Raunveruleikinn var allur annar en bankarnir sögðu 2. febrúar 2010 17:19 Gunnar Andersen. „Upplýsingar sem FME sendi til Hollands komu frá bönkunum og voru einnig þær upplýsingar sem FME hafði aðgang að. Síðar kom í ljós að þær voru ekki réttar." Þetta segir Gunnar Andersen, forstjóri FME um ummæli fyrrverandi yfirmanns hollenska fjármálaeftirlitsins og seðlabanka, Arnolds Schilder. Íslendingar hefðu logið að Hollendingum trekk í trekk þegar þeir óskuðu eftir upplýsingum um stöðu íslensku bankanna, misserin fyrir hrun. Schilder lét þessi orð falla við hollenska rannsóknarnefnd. Gunnar Andersen segir að gögnin frá bönkunum hafi til að mynda verið ársskýrslur þeirra, milliuppgjör og skýrslur til FME. „Síðan kemur í ljós, við fall bankanna, að staða þeirra var veik. Raunveruleikinn var ekki sá sem þeir sögðu." Stefán Jóhann Stefánsson, upplýsingafulltrúi Seðlabankans, bendir á að í riti bankans, Fjármálastöðugleika, frá vorinu 2008, hafi viðvörunarljósin logað. „Mikið umframframboð lausafjár í heiminum hefur þurrkast upp að miklu leyti og áhættuálag á vexti snarhækkað," segir meðal annars í ritinu. „Ekki vitað til þess að neinir formlegir fundir hafi átt sér stað í Reykjavík eða Amsterdam á milli Seðlabanka Íslands og Seðlabanka Hollands sumarið 2008," segir Stefán Jóhann. Fulltrúar hollenska seðlabankans hafi verið hér á landi sumarið 2008 en ekki óskað eftir fundi með Seðlabanka Íslands. Hann bætir því við hollenski seðlabankinn hafi hvorki beðið um fundi með þeim íslenska, fyrir né eftir fall Lehman Brothers bankans, 15. september 2008. Rannsóknarskýrsla Alþingis Tengdar fréttir Segir Íslendinga hafa logið að Hollendingum Fyrrverandi stjórnarformaður hollenska fjármálaeftirlitsins segir að Íslendingar hafi logið að hollendingum trekk í trekk þegar þeir síðarnefndu óskuðu eftir upplýsingum um ástand íslenska fjármálakerfisins, misserin fyrir hrun. Þetta kom fram máli Arnolds Schilder sem í dag bar vitni fyrir rannsóknarnefnd á hollenska þinginu sem rannsakar fjármálakreppuna sem gengið hefur yfir heiminn. 1. febrúar 2010 19:24 Ýmsum trúnaðarupplýsingum um Icesave verður aflétt „Ég trúi því að innan skamms muni koma fram nýjar upplýsingar sem muni skýra það í hversu erfiðri stöðu íslensk stjórnvöld hafa verið í þessu máli," segir Steingrímur J. Sigfússon fjármálaráðherra, aðspurður út í ummæli fyrrverandi stjórnarformanns hollenska fjármálaeftirlitsins. 2. febrúar 2010 13:15 Mest lesið Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru Innlent Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Innlent „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Innlent Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Innlent Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum Erlent „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Innlent „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Erlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent Herjólfur siglir ekki meira í dag Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Fleiri fréttir Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Herjólfur siglir ekki meira í dag Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Verbúðarstemning á Hjalteyri og nóg af ástarpungum fyrir alla Mannmergð vildi sjá fyrsta konunglega breska gestinn Óveður í Eyjum og verbúðarstemning á Hjalteyri Hnífurinn reyndist grilltangir „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Læti í miðbænum og í veðrinu Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Sjá meira
„Upplýsingar sem FME sendi til Hollands komu frá bönkunum og voru einnig þær upplýsingar sem FME hafði aðgang að. Síðar kom í ljós að þær voru ekki réttar." Þetta segir Gunnar Andersen, forstjóri FME um ummæli fyrrverandi yfirmanns hollenska fjármálaeftirlitsins og seðlabanka, Arnolds Schilder. Íslendingar hefðu logið að Hollendingum trekk í trekk þegar þeir óskuðu eftir upplýsingum um stöðu íslensku bankanna, misserin fyrir hrun. Schilder lét þessi orð falla við hollenska rannsóknarnefnd. Gunnar Andersen segir að gögnin frá bönkunum hafi til að mynda verið ársskýrslur þeirra, milliuppgjör og skýrslur til FME. „Síðan kemur í ljós, við fall bankanna, að staða þeirra var veik. Raunveruleikinn var ekki sá sem þeir sögðu." Stefán Jóhann Stefánsson, upplýsingafulltrúi Seðlabankans, bendir á að í riti bankans, Fjármálastöðugleika, frá vorinu 2008, hafi viðvörunarljósin logað. „Mikið umframframboð lausafjár í heiminum hefur þurrkast upp að miklu leyti og áhættuálag á vexti snarhækkað," segir meðal annars í ritinu. „Ekki vitað til þess að neinir formlegir fundir hafi átt sér stað í Reykjavík eða Amsterdam á milli Seðlabanka Íslands og Seðlabanka Hollands sumarið 2008," segir Stefán Jóhann. Fulltrúar hollenska seðlabankans hafi verið hér á landi sumarið 2008 en ekki óskað eftir fundi með Seðlabanka Íslands. Hann bætir því við hollenski seðlabankinn hafi hvorki beðið um fundi með þeim íslenska, fyrir né eftir fall Lehman Brothers bankans, 15. september 2008.
Rannsóknarskýrsla Alþingis Tengdar fréttir Segir Íslendinga hafa logið að Hollendingum Fyrrverandi stjórnarformaður hollenska fjármálaeftirlitsins segir að Íslendingar hafi logið að hollendingum trekk í trekk þegar þeir síðarnefndu óskuðu eftir upplýsingum um ástand íslenska fjármálakerfisins, misserin fyrir hrun. Þetta kom fram máli Arnolds Schilder sem í dag bar vitni fyrir rannsóknarnefnd á hollenska þinginu sem rannsakar fjármálakreppuna sem gengið hefur yfir heiminn. 1. febrúar 2010 19:24 Ýmsum trúnaðarupplýsingum um Icesave verður aflétt „Ég trúi því að innan skamms muni koma fram nýjar upplýsingar sem muni skýra það í hversu erfiðri stöðu íslensk stjórnvöld hafa verið í þessu máli," segir Steingrímur J. Sigfússon fjármálaráðherra, aðspurður út í ummæli fyrrverandi stjórnarformanns hollenska fjármálaeftirlitsins. 2. febrúar 2010 13:15 Mest lesið Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru Innlent Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Innlent „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Innlent Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Innlent Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum Erlent „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Innlent „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Erlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent Herjólfur siglir ekki meira í dag Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Fleiri fréttir Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Herjólfur siglir ekki meira í dag Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Verbúðarstemning á Hjalteyri og nóg af ástarpungum fyrir alla Mannmergð vildi sjá fyrsta konunglega breska gestinn Óveður í Eyjum og verbúðarstemning á Hjalteyri Hnífurinn reyndist grilltangir „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Læti í miðbænum og í veðrinu Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Sjá meira
Segir Íslendinga hafa logið að Hollendingum Fyrrverandi stjórnarformaður hollenska fjármálaeftirlitsins segir að Íslendingar hafi logið að hollendingum trekk í trekk þegar þeir síðarnefndu óskuðu eftir upplýsingum um ástand íslenska fjármálakerfisins, misserin fyrir hrun. Þetta kom fram máli Arnolds Schilder sem í dag bar vitni fyrir rannsóknarnefnd á hollenska þinginu sem rannsakar fjármálakreppuna sem gengið hefur yfir heiminn. 1. febrúar 2010 19:24
Ýmsum trúnaðarupplýsingum um Icesave verður aflétt „Ég trúi því að innan skamms muni koma fram nýjar upplýsingar sem muni skýra það í hversu erfiðri stöðu íslensk stjórnvöld hafa verið í þessu máli," segir Steingrímur J. Sigfússon fjármálaráðherra, aðspurður út í ummæli fyrrverandi stjórnarformanns hollenska fjármálaeftirlitsins. 2. febrúar 2010 13:15