Horner ver ákeyrslu Vettels á meistarann Button 30. ágúst 2010 11:04 Sebastian Vettel fékk engin stig á Spa brautinni í gær. Mynd: Getty Images Christian Horner, framkvæmdarstjóri Red Bull kom Sebastian Vettel til varnar, en Vettel keyrði meistarann Jenson Button út úr keppninni á Spa brautinni í gær. Reyndi framúrakstur, en bíll hans snerist í bleytunni og lenti inn í hliðinni á McLaren Buttons. "Ég efast ekkert um hæfileika Vettlels. Þetta bara gekk ekki upp hjá honum að þessu sinni. Hann þarf að vera rólegur og einbeittur, en þetta mun falla með honum einn daginn. Hann þurfti að taka augnabliks ákvörðun og hann gerði ein mistök í kapphlaupinu við Jenson", sagði Horner í frétt á autosport.com. "Jenson bremsaði fyrr en Vettel átti von á og þegar hann reyndi að forðast hann, þá snerist bíllinn og skall á Jenson. Aðstæður voru erfiðar. Vettel er frábær ökumaður og ungur að árum og það er auðvelt að gagnrýna óreynda menn, en hann lærir á þessu." Horner segir Vettel þroskaðan einstakling og að hann skoði í kjölinn hvað gerist og mæti tvíelfdur í slaginn í næsta mót. Horner segist ekki afskrifa titilmöguleika Vettels, þrátt fyrir óhappið í gær. "Hlutirnir geta breyst hratt og Mark (Webber) hefur unnið fleiri mót en nokkur annar ökumaður og hefur ekið afar vel og er í sínu besta formi. Þetta lítur vel út hjá honum, en þetta getur breyst hratt og það væri ekki gáfulegt að afskrifa Sebastian eins og staðan er", sagði Horner. Staðan í stigamótinu 1 Lewis Hamilton 182 2 Mark Webber 179 3 Sebastian Vettel 151 4 Jenson Button 147 5 Fernando Alonso 141 6 Felipe Massa 109 7 Robert Kubica 104 8 Nico Rosberg 102 Mest lesið Viðtökurnar á Anfield munu ekki breyta neinu Fótbolti „Örugglega nokkrir Fantasy-þjálfarar ósáttir“ Enski boltinn Kærastan tók eftir því að eitthvað var að Handbolti „Haaland er þetta góður“ Enski boltinn „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Íslenski boltinn Guardiola segir að dómararnir hafi verið á móti City í áratug Enski boltinn Tilþrif 5. umferðar: Jukic stal senunni Körfubolti Dagskráin í dag: Sú elsta og virtasta, enska úrvalsdeildin og Extra Sport Lygilega jafnt á toppnum eftir sigur AC Milan Fótbolti Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 29-31 | Svöruðu skellinum með frábærum sigri Handbolti Fleiri fréttir Verstappen telur sig ekki geta barist um titilinn Hlupu inn á Formúlu 1-brautina: „Ég hefði getað drepið þá“ Yfirburðir Norris sem er kominn á toppinn Norris á ráspól og forysta Piastri í hættu Grunur um nauðgun á heimili Schumachers Segir að formúlu 1 vanti nú illmenni Russell fyrstur í mark í Singapúr og McLaren tryggði sigur bílasmiða George Russell á ráspól í Singapúr Hringt í flesta eigendur í Formúlu 1 eftir brottreksturinn frá Red Bull Sjá meira
Christian Horner, framkvæmdarstjóri Red Bull kom Sebastian Vettel til varnar, en Vettel keyrði meistarann Jenson Button út úr keppninni á Spa brautinni í gær. Reyndi framúrakstur, en bíll hans snerist í bleytunni og lenti inn í hliðinni á McLaren Buttons. "Ég efast ekkert um hæfileika Vettlels. Þetta bara gekk ekki upp hjá honum að þessu sinni. Hann þarf að vera rólegur og einbeittur, en þetta mun falla með honum einn daginn. Hann þurfti að taka augnabliks ákvörðun og hann gerði ein mistök í kapphlaupinu við Jenson", sagði Horner í frétt á autosport.com. "Jenson bremsaði fyrr en Vettel átti von á og þegar hann reyndi að forðast hann, þá snerist bíllinn og skall á Jenson. Aðstæður voru erfiðar. Vettel er frábær ökumaður og ungur að árum og það er auðvelt að gagnrýna óreynda menn, en hann lærir á þessu." Horner segir Vettel þroskaðan einstakling og að hann skoði í kjölinn hvað gerist og mæti tvíelfdur í slaginn í næsta mót. Horner segist ekki afskrifa titilmöguleika Vettels, þrátt fyrir óhappið í gær. "Hlutirnir geta breyst hratt og Mark (Webber) hefur unnið fleiri mót en nokkur annar ökumaður og hefur ekið afar vel og er í sínu besta formi. Þetta lítur vel út hjá honum, en þetta getur breyst hratt og það væri ekki gáfulegt að afskrifa Sebastian eins og staðan er", sagði Horner. Staðan í stigamótinu 1 Lewis Hamilton 182 2 Mark Webber 179 3 Sebastian Vettel 151 4 Jenson Button 147 5 Fernando Alonso 141 6 Felipe Massa 109 7 Robert Kubica 104 8 Nico Rosberg 102
Mest lesið Viðtökurnar á Anfield munu ekki breyta neinu Fótbolti „Örugglega nokkrir Fantasy-þjálfarar ósáttir“ Enski boltinn Kærastan tók eftir því að eitthvað var að Handbolti „Haaland er þetta góður“ Enski boltinn „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Íslenski boltinn Guardiola segir að dómararnir hafi verið á móti City í áratug Enski boltinn Tilþrif 5. umferðar: Jukic stal senunni Körfubolti Dagskráin í dag: Sú elsta og virtasta, enska úrvalsdeildin og Extra Sport Lygilega jafnt á toppnum eftir sigur AC Milan Fótbolti Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 29-31 | Svöruðu skellinum með frábærum sigri Handbolti Fleiri fréttir Verstappen telur sig ekki geta barist um titilinn Hlupu inn á Formúlu 1-brautina: „Ég hefði getað drepið þá“ Yfirburðir Norris sem er kominn á toppinn Norris á ráspól og forysta Piastri í hættu Grunur um nauðgun á heimili Schumachers Segir að formúlu 1 vanti nú illmenni Russell fyrstur í mark í Singapúr og McLaren tryggði sigur bílasmiða George Russell á ráspól í Singapúr Hringt í flesta eigendur í Formúlu 1 eftir brottreksturinn frá Red Bull Sjá meira