Hamilton vann í viðburðarríkri keppni Gunnlaugur Rögnvaldsson skrifar 29. ágúst 2010 15:28 Lewis Hamilton fagnar sigri á Spa brautinni í dag. Mynd: Getty Images Bretinn Lewis Hamilton á McLaren tók forystu í stigamóti ökumanna með sigri á Spa-brautinni í Belgíu í dag. Hann varð á undan Mark Webber á Red Bull, en Robert Kubica varð þriðji. Webber var fremstur á ráslínu, en mistókst í startinu og missti nokkra ökumenn framúr sér á meðan Hamilton tók forystu. Hann ók af miklu öryggi, nema hvað hann gerði mistök þegar rigna fór undir lok keppninnar. Þá skautaði hann útaf í malargryfju, en hélt ró sinni og náði inn á brautina aftur án þess að tapa fyrsta sætinu. Kubica klúðraði öðru sætinu í þjónustuhléi, þegar hann keyrði út fyrir afmarkað svæði hjá þjónustumönnum sínum og tapaði þannig nokkrum sekúndum. Webber sem var á eftir honum nýtti sér það og skaust framúr á þjónustusvæðinu. Tryggði sér þannig dýrmæt stig með því að krækja í annað sætið. Áður hafði gengið á ýmsu. Sebastian Vettel var í mikilli keppni um annað sætið við Jenson Button, en missti bílinn upp í hliðarskrið þegar hann reyndi framúrakstur. Vettel skall á Button, sem varð að hætta vegna skemmda á McLaren bílnum. Vettel náði að halda áfram, en fékk akstursvíti og skemmdi svo dekk í árekstri seinna í mótinu og komst ekki í stigasæti né heldur Fernando Alonso, einn fimmmenninganna sem eru í titilslagnum. Rubens Barrichello keyrði aftan á Alonso og féll úr leik, en Alonso slapp með skrekkinn en þurfti auka þjónustuhlé. Seinna í keppninni snerist Alonso á votum kanti og endaði út í öryggisvegg og inn á brautina aftur og féll úr leik. Öryggisbíllinn var kallaður út og hópurinn þéttist með Hamilton á undan Webber og Kubica. Staðan breyttist ekkert þegar keppnin var endurræst og Hamilton fagnaði sigrinum vel. Sagði hann eins og fyrsta sigurinn tilfinninglega þegar hann var kominn í endamark gegnum talkerfið. Lokastaðan1. Hamilton McLaren-Mercedes 1,29m04.268s 2. Webber Red Bull-Renault +1.571 3. Kubica Renault +3.493 4. Massa Ferrari +8.264 5. Sutil Force India-Mercedes +9.094 6. Rosberg Mercedes +12.359 7. Schumacher Mercedes +15.548 8. Kobayashi Sauber-Ferrari +16.678 9. Petrov Renault +23.851 10. Alguersuari Toro Rosso-Ferrari +29.457 Mest lesið Kærastan tók eftir því að eitthvað var að Handbolti „Örugglega nokkrir Fantasy-þjálfarar ósáttir“ Enski boltinn „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Íslenski boltinn „Haaland er þetta góður“ Enski boltinn Tilþrif 5. umferðar: Jukic stal senunni Körfubolti Lygilega jafnt á toppnum eftir sigur AC Milan Fótbolti Ítalinn hoppaði upp fyrir Alcaraz eftir sigur í París Sport Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 29-31 | Svöruðu skellinum með frábærum sigri Handbolti Spánarmeistararnir halda í við toppliðið Fótbolti Hermann tekinn við Val Íslenski boltinn Fleiri fréttir Verstappen telur sig ekki geta barist um titilinn Hlupu inn á Formúlu 1-brautina: „Ég hefði getað drepið þá“ Yfirburðir Norris sem er kominn á toppinn Norris á ráspól og forysta Piastri í hættu Grunur um nauðgun á heimili Schumachers Segir að formúlu 1 vanti nú illmenni Russell fyrstur í mark í Singapúr og McLaren tryggði sigur bílasmiða George Russell á ráspól í Singapúr Hringt í flesta eigendur í Formúlu 1 eftir brottreksturinn frá Red Bull Sjá meira
Bretinn Lewis Hamilton á McLaren tók forystu í stigamóti ökumanna með sigri á Spa-brautinni í Belgíu í dag. Hann varð á undan Mark Webber á Red Bull, en Robert Kubica varð þriðji. Webber var fremstur á ráslínu, en mistókst í startinu og missti nokkra ökumenn framúr sér á meðan Hamilton tók forystu. Hann ók af miklu öryggi, nema hvað hann gerði mistök þegar rigna fór undir lok keppninnar. Þá skautaði hann útaf í malargryfju, en hélt ró sinni og náði inn á brautina aftur án þess að tapa fyrsta sætinu. Kubica klúðraði öðru sætinu í þjónustuhléi, þegar hann keyrði út fyrir afmarkað svæði hjá þjónustumönnum sínum og tapaði þannig nokkrum sekúndum. Webber sem var á eftir honum nýtti sér það og skaust framúr á þjónustusvæðinu. Tryggði sér þannig dýrmæt stig með því að krækja í annað sætið. Áður hafði gengið á ýmsu. Sebastian Vettel var í mikilli keppni um annað sætið við Jenson Button, en missti bílinn upp í hliðarskrið þegar hann reyndi framúrakstur. Vettel skall á Button, sem varð að hætta vegna skemmda á McLaren bílnum. Vettel náði að halda áfram, en fékk akstursvíti og skemmdi svo dekk í árekstri seinna í mótinu og komst ekki í stigasæti né heldur Fernando Alonso, einn fimmmenninganna sem eru í titilslagnum. Rubens Barrichello keyrði aftan á Alonso og féll úr leik, en Alonso slapp með skrekkinn en þurfti auka þjónustuhlé. Seinna í keppninni snerist Alonso á votum kanti og endaði út í öryggisvegg og inn á brautina aftur og féll úr leik. Öryggisbíllinn var kallaður út og hópurinn þéttist með Hamilton á undan Webber og Kubica. Staðan breyttist ekkert þegar keppnin var endurræst og Hamilton fagnaði sigrinum vel. Sagði hann eins og fyrsta sigurinn tilfinninglega þegar hann var kominn í endamark gegnum talkerfið. Lokastaðan1. Hamilton McLaren-Mercedes 1,29m04.268s 2. Webber Red Bull-Renault +1.571 3. Kubica Renault +3.493 4. Massa Ferrari +8.264 5. Sutil Force India-Mercedes +9.094 6. Rosberg Mercedes +12.359 7. Schumacher Mercedes +15.548 8. Kobayashi Sauber-Ferrari +16.678 9. Petrov Renault +23.851 10. Alguersuari Toro Rosso-Ferrari +29.457
Mest lesið Kærastan tók eftir því að eitthvað var að Handbolti „Örugglega nokkrir Fantasy-þjálfarar ósáttir“ Enski boltinn „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Íslenski boltinn „Haaland er þetta góður“ Enski boltinn Tilþrif 5. umferðar: Jukic stal senunni Körfubolti Lygilega jafnt á toppnum eftir sigur AC Milan Fótbolti Ítalinn hoppaði upp fyrir Alcaraz eftir sigur í París Sport Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 29-31 | Svöruðu skellinum með frábærum sigri Handbolti Spánarmeistararnir halda í við toppliðið Fótbolti Hermann tekinn við Val Íslenski boltinn Fleiri fréttir Verstappen telur sig ekki geta barist um titilinn Hlupu inn á Formúlu 1-brautina: „Ég hefði getað drepið þá“ Yfirburðir Norris sem er kominn á toppinn Norris á ráspól og forysta Piastri í hættu Grunur um nauðgun á heimili Schumachers Segir að formúlu 1 vanti nú illmenni Russell fyrstur í mark í Singapúr og McLaren tryggði sigur bílasmiða George Russell á ráspól í Singapúr Hringt í flesta eigendur í Formúlu 1 eftir brottreksturinn frá Red Bull Sjá meira