Alonso má ekki við vandræðum 9. september 2010 16:13 Jenson Button og Fernando Alonso í forgrunni á blaðamannafundi á Monza brautinni í dag. Mynd: Getty Images Fernando Alonso hjá Ferrari er einn af fimm ökumönnum sem á möguleika á meistaratitli þegar sex mótum er ólikið og hann ekur Ferrari á heimavelli liðsins í Monza um helgina. Alonso segir tvö næstu mót mikilvæg og hann verði að fá mikið af stigum í síðustu sex mótunum ætli hann að eiga möguleika á titlinum. "Augljóslega verður þetta erfiðara eftir því sem mótunum fækkar, ef illa gengur í einu móti. Þetta er kannski ekki síðasti sjénsinn okkar, en næsta mót og mótið í Singapúr þurfa hlutirnir að ganga vel", sagði Alonso í frétt frá Monza á autosport.com. Alonso segir að ef hann falli úr leik eða lendi í vandræðum get hann kvatt möguleika á titilinum endanlega. Lewis Hamilton er efstur að stigum í stigamótinu með 182 stig, Mark Webber er með 179, Sebastian Vettel 151, Jenson Button 147 og Alonso 141. "Fyrir mótið á Spa vorum við í þéttum hnapp og lítill munur á milli efstu manna. En hlutirnir breytast hratt, mót frá móti og nýja stigkefið breytir miklu. Við ætlum að vera á toppnum í síðustu sex mótunum, eins ofarlega og mögulegt er og sjáum hvað gerist", sagði Alonso. "Við ættum að vera samkeppnisfærir á Monza, þó við höfum ekki náð tilætlaðum árangri á Spa. Við höfum skoðað málið og lagað bílinn og ættum að mæta með betri bíl sem hentar Monza brautinni betur." Mótið á Monza er í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport á laugardag og sunnudag, en á föstudagskvöld er þáttur frá æfingum keppnisliða á Monza brautinni. Mest lesið Kærastan tók eftir því að eitthvað var að Handbolti „Örugglega nokkrir Fantasy-þjálfarar ósáttir“ Enski boltinn „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Íslenski boltinn „Haaland er þetta góður“ Enski boltinn Tilþrif 5. umferðar: Jukic stal senunni Körfubolti Lygilega jafnt á toppnum eftir sigur AC Milan Fótbolti Ítalinn hoppaði upp fyrir Alcaraz eftir sigur í París Sport Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 29-31 | Svöruðu skellinum með frábærum sigri Handbolti Spánarmeistararnir halda í við toppliðið Fótbolti Hermann tekinn við Val Íslenski boltinn Fleiri fréttir Verstappen telur sig ekki geta barist um titilinn Hlupu inn á Formúlu 1-brautina: „Ég hefði getað drepið þá“ Yfirburðir Norris sem er kominn á toppinn Norris á ráspól og forysta Piastri í hættu Grunur um nauðgun á heimili Schumachers Segir að formúlu 1 vanti nú illmenni Russell fyrstur í mark í Singapúr og McLaren tryggði sigur bílasmiða George Russell á ráspól í Singapúr Hringt í flesta eigendur í Formúlu 1 eftir brottreksturinn frá Red Bull Sjá meira
Fernando Alonso hjá Ferrari er einn af fimm ökumönnum sem á möguleika á meistaratitli þegar sex mótum er ólikið og hann ekur Ferrari á heimavelli liðsins í Monza um helgina. Alonso segir tvö næstu mót mikilvæg og hann verði að fá mikið af stigum í síðustu sex mótunum ætli hann að eiga möguleika á titlinum. "Augljóslega verður þetta erfiðara eftir því sem mótunum fækkar, ef illa gengur í einu móti. Þetta er kannski ekki síðasti sjénsinn okkar, en næsta mót og mótið í Singapúr þurfa hlutirnir að ganga vel", sagði Alonso í frétt frá Monza á autosport.com. Alonso segir að ef hann falli úr leik eða lendi í vandræðum get hann kvatt möguleika á titilinum endanlega. Lewis Hamilton er efstur að stigum í stigamótinu með 182 stig, Mark Webber er með 179, Sebastian Vettel 151, Jenson Button 147 og Alonso 141. "Fyrir mótið á Spa vorum við í þéttum hnapp og lítill munur á milli efstu manna. En hlutirnir breytast hratt, mót frá móti og nýja stigkefið breytir miklu. Við ætlum að vera á toppnum í síðustu sex mótunum, eins ofarlega og mögulegt er og sjáum hvað gerist", sagði Alonso. "Við ættum að vera samkeppnisfærir á Monza, þó við höfum ekki náð tilætlaðum árangri á Spa. Við höfum skoðað málið og lagað bílinn og ættum að mæta með betri bíl sem hentar Monza brautinni betur." Mótið á Monza er í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport á laugardag og sunnudag, en á föstudagskvöld er þáttur frá æfingum keppnisliða á Monza brautinni.
Mest lesið Kærastan tók eftir því að eitthvað var að Handbolti „Örugglega nokkrir Fantasy-þjálfarar ósáttir“ Enski boltinn „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Íslenski boltinn „Haaland er þetta góður“ Enski boltinn Tilþrif 5. umferðar: Jukic stal senunni Körfubolti Lygilega jafnt á toppnum eftir sigur AC Milan Fótbolti Ítalinn hoppaði upp fyrir Alcaraz eftir sigur í París Sport Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 29-31 | Svöruðu skellinum með frábærum sigri Handbolti Spánarmeistararnir halda í við toppliðið Fótbolti Hermann tekinn við Val Íslenski boltinn Fleiri fréttir Verstappen telur sig ekki geta barist um titilinn Hlupu inn á Formúlu 1-brautina: „Ég hefði getað drepið þá“ Yfirburðir Norris sem er kominn á toppinn Norris á ráspól og forysta Piastri í hættu Grunur um nauðgun á heimili Schumachers Segir að formúlu 1 vanti nú illmenni Russell fyrstur í mark í Singapúr og McLaren tryggði sigur bílasmiða George Russell á ráspól í Singapúr Hringt í flesta eigendur í Formúlu 1 eftir brottreksturinn frá Red Bull Sjá meira