með Norður-Kóreu og Íran“ Sport Alfreð klæddist kvennatreyjunni á leiknum við Ísland Handbolti Dönsk landsliðskona eignaðist barn tólf vikum fyrir tímann Handbolti Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta Íslenski boltinn Loksins þorði einhver í Kolbein sem stígur aftur inn í hringinn Sport „Búnt á skenkinn, Halli Egils á vegginn“ Sport Forðuðu sér frá bráðsmitandi óléttu í Fram Handbolti Kærastan tók eftir því að eitthvað var að Handbolti Spence og van de Ven báðust afsökunar Fótbolti Ósammála um Gyökeres: „Hefðirðu verið ánægður með fjögur mörk?“ Enski boltinn Fleiri fréttir Verstappen telur sig ekki geta barist um titilinn Hlupu inn á Formúlu 1-brautina: „Ég hefði getað drepið þá“ Yfirburðir Norris sem er kominn á toppinn Norris á ráspól og forysta Piastri í hættu Grunur um nauðgun á heimili Schumachers Segir að formúlu 1 vanti nú illmenni Russell fyrstur í mark í Singapúr og McLaren tryggði sigur bílasmiða George Russell á ráspól í Singapúr Hringt í flesta eigendur í Formúlu 1 eftir brottreksturinn frá Red Bull Sjá meira
Pólverjinn Robert Kubica hefur framlengt samning sinn við Renault til loka ársins 2012, en hann gat verið laus allra mála í lok þessa árs. Um tíma var talið að hann ætti möguleika á sæti hjá Ferrari, en eftir að Ferrari framlengdi við Felipe Massa var ljóst að það var úr myndinni. Renault vildi gera allt sem í þeirra valdi stóð til að halda í Kubica áfram og það gekk eftir. "Það lá beint við að halda áfram með liði sem mér líður vel hjá. Það er mikilvægt fyrir mig að upplifa rétta andrúmsloftið með góðu fólki sem vinnur að sameiginlegu markmiði. Það er nokkuð sem við höfum reynt að byggja upp", sagði Kubica. Hann er í sjötta sæti í stigamóti ökumanna og hefur tvívegis komist á verðlaunapall á árinu. "Við höfum náð mörgu sem stefnt var að og með vinnu, tíma og réttri aðferðarfræði þá komumst við enn hærra. Það er markmið okkar að stefna hærra á öllum sviðum, ekki bara í ár, heldur á næsta ári þegar reglum verður enn breytt. Ég hlakka til verkefnisins", sagði Kubica. Ekki er ljóst hvort Rússinn Vitay Petrov verður áfram við hlið Kubica á næsta ári, en hann er nýliði í Formúlu 1 á þessu ári.
Mest lesið „Ísland í hópi með Norður-Kóreu og Íran“ Sport Alfreð klæddist kvennatreyjunni á leiknum við Ísland Handbolti Dönsk landsliðskona eignaðist barn tólf vikum fyrir tímann Handbolti Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta Íslenski boltinn Loksins þorði einhver í Kolbein sem stígur aftur inn í hringinn Sport „Búnt á skenkinn, Halli Egils á vegginn“ Sport Forðuðu sér frá bráðsmitandi óléttu í Fram Handbolti Kærastan tók eftir því að eitthvað var að Handbolti Spence og van de Ven báðust afsökunar Fótbolti Ósammála um Gyökeres: „Hefðirðu verið ánægður með fjögur mörk?“ Enski boltinn Fleiri fréttir Verstappen telur sig ekki geta barist um titilinn Hlupu inn á Formúlu 1-brautina: „Ég hefði getað drepið þá“ Yfirburðir Norris sem er kominn á toppinn Norris á ráspól og forysta Piastri í hættu Grunur um nauðgun á heimili Schumachers Segir að formúlu 1 vanti nú illmenni Russell fyrstur í mark í Singapúr og McLaren tryggði sigur bílasmiða George Russell á ráspól í Singapúr Hringt í flesta eigendur í Formúlu 1 eftir brottreksturinn frá Red Bull Sjá meira