Button: Pressa á Webber í næstu mótum 8. október 2010 10:58 Jessica Mishibata og Jenson Button eru kærustupar, en hún er fyrirsæta og ættuð frá Japan. Mynd: Getty Images Heimsmeistarinn Jenson Button hjá McLaren er meðal fimm ökumanna sem á möguleika á meistaratitilinum í Formúlu 1. Hann keppir á Suzuka brautinni í Japan um helgina, en hann á einmitt japanska kærustu, fyrisætu sem heitir Jessica Mishibata. Button hefur reynslu af titilbaráttunni og telur að álag verði á Mark Webber á Red Bull sem er með 11 stiga forskot í stigamóti ökumanna, þegar fjórum mótum er ólokið. "Það eru margir hæfileikaríkir ökumenn í Formúlu 1 og þegar álagið er mikið þá er möguleiki á mistökum. Það gæti gert gæfumuninn. Við segjum allir að Lewis Hamilton, Fernando Alonso og ég hafi reynsluna. Við höfum allir unnið meistaratitilinn, þannig að kannski er minni pressa á okkur. Ég veit það ekki, en sjálfur er ég afslappaðri en í fyrra", sagði Button við fréttamenn í Japan samkvæmt frétt á autosport.com. "Mark er í forystuhlutverki og hefur unnið hörðum höndum að því marki, en það fylgir þessu mikið álag. Ég ber fulla virðingu fyrir Mark, hann er hæfileikaríkur, en hefur aldrei verið í þessari stöðu. Við sjáum hvernig hann bregst við álaginu í næstu mótum. Liðsfélagi hans (Sebastian Vettel) er fljótur og er að reyna krafsa af honum stig. Það verður því hasar framundan." "Þetta snýst um að halda bílnum í lagi og fá ekki á hann dekkjaför (frá öðrum), keyra að á ystu nöf og ná sem flestum stigum. Þetta er vandasamt samspil en skemmtilegt. Við vitum að Red Bull bíllinn er fljótur á svona brautum og Ferrari hefur bætt sig og hafa verið sterkir í tveimur síðustu mótum. En við erum með nýjungar sem ættu að virka vel", sagði Button. Vettel og Webber voru fljótastir á tveimur æfingum í nótt, en sýnt verður frá þeim á Stöð 2 Sport kl. 21.10 í kvöld. Mest lesið Viðtökurnar á Anfield munu ekki breyta neinu Fótbolti „Örugglega nokkrir Fantasy-þjálfarar ósáttir“ Enski boltinn Kærastan tók eftir því að eitthvað var að Handbolti „Haaland er þetta góður“ Enski boltinn „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Íslenski boltinn Guardiola segir að dómararnir hafi verið á móti City í áratug Enski boltinn Tilþrif 5. umferðar: Jukic stal senunni Körfubolti Dagskráin í dag: Sú elsta og virtasta, enska úrvalsdeildin og Extra Sport Lygilega jafnt á toppnum eftir sigur AC Milan Fótbolti Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 29-31 | Svöruðu skellinum með frábærum sigri Handbolti Fleiri fréttir Verstappen telur sig ekki geta barist um titilinn Hlupu inn á Formúlu 1-brautina: „Ég hefði getað drepið þá“ Yfirburðir Norris sem er kominn á toppinn Norris á ráspól og forysta Piastri í hættu Grunur um nauðgun á heimili Schumachers Segir að formúlu 1 vanti nú illmenni Russell fyrstur í mark í Singapúr og McLaren tryggði sigur bílasmiða George Russell á ráspól í Singapúr Hringt í flesta eigendur í Formúlu 1 eftir brottreksturinn frá Red Bull Sjá meira
Heimsmeistarinn Jenson Button hjá McLaren er meðal fimm ökumanna sem á möguleika á meistaratitilinum í Formúlu 1. Hann keppir á Suzuka brautinni í Japan um helgina, en hann á einmitt japanska kærustu, fyrisætu sem heitir Jessica Mishibata. Button hefur reynslu af titilbaráttunni og telur að álag verði á Mark Webber á Red Bull sem er með 11 stiga forskot í stigamóti ökumanna, þegar fjórum mótum er ólokið. "Það eru margir hæfileikaríkir ökumenn í Formúlu 1 og þegar álagið er mikið þá er möguleiki á mistökum. Það gæti gert gæfumuninn. Við segjum allir að Lewis Hamilton, Fernando Alonso og ég hafi reynsluna. Við höfum allir unnið meistaratitilinn, þannig að kannski er minni pressa á okkur. Ég veit það ekki, en sjálfur er ég afslappaðri en í fyrra", sagði Button við fréttamenn í Japan samkvæmt frétt á autosport.com. "Mark er í forystuhlutverki og hefur unnið hörðum höndum að því marki, en það fylgir þessu mikið álag. Ég ber fulla virðingu fyrir Mark, hann er hæfileikaríkur, en hefur aldrei verið í þessari stöðu. Við sjáum hvernig hann bregst við álaginu í næstu mótum. Liðsfélagi hans (Sebastian Vettel) er fljótur og er að reyna krafsa af honum stig. Það verður því hasar framundan." "Þetta snýst um að halda bílnum í lagi og fá ekki á hann dekkjaför (frá öðrum), keyra að á ystu nöf og ná sem flestum stigum. Þetta er vandasamt samspil en skemmtilegt. Við vitum að Red Bull bíllinn er fljótur á svona brautum og Ferrari hefur bætt sig og hafa verið sterkir í tveimur síðustu mótum. En við erum með nýjungar sem ættu að virka vel", sagði Button. Vettel og Webber voru fljótastir á tveimur æfingum í nótt, en sýnt verður frá þeim á Stöð 2 Sport kl. 21.10 í kvöld.
Mest lesið Viðtökurnar á Anfield munu ekki breyta neinu Fótbolti „Örugglega nokkrir Fantasy-þjálfarar ósáttir“ Enski boltinn Kærastan tók eftir því að eitthvað var að Handbolti „Haaland er þetta góður“ Enski boltinn „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Íslenski boltinn Guardiola segir að dómararnir hafi verið á móti City í áratug Enski boltinn Tilþrif 5. umferðar: Jukic stal senunni Körfubolti Dagskráin í dag: Sú elsta og virtasta, enska úrvalsdeildin og Extra Sport Lygilega jafnt á toppnum eftir sigur AC Milan Fótbolti Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 29-31 | Svöruðu skellinum með frábærum sigri Handbolti Fleiri fréttir Verstappen telur sig ekki geta barist um titilinn Hlupu inn á Formúlu 1-brautina: „Ég hefði getað drepið þá“ Yfirburðir Norris sem er kominn á toppinn Norris á ráspól og forysta Piastri í hættu Grunur um nauðgun á heimili Schumachers Segir að formúlu 1 vanti nú illmenni Russell fyrstur í mark í Singapúr og McLaren tryggði sigur bílasmiða George Russell á ráspól í Singapúr Hringt í flesta eigendur í Formúlu 1 eftir brottreksturinn frá Red Bull Sjá meira