Hvað getum við gert? 9. október 2010 06:00 Það er ríkisstjórn í landinu. Allt frá því að Íslendingar endurheimtu heimastjórn hefur þótt augljóst að valdi ríkisstjórnar eigi að fylgja ábyrgð á aðgerðum og aðgerðaleysi, að minnsta kosti pólitíska ábyrgð. Í ótrúlegum vandræðagangi sínum hefur ríkisstjórninni og málsvörum hennar þó tekist að nýta stærsta hæfileika sinn, spunafærnina, til að láta umræðuna snúast um að stjórnmálin öll séu ómöguleg. Athyglinni er dreift frá vanda ríkisstjórnarinnar með því að setja alla undir sama hatt og leitast við að láta ábyrgðina hvíla jafnt hjá ríkisstjórn sem hefur tekið sér allt vald og hinni valdalausu stjórnarandstöðu. Vinstrisinnaðir spekingar sjá að stjórnin virkar ekki en telja sig knúna til að hnýta í alla aðra í leiðinni. Hver étur upp eftir öðrum orðaval sem er til þess eins ætlað að setja alla í einn flokk, stjórnmálastéttin, fjórflokkurinn o.s.frv. Karp stjórnmálastéttarinnarRáðherrar mæta aldrei í viðtal eða ræðustól þessa dagana án þess að tala um að vandinn liggi hjá þinginu öllu, allir þurfi að taka sig á, ekki bara ríkisstjórnin. Svo er látið eins og vandinn sé karp og skotgrafarhernaður í pólitíkinni frekar en stefna stjórnvalda. Þetta stenst ekki skoðun. Að langmestu leyti er umræða í þingsal og í nefndum yfirveguð og hófstillt. Það þykir eðli málsins samkvæmt helst fréttnæmt þegar mönnum lendir saman og þar af leiðandi er langmest fjallað um þau tilvik þar sem tekist er á. Langflest mál ríkisstjórnarinnar fara mótatkvæðalaust í gegnum þingið. Á þessu ári hafa aðeins þrjú frumvörp fengið meira en tvö nei-atkvæði. Mesti fjöldi nei-atkvæða var 12. Hver er þá vandinn?Vandinn er sá að frá ríkisstjórninni koma ekki þau mál sem á þarf að halda. Ráðandi stefna virkar ekki og tillögur frá stjórnarandstöðu eru látnar hverfa. Samt leyfa menn sér að flokka stjórnarandstöðuna með ríkisstjórninni og kenna henni um stefnu stjórnvalda ekki síður en stjórnvöldum sjálfum. Þegar við reynum að vara við því að staðan sé verri en ríkisstjórnin heldur fram og kalli því á aðrar og róttækari aðgerðir en þær sem koma frá ríkisstjórninni, spila spunamenn stjórnarliðsins því út að framsóknarmenn séu of neikvæðir. Þegar endalausar tilraunir til að leiðbeina duga ekki (ekki einu sinni gagnvart minnihlutastjórn) og við reynum að berjast fyrir því að á okkur sé hlustað og horfið frá skaðlegri stefnu glymur í spunaliðinu að við séum of hörð og eigum að sýna meiri auðmýkt. SamvinnaSamvinna um úrlausn stórra vandamála er gríðarlega mikilvæg. Svo mikla trú höfðum við á því að allir hlytu að vinna saman að því að taka á bráðavanda heimila og fyrirtækja að við treystum öðrum flokkum til að halda um stjórnartaumana í minnihlutastjórn. En þegar erlendir kröfuhafar eru teknir fram yfir almenning bæði varðandi skuldir heimilana og ólögmætar kröfur á ríkið er ekki hægt að láta það viðgangast í nafni samvinnu. Þegar kemur á daginn að slíkur grundvallarmunur er á stefnu stjórnmálaflokka og það traust sem sýnt var með því að verja minnihlutastjórn er ekki einu sinni endurgoldið með því svo mikið sem að hlusta á tillögur til úrbóta (heldur beinlínis ráðist á þær) er ekki hægt að láta stjórnvöldum það eftir í nafni samstöðu. Stjórnarandstaða sem leyfir ríkisstjórn að gera stórkostleg mistök bregst hlutverki sínu. Hlutverk stjórnarandstöðuÍ lýðræðisfyrirkomulagi okkar er það hlutverk stjórnarandstöðu að veita valdhöfunum aðhald. Það er merkilegt að rétt eftir að samfélagið lenti í gríðarlegum ógöngum vegna þess að það skorti gagnrýni, og enginn mátti vera neikvæður á ríkjandi tíðaranda, skuli vera komin upp sterkari krafa en nokkru sinni um meðvirkni og öll gagnrýni á stjórnvöld eða átök um stefnu flokkuð sem neikvæð. ÍmyndarstjórnmálÞegar svo kemur á daginn að það sem kallað var neikvæðni reyndist allt satt og rétt er ekki haft fyrir því að rifja upp á hverju áróðurinn byggðist. Það gleymist en stimplinum er viðhaldið og hann endurnýttur. Þannig fara stjórnmál að snúast fyrst og fremst um ímynd en ekki þá umræðu sem við þurfum að eiga um stefnu og lausnir. Hvað er til ráða?Lýðræðið snýst um að gera upp á milli ólíkrar stefnu (flokka) og manna. Þannig refsa menn þeim sem ekki standa sig og verðlauna hina. Í því liggur hvatinn til að gera betur. Þegar allir eru settir undir sama hatt hættir lýðræðið að virka. Það sama á við þegar afstaða til manna og flokka er tekin fyrst og fremst út frá ímynd og spuna. Umræðan sem er orðin allsráðandi um íslensk stjórnmál er ekki til þess fallin að bæta virkni lýðræðisins eða leiða fram lausnir. Hún er heldur ekki sanngjörn: Að undanförnu hafa þau stefnumál sem framsóknarmenn hafa barist fyrir, með öllum tiltækum ráðum, sannað gildi sitt. Öll þau atriði sem nú eru hvað háværastar kröfur um, og rökin sem menn sjá nú fyrir réttmæti krafnanna, eru nákvæmlega þau sömu og framsóknarmenn hafa haldið fram undanfarin 2 ár. Á næstu dögum mun ég fara yfir þá sögu í tveimur greinum. Það er nóg komið af spuna. Ef við viljum raunverulega bæta samfélagið þurfum við að fara að ræða pólitík. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun Mest lesið Flokkur fólksins eða flokkun fólksins? Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun Hver ætlar að bera ábyrgð á mannslífi? Sævar Þór Jónsson Skoðun Íslendingar flytja út fisk og líka ofbeldismenn Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Er útlegð á innleið? Reyn Alpha Magnúsdóttir Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 2/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Skólarnir lokaðir - myglan vinnur Guðmundur Þórir Sigurðsson Skoðun Horfumst í augu Kristín Thoroddsen Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt Skoðun Lægjum öldurnar Halla Hrund Logadóttir Skoðun Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun Skoðun Skoðun Er útlegð á innleið? Reyn Alpha Magnúsdóttir skrifar Skoðun Leiðsögundurinn Gaur gerir mig að betri manneskju Þorkell J. Steindal skrifar Skoðun Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Skólarnir lokaðir - myglan vinnur Guðmundur Þórir Sigurðsson skrifar Skoðun Flokkur fólksins eða flokkun fólksins? Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 2/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hver ætlar að bera ábyrgð á mannslífi? Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Horfumst í augu Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir skrifar Skoðun Saga Israa á Gaza og hvernig hægt er að verða að liði Katrín Harðardóttir,Israa Saed skrifar Skoðun Fordómar frá sálfélagslegu sjónarhorni Sóley Dröfn Davíðsdóttir skrifar Skoðun Er aldur bara tala? Teitur Guðmundsson skrifar Skoðun Íslendingar flytja út fisk og líka ofbeldismenn Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Iðjuþjálfar í leik- og grunnskólum: Tækifæri í baráttunni gegn agavanda og skólaforðun Hekla Björt Birkisdóttir,Hrefna Dagbjört Arnardóttir,Inga Fríða Guðbjörnsdóttir,Íris Kristrún Kristmundsdóttir skrifar Skoðun Frans páfi kvaddur eða meðtekinn? Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Lægjum öldurnar Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Að hata einhvern sem þú þarft á að halda? Katrín Pétursdóttir skrifar Skoðun Íslenskar pyndingar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun SFS, Exit og norska leiðin þeirra Jón Kaldal skrifar Skoðun Friður - í framsöguhætti eða viðtengingarhætti? Bryndís Schram skrifar Skoðun Næringarfræði er lykillinn að betri heilsu, viltu vera með? Guðrún Nanna Egilsdóttir skrifar Skoðun Löngu þarft samtal um hóp sem gleymist! Katarzyna Kubiś skrifar Skoðun Menntun fyrir öll – nema okkur Haukur Guðmundsson skrifar Skoðun Það er ekki hægt að loka augunum fyrir þessum veruleika Davíð Bergmann skrifar Skoðun Kirkjugarðsballið: Eiga Íslendingar að mæta þar? Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Að sækja gullið (okkar) Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Til hamingju blaðamenn! Hjálmar Jónsson skrifar Skoðun Stormur í Þjóðleikhúsinu Bubbi Morthens skrifar Skoðun Börn í skugga stríðs Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Sjá meira
Það er ríkisstjórn í landinu. Allt frá því að Íslendingar endurheimtu heimastjórn hefur þótt augljóst að valdi ríkisstjórnar eigi að fylgja ábyrgð á aðgerðum og aðgerðaleysi, að minnsta kosti pólitíska ábyrgð. Í ótrúlegum vandræðagangi sínum hefur ríkisstjórninni og málsvörum hennar þó tekist að nýta stærsta hæfileika sinn, spunafærnina, til að láta umræðuna snúast um að stjórnmálin öll séu ómöguleg. Athyglinni er dreift frá vanda ríkisstjórnarinnar með því að setja alla undir sama hatt og leitast við að láta ábyrgðina hvíla jafnt hjá ríkisstjórn sem hefur tekið sér allt vald og hinni valdalausu stjórnarandstöðu. Vinstrisinnaðir spekingar sjá að stjórnin virkar ekki en telja sig knúna til að hnýta í alla aðra í leiðinni. Hver étur upp eftir öðrum orðaval sem er til þess eins ætlað að setja alla í einn flokk, stjórnmálastéttin, fjórflokkurinn o.s.frv. Karp stjórnmálastéttarinnarRáðherrar mæta aldrei í viðtal eða ræðustól þessa dagana án þess að tala um að vandinn liggi hjá þinginu öllu, allir þurfi að taka sig á, ekki bara ríkisstjórnin. Svo er látið eins og vandinn sé karp og skotgrafarhernaður í pólitíkinni frekar en stefna stjórnvalda. Þetta stenst ekki skoðun. Að langmestu leyti er umræða í þingsal og í nefndum yfirveguð og hófstillt. Það þykir eðli málsins samkvæmt helst fréttnæmt þegar mönnum lendir saman og þar af leiðandi er langmest fjallað um þau tilvik þar sem tekist er á. Langflest mál ríkisstjórnarinnar fara mótatkvæðalaust í gegnum þingið. Á þessu ári hafa aðeins þrjú frumvörp fengið meira en tvö nei-atkvæði. Mesti fjöldi nei-atkvæða var 12. Hver er þá vandinn?Vandinn er sá að frá ríkisstjórninni koma ekki þau mál sem á þarf að halda. Ráðandi stefna virkar ekki og tillögur frá stjórnarandstöðu eru látnar hverfa. Samt leyfa menn sér að flokka stjórnarandstöðuna með ríkisstjórninni og kenna henni um stefnu stjórnvalda ekki síður en stjórnvöldum sjálfum. Þegar við reynum að vara við því að staðan sé verri en ríkisstjórnin heldur fram og kalli því á aðrar og róttækari aðgerðir en þær sem koma frá ríkisstjórninni, spila spunamenn stjórnarliðsins því út að framsóknarmenn séu of neikvæðir. Þegar endalausar tilraunir til að leiðbeina duga ekki (ekki einu sinni gagnvart minnihlutastjórn) og við reynum að berjast fyrir því að á okkur sé hlustað og horfið frá skaðlegri stefnu glymur í spunaliðinu að við séum of hörð og eigum að sýna meiri auðmýkt. SamvinnaSamvinna um úrlausn stórra vandamála er gríðarlega mikilvæg. Svo mikla trú höfðum við á því að allir hlytu að vinna saman að því að taka á bráðavanda heimila og fyrirtækja að við treystum öðrum flokkum til að halda um stjórnartaumana í minnihlutastjórn. En þegar erlendir kröfuhafar eru teknir fram yfir almenning bæði varðandi skuldir heimilana og ólögmætar kröfur á ríkið er ekki hægt að láta það viðgangast í nafni samvinnu. Þegar kemur á daginn að slíkur grundvallarmunur er á stefnu stjórnmálaflokka og það traust sem sýnt var með því að verja minnihlutastjórn er ekki einu sinni endurgoldið með því svo mikið sem að hlusta á tillögur til úrbóta (heldur beinlínis ráðist á þær) er ekki hægt að láta stjórnvöldum það eftir í nafni samstöðu. Stjórnarandstaða sem leyfir ríkisstjórn að gera stórkostleg mistök bregst hlutverki sínu. Hlutverk stjórnarandstöðuÍ lýðræðisfyrirkomulagi okkar er það hlutverk stjórnarandstöðu að veita valdhöfunum aðhald. Það er merkilegt að rétt eftir að samfélagið lenti í gríðarlegum ógöngum vegna þess að það skorti gagnrýni, og enginn mátti vera neikvæður á ríkjandi tíðaranda, skuli vera komin upp sterkari krafa en nokkru sinni um meðvirkni og öll gagnrýni á stjórnvöld eða átök um stefnu flokkuð sem neikvæð. ÍmyndarstjórnmálÞegar svo kemur á daginn að það sem kallað var neikvæðni reyndist allt satt og rétt er ekki haft fyrir því að rifja upp á hverju áróðurinn byggðist. Það gleymist en stimplinum er viðhaldið og hann endurnýttur. Þannig fara stjórnmál að snúast fyrst og fremst um ímynd en ekki þá umræðu sem við þurfum að eiga um stefnu og lausnir. Hvað er til ráða?Lýðræðið snýst um að gera upp á milli ólíkrar stefnu (flokka) og manna. Þannig refsa menn þeim sem ekki standa sig og verðlauna hina. Í því liggur hvatinn til að gera betur. Þegar allir eru settir undir sama hatt hættir lýðræðið að virka. Það sama á við þegar afstaða til manna og flokka er tekin fyrst og fremst út frá ímynd og spuna. Umræðan sem er orðin allsráðandi um íslensk stjórnmál er ekki til þess fallin að bæta virkni lýðræðisins eða leiða fram lausnir. Hún er heldur ekki sanngjörn: Að undanförnu hafa þau stefnumál sem framsóknarmenn hafa barist fyrir, með öllum tiltækum ráðum, sannað gildi sitt. Öll þau atriði sem nú eru hvað háværastar kröfur um, og rökin sem menn sjá nú fyrir réttmæti krafnanna, eru nákvæmlega þau sömu og framsóknarmenn hafa haldið fram undanfarin 2 ár. Á næstu dögum mun ég fara yfir þá sögu í tveimur greinum. Það er nóg komið af spuna. Ef við viljum raunverulega bæta samfélagið þurfum við að fara að ræða pólitík.
30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun
Skoðun Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar
Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Iðjuþjálfar í leik- og grunnskólum: Tækifæri í baráttunni gegn agavanda og skólaforðun Hekla Björt Birkisdóttir,Hrefna Dagbjört Arnardóttir,Inga Fríða Guðbjörnsdóttir,Íris Kristrún Kristmundsdóttir skrifar
30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun