Snæfell og KR mætast í úrslitaleik Lengjubikarsins Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 22. september 2010 18:24 Pavel Ermolinskij og Sean Burton mætast í Höllinni á sunnudaginn. Íslands- og bikarmeistarar Snæfells og deildarmeistarar KR tryggðu sér í kvöld sæti í úrslitaleik Lengjubikars karla sem fram fer í Laugardalshöllinni á sunnudaginn. Snæfell vann þriggja stiga sigur á Grindavík í Stykkishólmi en KR fór til Keflavíkur og vann þar fjögurra stiga sigur á heimamönnum. Snæfell sló út núverandi meistara í Grindavík með 101-98 sigri í Hólminum. Staðan var 28-28 eftir fyrsta leikhluta en Snæfell skoraði 15 fyrstu stig annars leikhluta og náði þar frumkvæðinu sem liðið hélt út leikinn. Grindavík sótti þó að heimamönnum undir lokin en náði ekki að vinna upp þennan slæma kafla í 2. leikhluta. Ryan Amaroso átti stórleik hjá Snæfelli og var með 32 stig og 15 fráköst en Emil Jóhannsson skoraði 19 stig, Sean Burton var með 17 stig og 8 stoðsendingar og Pálmi Freyr Sigurgeirsson bætti við 14 stigum og 11 stoðsendingum. Andre Smith skoraði 34 stig fyrir Grindavík, Páll Axel Vilbergsson var með 17 stig og Guðlaugur Eyjólfsson skoraði 16 stig. KR-ingar lögðu grunninn að 92-88 sigri sínum í Keflavík með frábærri byrjun. KR var 32-16 yfir eftir fyrsta leikhlutann og með 14 stig forskot í hálfleik, 36-50. Líkt og í hinum leiknum þá unnu Keflvíkingar sig inn í leikinn en náðu þó ekki að koma í veg fyrir sigur Vesturbæinga. Pavel Ermolinskij var með þrefalda tvennu hjá KR, 15 stig, 10 fráköst og 10 stoðsendingar en Brynjar Þór Björnsson var stigahæstur með 21 stig. Það voru alls sjö KR-ingar sem skoruðu tíu stig eða meira í leiknum. Sigurður Gunnar Þorsteinsson var með 25 stig og 10 fráköst hjá Keflavík og Gunnar Einarsson skoraði 19 stig. Snæfell-Grindavik 101-98 (27-28, 34-22, 22-26, 18-22)Stig Snæfells: Ryan Amaroso 32/15 fráköst, Emil Þór Jóhannsson 19, Sean Burton 17/8 stoðsendingar, Pálmi Freyr Sigurgeirsson 14/6 fráköst/11 stoðsendingar, Lauris Mizis 8/9 fráköst, Atli Rafn Hreinsson 6, Jón Ólafur Jónsson 5/5 fráköst.Stig Grindavíkur: Andre Smith 34/4 fráköst/5 stolnir, Páll Axel Vilbergsson 17/8 fráköst/5 stoðsendingar/5 stolnir, Guðlaugur Eyjólfsson 16, Ómar Örn Sævarsson 11/5 fráköst, Ólafur Ólafsson 11/8 fráköst, Björn Steinar Brynjólfsson 3, Þorsteinn Finnbogason 3, Ármann Vilbergsson 3.Keflavik-KR 88-92 (16-32, 20-18, 24-21, 28-21)Stig Keflavíkur: Sigurður Gunnar Þorsteinsson 25/10 fráköst, Gunnar Einarsson 19, Valention Maxwell 18, Þröstur Leó Jóhannsson 12/4 fráköst, Hörður Axel Vilhjálmsson 10/5 fráköst/6 stoðsendingar, Elentínus Margeirsson 4/6 fráköst.Stig KR: Brynjar Þór Björnsson 21/4 fráköst, Pavel Ermolinskij 15/10 fráköst/10 stoðsendingar, Skarphéðinn Freyr Ingason 11, Hreggviður Magnússon 11, Finnur Atli Magnússon 10/7 fráköst, Fannar Ólafsson 10/7 fráköst, Ólafur Már Ægisson 10, Jón Orri Kristjánsson 4/5 fráköst. Íslenski körfuboltinn Mest lesið Mo Salah krefur UEFA um svör vegna Palestínu Pele Enski boltinn Sveindís Jane til bjargar á síðustu stundu Fótbolti Fór holu í höggi í beinni í sjónvarpinu Golf Enska augnablikið: Lærði 200 ný blótsyrði Enski boltinn Hafþór Júlíus fagnaði tólfta titlinum með því að rífa bolinn af sér Sport Dagskráin: Enski boltinn byrjar og risaleikur í Bestu Sport Japanskur hnefaleikakappi lést eftir bardaga Sport Haaland á skotskónum í sigri Man. City Sport Nunez farinn frá Liverpool Enski boltinn Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti Fleiri fréttir Stelpurnar spila um sjöunda sætið á Eurobasket „Þeir eiga allir skilið að fara í lokahópinn“ Stelpurnar Norðurlandameistarar og strákarnir fengu silfur Þýskaland lagði Slóvena í undirbúningi fyrir Eurobasket Celtics festa þjálfarann í sessi NBA stjarna borin út Litáen of stór biti fyrir íslensku stelpurnar Öruggar með besta árangur Íslands á EM frá upphafi Ákærður fyrir að hnupla treyju LeBron sem seldist seinna á nær hálfan milljarð Ísland í átta liða úrslit eftir ótrúlega endurkomu Dildó-faraldurinn heldur áfram í WNBA Sigtryggur Arnar í mjög fámennan hóp í sögu landsliðsins „Hættiði að henda dildóum inn á völlinn“ Stórskotasýning Sigtryggs dugði ekki til sigurs Trúðurinn Arenas í vondum málum eftir handtöku Grindavík fær leikstjórnanda frá Grikklandi Stórt tap á Ítalíu Ísland mátti þola stórt tap Luka framlengir til þriggja ára í Los Angeles Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög KR sækir ungan bakvörð „Sýna að maður eigi það skilið“ Segir að þeim besta í heimi sé skítsama Álftanes bætir Bandaríkjamanni við hópinn „Númer eitt, tvö og þrjú að knúsa þau sem mest“ Callum Lawson aftur til Valsmanna Þrír verða heima meðan landsliðið fer til Ítalíu Skora á KKÍ að sniðganga Ísrael: „Íþróttahreyfingin ekki undanskilin ábyrgð“ Semple til Grindavíkur Sjá meira
Íslands- og bikarmeistarar Snæfells og deildarmeistarar KR tryggðu sér í kvöld sæti í úrslitaleik Lengjubikars karla sem fram fer í Laugardalshöllinni á sunnudaginn. Snæfell vann þriggja stiga sigur á Grindavík í Stykkishólmi en KR fór til Keflavíkur og vann þar fjögurra stiga sigur á heimamönnum. Snæfell sló út núverandi meistara í Grindavík með 101-98 sigri í Hólminum. Staðan var 28-28 eftir fyrsta leikhluta en Snæfell skoraði 15 fyrstu stig annars leikhluta og náði þar frumkvæðinu sem liðið hélt út leikinn. Grindavík sótti þó að heimamönnum undir lokin en náði ekki að vinna upp þennan slæma kafla í 2. leikhluta. Ryan Amaroso átti stórleik hjá Snæfelli og var með 32 stig og 15 fráköst en Emil Jóhannsson skoraði 19 stig, Sean Burton var með 17 stig og 8 stoðsendingar og Pálmi Freyr Sigurgeirsson bætti við 14 stigum og 11 stoðsendingum. Andre Smith skoraði 34 stig fyrir Grindavík, Páll Axel Vilbergsson var með 17 stig og Guðlaugur Eyjólfsson skoraði 16 stig. KR-ingar lögðu grunninn að 92-88 sigri sínum í Keflavík með frábærri byrjun. KR var 32-16 yfir eftir fyrsta leikhlutann og með 14 stig forskot í hálfleik, 36-50. Líkt og í hinum leiknum þá unnu Keflvíkingar sig inn í leikinn en náðu þó ekki að koma í veg fyrir sigur Vesturbæinga. Pavel Ermolinskij var með þrefalda tvennu hjá KR, 15 stig, 10 fráköst og 10 stoðsendingar en Brynjar Þór Björnsson var stigahæstur með 21 stig. Það voru alls sjö KR-ingar sem skoruðu tíu stig eða meira í leiknum. Sigurður Gunnar Þorsteinsson var með 25 stig og 10 fráköst hjá Keflavík og Gunnar Einarsson skoraði 19 stig. Snæfell-Grindavik 101-98 (27-28, 34-22, 22-26, 18-22)Stig Snæfells: Ryan Amaroso 32/15 fráköst, Emil Þór Jóhannsson 19, Sean Burton 17/8 stoðsendingar, Pálmi Freyr Sigurgeirsson 14/6 fráköst/11 stoðsendingar, Lauris Mizis 8/9 fráköst, Atli Rafn Hreinsson 6, Jón Ólafur Jónsson 5/5 fráköst.Stig Grindavíkur: Andre Smith 34/4 fráköst/5 stolnir, Páll Axel Vilbergsson 17/8 fráköst/5 stoðsendingar/5 stolnir, Guðlaugur Eyjólfsson 16, Ómar Örn Sævarsson 11/5 fráköst, Ólafur Ólafsson 11/8 fráköst, Björn Steinar Brynjólfsson 3, Þorsteinn Finnbogason 3, Ármann Vilbergsson 3.Keflavik-KR 88-92 (16-32, 20-18, 24-21, 28-21)Stig Keflavíkur: Sigurður Gunnar Þorsteinsson 25/10 fráköst, Gunnar Einarsson 19, Valention Maxwell 18, Þröstur Leó Jóhannsson 12/4 fráköst, Hörður Axel Vilhjálmsson 10/5 fráköst/6 stoðsendingar, Elentínus Margeirsson 4/6 fráköst.Stig KR: Brynjar Þór Björnsson 21/4 fráköst, Pavel Ermolinskij 15/10 fráköst/10 stoðsendingar, Skarphéðinn Freyr Ingason 11, Hreggviður Magnússon 11, Finnur Atli Magnússon 10/7 fráköst, Fannar Ólafsson 10/7 fráköst, Ólafur Már Ægisson 10, Jón Orri Kristjánsson 4/5 fráköst.
Íslenski körfuboltinn Mest lesið Mo Salah krefur UEFA um svör vegna Palestínu Pele Enski boltinn Sveindís Jane til bjargar á síðustu stundu Fótbolti Fór holu í höggi í beinni í sjónvarpinu Golf Enska augnablikið: Lærði 200 ný blótsyrði Enski boltinn Hafþór Júlíus fagnaði tólfta titlinum með því að rífa bolinn af sér Sport Dagskráin: Enski boltinn byrjar og risaleikur í Bestu Sport Japanskur hnefaleikakappi lést eftir bardaga Sport Haaland á skotskónum í sigri Man. City Sport Nunez farinn frá Liverpool Enski boltinn Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti Fleiri fréttir Stelpurnar spila um sjöunda sætið á Eurobasket „Þeir eiga allir skilið að fara í lokahópinn“ Stelpurnar Norðurlandameistarar og strákarnir fengu silfur Þýskaland lagði Slóvena í undirbúningi fyrir Eurobasket Celtics festa þjálfarann í sessi NBA stjarna borin út Litáen of stór biti fyrir íslensku stelpurnar Öruggar með besta árangur Íslands á EM frá upphafi Ákærður fyrir að hnupla treyju LeBron sem seldist seinna á nær hálfan milljarð Ísland í átta liða úrslit eftir ótrúlega endurkomu Dildó-faraldurinn heldur áfram í WNBA Sigtryggur Arnar í mjög fámennan hóp í sögu landsliðsins „Hættiði að henda dildóum inn á völlinn“ Stórskotasýning Sigtryggs dugði ekki til sigurs Trúðurinn Arenas í vondum málum eftir handtöku Grindavík fær leikstjórnanda frá Grikklandi Stórt tap á Ítalíu Ísland mátti þola stórt tap Luka framlengir til þriggja ára í Los Angeles Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög KR sækir ungan bakvörð „Sýna að maður eigi það skilið“ Segir að þeim besta í heimi sé skítsama Álftanes bætir Bandaríkjamanni við hópinn „Númer eitt, tvö og þrjú að knúsa þau sem mest“ Callum Lawson aftur til Valsmanna Þrír verða heima meðan landsliðið fer til Ítalíu Skora á KKÍ að sniðganga Ísrael: „Íþróttahreyfingin ekki undanskilin ábyrgð“ Semple til Grindavíkur Sjá meira
Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti
Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti