Kubica ánægður með árangurinn 12. apríl 2010 13:47 Kubica hefur komist einu sinni á verðlaunapall á árinu og er sjötti í stigamótinu með Renault. Mynd: Getty Images Robert Kubica hjá Renault hefur halað inn 30 stig í stigamóti ökumanna í tveimur mótum og hefur komið hvað mest á óvart í meistaramótinu í Formúlu 1. Renault er til alls líklegt og stefnir á að skáka Mercedes, sem talið er fjórða besta liðið þessa dagana. Kubica varð í fjórða sæti í síðustu keppni og Renault liðið virðist koma vel undan vetri. "Ef mér hefði verið boðið fjórða sætið fyrir keppnia, þá hefði ég þegið það með þökkum. Við tókum réttar ákvarðnir í tímatökunni og mátum aðstæður og veðrið rétt, sem gerði gæfumuninn. Það er góður árangur að ná 30 stigum í tveimur mótum", sagði Kubica í fréttatilkynningu frá Renault. Mótið í Sjanghæ um næstu helgi er ekki í uppáhaldi hjá Kubica, en hann segir það samt jafn mikilvægt og önnur mót. "Brautin er áhugaverð, þar sem beygjurnar eru óvenjulegar, eins og fyrsta beygjan sem er næstum því eins og heilhringur í laginu. Hún er tæknilega erfið. Brautin er svipuð og Sepang, með lág og háhraða beygjum, þannig að við ættum að vera samkeppnisfærir. Þá verða enn nýir hlutir í bílnum, sem ættu að bæta hann." "Við vitum að bíll okkar er ekki sá fljótasti, en við höfum tekið góðar ákvarðanir hvað keppnisáætlanir varðar og ég tel að við eigum árangurinn skilinn. Red Bull, McLaren og Ferrari eru toppliðin og við erum rétt á eftir Mercedes. Svo koma Force India, Williams og Torro Rosso. Þetta er þéttur hópur og við verðum að halda okkur við efnið, til að halda þeim fyrir aftan", sagði Kubica. Kubica vottaði í dag á f1.com löndum sínum í Póllandi samúð sína vegna flugslyssins í Rússlandi á laugardaginn þar sem 95 Pólverjar létust, m.a. forseti landsins Lech Kacynski og kona hans. Hann sagði slysið miikið áfall fyrir þjóð sína. Mest lesið Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Fótbolti Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Fótbolti Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Handbolti Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Fótbolti „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Íslenski boltinn Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Handbolti Of kalt til að Ísland geti mætt Noregi og Svíþjóð Fótbolti Falla fleiri gleðitár hjá fjölskyldu Viktors í kvöld? Fótbolti Veggmynd af Alexander-Arnold skemmd: „Bless, rotta“ Fótbolti Ronaldo kveðst vera betri en Messi: „Vil ekki vera hógvær“ Fótbolti Fleiri fréttir Verstappen telur sig ekki geta barist um titilinn Hlupu inn á Formúlu 1-brautina: „Ég hefði getað drepið þá“ Yfirburðir Norris sem er kominn á toppinn Norris á ráspól og forysta Piastri í hættu Grunur um nauðgun á heimili Schumachers Segir að formúlu 1 vanti nú illmenni Russell fyrstur í mark í Singapúr og McLaren tryggði sigur bílasmiða George Russell á ráspól í Singapúr Hringt í flesta eigendur í Formúlu 1 eftir brottreksturinn frá Red Bull Sjá meira
Robert Kubica hjá Renault hefur halað inn 30 stig í stigamóti ökumanna í tveimur mótum og hefur komið hvað mest á óvart í meistaramótinu í Formúlu 1. Renault er til alls líklegt og stefnir á að skáka Mercedes, sem talið er fjórða besta liðið þessa dagana. Kubica varð í fjórða sæti í síðustu keppni og Renault liðið virðist koma vel undan vetri. "Ef mér hefði verið boðið fjórða sætið fyrir keppnia, þá hefði ég þegið það með þökkum. Við tókum réttar ákvarðnir í tímatökunni og mátum aðstæður og veðrið rétt, sem gerði gæfumuninn. Það er góður árangur að ná 30 stigum í tveimur mótum", sagði Kubica í fréttatilkynningu frá Renault. Mótið í Sjanghæ um næstu helgi er ekki í uppáhaldi hjá Kubica, en hann segir það samt jafn mikilvægt og önnur mót. "Brautin er áhugaverð, þar sem beygjurnar eru óvenjulegar, eins og fyrsta beygjan sem er næstum því eins og heilhringur í laginu. Hún er tæknilega erfið. Brautin er svipuð og Sepang, með lág og háhraða beygjum, þannig að við ættum að vera samkeppnisfærir. Þá verða enn nýir hlutir í bílnum, sem ættu að bæta hann." "Við vitum að bíll okkar er ekki sá fljótasti, en við höfum tekið góðar ákvarðanir hvað keppnisáætlanir varðar og ég tel að við eigum árangurinn skilinn. Red Bull, McLaren og Ferrari eru toppliðin og við erum rétt á eftir Mercedes. Svo koma Force India, Williams og Torro Rosso. Þetta er þéttur hópur og við verðum að halda okkur við efnið, til að halda þeim fyrir aftan", sagði Kubica. Kubica vottaði í dag á f1.com löndum sínum í Póllandi samúð sína vegna flugslyssins í Rússlandi á laugardaginn þar sem 95 Pólverjar létust, m.a. forseti landsins Lech Kacynski og kona hans. Hann sagði slysið miikið áfall fyrir þjóð sína.
Mest lesið Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Fótbolti Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Fótbolti Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Handbolti Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Fótbolti „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Íslenski boltinn Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Handbolti Of kalt til að Ísland geti mætt Noregi og Svíþjóð Fótbolti Falla fleiri gleðitár hjá fjölskyldu Viktors í kvöld? Fótbolti Veggmynd af Alexander-Arnold skemmd: „Bless, rotta“ Fótbolti Ronaldo kveðst vera betri en Messi: „Vil ekki vera hógvær“ Fótbolti Fleiri fréttir Verstappen telur sig ekki geta barist um titilinn Hlupu inn á Formúlu 1-brautina: „Ég hefði getað drepið þá“ Yfirburðir Norris sem er kominn á toppinn Norris á ráspól og forysta Piastri í hættu Grunur um nauðgun á heimili Schumachers Segir að formúlu 1 vanti nú illmenni Russell fyrstur í mark í Singapúr og McLaren tryggði sigur bílasmiða George Russell á ráspól í Singapúr Hringt í flesta eigendur í Formúlu 1 eftir brottreksturinn frá Red Bull Sjá meira