Webber vill ræða áreksturinn við Vettel 1. júní 2010 12:53 Vettel varð að hætta keppni eftir árekstur við Mark Webber í Tyrklandi á sunnudag. Mynd: Getty Images Mark Webber og Sebastian Vettel lentu í árekstri þegar þeir voru í forystuhlutverki í tyrkneska kappakstrinum á sunnudaginn. Vettel reyndi að fara framúr Webber, en þeir skullu saman með þeim afleiðingum að Vettel féll úr leik, en Webber náði þriðja sæti á eftir Lewis Hamilton og Jenson Button. Vettel og Webber voru efstir og jafnir að stigum fyrir mótið í Tyrklandi og Webber leiddi keppnina, en var eltur af Vettel, Hamilton og Button. Hvorki Vettel né Webber vilja meina að þeir hafi breytt rangt í atvikunu, en forsvarmaður Red Bull telur að þeir hefðu átt að sýna meiri skynsemi. Liðið tapaði af dýrmætum stigum og þeir sömuleiðis. "Seb (astian) og ég munum setjast niður og ræða málin. Við megum ekki gera svona mistök aftur. Við munum líklega hafa misjafna skoðun á því sem gerðist, þar til yfir lýkur, en við erum báðir fullorðnir og verðum að geta keppt án þess að lið okkar verði fyrir áfalli", sagði Webber í grein sem hann skrifaði í ástralska blaðið Daily Telepgraph. Autosport.com greinir frá þessu í dag. "Ef við hefðum verið að berjast um átjánda eða nítjánda sætið, þá hefði öllum verið sama. Við vorum að berjast um fyrsta sætið og því vilja allir vita um málið. Vettel var með meiri hámarkshraða og ég sá hann koma að mér að innanverðu þegar við nálguðumst beygju tólf. Við vorum í slag um efsta sætið og ég hélt minni stöðu, til að hann þyrfti að aka á skítugri hluta brautarinnar á bremsukaflanum. Ég hélt línunni og hann beygði á mig. Við snertumst lítillega, en þegar maður er á 300 km hraða þá þarf ekki mikið til að allt endi með ósköpum", sagði Webber. Mest lesið „Ísland í hópi með Norður-Kóreu og Íran“ Sport Dönsk landsliðskona eignaðist barn tólf vikum fyrir tímann Handbolti Loksins þorði einhver í Kolbein sem stígur aftur inn í hringinn Sport Kærastan tók eftir því að eitthvað var að Handbolti Viðtökurnar á Anfield munu ekki breyta neinu Fótbolti Segir allt tal um leiðinlegan fótbolta hjá Arsenal heimskulegt Enski boltinn „Búnt á skenkinn, Halli Egils á vegginn“ Sport Skagamenn senda Kanann heim Körfubolti Guardiola segir að dómararnir hafi verið á móti City í áratug Enski boltinn Gæti tekið við Úlfunum ellefu mánuðum eftir að hafa verið rekinn frá þeim Enski boltinn Fleiri fréttir Verstappen telur sig ekki geta barist um titilinn Hlupu inn á Formúlu 1-brautina: „Ég hefði getað drepið þá“ Yfirburðir Norris sem er kominn á toppinn Norris á ráspól og forysta Piastri í hættu Grunur um nauðgun á heimili Schumachers Segir að formúlu 1 vanti nú illmenni Russell fyrstur í mark í Singapúr og McLaren tryggði sigur bílasmiða George Russell á ráspól í Singapúr Hringt í flesta eigendur í Formúlu 1 eftir brottreksturinn frá Red Bull Sjá meira
Mark Webber og Sebastian Vettel lentu í árekstri þegar þeir voru í forystuhlutverki í tyrkneska kappakstrinum á sunnudaginn. Vettel reyndi að fara framúr Webber, en þeir skullu saman með þeim afleiðingum að Vettel féll úr leik, en Webber náði þriðja sæti á eftir Lewis Hamilton og Jenson Button. Vettel og Webber voru efstir og jafnir að stigum fyrir mótið í Tyrklandi og Webber leiddi keppnina, en var eltur af Vettel, Hamilton og Button. Hvorki Vettel né Webber vilja meina að þeir hafi breytt rangt í atvikunu, en forsvarmaður Red Bull telur að þeir hefðu átt að sýna meiri skynsemi. Liðið tapaði af dýrmætum stigum og þeir sömuleiðis. "Seb (astian) og ég munum setjast niður og ræða málin. Við megum ekki gera svona mistök aftur. Við munum líklega hafa misjafna skoðun á því sem gerðist, þar til yfir lýkur, en við erum báðir fullorðnir og verðum að geta keppt án þess að lið okkar verði fyrir áfalli", sagði Webber í grein sem hann skrifaði í ástralska blaðið Daily Telepgraph. Autosport.com greinir frá þessu í dag. "Ef við hefðum verið að berjast um átjánda eða nítjánda sætið, þá hefði öllum verið sama. Við vorum að berjast um fyrsta sætið og því vilja allir vita um málið. Vettel var með meiri hámarkshraða og ég sá hann koma að mér að innanverðu þegar við nálguðumst beygju tólf. Við vorum í slag um efsta sætið og ég hélt minni stöðu, til að hann þyrfti að aka á skítugri hluta brautarinnar á bremsukaflanum. Ég hélt línunni og hann beygði á mig. Við snertumst lítillega, en þegar maður er á 300 km hraða þá þarf ekki mikið til að allt endi með ósköpum", sagði Webber.
Mest lesið „Ísland í hópi með Norður-Kóreu og Íran“ Sport Dönsk landsliðskona eignaðist barn tólf vikum fyrir tímann Handbolti Loksins þorði einhver í Kolbein sem stígur aftur inn í hringinn Sport Kærastan tók eftir því að eitthvað var að Handbolti Viðtökurnar á Anfield munu ekki breyta neinu Fótbolti Segir allt tal um leiðinlegan fótbolta hjá Arsenal heimskulegt Enski boltinn „Búnt á skenkinn, Halli Egils á vegginn“ Sport Skagamenn senda Kanann heim Körfubolti Guardiola segir að dómararnir hafi verið á móti City í áratug Enski boltinn Gæti tekið við Úlfunum ellefu mánuðum eftir að hafa verið rekinn frá þeim Enski boltinn Fleiri fréttir Verstappen telur sig ekki geta barist um titilinn Hlupu inn á Formúlu 1-brautina: „Ég hefði getað drepið þá“ Yfirburðir Norris sem er kominn á toppinn Norris á ráspól og forysta Piastri í hættu Grunur um nauðgun á heimili Schumachers Segir að formúlu 1 vanti nú illmenni Russell fyrstur í mark í Singapúr og McLaren tryggði sigur bílasmiða George Russell á ráspól í Singapúr Hringt í flesta eigendur í Formúlu 1 eftir brottreksturinn frá Red Bull Sjá meira