Webber heppinn að ljúka keppni 27. september 2010 10:05 Fremstu menn í gær. Sebastian Vettel, Fernando Alonso, Mark Webber og Aldo Costa hönnuður Ferrrari. Mynd: Getty Images Ástralinn Mark Webber er efstur í stigamóti Formúlu 1 ökumanna, eftir að hafa náð þriðja sæti í Singapúr í gær. Hann var fimmti á ráslínu og kænska Red Bull liðsins hans fleytti honum ofar. Hann lenti í árekstri við Lewis Hamilton, sem varð að hætta keppni. Sjálfur var Webber heppin að ljúka mótinu, þar sem það hékk á bláþræði eftir samstuðið að dekk losnaði af felgu. Svo segir yfirmaður Bridgestone í frétt á autosport.com í dag. Munaði 5 mm á því að dekkið flettist af, en það hékk á í 25 hringi. "Ég er ánægður með þriðja sætið, en þetta var mér erfið mótshelgi. Trúlega sú erfiðasta á árinu. Mér fannst ég ekki alveg í takti og er því ánægður með útkomuna", sagði Webber. Hann fór snemma í þjónustuhlé og missti marga bíla framúr sér, en vann sig upp listann af kappi. Hann lenti svo í samstuði við Hamilton, þegar Hamilton reyndi framúrakstur. "Lewis var aðeins á undan mér, en þetta er svipað og gerðist í síðustu keppni milli Felipe Massa og Lewis. Felipe vissi ekki af honum. Þetta getur gerst, því við bremsum á síðustu stundu fyrir beygjurnar. Vissulega var þetta tæpt, en skellurinn var ekki harður, en hefði getað stöðvað mig líka. En sem betur fer náði ég að halda áfram", sagði Webber. Hann er með 202 stig í stigamóti ökumanna þegar fjórum mótum er ólokið. Fernando Alonso er með 191, Hamilton 182, Sebastian Vettel 181 og Jenson Button 177. Mest lesið Allt small og Rauðu djöflarnir sjá úrslitaleikinn í hillingum Fótbolti Forseti ÍSÍ fær laun og framboðin aldrei verið fleiri Sport „Hvað eru menn búnir að láta fífla sig út í?“ Íslenski boltinn Stórbætti heimsmetið í bakgarðshlaupum Sport „Ekki eðlilegt að vera svona góður sautján ára“ Fótbolti Féll sex metra úr stúkunni og niður á völl Sport Albert byrjaði í naumu tapi í Andalúsíu Fótbolti Trans konum bannað að spila í kvennaflokki á Bretlandi Enski boltinn Glódís skilur áhyggjur Steina: „Verið gríðarlega sárt og erfitt“ Fótbolti „Svona leikmaður kemur fram á fimmtíu ára fresti“ Fótbolti Fleiri fréttir „Þetta var hræðilegt og 2025 verður sársaukafullt“ Piastri sigraði í Jeddah og leiðir keppni ökumanna Kallaði sig hálfvita eftir áreksturinn Segja fjörutíu milljarða í boði fyrir Verstappen Max svaraði Marko fullum hálsi Hefur áhyggjur af framtíð Verstappen Piastri hleypti engum fram úr og fagnaði fyrsta sigrinum Schumacher skrifaði nafnið sitt á hjálm „Eins og ég hafi aldrei keyrt Formúlu 1 bíl“ „Vandamálið er mín megin og ég verð að bæta mig“ Blótar háum sektum fyrir það að blóta Schumacher orðinn afi Verstappen fagnaði sigri í Japan: „Þetta er ansi dýr sláttuvél“ Sjáðu magnaðan lokahring Verstappen: „Jafnvel sá besti á ferli Max" Verstappen á ráspólnum í Japan „Það er algjört kjaftæði“ Pérez rætt við nokkur lið um endurkomu Sjá meira
Ástralinn Mark Webber er efstur í stigamóti Formúlu 1 ökumanna, eftir að hafa náð þriðja sæti í Singapúr í gær. Hann var fimmti á ráslínu og kænska Red Bull liðsins hans fleytti honum ofar. Hann lenti í árekstri við Lewis Hamilton, sem varð að hætta keppni. Sjálfur var Webber heppin að ljúka mótinu, þar sem það hékk á bláþræði eftir samstuðið að dekk losnaði af felgu. Svo segir yfirmaður Bridgestone í frétt á autosport.com í dag. Munaði 5 mm á því að dekkið flettist af, en það hékk á í 25 hringi. "Ég er ánægður með þriðja sætið, en þetta var mér erfið mótshelgi. Trúlega sú erfiðasta á árinu. Mér fannst ég ekki alveg í takti og er því ánægður með útkomuna", sagði Webber. Hann fór snemma í þjónustuhlé og missti marga bíla framúr sér, en vann sig upp listann af kappi. Hann lenti svo í samstuði við Hamilton, þegar Hamilton reyndi framúrakstur. "Lewis var aðeins á undan mér, en þetta er svipað og gerðist í síðustu keppni milli Felipe Massa og Lewis. Felipe vissi ekki af honum. Þetta getur gerst, því við bremsum á síðustu stundu fyrir beygjurnar. Vissulega var þetta tæpt, en skellurinn var ekki harður, en hefði getað stöðvað mig líka. En sem betur fer náði ég að halda áfram", sagði Webber. Hann er með 202 stig í stigamóti ökumanna þegar fjórum mótum er ólokið. Fernando Alonso er með 191, Hamilton 182, Sebastian Vettel 181 og Jenson Button 177.
Mest lesið Allt small og Rauðu djöflarnir sjá úrslitaleikinn í hillingum Fótbolti Forseti ÍSÍ fær laun og framboðin aldrei verið fleiri Sport „Hvað eru menn búnir að láta fífla sig út í?“ Íslenski boltinn Stórbætti heimsmetið í bakgarðshlaupum Sport „Ekki eðlilegt að vera svona góður sautján ára“ Fótbolti Féll sex metra úr stúkunni og niður á völl Sport Albert byrjaði í naumu tapi í Andalúsíu Fótbolti Trans konum bannað að spila í kvennaflokki á Bretlandi Enski boltinn Glódís skilur áhyggjur Steina: „Verið gríðarlega sárt og erfitt“ Fótbolti „Svona leikmaður kemur fram á fimmtíu ára fresti“ Fótbolti Fleiri fréttir „Þetta var hræðilegt og 2025 verður sársaukafullt“ Piastri sigraði í Jeddah og leiðir keppni ökumanna Kallaði sig hálfvita eftir áreksturinn Segja fjörutíu milljarða í boði fyrir Verstappen Max svaraði Marko fullum hálsi Hefur áhyggjur af framtíð Verstappen Piastri hleypti engum fram úr og fagnaði fyrsta sigrinum Schumacher skrifaði nafnið sitt á hjálm „Eins og ég hafi aldrei keyrt Formúlu 1 bíl“ „Vandamálið er mín megin og ég verð að bæta mig“ Blótar háum sektum fyrir það að blóta Schumacher orðinn afi Verstappen fagnaði sigri í Japan: „Þetta er ansi dýr sláttuvél“ Sjáðu magnaðan lokahring Verstappen: „Jafnvel sá besti á ferli Max" Verstappen á ráspólnum í Japan „Það er algjört kjaftæði“ Pérez rætt við nokkur lið um endurkomu Sjá meira