Smíðaði fyrir Veru Wang 4. nóvember 2010 20:00 Orri Finnbogason. „Ég sæki minn innblástur í náttúruna, út í garð þar sem ég tíni laufblöð, blóm og annan gróður og smíða svo eftir þeim á mismunandi stigi þurrkunar. Þarf ekkert að leita lengra þar sem þessir fallegu hlutir eru þarna á jörðinnni," segir Orri Finnbogason gullsmiður. Hann er farinn að hanna og smíða skartgripi undir merkinu Orri Finn Design og hefur fengið góðar undirtektir.Tíska og hönnun hafa verið Orra hugleikin alveg frá því hann man eftir sér. Áhuginn leiddi til þess að hann afréð að verða gullsmiður en vegna þess hversu illa gekk að komast á samning á Íslandi ákvað hann að freista gæfunnar og flytjast til New York árið 1995.Orri Finnbogason hefur unnið fyrir stór nöfn í tískubransanum.„Þar komst ég loks inn á stofu sem sérhæfði sig í demantaísetningu og smíði og var settur í hlutverk svokallaðs „runner" áður en ég fékk eitthvað að smíða; þvældist stundum um borgina með vasa fulla af rándýrum demöntum og skarti," rifjar hann upp og getur þess að smám saman hafi hann fengið að fikra sig yfir í smíði og demantaísetningu. Hann hefur meðal annars unnið verkefni fyrir skartgripafyrirtækið Tiffany"s og heimsfræga tískuhönnuði á borð við Veru Wang.Orri bjó og starfaði að mestu leyti í New York í fimmtán ár, með stuttu hléi þó þegar hann sneri heim og dvaldi hér í stutta stund til að ljúka námi. Í New York hannaði hann og seldi eigin skartgripi.Skartgripirnar hafa vakið athygli fyrir fallegt handbragð og skemmtilega liti.Á síðasta ári flutti hann svo heim til Íslands og er nú eins og áður sagði farinn að selja gripina hérlendis. „Ég byrjaði bara á því að stofna Facebook-síðu undir Orri Finn Design og fékk góðar viðtökur," segir hann, og það eru orð að sönnu þar sem hann hefur eignast yfir 3.000 aðdáendur og skartið því augljóslega ekki síður vinsælt meðal Íslendinga en erlendra tískurisa. Það er nú fáanlegt í Kraumi og hjá Jens í Kringlunni. roald@frettabladid.is Mest lesið Risa fataherbergi í glæsilegri íbúð Patriks sem nú er til sölu Lífið Getum verið gröð án þess að blotna eða fá ris Lífið „Heyri allt í einu hversu steikt þetta er orðið“ þegar hún útskýrir veikindin fyrir vinum Menning Fékk hjartaáfall og missti 50 kíló Lífið Jón Gnarr birtir sönnunargagn A um ADHD Lífið Stjörnulífið: Kossaflens og Inga Lind ástfangin á Spáni Lífið Giftu sig við persónulega athöfn í sólinni Lífið Íslendingar vekja athygli í menningarlífi Kaupmannahafnar Menning Nýtur lífsins í viktorísku koti í London Lífið Snorri og Nadine eignuðust son Lífið Fleiri fréttir Í sérsaumuðum kjól úr ónothæfum peysum Gærurnar verða að hátísku Húsfyllir þegar tískusýning tók yfir Ásmundarsal Sjáðu tískusýningu heitustu hönnuða framtíðarinnar Skúli Mogensen, Andri Snær og Sandra Barilli í stuði Troðfullt á opnun hjá ofurskvísum Héldu að hún væri rokkstjarna eða gift ríkum gaur Biður drottninguna að blessa heimilið Krotaði á átta milljón krónu tösku móður sinnar Orðin þrítug og nennir ekkert að pæla í áliti annarra Versace stígur til hliðar eftir áratugastarf Hátísku-Laufey á fremsta bekk í París „Bara gaman þegar fólk er í sjokki yfir okkur“ Enginn nakinn á Óskarnum Sjá meira
„Ég sæki minn innblástur í náttúruna, út í garð þar sem ég tíni laufblöð, blóm og annan gróður og smíða svo eftir þeim á mismunandi stigi þurrkunar. Þarf ekkert að leita lengra þar sem þessir fallegu hlutir eru þarna á jörðinnni," segir Orri Finnbogason gullsmiður. Hann er farinn að hanna og smíða skartgripi undir merkinu Orri Finn Design og hefur fengið góðar undirtektir.Tíska og hönnun hafa verið Orra hugleikin alveg frá því hann man eftir sér. Áhuginn leiddi til þess að hann afréð að verða gullsmiður en vegna þess hversu illa gekk að komast á samning á Íslandi ákvað hann að freista gæfunnar og flytjast til New York árið 1995.Orri Finnbogason hefur unnið fyrir stór nöfn í tískubransanum.„Þar komst ég loks inn á stofu sem sérhæfði sig í demantaísetningu og smíði og var settur í hlutverk svokallaðs „runner" áður en ég fékk eitthvað að smíða; þvældist stundum um borgina með vasa fulla af rándýrum demöntum og skarti," rifjar hann upp og getur þess að smám saman hafi hann fengið að fikra sig yfir í smíði og demantaísetningu. Hann hefur meðal annars unnið verkefni fyrir skartgripafyrirtækið Tiffany"s og heimsfræga tískuhönnuði á borð við Veru Wang.Orri bjó og starfaði að mestu leyti í New York í fimmtán ár, með stuttu hléi þó þegar hann sneri heim og dvaldi hér í stutta stund til að ljúka námi. Í New York hannaði hann og seldi eigin skartgripi.Skartgripirnar hafa vakið athygli fyrir fallegt handbragð og skemmtilega liti.Á síðasta ári flutti hann svo heim til Íslands og er nú eins og áður sagði farinn að selja gripina hérlendis. „Ég byrjaði bara á því að stofna Facebook-síðu undir Orri Finn Design og fékk góðar viðtökur," segir hann, og það eru orð að sönnu þar sem hann hefur eignast yfir 3.000 aðdáendur og skartið því augljóslega ekki síður vinsælt meðal Íslendinga en erlendra tískurisa. Það er nú fáanlegt í Kraumi og hjá Jens í Kringlunni. roald@frettabladid.is
Mest lesið Risa fataherbergi í glæsilegri íbúð Patriks sem nú er til sölu Lífið Getum verið gröð án þess að blotna eða fá ris Lífið „Heyri allt í einu hversu steikt þetta er orðið“ þegar hún útskýrir veikindin fyrir vinum Menning Fékk hjartaáfall og missti 50 kíló Lífið Jón Gnarr birtir sönnunargagn A um ADHD Lífið Stjörnulífið: Kossaflens og Inga Lind ástfangin á Spáni Lífið Giftu sig við persónulega athöfn í sólinni Lífið Íslendingar vekja athygli í menningarlífi Kaupmannahafnar Menning Nýtur lífsins í viktorísku koti í London Lífið Snorri og Nadine eignuðust son Lífið Fleiri fréttir Í sérsaumuðum kjól úr ónothæfum peysum Gærurnar verða að hátísku Húsfyllir þegar tískusýning tók yfir Ásmundarsal Sjáðu tískusýningu heitustu hönnuða framtíðarinnar Skúli Mogensen, Andri Snær og Sandra Barilli í stuði Troðfullt á opnun hjá ofurskvísum Héldu að hún væri rokkstjarna eða gift ríkum gaur Biður drottninguna að blessa heimilið Krotaði á átta milljón krónu tösku móður sinnar Orðin þrítug og nennir ekkert að pæla í áliti annarra Versace stígur til hliðar eftir áratugastarf Hátísku-Laufey á fremsta bekk í París „Bara gaman þegar fólk er í sjokki yfir okkur“ Enginn nakinn á Óskarnum Sjá meira