Button segir McLaren taka framförum 13. apríl 2010 12:23 Lewis Hamilton og Jenson Button voru aftarlega á ráslínu í síðustu keppni, en sýndu góða takta í mótinu. Mynd: Getty Images Jenson Button segir að liðinu hafi tekist að bæta McLaren bílinn fyrir næsta mót sem er í Kína um helgina. Hann flaug frá Malasíu í síðustu viku til Englands til að vinna að þróun bílsins í ökuhermi með tæknimönnum sínum. Button segist vonast eftir þurru veðri á Sjanghæ brautinni í Kína um helgina, en hann varð í þriðja sæti í mótinu á síðasta ári á eftir Sebastian Vettel og Mark Webber hjá Red Bull. "Ég nýt þess að keyra brautina, sem er dæmigerð nútímabraut og með blöndu af köflum sem krefjast nákvæmni og tæknilegrar útsjónarsemi, bæði hröðum beygjum og löngum beinum köflum. Þetta er ökumannsbraut og hentar vel uppsettum keppnisbíl. Ég held að við höfum náð framförum hvað það atriði varðar", sagði Button sem lagði á sig 13.000 mílna ferðalag til og frá Asíu til að vinna í ökuherminum með McLaren. "Ég varði degi í tæknisetri McLaren til að sjá hvað við gætum gert betur með tillliti til mótsins í Sjanghæ. Ég tel að ég hafi öðlast betri skilning á keppnisbílnum og við vitum núna hvernig á að fínstilla bílinn hvað jafnvægið varðar. Líka hvernig á að stilla honum upp um helgina. Í heildina erum við að taka framförum, sem er alltaf jákvætt", sagði Button. Mest lesið „Ísland í hópi með Norður-Kóreu og Íran“ Sport Alfreð klæddist kvennatreyjunni á leiknum við Ísland Handbolti Dönsk landsliðskona eignaðist barn tólf vikum fyrir tímann Handbolti Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta Íslenski boltinn Loksins þorði einhver í Kolbein sem stígur aftur inn í hringinn Sport „Búnt á skenkinn, Halli Egils á vegginn“ Sport Forðuðu sér frá bráðsmitandi óléttu í Fram Handbolti Kærastan tók eftir því að eitthvað var að Handbolti Spence og van de Ven báðust afsökunar Fótbolti Ósammála um Gyökeres: „Hefðirðu verið ánægður með fjögur mörk?“ Enski boltinn Fleiri fréttir Verstappen telur sig ekki geta barist um titilinn Hlupu inn á Formúlu 1-brautina: „Ég hefði getað drepið þá“ Yfirburðir Norris sem er kominn á toppinn Norris á ráspól og forysta Piastri í hættu Grunur um nauðgun á heimili Schumachers Segir að formúlu 1 vanti nú illmenni Russell fyrstur í mark í Singapúr og McLaren tryggði sigur bílasmiða George Russell á ráspól í Singapúr Hringt í flesta eigendur í Formúlu 1 eftir brottreksturinn frá Red Bull Sjá meira
Jenson Button segir að liðinu hafi tekist að bæta McLaren bílinn fyrir næsta mót sem er í Kína um helgina. Hann flaug frá Malasíu í síðustu viku til Englands til að vinna að þróun bílsins í ökuhermi með tæknimönnum sínum. Button segist vonast eftir þurru veðri á Sjanghæ brautinni í Kína um helgina, en hann varð í þriðja sæti í mótinu á síðasta ári á eftir Sebastian Vettel og Mark Webber hjá Red Bull. "Ég nýt þess að keyra brautina, sem er dæmigerð nútímabraut og með blöndu af köflum sem krefjast nákvæmni og tæknilegrar útsjónarsemi, bæði hröðum beygjum og löngum beinum köflum. Þetta er ökumannsbraut og hentar vel uppsettum keppnisbíl. Ég held að við höfum náð framförum hvað það atriði varðar", sagði Button sem lagði á sig 13.000 mílna ferðalag til og frá Asíu til að vinna í ökuherminum með McLaren. "Ég varði degi í tæknisetri McLaren til að sjá hvað við gætum gert betur með tillliti til mótsins í Sjanghæ. Ég tel að ég hafi öðlast betri skilning á keppnisbílnum og við vitum núna hvernig á að fínstilla bílinn hvað jafnvægið varðar. Líka hvernig á að stilla honum upp um helgina. Í heildina erum við að taka framförum, sem er alltaf jákvætt", sagði Button.
Mest lesið „Ísland í hópi með Norður-Kóreu og Íran“ Sport Alfreð klæddist kvennatreyjunni á leiknum við Ísland Handbolti Dönsk landsliðskona eignaðist barn tólf vikum fyrir tímann Handbolti Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta Íslenski boltinn Loksins þorði einhver í Kolbein sem stígur aftur inn í hringinn Sport „Búnt á skenkinn, Halli Egils á vegginn“ Sport Forðuðu sér frá bráðsmitandi óléttu í Fram Handbolti Kærastan tók eftir því að eitthvað var að Handbolti Spence og van de Ven báðust afsökunar Fótbolti Ósammála um Gyökeres: „Hefðirðu verið ánægður með fjögur mörk?“ Enski boltinn Fleiri fréttir Verstappen telur sig ekki geta barist um titilinn Hlupu inn á Formúlu 1-brautina: „Ég hefði getað drepið þá“ Yfirburðir Norris sem er kominn á toppinn Norris á ráspól og forysta Piastri í hættu Grunur um nauðgun á heimili Schumachers Segir að formúlu 1 vanti nú illmenni Russell fyrstur í mark í Singapúr og McLaren tryggði sigur bílasmiða George Russell á ráspól í Singapúr Hringt í flesta eigendur í Formúlu 1 eftir brottreksturinn frá Red Bull Sjá meira