Meistarinn Button að venjast McLaren 4. febrúar 2010 11:05 Jenson Button er nú í búningi McLaren liðsins. Mynd: Getty Images Heimsmeistarinn Jenson Button hefur unnið hörðum höndum að því að venjast McLaren liðinu og og bílnum á æfingum í Valencia, en hann gekk til liðs við liðið frá meistaraliði Mercedes. Hann telur að margt eigi eftir að koma í ljóst á næstu vikum varðandi hraða bílanna, en Ferrrari náði besta tíma síðustu daga. "Það er óhætt að segja að Ferrari bíllinnn sé fljótur, en óljóst hve fljótur. Þeir myndu ekki ná þessum tíma ef þeir væru ekki samkeppnisfærir, en það er erfitt að vita hvaða bensínmagn menn eru að nota á æfingum. Svo mæta allir með endurbætta bíla fyrir fyrsta mótið. Ég held að næsta prófun verði marktækari og þá verði hægt að finna út raunhraða manna með því að skoða bensínþyngdir", sagði Button í samtali við Auosport vefsetrið. "Það hefði verið gott að komast í að stilla bílnum upp meira, en við höfum þurft að breyta ýmsu í bílnum til að það færi vel um mig. Ég sit hátt í bílnum sem er mikilvægt fyrir sjálfstraustið." Button sagðist ekki hafa hoppað hæð sína af kæti á fyrstu æfingunni með McLaren eins og með Brawn í fyrra, þegar hann prófaði nýja bíl liðsins. Ástæðan væri einfaldlega sú að það tæki tíma að venjast nýjum bílum og aðstæðum. Þá væri brautin í Valencia óvenjuleg, en hún er fremur hæg miðað við hefðbundnar Formúlu 1 brautir. Mest lesið „Ísland í hópi með Norður-Kóreu og Íran“ Sport Alfreð klæddist kvennatreyjunni á leiknum við Ísland Handbolti Dönsk landsliðskona eignaðist barn tólf vikum fyrir tímann Handbolti Loksins þorði einhver í Kolbein sem stígur aftur inn í hringinn Sport Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta Íslenski boltinn „Búnt á skenkinn, Halli Egils á vegginn“ Sport Forðuðu sér frá bráðsmitandi óléttu í Fram Handbolti Kærastan tók eftir því að eitthvað var að Handbolti Segir allt tal um leiðinlegan fótbolta hjá Arsenal heimskulegt Enski boltinn Ósammála um Gyökeres: „Hefðirðu verið ánægður með fjögur mörk?“ Enski boltinn Fleiri fréttir Verstappen telur sig ekki geta barist um titilinn Hlupu inn á Formúlu 1-brautina: „Ég hefði getað drepið þá“ Yfirburðir Norris sem er kominn á toppinn Norris á ráspól og forysta Piastri í hættu Grunur um nauðgun á heimili Schumachers Segir að formúlu 1 vanti nú illmenni Russell fyrstur í mark í Singapúr og McLaren tryggði sigur bílasmiða George Russell á ráspól í Singapúr Hringt í flesta eigendur í Formúlu 1 eftir brottreksturinn frá Red Bull Sjá meira
Heimsmeistarinn Jenson Button hefur unnið hörðum höndum að því að venjast McLaren liðinu og og bílnum á æfingum í Valencia, en hann gekk til liðs við liðið frá meistaraliði Mercedes. Hann telur að margt eigi eftir að koma í ljóst á næstu vikum varðandi hraða bílanna, en Ferrrari náði besta tíma síðustu daga. "Það er óhætt að segja að Ferrari bíllinnn sé fljótur, en óljóst hve fljótur. Þeir myndu ekki ná þessum tíma ef þeir væru ekki samkeppnisfærir, en það er erfitt að vita hvaða bensínmagn menn eru að nota á æfingum. Svo mæta allir með endurbætta bíla fyrir fyrsta mótið. Ég held að næsta prófun verði marktækari og þá verði hægt að finna út raunhraða manna með því að skoða bensínþyngdir", sagði Button í samtali við Auosport vefsetrið. "Það hefði verið gott að komast í að stilla bílnum upp meira, en við höfum þurft að breyta ýmsu í bílnum til að það færi vel um mig. Ég sit hátt í bílnum sem er mikilvægt fyrir sjálfstraustið." Button sagðist ekki hafa hoppað hæð sína af kæti á fyrstu æfingunni með McLaren eins og með Brawn í fyrra, þegar hann prófaði nýja bíl liðsins. Ástæðan væri einfaldlega sú að það tæki tíma að venjast nýjum bílum og aðstæðum. Þá væri brautin í Valencia óvenjuleg, en hún er fremur hæg miðað við hefðbundnar Formúlu 1 brautir.
Mest lesið „Ísland í hópi með Norður-Kóreu og Íran“ Sport Alfreð klæddist kvennatreyjunni á leiknum við Ísland Handbolti Dönsk landsliðskona eignaðist barn tólf vikum fyrir tímann Handbolti Loksins þorði einhver í Kolbein sem stígur aftur inn í hringinn Sport Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta Íslenski boltinn „Búnt á skenkinn, Halli Egils á vegginn“ Sport Forðuðu sér frá bráðsmitandi óléttu í Fram Handbolti Kærastan tók eftir því að eitthvað var að Handbolti Segir allt tal um leiðinlegan fótbolta hjá Arsenal heimskulegt Enski boltinn Ósammála um Gyökeres: „Hefðirðu verið ánægður með fjögur mörk?“ Enski boltinn Fleiri fréttir Verstappen telur sig ekki geta barist um titilinn Hlupu inn á Formúlu 1-brautina: „Ég hefði getað drepið þá“ Yfirburðir Norris sem er kominn á toppinn Norris á ráspól og forysta Piastri í hættu Grunur um nauðgun á heimili Schumachers Segir að formúlu 1 vanti nú illmenni Russell fyrstur í mark í Singapúr og McLaren tryggði sigur bílasmiða George Russell á ráspól í Singapúr Hringt í flesta eigendur í Formúlu 1 eftir brottreksturinn frá Red Bull Sjá meira