Gagnrýni: Bræðrabylta á sparkvelli 17. apríl 2010 04:00 Leikstjóri: Carlos Cuarón. Aðalhlutverk: Gael García Bernal, Diego Luna, Guillermo Francella. Sýnd á Bíódögum Græna ljóssins. Bræðurnir Cursi og Rudo búa við kröpp kjör í litlum bæ í Mexíkó. Rudo hefur fyrir fjölskyldu að sjá en Cursi er laus og liðugur og þráir að fara til Bandaríkjanna og slá í gegn sem söngvari. Rudo er illu heilli spilafíkill og tapar matarpeningum og lausamunum fjölskyldunnar reglulega í póker með félögum sínum. Annars er knattspyrna helsta dægradvöl bræðranna og báðir búa þeir yfir miklum hæfileikum á vellinum. Cursi er frábær markaskorari og stóri bróðir hans er engu síðri markvörður. Hinn sjúklega sæti Gael García Bernal leikur Cursi með yfirveguðum tilþrifum og Diego Luna er engu síðri í hlutverki hins ólukkulega en í raun hjartahreina bróður hans sem býr við þá bölvun að vera markvörður og er því dæmdur til þess að vera alltaf aftastur. Fyrir tilviljun uppgötvar umsvifamikill umboðsmaður fótboltamanna bræðurna og í kjölfarið tekur líf þeirra stórkostlegum breytingum. Þeir flytja til stórborgarinnar og verða atvinnumenn hvor hjá sínu knattspyrnuliðinu. Stjarna Cursi rís hratt eftir að hann sýnir snilldartakta í sínum fyrsta leik. Afbrýðisamur og gramur fylgir Rudo svo í kjölfarið en fær síðan heldur betur tækifæri til að láta ljós sitt skína í markinu. Í draumum beggja bræðra er þó fall þeirra falið. Cursi hefur meiri áhuga á að slá í gegn sem söngvari en boltasparkari þrátt fyrir sorglegan skort á hæfileikum á því sviði auk þess sem hann verður, samkvæmt kúnstarinnar reglum um fótboltahetjur, uppteknari af því að sofa hjá frægri gellu og skemmta sér heldur en að skora mörk. Rudo spilar svo jafnóðum frá sér atvinnumannslaununum þannig að bræðurnir eru báðir í úlfakreppu þegar lið þeirra mætast í úrslitaleik þar sem við blasir að sá þeirra sem tapar er búinn að vera. Staða Rudos er orðin það slæm að hjá honum eru líf og limir að veði en Cursi þarf aðeins að óttast um feril sinn. Grunnstefið í myndinni er hið mjög svo kunnuglega minni um saklausa sveitadrenginn sem tapar áttum í stórborginni þar sem freistingar og flárátt fólk bíða hans við hvert horn. Saga bræðranna er samt bæði falleg og átakanleg þannig að maður hrífst með þeim inn í glysheim atvinnumennskunnar og þjáist með þeim þegar halla fer undan fæti. Spennan í úrslitaleiknum er síðan svo mögnuð að jafnvel þeir sem hafa ekki hundsvit á fótbolta og vita varla hvað leikurinn gengur út á standa á öndinni þegar bræðurnir mætast innan vítateigs. Þórarinn Þórarinsson Niðurstaða: Áhrifarík og falleg mynd sem tengir mjög skemmtilega saman baráttuna við lífið og tilveruna og stríðið inni á fótboltavellinum. Menning Mest lesið Hélt auganu en missti af frumsýningu eftir að hafa fengið golfkúlu í andlitið Lífið Helen Óttars og Rubin Pollock slá sér upp Lífið Fékk Laufeyju í afmælið: „Maggi bróðir hefur alltaf verið betri en aðrir að gefa gjafir“ Lífið Heitasta hámhorfið í haust Lífið Vakti yfir sofandi sonunum vopnuð hnífi Lífið Stíflaður mjólkurkirtill reyndist ólæknandi krabbamein Lífið Vigdís Häsler flutt til Sveins Andra Lífið „Lífið gefur okkur mislangan tíma og ég vil nýta minn til hins ýtrasta“ Lífið Betra sem hárbindi en tagl í Bríeti Tíska og hönnun „Hvetjandi að sjá stelpu með sama húðlit og ég sigra“ Lífið Fleiri fréttir Shine on, you crazy Íslendingar! Skömminni skilað Friðrik Ómar bauð upp á sveppi – og Villi hefði elskað það! Freðinn faðir, fáránlegir fasistar og fyrsta flokks bíó Veisla fyrir augu og eyru Ekki er allt gull sem glóir Þeir fátæku borga brúsann Auður í Bæjarbíói: Frá slaufun í standandi fagnaðarlæti Alvöru bíó en hægt brenna Eldarnir Er Lína Langsokkur woke? Kórtónleikar: Heilög naumhyggja eða heilalaust suð Barnaefni fyrir fullorðna Balta bregst bogalistin Þú heyrðir rétt: klassík getur verið skemmtileg Sjá meira
Leikstjóri: Carlos Cuarón. Aðalhlutverk: Gael García Bernal, Diego Luna, Guillermo Francella. Sýnd á Bíódögum Græna ljóssins. Bræðurnir Cursi og Rudo búa við kröpp kjör í litlum bæ í Mexíkó. Rudo hefur fyrir fjölskyldu að sjá en Cursi er laus og liðugur og þráir að fara til Bandaríkjanna og slá í gegn sem söngvari. Rudo er illu heilli spilafíkill og tapar matarpeningum og lausamunum fjölskyldunnar reglulega í póker með félögum sínum. Annars er knattspyrna helsta dægradvöl bræðranna og báðir búa þeir yfir miklum hæfileikum á vellinum. Cursi er frábær markaskorari og stóri bróðir hans er engu síðri markvörður. Hinn sjúklega sæti Gael García Bernal leikur Cursi með yfirveguðum tilþrifum og Diego Luna er engu síðri í hlutverki hins ólukkulega en í raun hjartahreina bróður hans sem býr við þá bölvun að vera markvörður og er því dæmdur til þess að vera alltaf aftastur. Fyrir tilviljun uppgötvar umsvifamikill umboðsmaður fótboltamanna bræðurna og í kjölfarið tekur líf þeirra stórkostlegum breytingum. Þeir flytja til stórborgarinnar og verða atvinnumenn hvor hjá sínu knattspyrnuliðinu. Stjarna Cursi rís hratt eftir að hann sýnir snilldartakta í sínum fyrsta leik. Afbrýðisamur og gramur fylgir Rudo svo í kjölfarið en fær síðan heldur betur tækifæri til að láta ljós sitt skína í markinu. Í draumum beggja bræðra er þó fall þeirra falið. Cursi hefur meiri áhuga á að slá í gegn sem söngvari en boltasparkari þrátt fyrir sorglegan skort á hæfileikum á því sviði auk þess sem hann verður, samkvæmt kúnstarinnar reglum um fótboltahetjur, uppteknari af því að sofa hjá frægri gellu og skemmta sér heldur en að skora mörk. Rudo spilar svo jafnóðum frá sér atvinnumannslaununum þannig að bræðurnir eru báðir í úlfakreppu þegar lið þeirra mætast í úrslitaleik þar sem við blasir að sá þeirra sem tapar er búinn að vera. Staða Rudos er orðin það slæm að hjá honum eru líf og limir að veði en Cursi þarf aðeins að óttast um feril sinn. Grunnstefið í myndinni er hið mjög svo kunnuglega minni um saklausa sveitadrenginn sem tapar áttum í stórborginni þar sem freistingar og flárátt fólk bíða hans við hvert horn. Saga bræðranna er samt bæði falleg og átakanleg þannig að maður hrífst með þeim inn í glysheim atvinnumennskunnar og þjáist með þeim þegar halla fer undan fæti. Spennan í úrslitaleiknum er síðan svo mögnuð að jafnvel þeir sem hafa ekki hundsvit á fótbolta og vita varla hvað leikurinn gengur út á standa á öndinni þegar bræðurnir mætast innan vítateigs. Þórarinn Þórarinsson Niðurstaða: Áhrifarík og falleg mynd sem tengir mjög skemmtilega saman baráttuna við lífið og tilveruna og stríðið inni á fótboltavellinum.
Menning Mest lesið Hélt auganu en missti af frumsýningu eftir að hafa fengið golfkúlu í andlitið Lífið Helen Óttars og Rubin Pollock slá sér upp Lífið Fékk Laufeyju í afmælið: „Maggi bróðir hefur alltaf verið betri en aðrir að gefa gjafir“ Lífið Heitasta hámhorfið í haust Lífið Vakti yfir sofandi sonunum vopnuð hnífi Lífið Stíflaður mjólkurkirtill reyndist ólæknandi krabbamein Lífið Vigdís Häsler flutt til Sveins Andra Lífið „Lífið gefur okkur mislangan tíma og ég vil nýta minn til hins ýtrasta“ Lífið Betra sem hárbindi en tagl í Bríeti Tíska og hönnun „Hvetjandi að sjá stelpu með sama húðlit og ég sigra“ Lífið Fleiri fréttir Shine on, you crazy Íslendingar! Skömminni skilað Friðrik Ómar bauð upp á sveppi – og Villi hefði elskað það! Freðinn faðir, fáránlegir fasistar og fyrsta flokks bíó Veisla fyrir augu og eyru Ekki er allt gull sem glóir Þeir fátæku borga brúsann Auður í Bæjarbíói: Frá slaufun í standandi fagnaðarlæti Alvöru bíó en hægt brenna Eldarnir Er Lína Langsokkur woke? Kórtónleikar: Heilög naumhyggja eða heilalaust suð Barnaefni fyrir fullorðna Balta bregst bogalistin Þú heyrðir rétt: klassík getur verið skemmtileg Sjá meira