Túlkunaratriði hvort rannsóknarnefndin hafi brotið lög 22. mars 2010 19:32 Ásta Ragnheiður Jóhannesdóttir. Mynd/Stefán Karlsson Skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis um aðdraganda og orsakir bankahrunsins hefur verið frestað enn einu sinni og verður hún birt hinn 12. apríl næstkomandi. Rannsóknarnefnd Alþingis hefur þegar brotið lög um sjálfa sig með því fresta birtingu skýrslunnar, en forseti Alþingis segir það túlkunaratriði. Í lögum um rannsóknarnefnd Alþingis sett voru haustið 2008 var ákvæði um að nefndin ætti að skila skýrslu sinni í nóvember ári síðar. Lögum um nefndina var síðan breytt á síðasta ári, þegar fyrirséð var að birting skýrslunnar myndi frestast, og sett var inn ákvæði um að nefndin skyldi skila skýrslunni fyrir lok janúar 2010. Svo frestaðist skýrslan, án þess að lagabreyting kæmi til. Og í dag var tilkynnt að hún yrði birt hinn 12. apríl. „Ég er ákaflega glöð og fegin að menn eru að ljúka þessum störfum og það er greinilegt að þeir ætla að vanda verkið. Ég legg áherslu á að það sé vel unnið að þessum málum svo hægt er að klára þetta fyrir páska," segir Ásta Ragnheiður Jóhannesdóttir forseti Alþingis. Ásta segir að það sé túlkunaratriði hvort rannsóknarefndin hafi brotið lög. „Menn túlka það svo ef að þetta er af óviðráðanlegum orsökum og menn séu að ljúka þessu þá sé ekki sé hægt að segja að þetta sé beint lagabrot." Skýrslan er rúmlega 2000 blaðsíður að lengd og verður gefin út í níu bindum. Óhætt er að segja að gífurleg leynd hvíli yfir skýrslunni, en hún hefur verið prentuð í Odda um helgar og hafa verðir staðið vaktina og gætt þess að enginn komist yfir textann sem lítur dagsins ljós eftir páska. Ef menn vilja eignast skýrsluna þá verður hún föl fyrir sex þúsund krónur í bókabúðum þegar hún kemur út. Henni verður hins vegar dreift ókeypis í rafrænni útgáfu á netinu á slóðinni rannsoknarnefnd.althingi.is Rannsóknarskýrsla Alþingis Mest lesið „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Innlent „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Innlent „Viltu ekki tala við mig eins og ég sé gamalmenni“ Innlent „Í guðanna bænum höldum vöku okkar við aksturinn" Innlent Allt í rugli á Rauðahafi Erlent Von á allhvössum vindi og rigningu Veður Hraðbankinn enn ekki látinn í friði Innlent Ný stjórn Ríkisútvarpsins kjörin Innlent Carney og Frjálslyndir fóru með sigur af hólmi Erlent Létt í lund þrátt fyrir margra klukkustunda bið eftir Lissabon Innlent Fleiri fréttir Vesturbæingar búa sig undir fjögurra vikna sundlaugarlokun Mikill reykur vegna elds í bílatætara Vill taka upp stöðvarskyldu tveimur árum eftir að hún var afnumin Ný stjórn Ríkisútvarpsins kjörin Létt í lund þrátt fyrir margra klukkustunda bið eftir Lissabon „Í guðanna bænum höldum vöku okkar við aksturinn" „Viltu ekki tala við mig eins og ég sé gamalmenni“ Ráðherra skoðar frekari girðingar á strandveiðar Rafmagnið komið í lag og verðbólgan eykst á ný „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Fá ekki áheyrn vegna stympinga kennara og nemanda Hraðbankinn enn ekki látinn í friði Foreldrar eigi að byrja á því að setja sjálfum sér skjátíma „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Reyndu að brjótast inn í hraðbanka Mikilvægt að vera betri í bakgarðinum en óvelkomnir gestir „Við erum mjög háð rafmagninu“ Gyltur gjóta þrettán til sextán grísum í hverju goti Öryggi ógnað og refsingar fyrnist Starfsfólk Isavia of smeykt til að taka á kaffistofumálinu Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Sambandsleysi í suðri og óviðunandi ástand í fangelsum Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Fangelsi oft eina úrræðið Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Björn tekur við af Helga Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Um níutíu hælisleitendur setið í fangelsi síðustu mánuði fyrir brottvísun Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Sjá meira
Skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis um aðdraganda og orsakir bankahrunsins hefur verið frestað enn einu sinni og verður hún birt hinn 12. apríl næstkomandi. Rannsóknarnefnd Alþingis hefur þegar brotið lög um sjálfa sig með því fresta birtingu skýrslunnar, en forseti Alþingis segir það túlkunaratriði. Í lögum um rannsóknarnefnd Alþingis sett voru haustið 2008 var ákvæði um að nefndin ætti að skila skýrslu sinni í nóvember ári síðar. Lögum um nefndina var síðan breytt á síðasta ári, þegar fyrirséð var að birting skýrslunnar myndi frestast, og sett var inn ákvæði um að nefndin skyldi skila skýrslunni fyrir lok janúar 2010. Svo frestaðist skýrslan, án þess að lagabreyting kæmi til. Og í dag var tilkynnt að hún yrði birt hinn 12. apríl. „Ég er ákaflega glöð og fegin að menn eru að ljúka þessum störfum og það er greinilegt að þeir ætla að vanda verkið. Ég legg áherslu á að það sé vel unnið að þessum málum svo hægt er að klára þetta fyrir páska," segir Ásta Ragnheiður Jóhannesdóttir forseti Alþingis. Ásta segir að það sé túlkunaratriði hvort rannsóknarefndin hafi brotið lög. „Menn túlka það svo ef að þetta er af óviðráðanlegum orsökum og menn séu að ljúka þessu þá sé ekki sé hægt að segja að þetta sé beint lagabrot." Skýrslan er rúmlega 2000 blaðsíður að lengd og verður gefin út í níu bindum. Óhætt er að segja að gífurleg leynd hvíli yfir skýrslunni, en hún hefur verið prentuð í Odda um helgar og hafa verðir staðið vaktina og gætt þess að enginn komist yfir textann sem lítur dagsins ljós eftir páska. Ef menn vilja eignast skýrsluna þá verður hún föl fyrir sex þúsund krónur í bókabúðum þegar hún kemur út. Henni verður hins vegar dreift ókeypis í rafrænni útgáfu á netinu á slóðinni rannsoknarnefnd.althingi.is
Rannsóknarskýrsla Alþingis Mest lesið „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Innlent „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Innlent „Viltu ekki tala við mig eins og ég sé gamalmenni“ Innlent „Í guðanna bænum höldum vöku okkar við aksturinn" Innlent Allt í rugli á Rauðahafi Erlent Von á allhvössum vindi og rigningu Veður Hraðbankinn enn ekki látinn í friði Innlent Ný stjórn Ríkisútvarpsins kjörin Innlent Carney og Frjálslyndir fóru með sigur af hólmi Erlent Létt í lund þrátt fyrir margra klukkustunda bið eftir Lissabon Innlent Fleiri fréttir Vesturbæingar búa sig undir fjögurra vikna sundlaugarlokun Mikill reykur vegna elds í bílatætara Vill taka upp stöðvarskyldu tveimur árum eftir að hún var afnumin Ný stjórn Ríkisútvarpsins kjörin Létt í lund þrátt fyrir margra klukkustunda bið eftir Lissabon „Í guðanna bænum höldum vöku okkar við aksturinn" „Viltu ekki tala við mig eins og ég sé gamalmenni“ Ráðherra skoðar frekari girðingar á strandveiðar Rafmagnið komið í lag og verðbólgan eykst á ný „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Fá ekki áheyrn vegna stympinga kennara og nemanda Hraðbankinn enn ekki látinn í friði Foreldrar eigi að byrja á því að setja sjálfum sér skjátíma „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Reyndu að brjótast inn í hraðbanka Mikilvægt að vera betri í bakgarðinum en óvelkomnir gestir „Við erum mjög háð rafmagninu“ Gyltur gjóta þrettán til sextán grísum í hverju goti Öryggi ógnað og refsingar fyrnist Starfsfólk Isavia of smeykt til að taka á kaffistofumálinu Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Sambandsleysi í suðri og óviðunandi ástand í fangelsum Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Fangelsi oft eina úrræðið Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Björn tekur við af Helga Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Um níutíu hælisleitendur setið í fangelsi síðustu mánuði fyrir brottvísun Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Sjá meira