Umfjöllun: KR-ingar byrja tímabilið af krafti Stefán Árni Pálsson skrifar 7. október 2010 23:10 Mynd/Daníel KR-ingar unnu virkilega fínan sigur á Stjörnunni í fyrstu umferð Iceland-Express deild karla í Vesturbænum í kvöld. Framlengja þurfti leikinn en KR-ingar voru of sterkir og unnu 108-90 í hörkuleik. Stjörnumenn virtust ætla byrja leikinn af krafti en þeir skoruðu fyrstu tvær körfur leiksins. Sú forysta hélst nú ekki lengi og heimamenn tóku strax öll völd á vellinum. Um miðjan fyrsta leikhluta var staðan orðin 26-14 fyrir KR og Stjarnan virtist vera ennþá í sumarfríi. Rétt undir lok fyrsta leikhluta náðu gestirnir aftur á móti að rétta aðeins úr kútnum og minnkuðu muninn í 33-28 með flautukörfu frá Fannari Frey Helgasyni. Flautukarfa Fannars hafði lítið að segja því KR-ingar byrjuðu annan leikhluta gríðarlega vel. Fljótlega voru heimamenn komnir með 17 stiga forskot, 50-33. Brynjar Þór Björnsson og Pavel Ermolinskij voru að spila sérstaklega vel fyrir KR-inga og það var hausverkur Teits Örlygssonar, þjálfara Stjörnunnar, að finna leið til að stoppa þá í síðari hálfleiknum. KR-ingar höfðu 14 stiga forystu í hálfleik, 56 - 42. KR-ingar byrjuðu síðari hálfleikinn eins og þeir enduðu þann fyrri og komust fljótlega í 66-46 og gestirnir virtust sigraðir. Smá saman fóru Stjörnumenn að minnka muninn og heimamenn virtust ætla hleypa þeim inn í leikinn. Staðan var 75-62 fyrir KR eftir þrjá leikhluta en það sást á leik gestanna að þeir voru hvergi nærri hættir. Fjórði leikhlutinn var æsispennandi og Stjörnumenn héldu áfram að saxa á forskot KR-inga. Gestirnir náðu að jafna leikinn 84-84 þegar lítið var eftir og komust síðan yfir í næstu sókn. Þegar um tíu sekúndur voru eftir af venjulegum leiktíma náði Brynjar Þór Björnsson, leikmaður KR, að fiska villu á gestina og jafnar leikinn á vítapunktinum. Stjörnumenn vildi fá dæmdan ruðning en svo var ekki. Framlengja þurfti leikinn og það var strax ljóst á fyrstu mínútu framlengingarinnar að gestirnir höfðu notað alla sína orku í að jafna leikinn. KR-ingar rúlluðu yfir Stjörnumenn í Framlengingunni og unnu öruggan sigur 109-90. Pavel Ermolinskij var gjörsamlega óstöðvandi í liði KR en hann náði þrefaldri tvennu. Pavel skoraði skoraði 22 stig, náði 14 fráköstum og gaf 11 stoðsendingar. Breiddin hjá KR-ingum var hreinlega of mikil fyrir gestina og þeir voru einfaldlega orkumeiri í framlengingunni.Stig KR: Brynjar Þór Björnsson 23/6 fráköst, Pavel Ermolinskij 22/14 fráköst/11 stoðsendingar, Ólafur Már Ægisson 13/4 fráköst, Fannar Ólafsson 10/5 fráköst, Hreggviður Magnússon 9/5 fráköst, Finnur Atli Magnússon 9/7 fráköst, Jón Orri Kristjánsson 8, Marcus Walker 7/4 fráköst, Skarphéðinn Freyr Ingason 4/4 fráköst, Martin Hermannsson 3..Stig Stjörnunnar: Justin Shouse 21/7 stoðsendingar, Fannar Freyr Helgason 17/9 fráköst, Kjartan Atli Kjartansson 17, Marvin Valdimarsson 11/4 fráköst, Jovan Zdravevski 10/4 fráköst/9 stoðsendingar/5 stolnir, Birgir Björn Pétursson 7/10 fráköst, Guðjón Lárusson 4, Birkir Guðlaugsson 2, Ólafur Aron Ingvason 1. Dominos-deild karla Mest lesið Þurfti að gúgla Heimi sem hefur nú áhrif á næstu kynslóð Íra Fótbolti „Pabbi, ertu að fara að deyja?“ Handbolti Brjálaður fögnuður, nafni flugvallar breytt og T vantaði í tattú Fótbolti Er undankeppni HM í fótbolta ósanngjörn fyrir Ísland og hinar þjóðir Evrópu? Fótbolti Gæti átt yfir höfði sér þrjátíu ára fangelsi Sport Stjörnur Grindavíkurliðsins flytja heim til Grindavíkur Körfubolti Káfaði á rassi Haaland og kom honum í stuð Fótbolti Leikmennirnir skipta 375 milljónum króna á milli sín Fótbolti Orðaður við Liverpool og með 65 milljóna punda riftunarákvæði í janúar Enski boltinn Mættu með skalla og plastpoka til heiðurs goðsögn Fótbolti Fleiri fréttir Sú dáðasta í sögu liðsins mætti í dulargervi og plataði alla Þrjár breytingar fyrir leikinn mikilvæga í kvöld Stjörnur Grindavíkurliðsins flytja heim til Grindavíkur Martin stigahæstur á leið í undanúrslit Stelpurnar okkar skelltu sér í sjóinn Fauk í Draymond Green: „Hann hélt bara áfram að kalla mig konu“ LeBron nálgast endurkomu og met Fyrsti þjálfarinn í NBA fokinn Jón Axel gat ekki komið í veg fyrir tap Elvar með flestar stoðsendingar í sigri Mario sleit krossband: „Gríðarlegt áfall fyrir Njarðvík“ Uppgjör: Valur - Álftanes 92-80 | Hökkuðu gestina í sig án Kristófers Finnur Freyr: „Kannski hefur Davíð Tómas eitthvað til síns máls“ Styrmir sterkur í sigri á Spáni Tindastóll - Þór Þ. 96-82 | Þægilegt hjá Stólunum Mark Cuban mættur aftur Rekinn úr húsi í Breiðholtinu en fyrst fór ruslatunnan á flug „Í öllum góðum hópum er alltaf einn sem labbar aftur á bak“ Uppgjörið: Keflavík - ÍA 96-72| Sigur Keflavíkur aldrei í neinni hættu Meistararnir stungu af í seinni Uppgjörið: ÍR - Grindavík 78-86 | Tveimur hent úr húsi en toppliðið heldur flugi KR - Njarðvík 88-97 | Dýrmætur sigur gestanna ÍA sækir Kanann sem Ármann losaði Extraleikarnir: Mættu báðir með markvörð úr silfurliðinu í Peking „Heimskuleg taktík hjá mér“ Sátt eftir fyrsta landsleikinn: „Vá, ég er eiginlega orðlaus“ Uppgjörið: Ísland - Serbía 59-84 | Löguðu erfiða stöðu Elvar með sautján stig gegn sínu gamla félagi Martin stoðsendingahæstur í sigri Nýtt fyrirkomulag á vali leikmanna í stjörnuleik NBA Sjá meira
KR-ingar unnu virkilega fínan sigur á Stjörnunni í fyrstu umferð Iceland-Express deild karla í Vesturbænum í kvöld. Framlengja þurfti leikinn en KR-ingar voru of sterkir og unnu 108-90 í hörkuleik. Stjörnumenn virtust ætla byrja leikinn af krafti en þeir skoruðu fyrstu tvær körfur leiksins. Sú forysta hélst nú ekki lengi og heimamenn tóku strax öll völd á vellinum. Um miðjan fyrsta leikhluta var staðan orðin 26-14 fyrir KR og Stjarnan virtist vera ennþá í sumarfríi. Rétt undir lok fyrsta leikhluta náðu gestirnir aftur á móti að rétta aðeins úr kútnum og minnkuðu muninn í 33-28 með flautukörfu frá Fannari Frey Helgasyni. Flautukarfa Fannars hafði lítið að segja því KR-ingar byrjuðu annan leikhluta gríðarlega vel. Fljótlega voru heimamenn komnir með 17 stiga forskot, 50-33. Brynjar Þór Björnsson og Pavel Ermolinskij voru að spila sérstaklega vel fyrir KR-inga og það var hausverkur Teits Örlygssonar, þjálfara Stjörnunnar, að finna leið til að stoppa þá í síðari hálfleiknum. KR-ingar höfðu 14 stiga forystu í hálfleik, 56 - 42. KR-ingar byrjuðu síðari hálfleikinn eins og þeir enduðu þann fyrri og komust fljótlega í 66-46 og gestirnir virtust sigraðir. Smá saman fóru Stjörnumenn að minnka muninn og heimamenn virtust ætla hleypa þeim inn í leikinn. Staðan var 75-62 fyrir KR eftir þrjá leikhluta en það sást á leik gestanna að þeir voru hvergi nærri hættir. Fjórði leikhlutinn var æsispennandi og Stjörnumenn héldu áfram að saxa á forskot KR-inga. Gestirnir náðu að jafna leikinn 84-84 þegar lítið var eftir og komust síðan yfir í næstu sókn. Þegar um tíu sekúndur voru eftir af venjulegum leiktíma náði Brynjar Þór Björnsson, leikmaður KR, að fiska villu á gestina og jafnar leikinn á vítapunktinum. Stjörnumenn vildi fá dæmdan ruðning en svo var ekki. Framlengja þurfti leikinn og það var strax ljóst á fyrstu mínútu framlengingarinnar að gestirnir höfðu notað alla sína orku í að jafna leikinn. KR-ingar rúlluðu yfir Stjörnumenn í Framlengingunni og unnu öruggan sigur 109-90. Pavel Ermolinskij var gjörsamlega óstöðvandi í liði KR en hann náði þrefaldri tvennu. Pavel skoraði skoraði 22 stig, náði 14 fráköstum og gaf 11 stoðsendingar. Breiddin hjá KR-ingum var hreinlega of mikil fyrir gestina og þeir voru einfaldlega orkumeiri í framlengingunni.Stig KR: Brynjar Þór Björnsson 23/6 fráköst, Pavel Ermolinskij 22/14 fráköst/11 stoðsendingar, Ólafur Már Ægisson 13/4 fráköst, Fannar Ólafsson 10/5 fráköst, Hreggviður Magnússon 9/5 fráköst, Finnur Atli Magnússon 9/7 fráköst, Jón Orri Kristjánsson 8, Marcus Walker 7/4 fráköst, Skarphéðinn Freyr Ingason 4/4 fráköst, Martin Hermannsson 3..Stig Stjörnunnar: Justin Shouse 21/7 stoðsendingar, Fannar Freyr Helgason 17/9 fráköst, Kjartan Atli Kjartansson 17, Marvin Valdimarsson 11/4 fráköst, Jovan Zdravevski 10/4 fráköst/9 stoðsendingar/5 stolnir, Birgir Björn Pétursson 7/10 fráköst, Guðjón Lárusson 4, Birkir Guðlaugsson 2, Ólafur Aron Ingvason 1.
Dominos-deild karla Mest lesið Þurfti að gúgla Heimi sem hefur nú áhrif á næstu kynslóð Íra Fótbolti „Pabbi, ertu að fara að deyja?“ Handbolti Brjálaður fögnuður, nafni flugvallar breytt og T vantaði í tattú Fótbolti Er undankeppni HM í fótbolta ósanngjörn fyrir Ísland og hinar þjóðir Evrópu? Fótbolti Gæti átt yfir höfði sér þrjátíu ára fangelsi Sport Stjörnur Grindavíkurliðsins flytja heim til Grindavíkur Körfubolti Káfaði á rassi Haaland og kom honum í stuð Fótbolti Leikmennirnir skipta 375 milljónum króna á milli sín Fótbolti Orðaður við Liverpool og með 65 milljóna punda riftunarákvæði í janúar Enski boltinn Mættu með skalla og plastpoka til heiðurs goðsögn Fótbolti Fleiri fréttir Sú dáðasta í sögu liðsins mætti í dulargervi og plataði alla Þrjár breytingar fyrir leikinn mikilvæga í kvöld Stjörnur Grindavíkurliðsins flytja heim til Grindavíkur Martin stigahæstur á leið í undanúrslit Stelpurnar okkar skelltu sér í sjóinn Fauk í Draymond Green: „Hann hélt bara áfram að kalla mig konu“ LeBron nálgast endurkomu og met Fyrsti þjálfarinn í NBA fokinn Jón Axel gat ekki komið í veg fyrir tap Elvar með flestar stoðsendingar í sigri Mario sleit krossband: „Gríðarlegt áfall fyrir Njarðvík“ Uppgjör: Valur - Álftanes 92-80 | Hökkuðu gestina í sig án Kristófers Finnur Freyr: „Kannski hefur Davíð Tómas eitthvað til síns máls“ Styrmir sterkur í sigri á Spáni Tindastóll - Þór Þ. 96-82 | Þægilegt hjá Stólunum Mark Cuban mættur aftur Rekinn úr húsi í Breiðholtinu en fyrst fór ruslatunnan á flug „Í öllum góðum hópum er alltaf einn sem labbar aftur á bak“ Uppgjörið: Keflavík - ÍA 96-72| Sigur Keflavíkur aldrei í neinni hættu Meistararnir stungu af í seinni Uppgjörið: ÍR - Grindavík 78-86 | Tveimur hent úr húsi en toppliðið heldur flugi KR - Njarðvík 88-97 | Dýrmætur sigur gestanna ÍA sækir Kanann sem Ármann losaði Extraleikarnir: Mættu báðir með markvörð úr silfurliðinu í Peking „Heimskuleg taktík hjá mér“ Sátt eftir fyrsta landsleikinn: „Vá, ég er eiginlega orðlaus“ Uppgjörið: Ísland - Serbía 59-84 | Löguðu erfiða stöðu Elvar með sautján stig gegn sínu gamla félagi Martin stoðsendingahæstur í sigri Nýtt fyrirkomulag á vali leikmanna í stjörnuleik NBA Sjá meira