Segja tilmæli Seðlabanka „sorgleg“ og „út í hött“ Þorbjörn Þórðarson skrifar 30. júní 2010 18:33 Talsmenn skuldara segja að Fjármálaeftirlitið og Seðlabankinn gangi erinda fjármála og fjármögnunarfyrirtækja með tilmælum sínum sem séu sorgleg og út í hött. Þeir hvetja lánþega til að greiða ekki. Forstjóri FME segir að greiðsla í samræmi við tilmælin feli ekki í sér samþykki á nýjum lánaskilmálum. Guðmundur Andri Skúlason er formaður Samtaka lánþega og er með bæði gengistryggt bílalán og húsnæðislán. Hann segir að Fjármálaeftirlitið og Seðlabankinn gangi erinda fjármála- og fjármögnunarfyrirtækja með tilmælum sínum um uppgjör gengistryggðra lána. „Okkur finnst þessi tilmæli út í hött. Þau eiga sér ekki nokkra stoð í lögum, að Seðlabankinn og Fjármálaeftirlitið komi fram með svona tilmæli gegn nýföllnum hæstaréttardómi. Ég tel lánþega bregðast við með því að greiða ekki af gengislánum og við munum hvetja lánþega til að greiða ekki þar til réttaróvissu er eytt," segir Guðmundur Andri. Fiðrik Ó. Friðriksson, formaður Hagsmunasamtaka heimilanna, tekur í sama streng. „Mér finnst þessi tilmæli sorgleg. Það er ekki verið að hugsa um hagsmuni heimilana," segir hann. Fréttastofa óskaði í dag eftir upplýsingum hjá FME um hvort greiðsla í samræmi við hin nýju tilmæli FME og Seðlabankan fæli í sér samþykki á nýjum skilmálum lánasamninganna. Gunnar Þ. Andersen, forstjóri FME, sagði í samtali við fréttastofu að afborgun af láni með breyttum skilmálum í samræmi við tilmælin fæli ekki í sér samþykki skuldara á breyttum skilmálum og að skuldarar gætu því greitt af lánunum án þess að hafa áhyggjur af því. Gunnar sagði að tilmælin væru aðeins tímabundið úrræði þangað til dómstólar skæru endanlega úr um ágreininginn eða löggjafinn með nýrri lagasetningu. Innlent Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Erlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Innlent Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Innlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Fleiri fréttir Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Sambandsleysi í suðri og óviðunandi ástand í fangelsum Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Fangelsi oft eina úrræðið Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Björn tekur við af Helga Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Um níutíu hælisleitendur setið í fangesli síðustu mánuði fyrir brottvísun Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Mikill viðsnúningur hjá Árborg í fjármálum sveitarfélagsins Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Sjá meira
Talsmenn skuldara segja að Fjármálaeftirlitið og Seðlabankinn gangi erinda fjármála og fjármögnunarfyrirtækja með tilmælum sínum sem séu sorgleg og út í hött. Þeir hvetja lánþega til að greiða ekki. Forstjóri FME segir að greiðsla í samræmi við tilmælin feli ekki í sér samþykki á nýjum lánaskilmálum. Guðmundur Andri Skúlason er formaður Samtaka lánþega og er með bæði gengistryggt bílalán og húsnæðislán. Hann segir að Fjármálaeftirlitið og Seðlabankinn gangi erinda fjármála- og fjármögnunarfyrirtækja með tilmælum sínum um uppgjör gengistryggðra lána. „Okkur finnst þessi tilmæli út í hött. Þau eiga sér ekki nokkra stoð í lögum, að Seðlabankinn og Fjármálaeftirlitið komi fram með svona tilmæli gegn nýföllnum hæstaréttardómi. Ég tel lánþega bregðast við með því að greiða ekki af gengislánum og við munum hvetja lánþega til að greiða ekki þar til réttaróvissu er eytt," segir Guðmundur Andri. Fiðrik Ó. Friðriksson, formaður Hagsmunasamtaka heimilanna, tekur í sama streng. „Mér finnst þessi tilmæli sorgleg. Það er ekki verið að hugsa um hagsmuni heimilana," segir hann. Fréttastofa óskaði í dag eftir upplýsingum hjá FME um hvort greiðsla í samræmi við hin nýju tilmæli FME og Seðlabankan fæli í sér samþykki á nýjum skilmálum lánasamninganna. Gunnar Þ. Andersen, forstjóri FME, sagði í samtali við fréttastofu að afborgun af láni með breyttum skilmálum í samræmi við tilmælin fæli ekki í sér samþykki skuldara á breyttum skilmálum og að skuldarar gætu því greitt af lánunum án þess að hafa áhyggjur af því. Gunnar sagði að tilmælin væru aðeins tímabundið úrræði þangað til dómstólar skæru endanlega úr um ágreininginn eða löggjafinn með nýrri lagasetningu.
Innlent Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Erlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Innlent Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Innlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Fleiri fréttir Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Sambandsleysi í suðri og óviðunandi ástand í fangelsum Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Fangelsi oft eina úrræðið Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Björn tekur við af Helga Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Um níutíu hælisleitendur setið í fangesli síðustu mánuði fyrir brottvísun Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Mikill viðsnúningur hjá Árborg í fjármálum sveitarfélagsins Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Sjá meira