Umfjöllun: Grindavík slátraði Fjölni í fjórða leikhluta Stefán Árni Pálsson skrifar 9. desember 2010 22:45 Úr leik liðanna í kvöld. Mynd/Valli Grindvíkingar unnu sterkan sigur gegn Fjölni , 86-69, í tíundu umferð Iceland-Express deild karla í körfubolta í kvöld en leikurinn fór fram í Grafarvoginum. Fjölnismenn voru með yfirhöndina stórann hluta af leiknum en gestirnir í Grindavík gjörsamlega keyrðu yfir óreynda Fjölnismenn í fjórða leikhlutanum og sigruðu að lokum örugglega. Ryan Pettinella, leikmaður Grindvíkinga, var atkvæðamestur hjá gestunum með 20 stig en Ægir Steinarsson skoraði 17 stig fyrir Fjölni. Fjölnismenn eru alltaf stórhættulegir og hafa að skipa sprækum og ungum leikmönnum í bland við reynslumikla menn. Fjölnir gerði sér lítið fyrir og sló út ÍR í Powerade-bikarnum í síðustu viku og það örugglega en heimamenn eru í 7.sæti deildarinnar með 8 stig. Grindvíkingar eru aftur á móti í harðri toppbaráttu og mega hvergi misstíga sig. Gestirnir hafa verið nánast óstöðvandi í vetur og eru í öðru sæti deildarinnar með 14 stig. Það leit allt út fyrir að hitinn í leiknum myndi verða svipaður og á grillinu hér Dalhúsum. Heimamenn byrjuðu með miklum látum og Grindvíkingar voru hreinlega ekki mættir til leiks en Fjölnir komst í 18-8 í fyrsta leikhluta. Magni Hafsteinsson, leikmaður Fjölnis, var að leika virkilega vel í byrjun en hann setti niður þrjár þriggja stiga körfur í fjórðungnum. Staðan var 26-16 eftir fyrsta fjórðung og Grindvíkingar þurftu að hysja upp um sig buxurnar. Heimamenn héldu áfram uppteknum hætti í byrjun annars leikhluta og náðu strax 15 stiga forystu 31-16. Grindvíkingar vöknuðu þá aðeins til lífsins og minnkuðu hægt og rólega muninn. Ryan Pettinella, leikmaður Grindvíkinga, var að leika ágætlega og skoraði 13 stig í fyrri hálfleiknum. Ægir Steinarsson stýrði sókn Fjölnis eins og herforingi og skoraði að auki 12 stig í hálfleiknum. Grindvíkingar skoruðu ekki eina einustu þriggja stiga körfu í fyrri hálfleiknum og skotnýting liðsins var alls ekki nægilega góð. Staðan eftir tvo leikhluta var samt sem áður 42-36 og gestirnir vel inn í leiknum. Það tók gestina aðeins tvær mínútur að komast yfir í þriðja leikhlutanum en þeir breyttu stöðunni í 42-41 sér í vil. Það var jafnt á öllum tölum það sem eftir var af fjórðungum og mikill spenna komin í leikinn. Jeremy Kelly, nýr leikmaður Grindvíkinga, var að leika sérlega vel og kom inn með mikla baráttu inn í Grindavíkurliðið. Staðan var 61-56 fyrir Grindavík eftir þrjá leikhluta og leikurinn enn galopin. Það er skemmst frá því að segja að Grindvíkingar settu í skotgírinn í loka leikhlutanum og voru aðeins fjórar mínútur að koma muninum upp í 16 stig. Það hreinlega opnuðust flóðgáttir fyrir utan þriggja stiga línuna hjá gestunum og þeir virtust ekki geta misnotað skot. Sigurinn var aldrei í hættu í lokin og lauk leiknum með öruggum sigri gestanna 86-69. Það var ekki sérstaklega fallegur körfubolti í Grafarvoginum í kvöld en mikil barátta einkenndi bæði lið. Grindvíkingar verða aftur á móti að spila mun betur ef þeir ætla sér að vera í toppbaráttunni fram að úrslitakeppninni. Fjölnir-Grindavík 69-86 (26-16, 16-20, 14-25, 13-25) Fjölnir: Ingvaldur Magni Hafsteinsson 21/5 fráköst, Ægir Þór Steinarsson 17/9 fráköst/5 stoðsendingar, Ben Stywall 14/10 fráköst, Jón Sverrisson 10/7 fráköst, Tómas Heiðar Tómasson 5, Sindri Kárason 2. Grindavík: Ryan Pettinella 20/9 fráköst, Páll Axel Vilbergsson 16/10 fráköst, Ólafur Ólafsson 14/5 fráköst, Jeremy Kelly 14/7 fráköst/5 stoðsendingar, Þorleifur Ólafsson 10, Björn Steinar Brynjólfsson 6, Kjartan Helgi Steinþórsson 2, Ómar Örn Sævarsson 2, Guðlaugur Eyjólfsson 2/5 fráköst. Dominos-deild karla Mest lesið Allt small og Rauðu djöflarnir sjá úrslitaleikinn í hillingum Fótbolti „Þetta var hið fullkomna kvöld“ Fótbolti „Annar fóturinn í úrslitaleikinn en ekkert er búið enn“ Fótbolti „Þetta er ekki búið“ Fótbolti „Erum komnar til þess að fara alla leið“ Sport Albert byrjaði í naumu tapi í Andalúsíu Fótbolti Gísli Þorgeir skaut Magdeburg áfram Handbolti Meistaradeildardraumur Forest að breytast í martröð Enski boltinn Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 86-79| Haukar taka forystu í úrslitaeinvíginu Körfubolti Mark undir lok leiks gefur Norðmönnum von Fótbolti Fleiri fréttir Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 86-79| Haukar taka forystu í úrslitaeinvíginu LeBron um framtíðina: „Hef ekki svar“ Úlfarnir sendu Luka, LeBron og félaga í sumarfrí Martin að ná í úrslitakeppnina eftir allt saman? Annað skiptið í röð sem leikmaður San Antonio er valinn nýliði ársins Luka borgar fyrir viðgerðir á minnismerki um Kobe Slapp vel frá rafmagnsleysinu Pabbi Haliburtons ögraði Giannis: „Mikil vanvirðing“ „Þetta er úrslitakeppnin og hlutir gerast“ Sigtryggur Arnar eignaðist strák rétt fyrir stórleik kvöldsins Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 105-104 | Lygilegar lokamínútur Þinglegur stuðningur við Tindastól fyrir kvöldið NBA viðurkennir dómaramistök á ögurstundu hjá Luka og Lakers „Þetta er hreinn og klár glæpur“ „Létum hluti sem við stjórnum ekki fara of mikið í taugarnar á okkur“ Hnefarnir látnir tala í Umhyggjuhöllinni Fór ekki í sturtu fyrr en sjö um morguninn eftir eitt erfiðasta tapið á ferlinum Mesta rúst í sögu NBA Skýrsla um Brynjar Karl: Geri tilraunir með börn og skorti fræðilegan grunn „Stoltur af leikmönnum og stuðningsmönnum“ „Stóðumst áhlaupin betur að þessu sinni“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 91-105 | Grindavík hélt sér á lífi með langþráðum sigri utan heimabæjarins Lögmálið: Þjálfari Lakers féll á prófinu Dómarar viðurkenndu að hafa gert mistök Tímabilið líklega búið hjá Lillard „Mamma kenndi mér að leika ekki með matinn“ Lakers sprungu og eiga bara eina líflínu Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 101-89 | Njarðvík með sópinn á lofti Sá tíundi í röð hjá Jóni Axel og félögum eftir dramatík í lokin Almar Orri til Miami háskólans Sjá meira
Grindvíkingar unnu sterkan sigur gegn Fjölni , 86-69, í tíundu umferð Iceland-Express deild karla í körfubolta í kvöld en leikurinn fór fram í Grafarvoginum. Fjölnismenn voru með yfirhöndina stórann hluta af leiknum en gestirnir í Grindavík gjörsamlega keyrðu yfir óreynda Fjölnismenn í fjórða leikhlutanum og sigruðu að lokum örugglega. Ryan Pettinella, leikmaður Grindvíkinga, var atkvæðamestur hjá gestunum með 20 stig en Ægir Steinarsson skoraði 17 stig fyrir Fjölni. Fjölnismenn eru alltaf stórhættulegir og hafa að skipa sprækum og ungum leikmönnum í bland við reynslumikla menn. Fjölnir gerði sér lítið fyrir og sló út ÍR í Powerade-bikarnum í síðustu viku og það örugglega en heimamenn eru í 7.sæti deildarinnar með 8 stig. Grindvíkingar eru aftur á móti í harðri toppbaráttu og mega hvergi misstíga sig. Gestirnir hafa verið nánast óstöðvandi í vetur og eru í öðru sæti deildarinnar með 14 stig. Það leit allt út fyrir að hitinn í leiknum myndi verða svipaður og á grillinu hér Dalhúsum. Heimamenn byrjuðu með miklum látum og Grindvíkingar voru hreinlega ekki mættir til leiks en Fjölnir komst í 18-8 í fyrsta leikhluta. Magni Hafsteinsson, leikmaður Fjölnis, var að leika virkilega vel í byrjun en hann setti niður þrjár þriggja stiga körfur í fjórðungnum. Staðan var 26-16 eftir fyrsta fjórðung og Grindvíkingar þurftu að hysja upp um sig buxurnar. Heimamenn héldu áfram uppteknum hætti í byrjun annars leikhluta og náðu strax 15 stiga forystu 31-16. Grindvíkingar vöknuðu þá aðeins til lífsins og minnkuðu hægt og rólega muninn. Ryan Pettinella, leikmaður Grindvíkinga, var að leika ágætlega og skoraði 13 stig í fyrri hálfleiknum. Ægir Steinarsson stýrði sókn Fjölnis eins og herforingi og skoraði að auki 12 stig í hálfleiknum. Grindvíkingar skoruðu ekki eina einustu þriggja stiga körfu í fyrri hálfleiknum og skotnýting liðsins var alls ekki nægilega góð. Staðan eftir tvo leikhluta var samt sem áður 42-36 og gestirnir vel inn í leiknum. Það tók gestina aðeins tvær mínútur að komast yfir í þriðja leikhlutanum en þeir breyttu stöðunni í 42-41 sér í vil. Það var jafnt á öllum tölum það sem eftir var af fjórðungum og mikill spenna komin í leikinn. Jeremy Kelly, nýr leikmaður Grindvíkinga, var að leika sérlega vel og kom inn með mikla baráttu inn í Grindavíkurliðið. Staðan var 61-56 fyrir Grindavík eftir þrjá leikhluta og leikurinn enn galopin. Það er skemmst frá því að segja að Grindvíkingar settu í skotgírinn í loka leikhlutanum og voru aðeins fjórar mínútur að koma muninum upp í 16 stig. Það hreinlega opnuðust flóðgáttir fyrir utan þriggja stiga línuna hjá gestunum og þeir virtust ekki geta misnotað skot. Sigurinn var aldrei í hættu í lokin og lauk leiknum með öruggum sigri gestanna 86-69. Það var ekki sérstaklega fallegur körfubolti í Grafarvoginum í kvöld en mikil barátta einkenndi bæði lið. Grindvíkingar verða aftur á móti að spila mun betur ef þeir ætla sér að vera í toppbaráttunni fram að úrslitakeppninni. Fjölnir-Grindavík 69-86 (26-16, 16-20, 14-25, 13-25) Fjölnir: Ingvaldur Magni Hafsteinsson 21/5 fráköst, Ægir Þór Steinarsson 17/9 fráköst/5 stoðsendingar, Ben Stywall 14/10 fráköst, Jón Sverrisson 10/7 fráköst, Tómas Heiðar Tómasson 5, Sindri Kárason 2. Grindavík: Ryan Pettinella 20/9 fráköst, Páll Axel Vilbergsson 16/10 fráköst, Ólafur Ólafsson 14/5 fráköst, Jeremy Kelly 14/7 fráköst/5 stoðsendingar, Þorleifur Ólafsson 10, Björn Steinar Brynjólfsson 6, Kjartan Helgi Steinþórsson 2, Ómar Örn Sævarsson 2, Guðlaugur Eyjólfsson 2/5 fráköst.
Dominos-deild karla Mest lesið Allt small og Rauðu djöflarnir sjá úrslitaleikinn í hillingum Fótbolti „Þetta var hið fullkomna kvöld“ Fótbolti „Annar fóturinn í úrslitaleikinn en ekkert er búið enn“ Fótbolti „Þetta er ekki búið“ Fótbolti „Erum komnar til þess að fara alla leið“ Sport Albert byrjaði í naumu tapi í Andalúsíu Fótbolti Gísli Þorgeir skaut Magdeburg áfram Handbolti Meistaradeildardraumur Forest að breytast í martröð Enski boltinn Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 86-79| Haukar taka forystu í úrslitaeinvíginu Körfubolti Mark undir lok leiks gefur Norðmönnum von Fótbolti Fleiri fréttir Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 86-79| Haukar taka forystu í úrslitaeinvíginu LeBron um framtíðina: „Hef ekki svar“ Úlfarnir sendu Luka, LeBron og félaga í sumarfrí Martin að ná í úrslitakeppnina eftir allt saman? Annað skiptið í röð sem leikmaður San Antonio er valinn nýliði ársins Luka borgar fyrir viðgerðir á minnismerki um Kobe Slapp vel frá rafmagnsleysinu Pabbi Haliburtons ögraði Giannis: „Mikil vanvirðing“ „Þetta er úrslitakeppnin og hlutir gerast“ Sigtryggur Arnar eignaðist strák rétt fyrir stórleik kvöldsins Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 105-104 | Lygilegar lokamínútur Þinglegur stuðningur við Tindastól fyrir kvöldið NBA viðurkennir dómaramistök á ögurstundu hjá Luka og Lakers „Þetta er hreinn og klár glæpur“ „Létum hluti sem við stjórnum ekki fara of mikið í taugarnar á okkur“ Hnefarnir látnir tala í Umhyggjuhöllinni Fór ekki í sturtu fyrr en sjö um morguninn eftir eitt erfiðasta tapið á ferlinum Mesta rúst í sögu NBA Skýrsla um Brynjar Karl: Geri tilraunir með börn og skorti fræðilegan grunn „Stoltur af leikmönnum og stuðningsmönnum“ „Stóðumst áhlaupin betur að þessu sinni“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 91-105 | Grindavík hélt sér á lífi með langþráðum sigri utan heimabæjarins Lögmálið: Þjálfari Lakers féll á prófinu Dómarar viðurkenndu að hafa gert mistök Tímabilið líklega búið hjá Lillard „Mamma kenndi mér að leika ekki með matinn“ Lakers sprungu og eiga bara eina líflínu Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 101-89 | Njarðvík með sópinn á lofti Sá tíundi í röð hjá Jóni Axel og félögum eftir dramatík í lokin Almar Orri til Miami háskólans Sjá meira
Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 91-105 | Grindavík hélt sér á lífi með langþráðum sigri utan heimabæjarins