Evran veikist áfram, skuldatryggingaálag hækkar 25. nóvember 2010 11:15 Enn heldur evran áfram að veikjast gagnvart helstu myntum, og líkt og undanfarið er veikingin rakin til fregna af bágri stöðu Írlands og keðjuverkandi áhrif þeirra frétta á áhyggjur manna af stöðu annarra evruríkja. Fjallað er um málið í Morgunkorni greiningar Íslandsbanka. Þar segir að þau ríki sem gjarnan eru nefnd í þessu samhengi eru Spánn og Portúgal. Hafa markaðsaðilar áhyggjur af því að þessi ríki séu næst í röðinni og munu þá líkt og Grikkland og Írland falla í valinn fyrir fjármálakreppunni og í kjölfarið óska eftir neyðarláni frá Evrópusambandinu og Alþjóðagjaldeyrissjóðnum. Nú þegar þetta er ritað (kl. 09:30) kostar evran 1,333 Bandaríkjadali sem er lægsta gildi evru/dollar krossins í tvo mánuði. Á sama tíma hefur skuldatryggingarálag á ríki Vestur Evrópu rokið upp. Í lok dags í gær stóð meðaláhættuálagið til fimm ára á þessi ríki í 203 punktum samkvæmt gögnum úr Bloomberg-gagnaveitunni, en það fór fyrst yfir 200 punktana í fyrradag eftir að hafa verið undir því gildi síðan í mars á síðasta ári. Álagið á Grikkland hefur þó eitthvað komið til baka og var undir 1.000 punkta múrnum í lok dags í gær, eða 982 punktar (9,82%). Álagið á írska ríkið og hið portúgalska er jafnframt enn nálægt sínum hæstu gildum og stóð álagið á hið fyrrnefnda í 580 punktum í gær en álag hins síðarnefnda í 481 punktum. Skuldatryggingaálagið á Spán stóð í 295 punktum í gær en það fór í fyrsta sinn yfir 300 punkta í fyrradag og er því augljóslega í hæstu hæðum sögulega séð um þessar mundir. „Verður áhugavert að fylgjast með þróuninni næstu daga enda skipast skjótt veður í lofti á mörkuðum og er aldrei vita nema þessi þróun sem verið hefur undanfarna daga snúist upp í andhverfu sína," segir í Morgunkorninu. Mest lesið Íbúar vilja fella úr gildi starfsleyfi Hygge vegna mengunar Viðskipti innlent Öll heimilisverk skemmtileg nema eitt Atvinnulíf Trump fellir niður tolla á tugi matvæla Viðskipti erlent Staðfesta þunga sekt vegna tuga dulinna auglýsinga Viðskipti innlent Jólagjöf ársins 2025 veltir sigurvegara síðustu tveggja ára úr sessi Samstarf Klístruð gólf og mygla meðal þess sem felldi Alvotech Viðskipti innlent Áhrif foreldra á starfsframa og velgengni barna sinna Atvinnulíf Fundinum mikilvæga frestað Viðskipti innlent Engar Robin klementínur á landinu þessi jól Neytendur Reisa minnst 2.600 fermetra á Völlunum á tólf mánuðum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Trump fellir niður tolla á tugi matvæla Paramount, Comcast og Netflix vilja kaupa Warner Kári og Hannes stofna fyrirtæki: „Erum aðallega bara að velta fyrir okkur heiminum“ PlayStation 5 slær Xbox 360 við Reyna að halda sjaldgæfum málmum frá hernum Jensens Bøfhus lokað Samþykktu stærðarinnar launapakka Musks Græða á tá og fingri á svikum og prettum Fresta reynsluflugi rafmagnsflugvélar Segist engin deili kunna á rafmyntajöfri sem hann náðaði Nvidia metið á 615 billjónir króna Umfangsmiklar uppsagnir hjá Amazon Framkvæmdastjórnin beinir spjótunum að Meta og TikTok Kæra FIFA fyrir miðasölubrask fyrir HM á næsta ári Þrír Kaupþingsstjórar sektaðir í Lúxemborg eftir fimmtán ára málaferli Stjórn Warner Bros. segir félagið til sölu Svona lögðu Kínverjar framtíðina undir sig Snapchat og Duolingo í basli vegna bilunar hjá Amazon Smáríki græða á tá og fingri á þjóðarlénum í lénaleikjum Skoða hvort miðasölubrask FIFA sé ólögleg veðmálastarfsemi Paramount ber víurnar í Warner Bros Kínverjar hóta frekari hefndum, standi Trump við tollana Deila Nóbelnum fyrir að varpa ljósi á tengsl nýsköpunar og hagvaxtar Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? Rafmyntir hrynja í verði eftir tollahótanir Herða hreðjatakið á birgðakeðjum Vesturlanda Virði gulls í methæðum Fyrrverandi forstjóri félags í eigu Íslendinga dæmdur fyrir fjárdrátt Strava stefnir Garmin AMD upp um fjórðung eftir risasamning við OpenAI Sjá meira
Enn heldur evran áfram að veikjast gagnvart helstu myntum, og líkt og undanfarið er veikingin rakin til fregna af bágri stöðu Írlands og keðjuverkandi áhrif þeirra frétta á áhyggjur manna af stöðu annarra evruríkja. Fjallað er um málið í Morgunkorni greiningar Íslandsbanka. Þar segir að þau ríki sem gjarnan eru nefnd í þessu samhengi eru Spánn og Portúgal. Hafa markaðsaðilar áhyggjur af því að þessi ríki séu næst í röðinni og munu þá líkt og Grikkland og Írland falla í valinn fyrir fjármálakreppunni og í kjölfarið óska eftir neyðarláni frá Evrópusambandinu og Alþjóðagjaldeyrissjóðnum. Nú þegar þetta er ritað (kl. 09:30) kostar evran 1,333 Bandaríkjadali sem er lægsta gildi evru/dollar krossins í tvo mánuði. Á sama tíma hefur skuldatryggingarálag á ríki Vestur Evrópu rokið upp. Í lok dags í gær stóð meðaláhættuálagið til fimm ára á þessi ríki í 203 punktum samkvæmt gögnum úr Bloomberg-gagnaveitunni, en það fór fyrst yfir 200 punktana í fyrradag eftir að hafa verið undir því gildi síðan í mars á síðasta ári. Álagið á Grikkland hefur þó eitthvað komið til baka og var undir 1.000 punkta múrnum í lok dags í gær, eða 982 punktar (9,82%). Álagið á írska ríkið og hið portúgalska er jafnframt enn nálægt sínum hæstu gildum og stóð álagið á hið fyrrnefnda í 580 punktum í gær en álag hins síðarnefnda í 481 punktum. Skuldatryggingaálagið á Spán stóð í 295 punktum í gær en það fór í fyrsta sinn yfir 300 punkta í fyrradag og er því augljóslega í hæstu hæðum sögulega séð um þessar mundir. „Verður áhugavert að fylgjast með þróuninni næstu daga enda skipast skjótt veður í lofti á mörkuðum og er aldrei vita nema þessi þróun sem verið hefur undanfarna daga snúist upp í andhverfu sína," segir í Morgunkorninu.
Mest lesið Íbúar vilja fella úr gildi starfsleyfi Hygge vegna mengunar Viðskipti innlent Öll heimilisverk skemmtileg nema eitt Atvinnulíf Trump fellir niður tolla á tugi matvæla Viðskipti erlent Staðfesta þunga sekt vegna tuga dulinna auglýsinga Viðskipti innlent Jólagjöf ársins 2025 veltir sigurvegara síðustu tveggja ára úr sessi Samstarf Klístruð gólf og mygla meðal þess sem felldi Alvotech Viðskipti innlent Áhrif foreldra á starfsframa og velgengni barna sinna Atvinnulíf Fundinum mikilvæga frestað Viðskipti innlent Engar Robin klementínur á landinu þessi jól Neytendur Reisa minnst 2.600 fermetra á Völlunum á tólf mánuðum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Trump fellir niður tolla á tugi matvæla Paramount, Comcast og Netflix vilja kaupa Warner Kári og Hannes stofna fyrirtæki: „Erum aðallega bara að velta fyrir okkur heiminum“ PlayStation 5 slær Xbox 360 við Reyna að halda sjaldgæfum málmum frá hernum Jensens Bøfhus lokað Samþykktu stærðarinnar launapakka Musks Græða á tá og fingri á svikum og prettum Fresta reynsluflugi rafmagnsflugvélar Segist engin deili kunna á rafmyntajöfri sem hann náðaði Nvidia metið á 615 billjónir króna Umfangsmiklar uppsagnir hjá Amazon Framkvæmdastjórnin beinir spjótunum að Meta og TikTok Kæra FIFA fyrir miðasölubrask fyrir HM á næsta ári Þrír Kaupþingsstjórar sektaðir í Lúxemborg eftir fimmtán ára málaferli Stjórn Warner Bros. segir félagið til sölu Svona lögðu Kínverjar framtíðina undir sig Snapchat og Duolingo í basli vegna bilunar hjá Amazon Smáríki græða á tá og fingri á þjóðarlénum í lénaleikjum Skoða hvort miðasölubrask FIFA sé ólögleg veðmálastarfsemi Paramount ber víurnar í Warner Bros Kínverjar hóta frekari hefndum, standi Trump við tollana Deila Nóbelnum fyrir að varpa ljósi á tengsl nýsköpunar og hagvaxtar Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? Rafmyntir hrynja í verði eftir tollahótanir Herða hreðjatakið á birgðakeðjum Vesturlanda Virði gulls í methæðum Fyrrverandi forstjóri félags í eigu Íslendinga dæmdur fyrir fjárdrátt Strava stefnir Garmin AMD upp um fjórðung eftir risasamning við OpenAI Sjá meira