Alonso svekktur eftir mistök Ferrari 14. nóvember 2010 20:24 Mynd: Getty Images Fernando Alonso segir að Ferrari hafi gert mistök þegar liðið lét hann taka þjónustuhlé í mótinu í Abu Dhabi í dag, skömmu eftir að Mark Webber tók sitt hlé. Báðir féllu þeir niður listann, Alonso úr því fjórða og náði aðeins sjöunda sæti, en þurfti það fjórða til að verða meistari á eftir Sebastian Vettel sem vann sigur í mótinu og varð meistari. Alonso var efstur í stigamótinu fyrir keppnina í dag og hafði alla burði til að landa titlinum, ef vel hefði gengið. Hann var þriðji á ráslínu en missti Jenson Button framúr sér í upphafi og síðan fleiri ökumenn eftir þjónustuhlé. Alonso var mjög svekktur eftir keppnina og tók það smávegis út á Vitaly Petrov úr bílnum eftir keppni, en Petrov lét sér fátt um finnast. Hafði ekið vel og haldið Alonso fyrir aftan sig án vandræða, eftir að Renault liðið skákaði Ferrari varðandi þjónustuhlé. "Þetta var sorgleg upplifun, en hvað getum við gert. Mótið gekk ekki eins við vildum. Fyrst tók Petrov hlé og svo Webber, þannig að við þurftum að verjast þeim. Við ákváðum að stíla inn að breyta áætlun okkar þannig að við gætum átt við Webber. Trúlega var það ekki rétt ákvörðun, en það er auðvelt að vera vitur eftir á. Aðrir stóðu sig bara betur", sagði Alonso sem náði aldrei að skáka Petrov sem var á undan honum eftir þjónustuhlé. Alonso gat ekki breytt afstöðu Ferrari manna hvað þjónustuhléið varðar. "Ég hafði ekki tíma til að hugsa um þetta. Ég sá Webber taka hlé og Felipe og Webber var að græða tíma á okkur, þannig að það varð að svara kallinu til að vera á undan Webber. En eftir á að hyggja hefðum við kannski getað haldið áfram eins og Button. En það var ómögulegt að vita hvort mjúk dekkin entust eður ei", sagði Alonso. Mest lesið Allt small og Rauðu djöflarnir sjá úrslitaleikinn í hillingum Fótbolti „Annar fóturinn í úrslitaleikinn en ekkert er búið enn“ Fótbolti „Þetta var hið fullkomna kvöld“ Fótbolti „Þetta er ekki búið“ Fótbolti Glódís Perla eftir að tvennan var tryggð: „Langt síðan síðast“ Fótbolti Albert byrjaði í naumu tapi í Andalúsíu Fótbolti Gísli Þorgeir skaut Magdeburg áfram Handbolti Meistaradeildardraumur Forest að breytast í martröð Enski boltinn „Erum komnar til þess að fara alla leið“ Sport Dagskráin í dag: Allt undir í Smáranum Sport Fleiri fréttir „Þetta var hræðilegt og 2025 verður sársaukafullt“ Piastri sigraði í Jeddah og leiðir keppni ökumanna Kallaði sig hálfvita eftir áreksturinn Segja fjörutíu milljarða í boði fyrir Verstappen Max svaraði Marko fullum hálsi Hefur áhyggjur af framtíð Verstappen Piastri hleypti engum fram úr og fagnaði fyrsta sigrinum Schumacher skrifaði nafnið sitt á hjálm „Eins og ég hafi aldrei keyrt Formúlu 1 bíl“ „Vandamálið er mín megin og ég verð að bæta mig“ Blótar háum sektum fyrir það að blóta Schumacher orðinn afi Verstappen fagnaði sigri í Japan: „Þetta er ansi dýr sláttuvél“ Sjáðu magnaðan lokahring Verstappen: „Jafnvel sá besti á ferli Max" Verstappen á ráspólnum í Japan „Það er algjört kjaftæði“ Pérez rætt við nokkur lið um endurkomu Sjá meira
Fernando Alonso segir að Ferrari hafi gert mistök þegar liðið lét hann taka þjónustuhlé í mótinu í Abu Dhabi í dag, skömmu eftir að Mark Webber tók sitt hlé. Báðir féllu þeir niður listann, Alonso úr því fjórða og náði aðeins sjöunda sæti, en þurfti það fjórða til að verða meistari á eftir Sebastian Vettel sem vann sigur í mótinu og varð meistari. Alonso var efstur í stigamótinu fyrir keppnina í dag og hafði alla burði til að landa titlinum, ef vel hefði gengið. Hann var þriðji á ráslínu en missti Jenson Button framúr sér í upphafi og síðan fleiri ökumenn eftir þjónustuhlé. Alonso var mjög svekktur eftir keppnina og tók það smávegis út á Vitaly Petrov úr bílnum eftir keppni, en Petrov lét sér fátt um finnast. Hafði ekið vel og haldið Alonso fyrir aftan sig án vandræða, eftir að Renault liðið skákaði Ferrari varðandi þjónustuhlé. "Þetta var sorgleg upplifun, en hvað getum við gert. Mótið gekk ekki eins við vildum. Fyrst tók Petrov hlé og svo Webber, þannig að við þurftum að verjast þeim. Við ákváðum að stíla inn að breyta áætlun okkar þannig að við gætum átt við Webber. Trúlega var það ekki rétt ákvörðun, en það er auðvelt að vera vitur eftir á. Aðrir stóðu sig bara betur", sagði Alonso sem náði aldrei að skáka Petrov sem var á undan honum eftir þjónustuhlé. Alonso gat ekki breytt afstöðu Ferrari manna hvað þjónustuhléið varðar. "Ég hafði ekki tíma til að hugsa um þetta. Ég sá Webber taka hlé og Felipe og Webber var að græða tíma á okkur, þannig að það varð að svara kallinu til að vera á undan Webber. En eftir á að hyggja hefðum við kannski getað haldið áfram eins og Button. En það var ómögulegt að vita hvort mjúk dekkin entust eður ei", sagði Alonso.
Mest lesið Allt small og Rauðu djöflarnir sjá úrslitaleikinn í hillingum Fótbolti „Annar fóturinn í úrslitaleikinn en ekkert er búið enn“ Fótbolti „Þetta var hið fullkomna kvöld“ Fótbolti „Þetta er ekki búið“ Fótbolti Glódís Perla eftir að tvennan var tryggð: „Langt síðan síðast“ Fótbolti Albert byrjaði í naumu tapi í Andalúsíu Fótbolti Gísli Þorgeir skaut Magdeburg áfram Handbolti Meistaradeildardraumur Forest að breytast í martröð Enski boltinn „Erum komnar til þess að fara alla leið“ Sport Dagskráin í dag: Allt undir í Smáranum Sport Fleiri fréttir „Þetta var hræðilegt og 2025 verður sársaukafullt“ Piastri sigraði í Jeddah og leiðir keppni ökumanna Kallaði sig hálfvita eftir áreksturinn Segja fjörutíu milljarða í boði fyrir Verstappen Max svaraði Marko fullum hálsi Hefur áhyggjur af framtíð Verstappen Piastri hleypti engum fram úr og fagnaði fyrsta sigrinum Schumacher skrifaði nafnið sitt á hjálm „Eins og ég hafi aldrei keyrt Formúlu 1 bíl“ „Vandamálið er mín megin og ég verð að bæta mig“ Blótar háum sektum fyrir það að blóta Schumacher orðinn afi Verstappen fagnaði sigri í Japan: „Þetta er ansi dýr sláttuvél“ Sjáðu magnaðan lokahring Verstappen: „Jafnvel sá besti á ferli Max" Verstappen á ráspólnum í Japan „Það er algjört kjaftæði“ Pérez rætt við nokkur lið um endurkomu Sjá meira