Þjóðaratkvæðagreiðslunni verður hugsanlega frestað 26. janúar 2010 06:00 Svo kann að fara að þjóðaratkvæðagreiðslunni um Icesave-lögin, sem fara á fram 6. mars, verði frestað. Þingmenn úr röðum stjórnarflokkanna telja mikilvægt að þing og þjóð hafi ráðrúm til að gaumgæfa skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis áður en gengið verður til atkvæðagreiðslunnar um Icesave. Þingmenn í stjórnarandstöðunni eru á hinn bóginn þeirrar skoðunar að ekki beri að hrófla við kjördeginum. Rannsóknarnefnd Alþingis tilkynnti í gær að útgáfa skýrslunnar frestist um nokkrar vikur en áformað var að hún kæmi út fyrir 1. febrúar. Nefndin væntir þess að geta skilað af sér fyrir febrúarlok, „komi ekkert óvænt upp í því ferli sem eftir er," eins og það er orðað. Málið var rætt á fundi þingflokks Samfylkingarinnar í gær. Björgvin G. Sigurðsson, formaður þingflokksins, segir ótækt að aðeins nokkrir dagar líði á milli þessara atburða. Í skýrslunni kunni að verða upplýsingar sem fólk vilji hafa til hliðsjónar þegar það greiðir atkvæði um Icesave. Ákjósanlegt væri að rannsóknarnefndin tímasetti nákvæmlega útgáfu skýrslu sinnar og að dagsetning þjóðaratkvæðagreiðslunnar verði ákveðin í framhaldinu. Björn Valur Gíslason, þingmaður Vinstri grænna, er sama sinnis. Fresta þurfi atkvæðagreiðslunni ef það stefnir í að skýrslan komi út vikuna áður. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Framsóknarflokksins, telur ekki ráðlegt að hringla með kjördaginn. Betra sé að útgáfa skýrslunnar taki mið af honum. „Best væri að klára skýrsluna og birta niðurstöðurnar í tíma og ef eitthvað er óunnið gera það í framhaldinu og birta sem viðbótarskjöl. Nú veit ég ekki hvort það er hægt en það væri þá best," segir Sigmundur. Unnur Brá Konráðsdóttir Sjálfstæðisflokki er sammála Sigmundi. Ekki beri að hrófla við kjördeginum. Viðmælendum Fréttablaðsins bar saman um að slæmt væri að útgáfa skýrslunnar tefðist. Vonbrigði, svekkjandi og óheppilegt, voru orðin sem þeir völdu. Töfin væri til þess fallin að auka enn á tortryggnina í samfélaginu. - bþs Rannsóknarskýrsla Alþingis Mest lesið Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Erlent Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Innlent Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Erlent Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Innlent Með meðvitund fastur í rústunum en lést á leið á sjúkrahús Erlent „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Innlent Hyggjast banna klám sem sýnir kyrkingar Erlent Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Erlent Fleiri fréttir Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Lögreglan innsiglaði Flóka Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum Sjá meira
Svo kann að fara að þjóðaratkvæðagreiðslunni um Icesave-lögin, sem fara á fram 6. mars, verði frestað. Þingmenn úr röðum stjórnarflokkanna telja mikilvægt að þing og þjóð hafi ráðrúm til að gaumgæfa skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis áður en gengið verður til atkvæðagreiðslunnar um Icesave. Þingmenn í stjórnarandstöðunni eru á hinn bóginn þeirrar skoðunar að ekki beri að hrófla við kjördeginum. Rannsóknarnefnd Alþingis tilkynnti í gær að útgáfa skýrslunnar frestist um nokkrar vikur en áformað var að hún kæmi út fyrir 1. febrúar. Nefndin væntir þess að geta skilað af sér fyrir febrúarlok, „komi ekkert óvænt upp í því ferli sem eftir er," eins og það er orðað. Málið var rætt á fundi þingflokks Samfylkingarinnar í gær. Björgvin G. Sigurðsson, formaður þingflokksins, segir ótækt að aðeins nokkrir dagar líði á milli þessara atburða. Í skýrslunni kunni að verða upplýsingar sem fólk vilji hafa til hliðsjónar þegar það greiðir atkvæði um Icesave. Ákjósanlegt væri að rannsóknarnefndin tímasetti nákvæmlega útgáfu skýrslu sinnar og að dagsetning þjóðaratkvæðagreiðslunnar verði ákveðin í framhaldinu. Björn Valur Gíslason, þingmaður Vinstri grænna, er sama sinnis. Fresta þurfi atkvæðagreiðslunni ef það stefnir í að skýrslan komi út vikuna áður. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Framsóknarflokksins, telur ekki ráðlegt að hringla með kjördaginn. Betra sé að útgáfa skýrslunnar taki mið af honum. „Best væri að klára skýrsluna og birta niðurstöðurnar í tíma og ef eitthvað er óunnið gera það í framhaldinu og birta sem viðbótarskjöl. Nú veit ég ekki hvort það er hægt en það væri þá best," segir Sigmundur. Unnur Brá Konráðsdóttir Sjálfstæðisflokki er sammála Sigmundi. Ekki beri að hrófla við kjördeginum. Viðmælendum Fréttablaðsins bar saman um að slæmt væri að útgáfa skýrslunnar tefðist. Vonbrigði, svekkjandi og óheppilegt, voru orðin sem þeir völdu. Töfin væri til þess fallin að auka enn á tortryggnina í samfélaginu. - bþs
Rannsóknarskýrsla Alþingis Mest lesið Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Erlent Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Innlent Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Erlent Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Innlent Með meðvitund fastur í rústunum en lést á leið á sjúkrahús Erlent „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Innlent Hyggjast banna klám sem sýnir kyrkingar Erlent Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Erlent Fleiri fréttir Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Lögreglan innsiglaði Flóka Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum Sjá meira