Vilja að almenningur fái meiri vernd en fyrirtæki - fréttaskýring 16. september 2010 03:30 Fyrir dóm Fjölmenni var í dómsal Hæstaréttar þegar málið var flutt þar hinn 6. september síðastliðinn.Fréttablaðið/GVA Hvaða áhrif telja sérfræðingar efnahags- og viðskiptaráðuneytisins að dómur Hæstaréttar í gengislánamálinu hafi? Sterk sanngirnisrök eru fyrir því að kostnaður almennings vegna gengistryggðra lána sem kunna að verða dæmd ólögmæt í Hæstarétti verði ekki óhóflegur, og að almenningur fái meiri vernd og önnur úrræði en fyrirtæki, að því er fram kemur í samantekt um gengislánin í efnahags- og viðskiptaráðuneytinu. Óvíst er hvort hluti þeirra gengistryggðu lána sem almenningur tók á undanförnum árum muni teljast löglegur þótt Hæstiréttur komist að þeirri niðurstöðu að önnur séu ólögleg, samkvæmt niðurstöðu ráðuneytisins. Þar segir enn fremur að stöðugleiki fjármálakerfisins velti á því að farsæl og sanngjörn lausn fáist í málinu. Í dæmum sem starfsmenn ráðuneytisins hafa reiknað út er annars vegar gert ráð fyrir því að hluti lántakenda sitji uppi með gengislán en aðrir ekki, og hins vegar að báðir greiði óverðtryggða vexti Seðlabankans, óháð skilmálum. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins kemur fram í samantekt ráðuneytisins að heildarupphæð erlendra lána nemi samtals um 1.000 milljörðum króna. Stærstur hluti lánanna, um 840 milljarðar, var tekinn af fyrirtækjum, en lán einstaklinga standa nú í ríflega 141 milljarði króna. Af því eru um 80 milljarðar vegna húsnæðislána en 61 milljarður vegna bílalána. Héraðsdómur Reykjavíkur komst að þeirri niðurstöðu 23. júlí síðastliðinn að skuld manns vegna gengistryggðs bílaláns hjá Lýsingu hafi verið ólögmæt og það skuli gera upp eins og ef það hefði verið tekið með óverðtryggðum vöxtum Seðlabankans. Málinu var skotið til Hæstaréttar. Lögmenn sem Fréttablaðið ræddi við í gær telja líklegt að dómur falli í málinu í Hæstarétti í dag, eða í síðasta lagi næstkomandi fimmtudag. Niðurstaða Hæstaréttar, hver sem hún verður, getur leitt til þess að mikil eignatilfærsla eigi sér stað frá fjármálafyrirtækjum og eigendum þeirra til ákveðins hóps lántakenda. Eigendur íslensku fjármálafyrirtækjanna eru eins og kunnugt er bæði íslenska ríkið og erlendir kröfuhafar. Í samantekt ráðuneytisins kemur samkvæmt heimildum Fréttablaðsins fram að gengistryggð lán almennings sem tekin voru til 25 ára geti lækkað um allt að 47 prósent. Dóminum muni líklega fylgja umtalsvert betri vaxtakjör en fólki sem tók lán í íslenskum krónum hafi boðist. Nefnd um fjármálastöðugleika hefur áætlað að ríkissjóður gæti þurft að leggja allt að 160 milljarða króna til viðskiptabankanna komist Hæstiréttur að þeirri niðurstöðu að samningsvextir skuli gilda. Verði miðað við óverðtryggða vexti Seðlabankans geti upphæðin lækkað í 21 milljarð. brjann@frettabladid.is Fréttir Mest lesið Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Erlent Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Innlent Trump vill hafa Pútín og Xi út af fyrir sig Erlent Njósnastjóri Trumps leitar að kosningasvindli Erlent Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Innlent „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ Innlent Lögregla eltist við afbrotamenn Innlent Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Innlent Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Innlent Trump segir Pútín hafa samþykkt hlé á árásum á Kænugarð Erlent Fleiri fréttir Finnist hvergi eins sterk skilyrði til umhverfisverndar í lagareldi Streymi: Heilsan okkar: Meðferð offitu hjá fullorðnum Burðardýr hlaut þungan dóm fyrir vökvasmygl Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Ráðhús Árborgar sprungið – 10 starfsmenn fluttir í annað húsnæði Streymi: Málþing um stöðu fatlaðra barna í íþróttum Lögregla eltist við afbrotamenn Harma launalækkanir í fiskeldi á Vestfjörðum Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ „Mér þykir leiðinlegt að þetta gangi ekki betur“ Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Auglýsa forskráningu í skóla í Grindavík Segir ekkert náttúrulögmál að bílasalar þurfi að velta hækkunum út í verðlagið Þrjár hlutu heiðursverðlaun Fimm handteknir grunaðir um skipulagðan þjófnað Ráðherra situr fyrir svörum, gleðitíðindi og konan sem hafði aldrei heyrt um handbolta Seinka sýningum fyrir leikinn Óbirt svör og starfslokin tekin fyrir Tæplega þrjátíu prósent Tesla Y þurftu í endurskoðun Mikil andstaða við nýtt 160 herbergja hótel á Laugarvatni Á fjórða hundrað vilja á lista Sjálfstæðisflokks í Reykjavík Hótaði málþófi vegna veiða sem tengdasonurinn stundar Svona mun Suðurlandsbraut líta út Kannast ekki við tilraunir til að stofna nýtt Vélfag Ljósið flytur í Grafarvog Launin lækkuð um 97 prósent en ekki afnumin „Við eigum ekki að vera hrædd við að taka umræðuna“ Sjá meira
Hvaða áhrif telja sérfræðingar efnahags- og viðskiptaráðuneytisins að dómur Hæstaréttar í gengislánamálinu hafi? Sterk sanngirnisrök eru fyrir því að kostnaður almennings vegna gengistryggðra lána sem kunna að verða dæmd ólögmæt í Hæstarétti verði ekki óhóflegur, og að almenningur fái meiri vernd og önnur úrræði en fyrirtæki, að því er fram kemur í samantekt um gengislánin í efnahags- og viðskiptaráðuneytinu. Óvíst er hvort hluti þeirra gengistryggðu lána sem almenningur tók á undanförnum árum muni teljast löglegur þótt Hæstiréttur komist að þeirri niðurstöðu að önnur séu ólögleg, samkvæmt niðurstöðu ráðuneytisins. Þar segir enn fremur að stöðugleiki fjármálakerfisins velti á því að farsæl og sanngjörn lausn fáist í málinu. Í dæmum sem starfsmenn ráðuneytisins hafa reiknað út er annars vegar gert ráð fyrir því að hluti lántakenda sitji uppi með gengislán en aðrir ekki, og hins vegar að báðir greiði óverðtryggða vexti Seðlabankans, óháð skilmálum. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins kemur fram í samantekt ráðuneytisins að heildarupphæð erlendra lána nemi samtals um 1.000 milljörðum króna. Stærstur hluti lánanna, um 840 milljarðar, var tekinn af fyrirtækjum, en lán einstaklinga standa nú í ríflega 141 milljarði króna. Af því eru um 80 milljarðar vegna húsnæðislána en 61 milljarður vegna bílalána. Héraðsdómur Reykjavíkur komst að þeirri niðurstöðu 23. júlí síðastliðinn að skuld manns vegna gengistryggðs bílaláns hjá Lýsingu hafi verið ólögmæt og það skuli gera upp eins og ef það hefði verið tekið með óverðtryggðum vöxtum Seðlabankans. Málinu var skotið til Hæstaréttar. Lögmenn sem Fréttablaðið ræddi við í gær telja líklegt að dómur falli í málinu í Hæstarétti í dag, eða í síðasta lagi næstkomandi fimmtudag. Niðurstaða Hæstaréttar, hver sem hún verður, getur leitt til þess að mikil eignatilfærsla eigi sér stað frá fjármálafyrirtækjum og eigendum þeirra til ákveðins hóps lántakenda. Eigendur íslensku fjármálafyrirtækjanna eru eins og kunnugt er bæði íslenska ríkið og erlendir kröfuhafar. Í samantekt ráðuneytisins kemur samkvæmt heimildum Fréttablaðsins fram að gengistryggð lán almennings sem tekin voru til 25 ára geti lækkað um allt að 47 prósent. Dóminum muni líklega fylgja umtalsvert betri vaxtakjör en fólki sem tók lán í íslenskum krónum hafi boðist. Nefnd um fjármálastöðugleika hefur áætlað að ríkissjóður gæti þurft að leggja allt að 160 milljarða króna til viðskiptabankanna komist Hæstiréttur að þeirri niðurstöðu að samningsvextir skuli gilda. Verði miðað við óverðtryggða vexti Seðlabankans geti upphæðin lækkað í 21 milljarð. brjann@frettabladid.is
Fréttir Mest lesið Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Erlent Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Innlent Trump vill hafa Pútín og Xi út af fyrir sig Erlent Njósnastjóri Trumps leitar að kosningasvindli Erlent Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Innlent „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ Innlent Lögregla eltist við afbrotamenn Innlent Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Innlent Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Innlent Trump segir Pútín hafa samþykkt hlé á árásum á Kænugarð Erlent Fleiri fréttir Finnist hvergi eins sterk skilyrði til umhverfisverndar í lagareldi Streymi: Heilsan okkar: Meðferð offitu hjá fullorðnum Burðardýr hlaut þungan dóm fyrir vökvasmygl Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Ráðhús Árborgar sprungið – 10 starfsmenn fluttir í annað húsnæði Streymi: Málþing um stöðu fatlaðra barna í íþróttum Lögregla eltist við afbrotamenn Harma launalækkanir í fiskeldi á Vestfjörðum Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ „Mér þykir leiðinlegt að þetta gangi ekki betur“ Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Auglýsa forskráningu í skóla í Grindavík Segir ekkert náttúrulögmál að bílasalar þurfi að velta hækkunum út í verðlagið Þrjár hlutu heiðursverðlaun Fimm handteknir grunaðir um skipulagðan þjófnað Ráðherra situr fyrir svörum, gleðitíðindi og konan sem hafði aldrei heyrt um handbolta Seinka sýningum fyrir leikinn Óbirt svör og starfslokin tekin fyrir Tæplega þrjátíu prósent Tesla Y þurftu í endurskoðun Mikil andstaða við nýtt 160 herbergja hótel á Laugarvatni Á fjórða hundrað vilja á lista Sjálfstæðisflokks í Reykjavík Hótaði málþófi vegna veiða sem tengdasonurinn stundar Svona mun Suðurlandsbraut líta út Kannast ekki við tilraunir til að stofna nýtt Vélfag Ljósið flytur í Grafarvog Launin lækkuð um 97 prósent en ekki afnumin „Við eigum ekki að vera hrædd við að taka umræðuna“ Sjá meira