Umfjöllun: Grindjánar skotnir í sumarfrí Henry Birgir Gunnarsson í Fjárhúsinu skrifar 29. mars 2010 19:39 Það var ekkert gefið eftir í Hólminum í kvöld. Mynd/Daníel Snæfellingar tryggðu sér sæti í undanúrslitum eftir 17 stiga sigur á Grindavík, 110-93, í Stykkishólmi í kvöld í öðrum leik liðanna í átta liða úrslitum úrslitakeppni Iceland Express deild karla í körfubolta. Grindvíkingar mættu gríðarlega grimmir til leiks enda með bakið upp við vegginn. Tap var sama og sumarfrí. Darrell Flake og Páll Axel fundu sig strax vel og öll skot liðsins fóru ofan í körfuna. Grindvíkingar klikkuðu ekki á skoti fyrr en eftir rúmar fimm mínútur. Grindavík komst í 5-13 en þá var eins og það væri ýtt á takka því leikmenn liðsins urðu allt í einu ískaldir. Snæfell nýtti sér það með 13-5 kafla, sigldi fram úr en Grindavík skoraði síðustu körfu síðasta leikhluta og leiddi með einu stigi eftir fyrsta leikhluta, 23-24. Snæfell tók frumkvæðið strax í upphafi annars leikhluta en bæði lið spiluðu afar hraðan körfubolta og það var mikið skorað. Páll Axel var að spila vel fyrir Grindavík sem var ánægjulegt fyrir gestina enda hefur Páll oftar en ekki átt erfitt uppdráttar í stóru leikjunum. Sean Burton datt í stuð og fór að raða niður svakalegum þriggja stiga körfum fyrir Snæfell. Páll Axel kórónaði frábæran fyrri hálfleik hjá sér með magnaðri þriggja stiga körfu er leiktíminn rann út. 55-57 í hálfleik og Páll Axel kominn með 22 stig. Flake var með 13 og Brenton 12. Hjá Snæfell var Hlynur atkvæðamestur í fyrri hálfleik með 12 stig og 6 fráköst. Burton og Sigurður Þorvaldsson skoruðu báðir 11 stig. Liðin slógu ekkert af í upphafi síðari hálfleiks og héldu áfram að spila afar hraðan bolta. Jón Ólafur datt í stuð hjá Snæfell sem náði átta stiga forskoti, 77-69, og þá greip Friðrik Ragnarsson, þjálfari Grindavíkur, í taumana og tók leikhlé. Það hlé skilaði litlu því Snæfell hélt áfram að hitta mjög vel. Snæfell vann leikhlutann 34-18 og leiddi fyrir síðasta leikhlutann með 14 stigum, 89-75. Grindavík byrjaði lokaleikhlutann vel og saxaði hratt á forskot heimamanna sem voru í stökustu vandræðum í sókninni. 89-83 og leikurinn að opnast aftur. Ingi Þór tók þá leikhlé hjá Snæfelli, róaði sína menn og það reyndist afar góð ákvörðun. Snæfell kom út á völlinn aftur, fór að spila sinn leik og náði 15 stiga forskoti, 100-85, þegar fimm mínútur voru eftir. Þriggja stiga hittni Snæfells var í ruglinu og það fór bókstaflega allt niður fyrir utan þriggja stiga línuna hjá þeim. Við því átti Grindavík ekkert svar. 108-85 þegar þrjár og hálf var eftir. Stuðningsmenn Snæfells skemmtu sér það sem eftir var við að stríða Grindvíkingum enda var sigurinn þeirra, 110-93.Snæfell-Grindavík 110-93 (55-57)Stig Snæfells: Sean Burton 24 (11 stoðsendingar), Hlynur Bæringsson 23 (14 fráköst, 5 stoðsendingar, 3 varin skot), Jón Ólafur Jónsson 20, Sigurður Á. Þorvaldsson 18 (8 fráköst, 5 stoðsendingar), Pálmi Freyr Sigurgeirsson 10, Martins Berkis 8, Emil Þór Jóhannsson 5, Sveinn Arnar Davíðsson 2.Stig Grindavíkur: Páll Axel Vilbergsson 28, Darrell Flake 24 (7 fráköst), Brenton Joe Birmingham 12 (7 fráköst, 5 stoðsendingar), Guðlaugur Eyjólfsson 10, Ómar Örn Sævarsson 10, Arnar Freyr Jónsson 5 (10 stoðsendingar), Þorleifur Ólafsson 4. Dominos-deild karla Mest lesið Gagnrýnir HSÍ harðlega: „Enginn metnaður til að gera betur“ Handbolti Bjarki um gjaldþrotið: „Þú ert niðurlægður á ákveðinn hátt“ Íslenski boltinn Pabbi Haliburtons ögraði Giannis: „Mikil vanvirðing“ Körfubolti Ten Hag líklegur til að taka við af Alonso Fótbolti „Held að Víkingar hafi keypt rangan framherja úr HK“ Íslenski boltinn Sádar eltast við þrjá framherja Liverpool Enski boltinn Stúkan um Stjörnuna: „Er algjört kjaftæði“ Íslenski boltinn Enginn ákærður vegna andláts Adam Johnson Sport ITV styður Ian Wright og gæti losað sig við Eni Aluko Enski boltinn Lífsferill íþróttamannsins: Vandinn við að mæla börn Sport Fleiri fréttir Annað skiptið í röð sem leikmaður San Antonio er valinn nýliði ársins Luka borgar fyrir viðgerðir á minnismerki um Kobe Slapp vel frá rafmagnsleysinu Pabbi Haliburtons ögraði Giannis: „Mikil vanvirðing“ „Þetta er úrslitakeppnin og hlutir gerast“ Sigtryggur Arnar eignaðist strák rétt fyrir stórleik kvöldsins Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 105-104 | Lygilegar lokamínútur Þinglegur stuðningur við Tindastól fyrir kvöldið NBA viðurkennir dómaramistök á ögurstundu hjá Luka og Lakers „Þetta er hreinn og klár glæpur“ „Létum hluti sem við stjórnum ekki fara of mikið í taugarnar á okkur“ Hnefarnir látnir tala í Umhyggjuhöllinni Fór ekki í sturtu fyrr en sjö um morguninn eftir eitt erfiðasta tapið á ferlinum Mesta rúst í sögu NBA Skýrsla um Brynjar Karl: Geri tilraunir með börn og skorti fræðilegan grunn „Stoltur af leikmönnum og stuðningsmönnum“ „Stóðumst áhlaupin betur að þessu sinni“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 91-105 | Grindavík hélt sér á lífi með langþráðum sigri utan heimabæjarins Lögmálið: Þjálfari Lakers féll á prófinu Dómarar viðurkenndu að hafa gert mistök Tímabilið líklega búið hjá Lillard „Mamma kenndi mér að leika ekki með matinn“ Lakers sprungu og eiga bara eina líflínu Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 101-89 | Njarðvík með sópinn á lofti Sá tíundi í röð hjá Jóni Axel og félögum eftir dramatík í lokin Almar Orri til Miami háskólans „Get ekki sagt að þetta hafi verið auðvelt“ Ármann í úrslit um sæti í efstu deild Uppgjörið: Haukar - Valur 79-64 | Sópurinn á lofti í Ólafssal Elvar stigahæstur í öruggum sigri Sjá meira
Snæfellingar tryggðu sér sæti í undanúrslitum eftir 17 stiga sigur á Grindavík, 110-93, í Stykkishólmi í kvöld í öðrum leik liðanna í átta liða úrslitum úrslitakeppni Iceland Express deild karla í körfubolta. Grindvíkingar mættu gríðarlega grimmir til leiks enda með bakið upp við vegginn. Tap var sama og sumarfrí. Darrell Flake og Páll Axel fundu sig strax vel og öll skot liðsins fóru ofan í körfuna. Grindvíkingar klikkuðu ekki á skoti fyrr en eftir rúmar fimm mínútur. Grindavík komst í 5-13 en þá var eins og það væri ýtt á takka því leikmenn liðsins urðu allt í einu ískaldir. Snæfell nýtti sér það með 13-5 kafla, sigldi fram úr en Grindavík skoraði síðustu körfu síðasta leikhluta og leiddi með einu stigi eftir fyrsta leikhluta, 23-24. Snæfell tók frumkvæðið strax í upphafi annars leikhluta en bæði lið spiluðu afar hraðan körfubolta og það var mikið skorað. Páll Axel var að spila vel fyrir Grindavík sem var ánægjulegt fyrir gestina enda hefur Páll oftar en ekki átt erfitt uppdráttar í stóru leikjunum. Sean Burton datt í stuð og fór að raða niður svakalegum þriggja stiga körfum fyrir Snæfell. Páll Axel kórónaði frábæran fyrri hálfleik hjá sér með magnaðri þriggja stiga körfu er leiktíminn rann út. 55-57 í hálfleik og Páll Axel kominn með 22 stig. Flake var með 13 og Brenton 12. Hjá Snæfell var Hlynur atkvæðamestur í fyrri hálfleik með 12 stig og 6 fráköst. Burton og Sigurður Þorvaldsson skoruðu báðir 11 stig. Liðin slógu ekkert af í upphafi síðari hálfleiks og héldu áfram að spila afar hraðan bolta. Jón Ólafur datt í stuð hjá Snæfell sem náði átta stiga forskoti, 77-69, og þá greip Friðrik Ragnarsson, þjálfari Grindavíkur, í taumana og tók leikhlé. Það hlé skilaði litlu því Snæfell hélt áfram að hitta mjög vel. Snæfell vann leikhlutann 34-18 og leiddi fyrir síðasta leikhlutann með 14 stigum, 89-75. Grindavík byrjaði lokaleikhlutann vel og saxaði hratt á forskot heimamanna sem voru í stökustu vandræðum í sókninni. 89-83 og leikurinn að opnast aftur. Ingi Þór tók þá leikhlé hjá Snæfelli, róaði sína menn og það reyndist afar góð ákvörðun. Snæfell kom út á völlinn aftur, fór að spila sinn leik og náði 15 stiga forskoti, 100-85, þegar fimm mínútur voru eftir. Þriggja stiga hittni Snæfells var í ruglinu og það fór bókstaflega allt niður fyrir utan þriggja stiga línuna hjá þeim. Við því átti Grindavík ekkert svar. 108-85 þegar þrjár og hálf var eftir. Stuðningsmenn Snæfells skemmtu sér það sem eftir var við að stríða Grindvíkingum enda var sigurinn þeirra, 110-93.Snæfell-Grindavík 110-93 (55-57)Stig Snæfells: Sean Burton 24 (11 stoðsendingar), Hlynur Bæringsson 23 (14 fráköst, 5 stoðsendingar, 3 varin skot), Jón Ólafur Jónsson 20, Sigurður Á. Þorvaldsson 18 (8 fráköst, 5 stoðsendingar), Pálmi Freyr Sigurgeirsson 10, Martins Berkis 8, Emil Þór Jóhannsson 5, Sveinn Arnar Davíðsson 2.Stig Grindavíkur: Páll Axel Vilbergsson 28, Darrell Flake 24 (7 fráköst), Brenton Joe Birmingham 12 (7 fráköst, 5 stoðsendingar), Guðlaugur Eyjólfsson 10, Ómar Örn Sævarsson 10, Arnar Freyr Jónsson 5 (10 stoðsendingar), Þorleifur Ólafsson 4.
Dominos-deild karla Mest lesið Gagnrýnir HSÍ harðlega: „Enginn metnaður til að gera betur“ Handbolti Bjarki um gjaldþrotið: „Þú ert niðurlægður á ákveðinn hátt“ Íslenski boltinn Pabbi Haliburtons ögraði Giannis: „Mikil vanvirðing“ Körfubolti Ten Hag líklegur til að taka við af Alonso Fótbolti „Held að Víkingar hafi keypt rangan framherja úr HK“ Íslenski boltinn Sádar eltast við þrjá framherja Liverpool Enski boltinn Stúkan um Stjörnuna: „Er algjört kjaftæði“ Íslenski boltinn Enginn ákærður vegna andláts Adam Johnson Sport ITV styður Ian Wright og gæti losað sig við Eni Aluko Enski boltinn Lífsferill íþróttamannsins: Vandinn við að mæla börn Sport Fleiri fréttir Annað skiptið í röð sem leikmaður San Antonio er valinn nýliði ársins Luka borgar fyrir viðgerðir á minnismerki um Kobe Slapp vel frá rafmagnsleysinu Pabbi Haliburtons ögraði Giannis: „Mikil vanvirðing“ „Þetta er úrslitakeppnin og hlutir gerast“ Sigtryggur Arnar eignaðist strák rétt fyrir stórleik kvöldsins Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 105-104 | Lygilegar lokamínútur Þinglegur stuðningur við Tindastól fyrir kvöldið NBA viðurkennir dómaramistök á ögurstundu hjá Luka og Lakers „Þetta er hreinn og klár glæpur“ „Létum hluti sem við stjórnum ekki fara of mikið í taugarnar á okkur“ Hnefarnir látnir tala í Umhyggjuhöllinni Fór ekki í sturtu fyrr en sjö um morguninn eftir eitt erfiðasta tapið á ferlinum Mesta rúst í sögu NBA Skýrsla um Brynjar Karl: Geri tilraunir með börn og skorti fræðilegan grunn „Stoltur af leikmönnum og stuðningsmönnum“ „Stóðumst áhlaupin betur að þessu sinni“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 91-105 | Grindavík hélt sér á lífi með langþráðum sigri utan heimabæjarins Lögmálið: Þjálfari Lakers féll á prófinu Dómarar viðurkenndu að hafa gert mistök Tímabilið líklega búið hjá Lillard „Mamma kenndi mér að leika ekki með matinn“ Lakers sprungu og eiga bara eina líflínu Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 101-89 | Njarðvík með sópinn á lofti Sá tíundi í röð hjá Jóni Axel og félögum eftir dramatík í lokin Almar Orri til Miami háskólans „Get ekki sagt að þetta hafi verið auðvelt“ Ármann í úrslit um sæti í efstu deild Uppgjörið: Haukar - Valur 79-64 | Sópurinn á lofti í Ólafssal Elvar stigahæstur í öruggum sigri Sjá meira
Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 91-105 | Grindavík hélt sér á lífi með langþráðum sigri utan heimabæjarins