20 ára Mexíkani ráðinn til Sauber 4. október 2010 15:02 Japaninn Kamui Kobayashi fær mexíkanskan ökumann sér við hlið hjá Sauber á næsta ári. Mynd: Getty Images Sergio Perez frá Mexíkó hefur verið ráðinn ökumaður Sauber liðsins og ekur með Kamui Kobayashi frá Japan á næsta ári með liðinu. Nick Heidfeld var nýlega ráðinn ökumaður Sauber til loka ársins og tilkynning liðsins um ráðningu Perez hljóta að vera erfiðar fréttir fyrir hann. Heidfeld var áður varökumaður Mercedes og vann síðan í skamman tíma fyrir Pirelli dekkjaframleiðandann. Það er allavega ljóst að Heidfeld verður ekki aðalökumaður liðsins 2011. Perez keppti í GP2 mótaröðinni á þessu ári og varð í öðru sæti. Hann vann fjögur mót, m.a. í Mónakó, en hann hóf ferlinni í kart kappakstri og vann fimm meistaramót í þeirri grein. Þá keppti hann í Formúlu BMW og síðar í Formúlu 3 í Bretlandi í landsflokki og vann 14 mót. Hann varð svo fjórði í alþjóðlega flokknum í Formúlu 3. "Formúla 1 er draumur allra ungra ökumanna og nú er sá draumur að rætast hjá mér. Ég geri mér líka grein fyrir því að þetta er mikil ábyrgð og stórt verkefni", sagði Perez í tilkynningu frá Sauber. "Ég er stoltur af því að verða fulltrúi lands míns í hæstu gráðu akstursíþrótta. Ég vil þakka Peter Sauber traustið og mun gera allt til að nýta þetta tækifæri sem best", sagði Perez. Peter Sauber, eigandi Sauber liðsins hefur veirð naskur að finna unga ökumenn gegnum tíðina. "Sergio hefur verið í uppsveiflu síðustu ár og hefur sýnt baráttuþrek á síðustu keppnistímabilum. Hann er tilbúinn að stíga skrefið upp í Formúlu 1. Ég hlakka til að vinna með honum og er ekki í vafa að Sergio Perez og Kamui Kobayashi verða sterkt ökumannspar", sagði Sauber. Mest lesið Allt small og Rauðu djöflarnir sjá úrslitaleikinn í hillingum Fótbolti Forseti ÍSÍ fær laun og framboðin aldrei verið fleiri Sport „Hvað eru menn búnir að láta fífla sig út í?“ Íslenski boltinn Albert byrjaði í naumu tapi í Andalúsíu Fótbolti „Ekki eðlilegt að vera svona góður sautján ára“ Fótbolti Stórbætti heimsmetið í bakgarðshlaupum Sport Féll sex metra úr stúkunni og niður á völl Sport Trans konum bannað að spila í kvennaflokki á Bretlandi Enski boltinn Glódís skilur áhyggjur Steina: „Verið gríðarlega sárt og erfitt“ Fótbolti Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 86-79| Haukar taka forystu í úrslitaeinvíginu Körfubolti Fleiri fréttir „Þetta var hræðilegt og 2025 verður sársaukafullt“ Piastri sigraði í Jeddah og leiðir keppni ökumanna Kallaði sig hálfvita eftir áreksturinn Segja fjörutíu milljarða í boði fyrir Verstappen Max svaraði Marko fullum hálsi Hefur áhyggjur af framtíð Verstappen Piastri hleypti engum fram úr og fagnaði fyrsta sigrinum Schumacher skrifaði nafnið sitt á hjálm „Eins og ég hafi aldrei keyrt Formúlu 1 bíl“ „Vandamálið er mín megin og ég verð að bæta mig“ Blótar háum sektum fyrir það að blóta Schumacher orðinn afi Verstappen fagnaði sigri í Japan: „Þetta er ansi dýr sláttuvél“ Sjáðu magnaðan lokahring Verstappen: „Jafnvel sá besti á ferli Max" Verstappen á ráspólnum í Japan „Það er algjört kjaftæði“ Pérez rætt við nokkur lið um endurkomu Sjá meira
Sergio Perez frá Mexíkó hefur verið ráðinn ökumaður Sauber liðsins og ekur með Kamui Kobayashi frá Japan á næsta ári með liðinu. Nick Heidfeld var nýlega ráðinn ökumaður Sauber til loka ársins og tilkynning liðsins um ráðningu Perez hljóta að vera erfiðar fréttir fyrir hann. Heidfeld var áður varökumaður Mercedes og vann síðan í skamman tíma fyrir Pirelli dekkjaframleiðandann. Það er allavega ljóst að Heidfeld verður ekki aðalökumaður liðsins 2011. Perez keppti í GP2 mótaröðinni á þessu ári og varð í öðru sæti. Hann vann fjögur mót, m.a. í Mónakó, en hann hóf ferlinni í kart kappakstri og vann fimm meistaramót í þeirri grein. Þá keppti hann í Formúlu BMW og síðar í Formúlu 3 í Bretlandi í landsflokki og vann 14 mót. Hann varð svo fjórði í alþjóðlega flokknum í Formúlu 3. "Formúla 1 er draumur allra ungra ökumanna og nú er sá draumur að rætast hjá mér. Ég geri mér líka grein fyrir því að þetta er mikil ábyrgð og stórt verkefni", sagði Perez í tilkynningu frá Sauber. "Ég er stoltur af því að verða fulltrúi lands míns í hæstu gráðu akstursíþrótta. Ég vil þakka Peter Sauber traustið og mun gera allt til að nýta þetta tækifæri sem best", sagði Perez. Peter Sauber, eigandi Sauber liðsins hefur veirð naskur að finna unga ökumenn gegnum tíðina. "Sergio hefur verið í uppsveiflu síðustu ár og hefur sýnt baráttuþrek á síðustu keppnistímabilum. Hann er tilbúinn að stíga skrefið upp í Formúlu 1. Ég hlakka til að vinna með honum og er ekki í vafa að Sergio Perez og Kamui Kobayashi verða sterkt ökumannspar", sagði Sauber.
Mest lesið Allt small og Rauðu djöflarnir sjá úrslitaleikinn í hillingum Fótbolti Forseti ÍSÍ fær laun og framboðin aldrei verið fleiri Sport „Hvað eru menn búnir að láta fífla sig út í?“ Íslenski boltinn Albert byrjaði í naumu tapi í Andalúsíu Fótbolti „Ekki eðlilegt að vera svona góður sautján ára“ Fótbolti Stórbætti heimsmetið í bakgarðshlaupum Sport Féll sex metra úr stúkunni og niður á völl Sport Trans konum bannað að spila í kvennaflokki á Bretlandi Enski boltinn Glódís skilur áhyggjur Steina: „Verið gríðarlega sárt og erfitt“ Fótbolti Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 86-79| Haukar taka forystu í úrslitaeinvíginu Körfubolti Fleiri fréttir „Þetta var hræðilegt og 2025 verður sársaukafullt“ Piastri sigraði í Jeddah og leiðir keppni ökumanna Kallaði sig hálfvita eftir áreksturinn Segja fjörutíu milljarða í boði fyrir Verstappen Max svaraði Marko fullum hálsi Hefur áhyggjur af framtíð Verstappen Piastri hleypti engum fram úr og fagnaði fyrsta sigrinum Schumacher skrifaði nafnið sitt á hjálm „Eins og ég hafi aldrei keyrt Formúlu 1 bíl“ „Vandamálið er mín megin og ég verð að bæta mig“ Blótar háum sektum fyrir það að blóta Schumacher orðinn afi Verstappen fagnaði sigri í Japan: „Þetta er ansi dýr sláttuvél“ Sjáðu magnaðan lokahring Verstappen: „Jafnvel sá besti á ferli Max" Verstappen á ráspólnum í Japan „Það er algjört kjaftæði“ Pérez rætt við nokkur lið um endurkomu Sjá meira