Menntaskólakrakkar kúkuðu í rútu á leið til Akureyrar Boði Logason skrifar 15. nóvember 2010 17:19 Krakkarnir fóru út við Menntaskólann á Akureyri. Óskar auglýsir eftir vitnum að athæfinu. „Ég keyrði sjálfur þessa leið í 25 ár og ég varð aldrei var við neitt slíkt öll þau ár, og ég keyrði þessa leið á hverjum degi liggur við," segir Óskar Stefánsson, framkvæmdastjóri Bíla og fólks ehf., sem aka á milli Akureyrar og Reykjavíkur undir merkjum Sterna. Rútubílstjóra fyrirtækisins sem ók frá Reykjavík til Akureyrar í gær var heldur brugðið þegar hann var kominn á áfangastað í gær. Bílstjórinn fór aftast í rútuna eins og venjan er hjá bílstjórum þegar komið er á leiðarenda og við blasti ófögur sjón. Í tilkynningu frá rútufyrirtækinu segir að það hafi litið út að hann hafi haft apa frekar en fólk í bílnum hjá sér. Sturtað hafði verið úr snakkpokum yfir bæði sæti og gólf og þá hafði einhver óprúttinn aðili gert þarfir sínar og kúkað á gólf bifreiðarinnar. Aðkoman var hryllileg, segir í tilkynningunni. „Og það er ótrúlegt að farþegar sem hafa orðið vitni að þessu skuli þaga yfir svona löguðu því það er útilokað fólk hafi ekki orðið vart við svona athafnir og umgegni því það leyndi sér alls ekki hvað hefði gengið á." „Ég átti von á ýmsu en seint átti ég von á því að fólk myndi haga sér svona í dag. Það sem er sorglegast í þessu er að það eru margir í rútunni og enginn hafi sagt frá þessu," segir Óskar. Rútan fór frá Reykjavík klukkan 15 en ekki voru margir farþegar þá. Á Blönduósi bættust nokkrir krakkar við og völdu sér sæti aftast í rútunni. Í Varmahlíð bættust svo enn fleiri við sem einnig settust aftast. Þegar komið var á Akureyri fóru allir krakkarnir út við heimavist Menntaskólans á Akureyri og Verkmenntaskólans. „Ekki hafði bílstjórinn né aðstoðarstúlkan hans nein afskipti af þessum krökkum enda virtist allt í ró og spekt og fram til þessa hefur umgengni krakkanna verið til sóma." Óskar skorar á þá sem urðu vitni að athæfinu að segja til þeirra sem áttu þar hlut að máli. Fréttir ársins 2010 Mest lesið Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Innlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Erlent Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Opnun Samverks á Hellu fagnað Innlent Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins Innlent Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa Erlent Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Innlent „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Innlent Fleiri fréttir Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík Sjá meira
„Ég keyrði sjálfur þessa leið í 25 ár og ég varð aldrei var við neitt slíkt öll þau ár, og ég keyrði þessa leið á hverjum degi liggur við," segir Óskar Stefánsson, framkvæmdastjóri Bíla og fólks ehf., sem aka á milli Akureyrar og Reykjavíkur undir merkjum Sterna. Rútubílstjóra fyrirtækisins sem ók frá Reykjavík til Akureyrar í gær var heldur brugðið þegar hann var kominn á áfangastað í gær. Bílstjórinn fór aftast í rútuna eins og venjan er hjá bílstjórum þegar komið er á leiðarenda og við blasti ófögur sjón. Í tilkynningu frá rútufyrirtækinu segir að það hafi litið út að hann hafi haft apa frekar en fólk í bílnum hjá sér. Sturtað hafði verið úr snakkpokum yfir bæði sæti og gólf og þá hafði einhver óprúttinn aðili gert þarfir sínar og kúkað á gólf bifreiðarinnar. Aðkoman var hryllileg, segir í tilkynningunni. „Og það er ótrúlegt að farþegar sem hafa orðið vitni að þessu skuli þaga yfir svona löguðu því það er útilokað fólk hafi ekki orðið vart við svona athafnir og umgegni því það leyndi sér alls ekki hvað hefði gengið á." „Ég átti von á ýmsu en seint átti ég von á því að fólk myndi haga sér svona í dag. Það sem er sorglegast í þessu er að það eru margir í rútunni og enginn hafi sagt frá þessu," segir Óskar. Rútan fór frá Reykjavík klukkan 15 en ekki voru margir farþegar þá. Á Blönduósi bættust nokkrir krakkar við og völdu sér sæti aftast í rútunni. Í Varmahlíð bættust svo enn fleiri við sem einnig settust aftast. Þegar komið var á Akureyri fóru allir krakkarnir út við heimavist Menntaskólans á Akureyri og Verkmenntaskólans. „Ekki hafði bílstjórinn né aðstoðarstúlkan hans nein afskipti af þessum krökkum enda virtist allt í ró og spekt og fram til þessa hefur umgengni krakkanna verið til sóma." Óskar skorar á þá sem urðu vitni að athæfinu að segja til þeirra sem áttu þar hlut að máli.
Fréttir ársins 2010 Mest lesið Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Innlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Erlent Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Opnun Samverks á Hellu fagnað Innlent Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins Innlent Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa Erlent Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Innlent „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Innlent Fleiri fréttir Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík Sjá meira