Auðvelda leiðin Ólafur Stephensen skrifar 14. júlí 2010 06:00 Skýrsla Alþjóðagjaldeyrissjóðsins um íslenzka skattkerfið hefur vakið nokkra athygli, enda er þar að finna að því er virðist róttækar tillögur um hærri skatta. Það er þó ekki þannig að AGS leggi til skattahækkanir að fyrra bragði. Það er ríkisstjórn Íslands, sem biður um skýrsluna og þar kemur skýrt fram að sé vilji til þess hjá íslenzkum stjórnvöldum að hækka skatta, megi fara þessa eða hina leiðina að því marki. Ríkisstjórnin getur því að sjálfsögðu ekki skotið sér á bak við Alþjóðagjaldeyrissjóðinn, ákveði hún að hækka skatta enn frekar. Hún ber ábyrgðina sjálf, rétt eins og á þeim skattahækkunum sem þegar hafa verið ákveðnar. Skýrsla AGS er raunar athyglisverð lesning fyrir margra hluta sakir. Þar kemur til að mynda fram sú ályktun að Íslendingar séu alls ekki minna skattlagðir en til dæmis hinar Norðurlandaþjóðirnar. AGS tekur skyldugreiðslur í lífeyrissjóði með í reikninginn og fær út þá niðurstöðu að Íslendingar beri einna þyngstu skattbyrðina í OECD. Þetta er í andstöðu við það sem talsmenn ríkisstjórnarinnar hafa gjarnan haldið fram. Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn geldur sömuleiðis varhug við þrepaskiptu tekjuskattkerfi með stighækkandi skattprósentu. Sé farið yfir ákveðin mörk í því tilliti, skaði það beinlínis tekjuöflun ríkissjóðs. Sérfræðingar AGS benda á að flest ríki, sem nýti ríkis-fjármálin til að jafna tekjur þegnanna, nái markmiðum sínum á gjaldahliðinni, með því að greiða bætur til tekjulágra, en noti ekki skattkerfið til tekjujöfnunar. Þetta gengur sömuleiðis gegn málflutningi ríkisstjórnarflokkanna í skattamálum. Rauði þráðurinn í tillögum AGS er að einfalda skattkerfið og breikka skattstofnana. Það er ekki sú stefna, sem ríkisstjórnin hefur fylgt, heldur hefur hún þvert á móti flækt kerfið. Í þessu ljósi ber að skoða tillögu AGS um að setja allar vörur í sama virðisaukaskattþrep, enda fylgir henni sú ábending að bregðast yrði við slíkri skattahækkun með því að verja umtalsverðum hluta teknanna til þess að styðja við láglaunafjölskyldur. AGS varar raunar við hugsanlegum áhrifum skattahækkana og bendir til dæmis á það augljósa, að hækkun neyzluskatta myndi velta út í verðlagið, auka verðbólgu og þyngja enn greiðslubyrði þeirra sem eru með verðtryggð lán. Í skýrslu AGS kemur ekkert fram um að ríkisstjórnin neyðist til að hækka skatta. Það er eftir sem áður val ráðherranna, hvort þeir ná jöfnuði í ríkisfjármálunum með því að hækka skattana eða með því að skera frekar niður í rekstri ríkisins. Niðurskurður er erfiðari í framkvæmd, enda margir vel skipulagðir þrýstihópar og hagsmunasamtök á móti honum. Skattgreiðendur eru stór hópur, sem hefur ekki skýrt skilgreinda hagsmuni og á sér enga sérstaka talsmenn. Þess vegna telja stjórnmálamenn oft að það sé auðveldara að hækka skatta en að skera niður. Í skýrslu AGS eru engin rök fyrir að það sé leiðin sem á að fara. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ólafur Stephensen Mest lesið Hafa íslenskir neytendur sama rétt og evrópskir? Ásthildur Lóa Þórsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Til þeirra sem fagna Doktornum! Kristján Freyr Halldórsson Skoðun Skuldin við úthverfin Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir Skoðun Hringekja verðtryggingar og hárra vaxta Benedikt Gíslason Skoðun Einelti er dauðans alvara Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Áfram gakk – með kerfisgalla í bakpokanum Harpa Þorsteinsdóttir Skoðun Málgögn og gervigreind Steinþór Steingrímsson,Einar Freyr Sigurðsson,Helga Hilmisdóttir Skoðun Réttlæti hins sterka. Gildra dómarans Jörgen Ingimar Hansson Skoðun Hefur þú heyrt þetta áður? Stefnir Húni Kristjánsson Skoðun Ávinningur af endurhæfingu – aukum lífsgæðin Ólafur H. Jóhannsson Skoðun
Skýrsla Alþjóðagjaldeyrissjóðsins um íslenzka skattkerfið hefur vakið nokkra athygli, enda er þar að finna að því er virðist róttækar tillögur um hærri skatta. Það er þó ekki þannig að AGS leggi til skattahækkanir að fyrra bragði. Það er ríkisstjórn Íslands, sem biður um skýrsluna og þar kemur skýrt fram að sé vilji til þess hjá íslenzkum stjórnvöldum að hækka skatta, megi fara þessa eða hina leiðina að því marki. Ríkisstjórnin getur því að sjálfsögðu ekki skotið sér á bak við Alþjóðagjaldeyrissjóðinn, ákveði hún að hækka skatta enn frekar. Hún ber ábyrgðina sjálf, rétt eins og á þeim skattahækkunum sem þegar hafa verið ákveðnar. Skýrsla AGS er raunar athyglisverð lesning fyrir margra hluta sakir. Þar kemur til að mynda fram sú ályktun að Íslendingar séu alls ekki minna skattlagðir en til dæmis hinar Norðurlandaþjóðirnar. AGS tekur skyldugreiðslur í lífeyrissjóði með í reikninginn og fær út þá niðurstöðu að Íslendingar beri einna þyngstu skattbyrðina í OECD. Þetta er í andstöðu við það sem talsmenn ríkisstjórnarinnar hafa gjarnan haldið fram. Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn geldur sömuleiðis varhug við þrepaskiptu tekjuskattkerfi með stighækkandi skattprósentu. Sé farið yfir ákveðin mörk í því tilliti, skaði það beinlínis tekjuöflun ríkissjóðs. Sérfræðingar AGS benda á að flest ríki, sem nýti ríkis-fjármálin til að jafna tekjur þegnanna, nái markmiðum sínum á gjaldahliðinni, með því að greiða bætur til tekjulágra, en noti ekki skattkerfið til tekjujöfnunar. Þetta gengur sömuleiðis gegn málflutningi ríkisstjórnarflokkanna í skattamálum. Rauði þráðurinn í tillögum AGS er að einfalda skattkerfið og breikka skattstofnana. Það er ekki sú stefna, sem ríkisstjórnin hefur fylgt, heldur hefur hún þvert á móti flækt kerfið. Í þessu ljósi ber að skoða tillögu AGS um að setja allar vörur í sama virðisaukaskattþrep, enda fylgir henni sú ábending að bregðast yrði við slíkri skattahækkun með því að verja umtalsverðum hluta teknanna til þess að styðja við láglaunafjölskyldur. AGS varar raunar við hugsanlegum áhrifum skattahækkana og bendir til dæmis á það augljósa, að hækkun neyzluskatta myndi velta út í verðlagið, auka verðbólgu og þyngja enn greiðslubyrði þeirra sem eru með verðtryggð lán. Í skýrslu AGS kemur ekkert fram um að ríkisstjórnin neyðist til að hækka skatta. Það er eftir sem áður val ráðherranna, hvort þeir ná jöfnuði í ríkisfjármálunum með því að hækka skattana eða með því að skera frekar niður í rekstri ríkisins. Niðurskurður er erfiðari í framkvæmd, enda margir vel skipulagðir þrýstihópar og hagsmunasamtök á móti honum. Skattgreiðendur eru stór hópur, sem hefur ekki skýrt skilgreinda hagsmuni og á sér enga sérstaka talsmenn. Þess vegna telja stjórnmálamenn oft að það sé auðveldara að hækka skatta en að skera niður. Í skýrslu AGS eru engin rök fyrir að það sé leiðin sem á að fara.
Hafa íslenskir neytendur sama rétt og evrópskir? Ásthildur Lóa Þórsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun
Hafa íslenskir neytendur sama rétt og evrópskir? Ásthildur Lóa Þórsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun