Eignir Landic Property gætu endað á nauðungaruppboði 29. nóvember 2010 11:05 Fasteignir sem metnar eru á einn milljarð danskra króna eða rúmlega 20 milljörðum kr. og eru í eigu þrotabús Landic Property í Danmörku gætu lent á nauðungaruppboði. Fari svo munu þær hrapa í verði. Um er að ræða svokallaðar SAS-fasteignir á Amager en þær hýstu áður höfuðstöðvar flugfélagsins. SAS leigir þær enn undir ýmsa starfsemi. Landic Property í Danmörku var áður í eigu Baugs. Það er félagið Landic Property Bonds I sem heldur formlega á þessum eignum en þær hafa verið auglýstar til sölu. Einn af kröfuhöfunum vill nú fara í fullnustuaðgerð vegna 30 milljón danskra kr. skuldar sem Landic átti að borga honum í janúar á síðasta ári. Verði það úr mun þýskur banki að öllum líkindum gjaldfella kröfu sína í SAS-fasteignirnar upp á 530 milljónir danskra kr. Í umfjöllun um málið á business.dk segir að Ole Vagner sem upphaflega stofnaði Landic Property 2003, þá undir nafninu Keops, sé æfur vegna þess að 30 milljóna danskra kr. skuldin var ekki greidd á sínum tíma. Lausafé hefði verið til staðar, að hans sögn. Vagner á enn lítinn hlut í SAS-fasteignunum og vill raunar kaupa þær aftur að fullu. Um var að ræða fyrsta fasteignaverkefni Vagners eftir að hann stofnaði Keops. SAS-fasteignirnar voru fjármagnaðar með útgáfu skuldabréfa til fjárfesta með veð í eignunum. Þeir sem halda nú á þessum skuldabréfum hafa verið boðaðir á fund þann 14. desember n.k. þar sem framtíð þessara eigna verður ákveðin. Tengdar fréttir Eign Landic Property á Amager til sölu fyrir 20 milljarða Eign í eigu þrotabús íslenska fasteignafélagsins Landic Property á Amager í Kaupmannahöfn er nú til sölu. Verðmæti hennar er metið á tæpan milljarð danskra kr. eða um 20 milljarða kr. 19. nóvember 2010 08:35 Mest lesið Kvartanir vegna bílastæðamála daglegt brauð hjá Neytendastofu Neytendur Tannlæknastofa í Reykjavík og Búdapest fær viðurkenningu Samstarf „Það er hægt að byrja að fjárfesta með fimm þúsund krónum á mánuði“ Atvinnulíf „Það er draumur að vera á BMW og keyra fram á nótt” Samstarf Bretland aftur inn í Reiki í Evrópu hjá Sýn og Símanum Neytendur Rukkuð um sex þúsund kall eftir lagningu á Snæfellsnesi Neytendur Segir ofboðslegan undirliggjandi þrýsting á fasteignamarkaði Viðskipti innlent „Ekkert Viking eða Gull“ á nýjum stað í B5 Viðskipti innlent Gagnaverið að fyllast af Bitcoin-námuvélum Viðskipti innlent Upplýsingar bætast við titilinn Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Hagnaðist um 2,2 billjónir króna Gengi Novo Nordisk steypist niður Samkomulagið það besta mögulega í erfiðum aðstæðum Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Hampiðjan kaupir ástralskan kaðlaframleiðanda Japanskir bílaframleiðendur í skýjunum eftir tollasamkomulag Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Sjá meira
Fasteignir sem metnar eru á einn milljarð danskra króna eða rúmlega 20 milljörðum kr. og eru í eigu þrotabús Landic Property í Danmörku gætu lent á nauðungaruppboði. Fari svo munu þær hrapa í verði. Um er að ræða svokallaðar SAS-fasteignir á Amager en þær hýstu áður höfuðstöðvar flugfélagsins. SAS leigir þær enn undir ýmsa starfsemi. Landic Property í Danmörku var áður í eigu Baugs. Það er félagið Landic Property Bonds I sem heldur formlega á þessum eignum en þær hafa verið auglýstar til sölu. Einn af kröfuhöfunum vill nú fara í fullnustuaðgerð vegna 30 milljón danskra kr. skuldar sem Landic átti að borga honum í janúar á síðasta ári. Verði það úr mun þýskur banki að öllum líkindum gjaldfella kröfu sína í SAS-fasteignirnar upp á 530 milljónir danskra kr. Í umfjöllun um málið á business.dk segir að Ole Vagner sem upphaflega stofnaði Landic Property 2003, þá undir nafninu Keops, sé æfur vegna þess að 30 milljóna danskra kr. skuldin var ekki greidd á sínum tíma. Lausafé hefði verið til staðar, að hans sögn. Vagner á enn lítinn hlut í SAS-fasteignunum og vill raunar kaupa þær aftur að fullu. Um var að ræða fyrsta fasteignaverkefni Vagners eftir að hann stofnaði Keops. SAS-fasteignirnar voru fjármagnaðar með útgáfu skuldabréfa til fjárfesta með veð í eignunum. Þeir sem halda nú á þessum skuldabréfum hafa verið boðaðir á fund þann 14. desember n.k. þar sem framtíð þessara eigna verður ákveðin.
Tengdar fréttir Eign Landic Property á Amager til sölu fyrir 20 milljarða Eign í eigu þrotabús íslenska fasteignafélagsins Landic Property á Amager í Kaupmannahöfn er nú til sölu. Verðmæti hennar er metið á tæpan milljarð danskra kr. eða um 20 milljarða kr. 19. nóvember 2010 08:35 Mest lesið Kvartanir vegna bílastæðamála daglegt brauð hjá Neytendastofu Neytendur Tannlæknastofa í Reykjavík og Búdapest fær viðurkenningu Samstarf „Það er hægt að byrja að fjárfesta með fimm þúsund krónum á mánuði“ Atvinnulíf „Það er draumur að vera á BMW og keyra fram á nótt” Samstarf Bretland aftur inn í Reiki í Evrópu hjá Sýn og Símanum Neytendur Rukkuð um sex þúsund kall eftir lagningu á Snæfellsnesi Neytendur Segir ofboðslegan undirliggjandi þrýsting á fasteignamarkaði Viðskipti innlent „Ekkert Viking eða Gull“ á nýjum stað í B5 Viðskipti innlent Gagnaverið að fyllast af Bitcoin-námuvélum Viðskipti innlent Upplýsingar bætast við titilinn Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Hagnaðist um 2,2 billjónir króna Gengi Novo Nordisk steypist niður Samkomulagið það besta mögulega í erfiðum aðstæðum Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Hampiðjan kaupir ástralskan kaðlaframleiðanda Japanskir bílaframleiðendur í skýjunum eftir tollasamkomulag Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Sjá meira
Eign Landic Property á Amager til sölu fyrir 20 milljarða Eign í eigu þrotabús íslenska fasteignafélagsins Landic Property á Amager í Kaupmannahöfn er nú til sölu. Verðmæti hennar er metið á tæpan milljarð danskra kr. eða um 20 milljarða kr. 19. nóvember 2010 08:35