Massa: Skoða þarf reglur um öryggisbíl 1. júlí 2010 11:05 Öryggisbíllinn leiðir Sebastian Vettel og Lewis Hamilton eftir brautinni í Valencia á Spáni. Mynd: Getty Images Brasillíumaðurinn Felipe Massa hjá Ferrari var einn af þeim sem tapaði á útkomu öryggisbílsins í síðustu keppni, sem Fernando Alonso var sérlega ósáttur við, liðsfélagi hans. Hann telur að FIA verði að skoða reglur varðandi notkun hans. "Ég vil ekkert fara sérstaklega yfir það sem gerðist, því það breytir engu og það sem við vorum að gera var eyðilagt. En það þarf að skoða hvað gerðist, þar sem að þegar einhver brýtur af sér og fer framúr öryggisbílnum þegar það er hættuástand og fær í reynd ekki tilheyrandi refsingu", sagði Massa um atvikið þegar Lewis Hamilton fór framúr öryggisbílnum í síðustu keppni og hélt samt sem áður öðru sætinu, þrátt fyrir refsingu. Massa ræddi þetta á vefsíðu Ferrari, samkvæmt frétt á autosport.com. "Við verðum að ræða þessi mál og gæta þess að þetta gerist ekki aftur. Mér hefur verið sagt af liðinu að það verði fundað um málið í næstu viku og það er gott að FIA er að huga að málinu." Massa telur að Ferrari hafi vaxið ásmeginn hvað gæði keppnisbílsins varðar. "Ef við skoðum hvernig bíllinn var í síðustu keppni, þá get ég með sanni sagt að yfirbyggingin og endurbætt útblásturskerfið er framför og við getum barist um fremstu sætin. Hér eftir þurfum við að pressa framþróunina áfram og til loka mótsins", sagði Massa. Mest lesið „Ísland í hópi með Norður-Kóreu og Íran“ Sport Alfreð klæddist kvennatreyjunni á leiknum við Ísland Handbolti Dönsk landsliðskona eignaðist barn tólf vikum fyrir tímann Handbolti Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta Íslenski boltinn Loksins þorði einhver í Kolbein sem stígur aftur inn í hringinn Sport „Búnt á skenkinn, Halli Egils á vegginn“ Sport Forðuðu sér frá bráðsmitandi óléttu í Fram Handbolti Kærastan tók eftir því að eitthvað var að Handbolti Spence og van de Ven báðust afsökunar Fótbolti Ósammála um Gyökeres: „Hefðirðu verið ánægður með fjögur mörk?“ Enski boltinn Fleiri fréttir Verstappen telur sig ekki geta barist um titilinn Hlupu inn á Formúlu 1-brautina: „Ég hefði getað drepið þá“ Yfirburðir Norris sem er kominn á toppinn Norris á ráspól og forysta Piastri í hættu Grunur um nauðgun á heimili Schumachers Segir að formúlu 1 vanti nú illmenni Russell fyrstur í mark í Singapúr og McLaren tryggði sigur bílasmiða George Russell á ráspól í Singapúr Hringt í flesta eigendur í Formúlu 1 eftir brottreksturinn frá Red Bull Sjá meira
Brasillíumaðurinn Felipe Massa hjá Ferrari var einn af þeim sem tapaði á útkomu öryggisbílsins í síðustu keppni, sem Fernando Alonso var sérlega ósáttur við, liðsfélagi hans. Hann telur að FIA verði að skoða reglur varðandi notkun hans. "Ég vil ekkert fara sérstaklega yfir það sem gerðist, því það breytir engu og það sem við vorum að gera var eyðilagt. En það þarf að skoða hvað gerðist, þar sem að þegar einhver brýtur af sér og fer framúr öryggisbílnum þegar það er hættuástand og fær í reynd ekki tilheyrandi refsingu", sagði Massa um atvikið þegar Lewis Hamilton fór framúr öryggisbílnum í síðustu keppni og hélt samt sem áður öðru sætinu, þrátt fyrir refsingu. Massa ræddi þetta á vefsíðu Ferrari, samkvæmt frétt á autosport.com. "Við verðum að ræða þessi mál og gæta þess að þetta gerist ekki aftur. Mér hefur verið sagt af liðinu að það verði fundað um málið í næstu viku og það er gott að FIA er að huga að málinu." Massa telur að Ferrari hafi vaxið ásmeginn hvað gæði keppnisbílsins varðar. "Ef við skoðum hvernig bíllinn var í síðustu keppni, þá get ég með sanni sagt að yfirbyggingin og endurbætt útblásturskerfið er framför og við getum barist um fremstu sætin. Hér eftir þurfum við að pressa framþróunina áfram og til loka mótsins", sagði Massa.
Mest lesið „Ísland í hópi með Norður-Kóreu og Íran“ Sport Alfreð klæddist kvennatreyjunni á leiknum við Ísland Handbolti Dönsk landsliðskona eignaðist barn tólf vikum fyrir tímann Handbolti Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta Íslenski boltinn Loksins þorði einhver í Kolbein sem stígur aftur inn í hringinn Sport „Búnt á skenkinn, Halli Egils á vegginn“ Sport Forðuðu sér frá bráðsmitandi óléttu í Fram Handbolti Kærastan tók eftir því að eitthvað var að Handbolti Spence og van de Ven báðust afsökunar Fótbolti Ósammála um Gyökeres: „Hefðirðu verið ánægður með fjögur mörk?“ Enski boltinn Fleiri fréttir Verstappen telur sig ekki geta barist um titilinn Hlupu inn á Formúlu 1-brautina: „Ég hefði getað drepið þá“ Yfirburðir Norris sem er kominn á toppinn Norris á ráspól og forysta Piastri í hættu Grunur um nauðgun á heimili Schumachers Segir að formúlu 1 vanti nú illmenni Russell fyrstur í mark í Singapúr og McLaren tryggði sigur bílasmiða George Russell á ráspól í Singapúr Hringt í flesta eigendur í Formúlu 1 eftir brottreksturinn frá Red Bull Sjá meira