Þarf að gera upp stuðning Samfylkingarinnar við eina blokk í viðskiptalífinu 19. júní 2010 07:00 Samfylkingin hefur ekki enn horfst í augu við ábyrgð flokksins í aðdraganda hrunsins, segir Össur. Þar segist hann ekki vera að tala um þátttöku í ríkisstjórn frá árinu 2007, heldur með því að veita ákveðinni hugmyndafræði löggildingu. Samfylkingin hafi ekki lesið stöðuna rétt. „Allir flokkarnir voru rassskelltir í sveitar-stjórnarkosningunum. Minn flokkur ekki síst. Ég tel hins vegar að flokkarnir muni læra af þessari reynslu, en ef þeir gera það ekki er ég nokkuð viss um að upp koma nýjar hreyfingar í næstu kosningum sem geta tekið fram úr hefðbundnu flokkunum. Það er eins og það á að vera og ekkert við því að segja," segir Össur. „Ég tel líka að Samfylkingin hafi frá því snemma á þessum áratug ranglega tekið sér stöðu með ákveðinni blokk í viðskiptalífinu, sem var í átökum við aðrar rammpólitískar viðskiptablokkir." segir hann. Spurður hvort hann eigi við Baug segist Össur ætla að leyfa sér þann munað að ræða það á öðrum vettvangi: „Ég tel að í þessu hafi okkur orðið á mistök, og við eigum eftir að gera það upp innan okkar raða, og horfast í augu við það. Þetta er hluti af því sem verið er að refsa okkur fyrir. Við erum fjarri því að vera blásaklaus af þessari hugmyndaþróun sem leiddi það af sér að allir féllu fram og tilbáðu gullkálf markaðarins." Össur segir þetta ástand geta skapað grundvöll fyrir nýjar, óskipulagðari grasrótarhreyfingar í ætt við Besta flokkinn í Reykjavík. Sjálfur sé hann hrifinn af Besta flokknum, ekki síst nýja borgarstjóranum, og telji að þeir muni koma á óvart. Eftir að hafa sett upp spádómshatt segist Össur telja að ríkisstjórnin muni sitja út kjörtímabilið. Kjósendur vilji að stjórnmálamenn ljúki ákveðnum málum, og það muni ríkisstjórnin gera. „Ég held að staða ríkisstjórnarinnar muni styrkjast þegar líður fram á þetta ár. Ástæðurnar eru tvær. Annars vegar eru mörg jákvæð teikn að koma fram í atvinnulífinu, menn eru að ljúka ákvörðunum og koma af stað stórframkvæmdum sem beðið hefur verið eftir. Hins vegar hafa stjórnarflokkarnir náð lendingu um komandi fjárlög. Efnahagsástandið er að batna, sem gerir okkur auðveldara að sigla í gegnum næsta ár, sem verður síðasta erfiða árið. Við erum að rísa úr öldudalnum," segir Össur. Sjálfur aftekur hann að taka við sem formaður Samfylkingarinnar, ákveði Jóhanna Sigurðardóttir að stíga til hliðar á næstunni. „Mínum formannsferli í Samfylkingunni er lokið og ég hef engan hug á því að verða formaður þar. Ég hef mikla ánægju af því að taka þátt í því að vera í forystusveitinni núna. En í Samfylkingunni er fullt af ungu fólki með blóðið fullt af pólitískum hormónum, og þeirra er ríkið, og framtíðin," segir Össur. Fréttir Innlent Mest lesið Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Erlent Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Innlent Trump vill hafa Pútín og Xi út af fyrir sig Erlent Njósnastjóri Trumps leitar að kosningasvindli Erlent Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Innlent „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ Innlent Lögregla eltist við afbrotamenn Innlent Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Innlent Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Innlent Trump segir Pútín hafa samþykkt hlé á árásum á Kænugarð Erlent Fleiri fréttir Finnist hvergi eins sterk skilyrði til umhverfisverndar í lagareldi Streymi: Heilsan okkar: Meðferð offitu hjá fullorðnum Burðardýr hlaut þungan dóm fyrir vökvasmygl Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Ráðhús Árborgar sprungið – 10 starfsmenn fluttir í annað húsnæði Streymi: Málþing um stöðu fatlaðra barna í íþróttum Lögregla eltist við afbrotamenn Harma launalækkanir í fiskeldi á Vestfjörðum Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ „Mér þykir leiðinlegt að þetta gangi ekki betur“ Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Auglýsa forskráningu í skóla í Grindavík Segir ekkert náttúrulögmál að bílasalar þurfi að velta hækkunum út í verðlagið Þrjár hlutu heiðursverðlaun Fimm handteknir grunaðir um skipulagðan þjófnað Ráðherra situr fyrir svörum, gleðitíðindi og konan sem hafði aldrei heyrt um handbolta Seinka sýningum fyrir leikinn Óbirt svör og starfslokin tekin fyrir Tæplega þrjátíu prósent Tesla Y þurftu í endurskoðun Mikil andstaða við nýtt 160 herbergja hótel á Laugarvatni Á fjórða hundrað vilja á lista Sjálfstæðisflokks í Reykjavík Hótaði málþófi vegna veiða sem tengdasonurinn stundar Svona mun Suðurlandsbraut líta út Kannast ekki við tilraunir til að stofna nýtt Vélfag Ljósið flytur í Grafarvog Launin lækkuð um 97 prósent en ekki afnumin „Við eigum ekki að vera hrædd við að taka umræðuna“ Sjá meira
Samfylkingin hefur ekki enn horfst í augu við ábyrgð flokksins í aðdraganda hrunsins, segir Össur. Þar segist hann ekki vera að tala um þátttöku í ríkisstjórn frá árinu 2007, heldur með því að veita ákveðinni hugmyndafræði löggildingu. Samfylkingin hafi ekki lesið stöðuna rétt. „Allir flokkarnir voru rassskelltir í sveitar-stjórnarkosningunum. Minn flokkur ekki síst. Ég tel hins vegar að flokkarnir muni læra af þessari reynslu, en ef þeir gera það ekki er ég nokkuð viss um að upp koma nýjar hreyfingar í næstu kosningum sem geta tekið fram úr hefðbundnu flokkunum. Það er eins og það á að vera og ekkert við því að segja," segir Össur. „Ég tel líka að Samfylkingin hafi frá því snemma á þessum áratug ranglega tekið sér stöðu með ákveðinni blokk í viðskiptalífinu, sem var í átökum við aðrar rammpólitískar viðskiptablokkir." segir hann. Spurður hvort hann eigi við Baug segist Össur ætla að leyfa sér þann munað að ræða það á öðrum vettvangi: „Ég tel að í þessu hafi okkur orðið á mistök, og við eigum eftir að gera það upp innan okkar raða, og horfast í augu við það. Þetta er hluti af því sem verið er að refsa okkur fyrir. Við erum fjarri því að vera blásaklaus af þessari hugmyndaþróun sem leiddi það af sér að allir féllu fram og tilbáðu gullkálf markaðarins." Össur segir þetta ástand geta skapað grundvöll fyrir nýjar, óskipulagðari grasrótarhreyfingar í ætt við Besta flokkinn í Reykjavík. Sjálfur sé hann hrifinn af Besta flokknum, ekki síst nýja borgarstjóranum, og telji að þeir muni koma á óvart. Eftir að hafa sett upp spádómshatt segist Össur telja að ríkisstjórnin muni sitja út kjörtímabilið. Kjósendur vilji að stjórnmálamenn ljúki ákveðnum málum, og það muni ríkisstjórnin gera. „Ég held að staða ríkisstjórnarinnar muni styrkjast þegar líður fram á þetta ár. Ástæðurnar eru tvær. Annars vegar eru mörg jákvæð teikn að koma fram í atvinnulífinu, menn eru að ljúka ákvörðunum og koma af stað stórframkvæmdum sem beðið hefur verið eftir. Hins vegar hafa stjórnarflokkarnir náð lendingu um komandi fjárlög. Efnahagsástandið er að batna, sem gerir okkur auðveldara að sigla í gegnum næsta ár, sem verður síðasta erfiða árið. Við erum að rísa úr öldudalnum," segir Össur. Sjálfur aftekur hann að taka við sem formaður Samfylkingarinnar, ákveði Jóhanna Sigurðardóttir að stíga til hliðar á næstunni. „Mínum formannsferli í Samfylkingunni er lokið og ég hef engan hug á því að verða formaður þar. Ég hef mikla ánægju af því að taka þátt í því að vera í forystusveitinni núna. En í Samfylkingunni er fullt af ungu fólki með blóðið fullt af pólitískum hormónum, og þeirra er ríkið, og framtíðin," segir Össur.
Fréttir Innlent Mest lesið Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Erlent Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Innlent Trump vill hafa Pútín og Xi út af fyrir sig Erlent Njósnastjóri Trumps leitar að kosningasvindli Erlent Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Innlent „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ Innlent Lögregla eltist við afbrotamenn Innlent Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Innlent Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Innlent Trump segir Pútín hafa samþykkt hlé á árásum á Kænugarð Erlent Fleiri fréttir Finnist hvergi eins sterk skilyrði til umhverfisverndar í lagareldi Streymi: Heilsan okkar: Meðferð offitu hjá fullorðnum Burðardýr hlaut þungan dóm fyrir vökvasmygl Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Ráðhús Árborgar sprungið – 10 starfsmenn fluttir í annað húsnæði Streymi: Málþing um stöðu fatlaðra barna í íþróttum Lögregla eltist við afbrotamenn Harma launalækkanir í fiskeldi á Vestfjörðum Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ „Mér þykir leiðinlegt að þetta gangi ekki betur“ Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Auglýsa forskráningu í skóla í Grindavík Segir ekkert náttúrulögmál að bílasalar þurfi að velta hækkunum út í verðlagið Þrjár hlutu heiðursverðlaun Fimm handteknir grunaðir um skipulagðan þjófnað Ráðherra situr fyrir svörum, gleðitíðindi og konan sem hafði aldrei heyrt um handbolta Seinka sýningum fyrir leikinn Óbirt svör og starfslokin tekin fyrir Tæplega þrjátíu prósent Tesla Y þurftu í endurskoðun Mikil andstaða við nýtt 160 herbergja hótel á Laugarvatni Á fjórða hundrað vilja á lista Sjálfstæðisflokks í Reykjavík Hótaði málþófi vegna veiða sem tengdasonurinn stundar Svona mun Suðurlandsbraut líta út Kannast ekki við tilraunir til að stofna nýtt Vélfag Ljósið flytur í Grafarvog Launin lækkuð um 97 prósent en ekki afnumin „Við eigum ekki að vera hrædd við að taka umræðuna“ Sjá meira