Töldu stjórnmálin vera kaup kaups thorunn@frettabladid.is skrifar 30. júní 2010 04:30 Jón Sigurðsson, fyrrverandi formaður Framsóknarflokksins, gerir upp sín mál. Jón Sigurðsson segir félagasamtök hafa reynt að bjóða Framsóknarflokknum atkvæði fyrir greiða fyrir kosningar 2007. Flokkurinn hafi á þeim tíma verið lamaður af illdeilum og beri meðábyrgð á aðdraganda og forsendum hrunsins. Jón Sigurðsson varð aldrei eiginlegur flokksformaður Framsóknarflokksins því að öll formennska hans fór í að halda samstöðu og koma í veg fyrir íkveikjur meðal framsóknarmanna. Þetta er meðal þess sem kemur fram í grein hans í tímaritinu Stjórnmál og stjórnsýsla, sem kom út í gær. Jón gerir upp tímann í kringum Alþingiskosningar 2007, þegar hann var iðnaðar- og viðskiptaráðherra og formaður flokksins. Hann segir samtök framsóknarmanna í Reykjavík hafa verið lömuð af illdeildum, óhróður um forystumenn flokksins hafi náð langt inn í hann sjálfan og menn í efstu forystu hafi tekið þátt í því. Þá segir Jón marga hafa verið vana spillingarglósum um flokkinn. „Lærdómsríkt var að kynnast viðskiptahugmyndum sumra um stjórnmálin. Þau ættu að vera kaup kaups: Þið gerið fyrst eitthvað fyrir okkur og svo styðjum við ykkur á eftir. Forystumenn samtaka þóttust geta boðið atkvæði almennra félagsmanna í samræmi við þetta." Jón segir forseta Íslands hafa boðið honum nokkrum sinnum til Bessastaða til viðræðna. „Mér fannst forsetinn vera að leita að tækifæri til að taka sjálfstætt frumkvæði í einhverju málefni - bæði að leita að málefninu og tækifærinu - til að staðfesta sjálfstætt eigið hlutverk og áhrifavald." Jón segir þetta fróðlegt í ljósi síðari atburða. Þá lýsir hann Geir H. Haarde sem góðum samstarfsmanni, tillitssömum og jarðbundnum miðjumanni sem tók ekki mikið frumkvæði. Jón segir flokkinn bera pólitíska meðábyrgð á aðdraganda og forsendum hrunsins. Fráleitt sé að rekja hrunið til kvótakerfisins, en það hafi þó verið upphaf að aðgreindum eiginlegum fjármálamarkaði á Íslandi. Þá segir hann að pólitískir bláþræðir hafi verið í einkavæðingu bankanna, en það standist ekki að rökvíslegir „þræðir liggi þaðan til atburða ársins 2008". Jón segist hafa leitað upplýsinga um Icesave árið 2006, og „fékk þau svör að það væri öruggt og ekki ástæða til áhyggju af því". Hann segir að ákveðið hafi þó verið árið 2007 að skipa nefnd til að fara yfir málið, sérstaklega Evrópureglur um útibú og dótturfyrirtæki og innstæðutryggingar. Þar sem styttist í kosningar á þeim tíma hafi því verið frestað. Jón segist hafa rætt það mánuðum fyrir kosningar að hann myndi segja af sér næði hann ekki kjöri, eins og varð úr eftir stuttar meirihlutaviðræður við Sjálfstæðisflokkinn. „Augljóst var að ég náði ekki út fyrir fylgiskjarna flokksins," segir Jón. Innlent Mest lesið Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Innlent „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent Ferðamaður lést við Breiðamerkursand Innlent Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Innlent „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Innlent Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Innlent Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Innlent Hafi látið högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent „Komið nóg af áföllum“ Innlent Fleiri fréttir Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík „Þetta er hættuleg helgi“ Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Borgin hafnar yfirlýsingum KSÍ Fólk varist dúfur í Vestmannaeyjum Ógnaði vegfarendum með stórum hníf Ferðamaður lést við Breiðamerkursand „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Ísbjarnareftirlit á Vestfjörðum Íslenskum nemendum fækkar en erlendum fjölgar Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Þyrlan kölluð út vegna bráðra veikinda á Breiðamerkursandi Ofbeldi gegn eldri borgurum oft hulið Aukið viðbragð í öllum deildum lögreglu Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Sendinefnd ESB tjáir sig ekki um tollana Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Breiðan „tjakkast upp“ og varað við framhlaupi við hraunjaðrana Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Komu göngumönnum í sjálfheldu til aðstoðar Sjá meira
Jón Sigurðsson segir félagasamtök hafa reynt að bjóða Framsóknarflokknum atkvæði fyrir greiða fyrir kosningar 2007. Flokkurinn hafi á þeim tíma verið lamaður af illdeilum og beri meðábyrgð á aðdraganda og forsendum hrunsins. Jón Sigurðsson varð aldrei eiginlegur flokksformaður Framsóknarflokksins því að öll formennska hans fór í að halda samstöðu og koma í veg fyrir íkveikjur meðal framsóknarmanna. Þetta er meðal þess sem kemur fram í grein hans í tímaritinu Stjórnmál og stjórnsýsla, sem kom út í gær. Jón gerir upp tímann í kringum Alþingiskosningar 2007, þegar hann var iðnaðar- og viðskiptaráðherra og formaður flokksins. Hann segir samtök framsóknarmanna í Reykjavík hafa verið lömuð af illdeildum, óhróður um forystumenn flokksins hafi náð langt inn í hann sjálfan og menn í efstu forystu hafi tekið þátt í því. Þá segir Jón marga hafa verið vana spillingarglósum um flokkinn. „Lærdómsríkt var að kynnast viðskiptahugmyndum sumra um stjórnmálin. Þau ættu að vera kaup kaups: Þið gerið fyrst eitthvað fyrir okkur og svo styðjum við ykkur á eftir. Forystumenn samtaka þóttust geta boðið atkvæði almennra félagsmanna í samræmi við þetta." Jón segir forseta Íslands hafa boðið honum nokkrum sinnum til Bessastaða til viðræðna. „Mér fannst forsetinn vera að leita að tækifæri til að taka sjálfstætt frumkvæði í einhverju málefni - bæði að leita að málefninu og tækifærinu - til að staðfesta sjálfstætt eigið hlutverk og áhrifavald." Jón segir þetta fróðlegt í ljósi síðari atburða. Þá lýsir hann Geir H. Haarde sem góðum samstarfsmanni, tillitssömum og jarðbundnum miðjumanni sem tók ekki mikið frumkvæði. Jón segir flokkinn bera pólitíska meðábyrgð á aðdraganda og forsendum hrunsins. Fráleitt sé að rekja hrunið til kvótakerfisins, en það hafi þó verið upphaf að aðgreindum eiginlegum fjármálamarkaði á Íslandi. Þá segir hann að pólitískir bláþræðir hafi verið í einkavæðingu bankanna, en það standist ekki að rökvíslegir „þræðir liggi þaðan til atburða ársins 2008". Jón segist hafa leitað upplýsinga um Icesave árið 2006, og „fékk þau svör að það væri öruggt og ekki ástæða til áhyggju af því". Hann segir að ákveðið hafi þó verið árið 2007 að skipa nefnd til að fara yfir málið, sérstaklega Evrópureglur um útibú og dótturfyrirtæki og innstæðutryggingar. Þar sem styttist í kosningar á þeim tíma hafi því verið frestað. Jón segist hafa rætt það mánuðum fyrir kosningar að hann myndi segja af sér næði hann ekki kjöri, eins og varð úr eftir stuttar meirihlutaviðræður við Sjálfstæðisflokkinn. „Augljóst var að ég náði ekki út fyrir fylgiskjarna flokksins," segir Jón.
Innlent Mest lesið Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Innlent „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent Ferðamaður lést við Breiðamerkursand Innlent Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Innlent „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Innlent Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Innlent Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Innlent Hafi látið högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent „Komið nóg af áföllum“ Innlent Fleiri fréttir Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík „Þetta er hættuleg helgi“ Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Borgin hafnar yfirlýsingum KSÍ Fólk varist dúfur í Vestmannaeyjum Ógnaði vegfarendum með stórum hníf Ferðamaður lést við Breiðamerkursand „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Ísbjarnareftirlit á Vestfjörðum Íslenskum nemendum fækkar en erlendum fjölgar Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Þyrlan kölluð út vegna bráðra veikinda á Breiðamerkursandi Ofbeldi gegn eldri borgurum oft hulið Aukið viðbragð í öllum deildum lögreglu Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Sendinefnd ESB tjáir sig ekki um tollana Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Breiðan „tjakkast upp“ og varað við framhlaupi við hraunjaðrana Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Komu göngumönnum í sjálfheldu til aðstoðar Sjá meira