Traustur og tilgerðarlaus Trausti Júlíusson skrifar 18. nóvember 2010 20:00 2.0 með Tryggva Hübner. Tónlist / *** 2.0 Tryggvi Hübner Tryggvi Hübner er einn af fremstu gítarleikurum Íslands. Hann hefur bæði verið í hljómsveitum eins og Eik og Cabaret og spilað með Megasi, Bubba, Rúnari Júl og mörgum fleiri. 2.0 er önnur sólóplata Tryggva, en sú fyrri Betri ferð kom út árið 1995. Á 2.0 eru ellefu lög. Níu fyrstu eru frumsamin og án söngs, en þau tvö síðustu eru blússlagarinn Need Your Love So Bad sem Sara Blandon syngur og Free-lagið Wishing Well sem félagi Tryggva úr Eikinni Sigurður Sigurðsson syngur. Sigurður var atkvæðamikill rokksöngvari á árum áður og var m.a. í hljómsveitunum Tívolí og Íslenskri kjötsúpu. Gaman að heyra í honum á nýjan leik. 2.0 er tilgerðarlaus og vönduð plata frá flinkum tónlistarmanni. Tryggvi byrjar plötuna rólega á klassískum gítar, en færir sig svo yfir á rafmagnsgítarinn. Tryggvi er sérstaklega melódískur og lipur gítarleikari og ætti ekki að valda aðdáendum sínum vonbrigðum hér. Vonandi verður styttri bið í næstu plötu! Niðurstaða: Gítarsnillingurinn Tryggvi með melódíska og vandaða plötu. Mest lesið Justin Timberlake með Lyme-sjúkdóm Lífið Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Lífið Gary Busey játar kynferðisbrot Lífið Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Lífið Robert Wilson er látinn Lífið Mannblendnir refir slá í gegn á Snæfellsnesi Lífið Nýja Kardashian-gríman breytir Hopkins aftur í Lecter Lífið Dularfullur veðurbreytir Jakobs Frímanns og maðurinn á bak við hann Lífið Einar og Milla eignuðust dreng Lífið Uppljóstrar um síðustu skilaboðin sem hann fékk frá Ozzy Lífið Fleiri fréttir Vók Ofurmenni slaufað Gamli er (ekki) alveg með'etta Mömmustrákur skýtur uppvakningum ref fyrir rass Norah Jones: Tíminn stóð í stað þar til ljóskastarinn vakti mann Sjá meira
Tónlist / *** 2.0 Tryggvi Hübner Tryggvi Hübner er einn af fremstu gítarleikurum Íslands. Hann hefur bæði verið í hljómsveitum eins og Eik og Cabaret og spilað með Megasi, Bubba, Rúnari Júl og mörgum fleiri. 2.0 er önnur sólóplata Tryggva, en sú fyrri Betri ferð kom út árið 1995. Á 2.0 eru ellefu lög. Níu fyrstu eru frumsamin og án söngs, en þau tvö síðustu eru blússlagarinn Need Your Love So Bad sem Sara Blandon syngur og Free-lagið Wishing Well sem félagi Tryggva úr Eikinni Sigurður Sigurðsson syngur. Sigurður var atkvæðamikill rokksöngvari á árum áður og var m.a. í hljómsveitunum Tívolí og Íslenskri kjötsúpu. Gaman að heyra í honum á nýjan leik. 2.0 er tilgerðarlaus og vönduð plata frá flinkum tónlistarmanni. Tryggvi byrjar plötuna rólega á klassískum gítar, en færir sig svo yfir á rafmagnsgítarinn. Tryggvi er sérstaklega melódískur og lipur gítarleikari og ætti ekki að valda aðdáendum sínum vonbrigðum hér. Vonandi verður styttri bið í næstu plötu! Niðurstaða: Gítarsnillingurinn Tryggvi með melódíska og vandaða plötu.
Mest lesið Justin Timberlake með Lyme-sjúkdóm Lífið Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Lífið Gary Busey játar kynferðisbrot Lífið Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Lífið Robert Wilson er látinn Lífið Mannblendnir refir slá í gegn á Snæfellsnesi Lífið Nýja Kardashian-gríman breytir Hopkins aftur í Lecter Lífið Dularfullur veðurbreytir Jakobs Frímanns og maðurinn á bak við hann Lífið Einar og Milla eignuðust dreng Lífið Uppljóstrar um síðustu skilaboðin sem hann fékk frá Ozzy Lífið Fleiri fréttir Vók Ofurmenni slaufað Gamli er (ekki) alveg með'etta Mömmustrákur skýtur uppvakningum ref fyrir rass Norah Jones: Tíminn stóð í stað þar til ljóskastarinn vakti mann Sjá meira