Framtíð Petrovs ræðst af árangri 14. júlí 2010 12:30 Vitaly Petrov ekur með Renault og er nýliði á árinu í Formúlu 1. Mynd: Getty Images Rússneski nýliðinn Vitaly Petrov hefur átt góða spretti um borð í Formúlu 1 bíl Renault á þessu ári, en hann hefur líka gert mistök á stundum. Orðrómur er um komu Kimi Raikkönen til Renault og það yrði þá á kostnað Petrovs, þar sem Robert Kubica hefur gert tveggja ára framhalds samning við Renault. Raikkönen keppir á þessu ári í heimsmeistaramótinu í rallakstri með Citroen og óljóst hvort hann vill snúa aftur eður ei. Petrov þarf að standa sig vel í þeim mótum sem eftir eru, ef hann á að halda sæti sínu hjá liðinu. "Framtíð hans er í hans höndum. Við höfum ekki orðið fyrir vonbrigðum, hann er besti nýliðinn. Hann hefur gert magnaða hluti á köflum, en þarf stöðugleika. Við þörfnumst þess að báðir ökumenn séu að vinna liðinu stig og þess vegna verður til orðrómur um sæti hans hjá liðinu", sagði Eric Boullier hjá Renault í frétt á autosport.com í dag. "En við stöndum þétt við bakið á honum og erum ánægðir að hafa hann hjá liðinu og munum gera allt til að hjálpa honum að taka lokaskrefið. Þangað sem við viljum að hann sé", sagði Bouillier. Renault er með 89 stig og af þeim hefur Kubica náði í 83 stig. Liðið er í fjórða sæti, 37 stigum á eftir Mercedes. Mest lesið Kærastan tók eftir því að eitthvað var að Handbolti Vara við því að „töfradrykkur“ Haaland geti valdið matareitrun Enski boltinn Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 29-31 | Svöruðu skellinum með frábærum sigri Handbolti Úlfarnir ráku Pereira Enski boltinn Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Golf Leggur til breytingar og vill að fótboltinn læri af handboltanum Fótbolti Verður besta sjöþrautakona Íslands villiköttur eða bolabítur? Sport Annað tap spútnikliðsins kom í Manchester Enski boltinn Engin klipping á næstunni: Miður sín en með augun á 8. desember Enski boltinn Bölvun fylgir úrslitaleik Meistaradeildarinnar Fótbolti Fleiri fréttir Verstappen telur sig ekki geta barist um titilinn Hlupu inn á Formúlu 1-brautina: „Ég hefði getað drepið þá“ Yfirburðir Norris sem er kominn á toppinn Norris á ráspól og forysta Piastri í hættu Grunur um nauðgun á heimili Schumachers Segir að formúlu 1 vanti nú illmenni Russell fyrstur í mark í Singapúr og McLaren tryggði sigur bílasmiða George Russell á ráspól í Singapúr Hringt í flesta eigendur í Formúlu 1 eftir brottreksturinn frá Red Bull Sjá meira
Rússneski nýliðinn Vitaly Petrov hefur átt góða spretti um borð í Formúlu 1 bíl Renault á þessu ári, en hann hefur líka gert mistök á stundum. Orðrómur er um komu Kimi Raikkönen til Renault og það yrði þá á kostnað Petrovs, þar sem Robert Kubica hefur gert tveggja ára framhalds samning við Renault. Raikkönen keppir á þessu ári í heimsmeistaramótinu í rallakstri með Citroen og óljóst hvort hann vill snúa aftur eður ei. Petrov þarf að standa sig vel í þeim mótum sem eftir eru, ef hann á að halda sæti sínu hjá liðinu. "Framtíð hans er í hans höndum. Við höfum ekki orðið fyrir vonbrigðum, hann er besti nýliðinn. Hann hefur gert magnaða hluti á köflum, en þarf stöðugleika. Við þörfnumst þess að báðir ökumenn séu að vinna liðinu stig og þess vegna verður til orðrómur um sæti hans hjá liðinu", sagði Eric Boullier hjá Renault í frétt á autosport.com í dag. "En við stöndum þétt við bakið á honum og erum ánægðir að hafa hann hjá liðinu og munum gera allt til að hjálpa honum að taka lokaskrefið. Þangað sem við viljum að hann sé", sagði Bouillier. Renault er með 89 stig og af þeim hefur Kubica náði í 83 stig. Liðið er í fjórða sæti, 37 stigum á eftir Mercedes.
Mest lesið Kærastan tók eftir því að eitthvað var að Handbolti Vara við því að „töfradrykkur“ Haaland geti valdið matareitrun Enski boltinn Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 29-31 | Svöruðu skellinum með frábærum sigri Handbolti Úlfarnir ráku Pereira Enski boltinn Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Golf Leggur til breytingar og vill að fótboltinn læri af handboltanum Fótbolti Verður besta sjöþrautakona Íslands villiköttur eða bolabítur? Sport Annað tap spútnikliðsins kom í Manchester Enski boltinn Engin klipping á næstunni: Miður sín en með augun á 8. desember Enski boltinn Bölvun fylgir úrslitaleik Meistaradeildarinnar Fótbolti Fleiri fréttir Verstappen telur sig ekki geta barist um titilinn Hlupu inn á Formúlu 1-brautina: „Ég hefði getað drepið þá“ Yfirburðir Norris sem er kominn á toppinn Norris á ráspól og forysta Piastri í hættu Grunur um nauðgun á heimili Schumachers Segir að formúlu 1 vanti nú illmenni Russell fyrstur í mark í Singapúr og McLaren tryggði sigur bílasmiða George Russell á ráspól í Singapúr Hringt í flesta eigendur í Formúlu 1 eftir brottreksturinn frá Red Bull Sjá meira