Alonso og Massa frumsýndu Ferrari 28. janúar 2010 11:06 Nýr Ferrari bíll var frumsýndur í dag. Spánverjinn Fernando Alonso og Felipe Massa frumsýndi nýjan Ferrari á Ítalíu í dag. Alonso er nýr liðsmaður Ferrari, en hann ók fyrir Renault í fyrra. Massa hefur náð sér af meiðslum sem hann hlaut í fyrra og klár í slaginn. "Þetta er fyrsta frumsýning mín með Ferrari og stundin því þrunginn tilfinningum. Ég er þakklátur Ferrari, sem hefur lagt hart að sér síðustu mánuði til að þessi draumur yrði að veruleika, þessi nýi bíll. Það er mikil ástríða að baki þessu verki", sagði Alonso. "Við erum tilbúnir að takast á við verkefnið og það er mitt verk að skila öllu sem bíllinn býður upp á. Við Massa verðir sterkir saman og væntum þess að færa Ferrari áhangendum meistaratitilinn", sagði Alonso. Massa lenti í erfiðleikum í fyrra þegar hann lenti í slysi í Ungverjalandi og óttast var um líf hans um tíma, eftir að hann fékk gorm í höfuðið í tímatökunni í Búdapest. Hann hefur þó náð sér að fullu með hjálp góðra manna og eigin styrk, "Það er óneitanlega ánægjulegt að vera á frumsýningu Ferrari, því síðasta ár var erfitt. Ég er stoltur og vill vinna af meiri elju en nokkurn tíma áður. Ég vona að þessi bíll verði mjög samkeppnisfær, að við verðum fremstir á ráslínu í tímatökum að við berjumst um titilinn", sagði Massa. Alosno er með langtímasamning við Ferrari og kveðst vilja ljúka ferlinum með liðinu, en hann varð meistari í tvígang með Renault, tók eitt ár með McLaren og ók síðan á ný með Renault, en samdi við Ferrari á síðasta ári.Hægt er að fylgjast með beint með fleiri atriðum frá Ferrari í beinni útsendingu á ferrari.com í dag. Mest lesið Allt small og Rauðu djöflarnir sjá úrslitaleikinn í hillingum Fótbolti „Þetta var hið fullkomna kvöld“ Fótbolti „Annar fóturinn í úrslitaleikinn en ekkert er búið enn“ Fótbolti „Þetta er ekki búið“ Fótbolti „Erum komnar til þess að fara alla leið“ Sport Albert byrjaði í naumu tapi í Andalúsíu Fótbolti Gísli Þorgeir skaut Magdeburg áfram Handbolti Meistaradeildardraumur Forest að breytast í martröð Enski boltinn Mark undir lok leiks gefur Norðmönnum von Fótbolti Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 86-79| Haukar taka forystu í úrslitaeinvíginu Körfubolti Fleiri fréttir „Þetta var hræðilegt og 2025 verður sársaukafullt“ Piastri sigraði í Jeddah og leiðir keppni ökumanna Kallaði sig hálfvita eftir áreksturinn Segja fjörutíu milljarða í boði fyrir Verstappen Max svaraði Marko fullum hálsi Hefur áhyggjur af framtíð Verstappen Piastri hleypti engum fram úr og fagnaði fyrsta sigrinum Schumacher skrifaði nafnið sitt á hjálm „Eins og ég hafi aldrei keyrt Formúlu 1 bíl“ „Vandamálið er mín megin og ég verð að bæta mig“ Blótar háum sektum fyrir það að blóta Schumacher orðinn afi Verstappen fagnaði sigri í Japan: „Þetta er ansi dýr sláttuvél“ Sjáðu magnaðan lokahring Verstappen: „Jafnvel sá besti á ferli Max" Verstappen á ráspólnum í Japan „Það er algjört kjaftæði“ Pérez rætt við nokkur lið um endurkomu Sjá meira
Spánverjinn Fernando Alonso og Felipe Massa frumsýndi nýjan Ferrari á Ítalíu í dag. Alonso er nýr liðsmaður Ferrari, en hann ók fyrir Renault í fyrra. Massa hefur náð sér af meiðslum sem hann hlaut í fyrra og klár í slaginn. "Þetta er fyrsta frumsýning mín með Ferrari og stundin því þrunginn tilfinningum. Ég er þakklátur Ferrari, sem hefur lagt hart að sér síðustu mánuði til að þessi draumur yrði að veruleika, þessi nýi bíll. Það er mikil ástríða að baki þessu verki", sagði Alonso. "Við erum tilbúnir að takast á við verkefnið og það er mitt verk að skila öllu sem bíllinn býður upp á. Við Massa verðir sterkir saman og væntum þess að færa Ferrari áhangendum meistaratitilinn", sagði Alonso. Massa lenti í erfiðleikum í fyrra þegar hann lenti í slysi í Ungverjalandi og óttast var um líf hans um tíma, eftir að hann fékk gorm í höfuðið í tímatökunni í Búdapest. Hann hefur þó náð sér að fullu með hjálp góðra manna og eigin styrk, "Það er óneitanlega ánægjulegt að vera á frumsýningu Ferrari, því síðasta ár var erfitt. Ég er stoltur og vill vinna af meiri elju en nokkurn tíma áður. Ég vona að þessi bíll verði mjög samkeppnisfær, að við verðum fremstir á ráslínu í tímatökum að við berjumst um titilinn", sagði Massa. Alosno er með langtímasamning við Ferrari og kveðst vilja ljúka ferlinum með liðinu, en hann varð meistari í tvígang með Renault, tók eitt ár með McLaren og ók síðan á ný með Renault, en samdi við Ferrari á síðasta ári.Hægt er að fylgjast með beint með fleiri atriðum frá Ferrari í beinni útsendingu á ferrari.com í dag.
Mest lesið Allt small og Rauðu djöflarnir sjá úrslitaleikinn í hillingum Fótbolti „Þetta var hið fullkomna kvöld“ Fótbolti „Annar fóturinn í úrslitaleikinn en ekkert er búið enn“ Fótbolti „Þetta er ekki búið“ Fótbolti „Erum komnar til þess að fara alla leið“ Sport Albert byrjaði í naumu tapi í Andalúsíu Fótbolti Gísli Þorgeir skaut Magdeburg áfram Handbolti Meistaradeildardraumur Forest að breytast í martröð Enski boltinn Mark undir lok leiks gefur Norðmönnum von Fótbolti Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 86-79| Haukar taka forystu í úrslitaeinvíginu Körfubolti Fleiri fréttir „Þetta var hræðilegt og 2025 verður sársaukafullt“ Piastri sigraði í Jeddah og leiðir keppni ökumanna Kallaði sig hálfvita eftir áreksturinn Segja fjörutíu milljarða í boði fyrir Verstappen Max svaraði Marko fullum hálsi Hefur áhyggjur af framtíð Verstappen Piastri hleypti engum fram úr og fagnaði fyrsta sigrinum Schumacher skrifaði nafnið sitt á hjálm „Eins og ég hafi aldrei keyrt Formúlu 1 bíl“ „Vandamálið er mín megin og ég verð að bæta mig“ Blótar háum sektum fyrir það að blóta Schumacher orðinn afi Verstappen fagnaði sigri í Japan: „Þetta er ansi dýr sláttuvél“ Sjáðu magnaðan lokahring Verstappen: „Jafnvel sá besti á ferli Max" Verstappen á ráspólnum í Japan „Það er algjört kjaftæði“ Pérez rætt við nokkur lið um endurkomu Sjá meira