NBA í nótt: Fáliðaðir töframenn nálægt óvæntum sigri Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 19. desember 2010 11:00 James, Bosh og Wade fagna eftir leikinn í nótt. Mynd/AP Miami Heat vann í nótt afar nauman sigur á Washington Wizards í NBA-deildinni í körfubolta, 95-94. Washington var án John Wall, sem var í vor valinn fyrstur í nýliðavalinu, og Gilbert Arenas sem var í gær sendur til Orlando í skiptum fyrir Rashard Lewis. Sá náði þó ekki að spila sinn fyrsta leik fyrir Washington í gær. Engu að síður spilaði Washington vel og var aðeins 30 sekúndum frá sigri í leiknum. Miami vann þar með sinn tólfta sigur í röð. Sigurinn var þó afar umdeildur þar sem að LeBron James og Chris Bosh virtust báðir brjóta á Kirk Hinrich á lokasekúndum leiksins. Hins vegar var ekkert dæmt og tíminn rann út. „Ég fór beint upp og hann fór beint upp," sagði James og vildi ekki meina að um brot hafi verið að ræða. „Miami fékk enga sérmeðferð hjá dómurnum." Þetta var sjöunda tap Washington í röð sem var fimm stigum yfir þegar hálf mínúta var eftir af leiknum. LeBron Jmaes var með 32 stig í leiknum, sjö fráköst og sex stoðsendingar. Bosh og Dwyane Wade voru báðir með 20 stig. Miami skoraði síðustu sex stig sín á vítalínunni en James Jones náði að stela mikilvægum bolta skömmu fyrir leikslok. Hinrich fór á vítalínuna þegar þrettán sekúndur voru eftir en nýtti aðeins annað skota sinna. Það reyndist dýrkeypt. Nick Young var stigahæstur hjá Washington með 30 stig og Hinrich var með þrettán stig og tólf stoðsendingar. Andray Blatche var með 20 stig og tólf fráköst. San Antonio vann Memphis, 112-106, í framlengdum leik. Þar með vann San Antonio sinn áttunda sigur í röð en Tony Parker fór mikinn og skoraði 37 stig, þar af sextán í fjórða leikhluta og framlengingunni. LA Clippers vann Chicago, 100-99. Blake Griffin skoraði 29 stig fyrir Clippers sem stöðvaði sjö leikja sigurgöngu Chicago í nótt. Philadelphia vann Orlando, 97-89. Lou Williams skoraði 24 stig og Andre Iguodala bætti við 21 fyrir Philadelphia. Cleveland vann New York, 109-102, í framlengdum leik. Mo Williams skoraði 23 stig fyrir Cleveland sem hafði tapað tíu síðustu leikjum sínum. Utah vann Milwaukee, 95-86. Deron Williams skoraði 22 stig og gaf ellefu stoðsendingar. Þetta var í níunda sinn sem Utah vinnur leik eftir að hafa lent minnst tíu stigum undir í honum. Denver vann Minnesota, 115-113. Carmelo Anthony skoraði 24 stig fyrir Denver en Kevin Love 43 fyrir Minnesota sem er persónulegt met. Portland vann Golden State, 96-95. LaMarcus Aldridge var með sautján stig og tólf fráköst. NBA Mest lesið „Hallærislegasta smjaður sem íþróttaheimurinn hefur nokkurn tíma séð“ Fótbolti Ronaldo útskýrir skrópið sitt í jarðarför Diogo Jota Fótbolti Davíð Smári hikar ekki: „Við ætlum að vinna þessa deild“ Íslenski boltinn „Það er björt framtíð á Nesinu“ Sport Fantasýn: Sölvi Tryggva með leynivopn Enski boltinn Leggja ríginn til hliðar í tvo klukkutíma Sport Goðsögnin sem tortímdi ferlinum handtekinn í Dúbæ og framseldur Sport Dæmd fyrir að stela af liðsfélaga í landsliðinu en nær Ólympíuleikunum Sport Íslendingaliðið sótti stig og Aston Villa vann mótmælaleikinn Fótbolti Magnús verður áfram í Mosfellsbæ Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Þarf ekki að láta aðra segja mér hvort að liðið sé nógu gott“ Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 101-105 | Langþráður sigur Íslandsmeistarana ÍA - Valur 81-83 | Grátlegt tveggja stiga tap á nýjum heimavelli Þór Þ. - ÍR 100 - 98 | Fyrsta sigrinum fagnað í Þorlákshöfn Uppgjörið: Álftanes - KR 108-89 | Stórsigur gegn vængbrotnu liði Banninu aflétt og Bretland mun mæta Íslandi Sá húsið sitt brenna til kaldra kola „Ha, átti ég metið?“ Rebekka Rut nýliði í fyrsta landsliðshóp Salminen Uppgjörið: KR - Grindavík 68-85 | Gestirnir á toppinn Valskonur niðurlægðu Íslandsmeistarana Tryggvi með flest fráköst í Evrópusigri Sjaldgæf 30-20-10 þrenna í Síkinu í gær Sömu félög að spila í tveimur íþróttum í sama húsinu á sama tíma Kristófer Acox kallar sig glæpamann Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Stjarnan með þægilegan sigur á nýliðunum Hverjir eru bestu ungu strákarnir í Bónus-deildinni? Söguleg byrjun OKC á tímabilinu Íslandsmeistararnir mæta bikarmeisturunum Skagamenn senda Kanann heim Tilþrif 5. umferðar: Jukic stal senunni Ólíkar niðurstöður hjá landsliðsmönnunum Er Tóti Túrbó ofmetinn? „Gott að við gátum verið liðið sem kláraði þetta“ Erfitt kvöld fyrir Ármann og Tindastól Tvöföld tvenna Tryggva í tæpu tapi Góður lokaleikhluti tryggði Njarðvík sigurinn Styrmir með þrettán í öruggum sigri Zamora Sjá meira
Miami Heat vann í nótt afar nauman sigur á Washington Wizards í NBA-deildinni í körfubolta, 95-94. Washington var án John Wall, sem var í vor valinn fyrstur í nýliðavalinu, og Gilbert Arenas sem var í gær sendur til Orlando í skiptum fyrir Rashard Lewis. Sá náði þó ekki að spila sinn fyrsta leik fyrir Washington í gær. Engu að síður spilaði Washington vel og var aðeins 30 sekúndum frá sigri í leiknum. Miami vann þar með sinn tólfta sigur í röð. Sigurinn var þó afar umdeildur þar sem að LeBron James og Chris Bosh virtust báðir brjóta á Kirk Hinrich á lokasekúndum leiksins. Hins vegar var ekkert dæmt og tíminn rann út. „Ég fór beint upp og hann fór beint upp," sagði James og vildi ekki meina að um brot hafi verið að ræða. „Miami fékk enga sérmeðferð hjá dómurnum." Þetta var sjöunda tap Washington í röð sem var fimm stigum yfir þegar hálf mínúta var eftir af leiknum. LeBron Jmaes var með 32 stig í leiknum, sjö fráköst og sex stoðsendingar. Bosh og Dwyane Wade voru báðir með 20 stig. Miami skoraði síðustu sex stig sín á vítalínunni en James Jones náði að stela mikilvægum bolta skömmu fyrir leikslok. Hinrich fór á vítalínuna þegar þrettán sekúndur voru eftir en nýtti aðeins annað skota sinna. Það reyndist dýrkeypt. Nick Young var stigahæstur hjá Washington með 30 stig og Hinrich var með þrettán stig og tólf stoðsendingar. Andray Blatche var með 20 stig og tólf fráköst. San Antonio vann Memphis, 112-106, í framlengdum leik. Þar með vann San Antonio sinn áttunda sigur í röð en Tony Parker fór mikinn og skoraði 37 stig, þar af sextán í fjórða leikhluta og framlengingunni. LA Clippers vann Chicago, 100-99. Blake Griffin skoraði 29 stig fyrir Clippers sem stöðvaði sjö leikja sigurgöngu Chicago í nótt. Philadelphia vann Orlando, 97-89. Lou Williams skoraði 24 stig og Andre Iguodala bætti við 21 fyrir Philadelphia. Cleveland vann New York, 109-102, í framlengdum leik. Mo Williams skoraði 23 stig fyrir Cleveland sem hafði tapað tíu síðustu leikjum sínum. Utah vann Milwaukee, 95-86. Deron Williams skoraði 22 stig og gaf ellefu stoðsendingar. Þetta var í níunda sinn sem Utah vinnur leik eftir að hafa lent minnst tíu stigum undir í honum. Denver vann Minnesota, 115-113. Carmelo Anthony skoraði 24 stig fyrir Denver en Kevin Love 43 fyrir Minnesota sem er persónulegt met. Portland vann Golden State, 96-95. LaMarcus Aldridge var með sautján stig og tólf fráköst.
NBA Mest lesið „Hallærislegasta smjaður sem íþróttaheimurinn hefur nokkurn tíma séð“ Fótbolti Ronaldo útskýrir skrópið sitt í jarðarför Diogo Jota Fótbolti Davíð Smári hikar ekki: „Við ætlum að vinna þessa deild“ Íslenski boltinn „Það er björt framtíð á Nesinu“ Sport Fantasýn: Sölvi Tryggva með leynivopn Enski boltinn Leggja ríginn til hliðar í tvo klukkutíma Sport Goðsögnin sem tortímdi ferlinum handtekinn í Dúbæ og framseldur Sport Dæmd fyrir að stela af liðsfélaga í landsliðinu en nær Ólympíuleikunum Sport Íslendingaliðið sótti stig og Aston Villa vann mótmælaleikinn Fótbolti Magnús verður áfram í Mosfellsbæ Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Þarf ekki að láta aðra segja mér hvort að liðið sé nógu gott“ Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 101-105 | Langþráður sigur Íslandsmeistarana ÍA - Valur 81-83 | Grátlegt tveggja stiga tap á nýjum heimavelli Þór Þ. - ÍR 100 - 98 | Fyrsta sigrinum fagnað í Þorlákshöfn Uppgjörið: Álftanes - KR 108-89 | Stórsigur gegn vængbrotnu liði Banninu aflétt og Bretland mun mæta Íslandi Sá húsið sitt brenna til kaldra kola „Ha, átti ég metið?“ Rebekka Rut nýliði í fyrsta landsliðshóp Salminen Uppgjörið: KR - Grindavík 68-85 | Gestirnir á toppinn Valskonur niðurlægðu Íslandsmeistarana Tryggvi með flest fráköst í Evrópusigri Sjaldgæf 30-20-10 þrenna í Síkinu í gær Sömu félög að spila í tveimur íþróttum í sama húsinu á sama tíma Kristófer Acox kallar sig glæpamann Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Stjarnan með þægilegan sigur á nýliðunum Hverjir eru bestu ungu strákarnir í Bónus-deildinni? Söguleg byrjun OKC á tímabilinu Íslandsmeistararnir mæta bikarmeisturunum Skagamenn senda Kanann heim Tilþrif 5. umferðar: Jukic stal senunni Ólíkar niðurstöður hjá landsliðsmönnunum Er Tóti Túrbó ofmetinn? „Gott að við gátum verið liðið sem kláraði þetta“ Erfitt kvöld fyrir Ármann og Tindastól Tvöföld tvenna Tryggva í tæpu tapi Góður lokaleikhluti tryggði Njarðvík sigurinn Styrmir með þrettán í öruggum sigri Zamora Sjá meira